Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 29 MINNINGAR lagður. Hann var snyrtimenni mik- ið, glæsilegur maður, enda eftir honum tekið hvar sem hann fór. Heimili Sigurðar hefur alla tíð bor- ið vott um mikla snyrtimennsku, hvort sem var í Goðheimum með Röggu eða eftir lát Röggu í Prosta- skjóli með Ebbu. Sigurður var á yngri árum félagi í knattspyrnufélaginu Fram eins og bræður hans, Högni og Maggi, sem gerðu garðinn frægan hjá félaginu. Hann hefur allar götur síðan haldið tryggð við sitt gamla félag og fylgst vel með framvindu þess. Það lýsir honum vel að nokkrum dögum fyr- ir andlátið bað hann mig um að greiða fyrir sig árgjaldið hjá Fram, sem auðvitað var gert. Fyrsta barnabarn Sigurðar var Arnar, sonur okkar Estherar. Hafði Sigurður alla tíð mikið dálæti á Arnari og fylgdist vel með honum í leik og starfi. Þegar Arnar, sem er við nám í Bandaríkjunum, frétti um andlát afa síns kom það honum í opna skjöldu, eins og raunar öllum sem vissu ekki hve langt lerddur Sigurður var. Við hin þökkum Guði fyrir að hann fékk að ljúka vistinni hérna megin landamæranna, eftir þær þjáningar sem hann þurfti að ganga í gegnum^ Þrátt fyrir veikindi var æðrulaysi hans mikið. Aldrei kvart- aði hann. í raun var erfitt að gera sér grein fyrir hve sjúkur hann var, því Sigurður var allt fram á síðsta ár heilsuhraustur, enda vanur erfiðisvinnu. Vann hann hjá Tog- araafgreiðslunni meðan hún var og hét og síðustu árin starfaði hann við lagerstörf hjá Pósti og síma á Jörfa. Eftir að Sigurður og Ebba eru horfin á braut verður lífið allt tóm- legra og erfitt að fylla það skarð sem þau skilja eftir sig. En tíminn læknar öll sár. Minningin um Sigga afa lifir í huga okkar og mun fylgja okkur um ókomna tíð. Um leið og ég þakka þeim hjón- um þær ánægjulegu samverustund- ir sem við áttum saman, þá viljum við hjónin færa læknum og hjúkrun- arliði sem önnuðust þau sérstakar þakkir fyrir þeirra stóra hlut. Einn- ig viljum við þakka börnum og barnabörnum Ebbu þá hugulsemi og vinsemd sem þau sýndu á þess- um erfiðu tímum og biðjum drottin að styrkja þau í sorg sinni. Fari þau Sigurður ogEbba í guðs friði. Órn Guðmundsson. Með fáeinum orðum ætla ég að minnast hjónanna Ingibjargar Frí- mannsdóttur og Sigurðar Ágústs- sonar. Fyrir 20 árum lágu leiðir okkar Ingibjargar saman. Hún var skipuð sem aðstoðarkona mín. Fyrst var hún mjög tortryggin í minn garð vegna þess að henni var sagt að ég væri svolítið „öðruvísi", enda fædd og uppalin á meginlandi Evr- ópu. Það kom strax í ljós að við Ingi- björg náðum vel saman. Hún gekk rösklega til verka, var ákveðin en með góða lund. Hún var barngóð, sem kom sér vel í okkar starfi. Ég minnist þess ekki að hún hafí nokk- urn tíma komið of seint eða verið veik. Upp úr þessu góða samstarfi varð fljótlega vinskapur. Alltaf þótti mér ánægjulegt að koma í heimsókn í Frostafoldina. Þar áttu hún og Sigurður hlýlegt og fallegt heimili. Gestrisnin var með eindæmum og aldrei gleymi ég þessum blómum sem voru í kringum þau. Ingibjörg var myndarleg í höndunum og það voru ekki fáar peysur sem hún prjónaði fyrir fjölskyldu sína og vini. Þar að auki saumaði hún, málaði, heklaði, hnýtti o.s.frv. Allt var þetta sérlega vel gert. Á erfiðum tímum reyndist mér trúmennska og hjálp- semi þeirra mikill styrkur. Sigurður var mjög góður maður, gamansamur og alltaf skemmtilegt að vera í návist hans. Hann hjálp- aði mér mikið þegar ég flutti í nýtt húsnæði. Ég og börnin mín hugsum hlýtt til barnanna og fjölskyldna þeirra og vottum þeim samúð okkar. Evamarie Bauer og synir. SIGURÐUR VALDIMARSSON + Sigurður Valdi- marsson var fæddur á Sóleyjar- bakka í Hruna- mannahreppi 30. maí 1914. Hann lést í Reykjavík 14. nóv- ember síðastliðinn. Hann var næst- yngstur átján barna Helgu Páls- dóttur og Valdi- mars Brynjólfsson- ar, en sextán þeirra komust upp. BJuggu þau þar ásamt föður Valdi- mars, Brynjólfi Einarssyni, sem gegndi þá enn hreppstjóra- störfum. Ólst Sigurður upp við sveitastörf. Gekk hann tvo vet- ur á farskóla, haldinn í Syðra- Langholti, og yar það öll hans skólaganga. A bernskuárum hans fluttust eldri systkini hans að heiman og varð hann loks einn vetrarmaður hjá foreldrum sín- um, en ein systra hans var að venju líka hjá þeim á vetr- um. Sigurður giftist 1946 Soffíu Sigurð- ardóttur frá Norð- firði, dóttur Sigurð- ar Friðbjörnssonar múrarameistara og konu hans, Hall- bjargar Daníelsdótt- ur. Eignuðust þau þrjú börn, 1947 Höllu, sem gift er Hafsteini Vilhjálmssyni versl- unarmanni á ísafirði; 1948 Hilmar húsgagnasmið, sem giftur er Hrefnu Jónsdóttur; og 1954 Sigurð Sófus, kjðtiðn- aðarmann, sem giftur er Helgu Harðardóttur. Utför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. SIGURÐI föðurbróður mínum kynntist ég sumarið 1936, þegar ég var viku á Sóleyjarbakka (og aftur sumarið eftir). Man ég enn, er hann sagði mér frá fjárleitum á haustin, vikuferðum með hesta (en alls mun hann hafa farið sjö), og síðan fjögurra daga fjárrekstri til Reykjavíkur, sem honum þótti skemmtilegur, tilbreyting. - Valdi- mar Brynjólfsson lét af búskap 1939, og eignaðist, keypti, þá elsti sonur hans, Brynjólfur, Sóleyjar- bakka, og bauð Sigurði til búskap- ar. En þótt Sigurður hneigðist til búskapar, fannst honum félitlum manni vera óvænlegt að hefja bú- skap þá í stríðsbyrjun, og fluttist til Reykjavíkur. Kominn til Reykjavíkur fékk Sig- urður vinnu í Kassagerðinni og síð- an í Fiskmjölsverksmiðjunni á Kletti, en 1943 réðst hann sem iðn- verkamaður til Steinsteypunnar og vann í henni í 18 ár, þar til hún var niðurlögð, en þá réðst hann til Reyrplasts og starfaði þar í liðlega 20 ár, en bæði þessi fyrirtæki rak J. Þorláksson og Norðmann. Sigurður Valdimarsson var með- almaður á hæð, vel á sig kominn. Hann var glöggur maður og athug- ull, hæglátur og hlédrægur, vinfast- ur. Haraldur Jóhannsson. I viðarlit oq mólaðir. Mismunandi mynsfur, vörrauo vinna. Siwil 91-3592» oq 35735 + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpsonur, bróðir og afi, ÖRIM REYNIR LEVISSON, Hringbraut 76, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Ásdís Ragna Valdimarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÁRNADÓTTIR, Laugarásvegi 57, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Eiríkur Helgason, Holga Helgadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR VALDIMARSSONAR, Neðstaleiti 4, Reykjavík, ferfram frá Fossvogskirkju ídag, þriðju- daginn 22. nóvember, kl. 15.00. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Velunn- ara félag Borgarspítalans njóta þess. Sofffa f. S. Sigurðardóttir, Halla Sigrún Sigurðardóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson, Hilmar Sigurðsson, Hrefna Jónsdóttir, Sigurður Zófus Sigurðsson, Helga Harðardóttir og barnabörn. t afi, Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, langafi og langalangafi, ÁGÚST ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Furugerði 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. nóvemberkl. 13.30. Atli Ágústsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Sigrfður Ágústsdóttir, Grímur Brandsson, Ágúst Atlason, Guðrún Atladóttir, Nína Margrét Grímsdóttir, Páll Grfmsson, Sigríður Atladóttir, Jóhanna Atladóttir, Birgir Grímsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför tengda- móður minnar og ömmu okkar, VALGERÐAR STEINUNNAR FRIÐRIKSDÓTTUR frá Hánefsstöðum í Svarfaðardal.,__ Marfa Franklfn, Guðný Franklfn, Valgerður Franklfn, Auður Franklfn, Erla Franklín, Jónas Franklfn, Ævar Karl Ólafsson og f jölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ARNFRÍÐAR EINARSDÓTTUR fráAmbergi, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á 3. hæð, Droplaugarstöðum. Guðmundur Sigurbergsson, Jóhann Þór Sigurbergsson, Ásta Jónsdóttir, Einar Sigurbergsson, Ólfna Guðmundsdóttir, Magnea Sigurbergsdóttir, Ásgeir Sæmundsson, Árni Bergur Sigurbergsson, Agnes Elfdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður þriðjudaginn 22. nóvember vegna jarðarfarar FINNBJARNAR HJARTARSONAR, prentara. Hagprent, Grensásvegi 8. Blömastofa fiiöfinns < Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tllef ni. Gjafavörur. Erfidrykkjur \r ESJA HÓTEL ESJA Sími 689509 Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. IIS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.