Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Angólastjórn og UNITA undirrita friðarsamning Á að binda enda á 19 ára borgarastyrjöld Lusaka. Reuter. Down’s heilkenni Blóðprufa á 11. viku meðgöngu London. Reuter. BRESKIR vísindamenn segjast hafa þróað einfalda aðferð til að komast að því hvort fóstur sé með Down’s-heilkenni, allt niður í elleftu viku meðgöngu. Blóðprufu vísindamannanna er hægt að taka um mánuði fyrr en þau próf sem nú eru gerð. Tekið er blóð úr þeim konum sem auknar líkur eru á að eign- ist barn með Down’s-heilkenni, öðru nafni „mongólíta". Kann- að er magn inhibins A, horm- óns úr fylgjunni. Gefí prófíð til kynna að fóstrið sé með Down’s-heilkenni, eru gerð frekari próf áður en foreldrar taka ákvörðun hvort binda eigi enda á meðgönguna. Prófíð er ekki enn fyllilega öruggt, talið er að það sýni fram á um 65% tilfella Down’s- heilkenna. Sé einnig notuð leg- stunga, sem gerð er á 15.-17. viku meðgöngu, segjast vís- indamennimir ná fram um 80% nákvæmni. STJORNIN í Angóla og UNITA- hreyfíngin reyndu í gær að ganga frá lausum endum friðarsamnings, sem á að binda enda á 19 ára borg- arastyijöld sem hefur kostað hund- ruð þúsunda lífíð, auk þess sem milljónir manna hafa flosnað upp. Samningurinn var undirritaður í Lusaka, höfuðborg Zambíu, á sunnudag og samkvæmt honum tekur vopnahlé gildi á hádegi í dag. Ljóst er þó að erfítt verður að tryggja að átök blossi ekki upp að nýju og ýmis mál vom enn óleyst í gær, svo sem um afvopnun liðs- manna UNITA-hreyfíngarinnar og hvernig tryggja ætti öryggi leiðtoga hénnar. Bandaríkjastjórn hefur lofað að senda eftirlitsmenn til Angóla til að fylgjast með því að vopnahléið verði virt og vill að Afríkuríki sendi þangað hermenn til friðargæslu. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvenær friðargæslan hefst. Erfitt að koma í veg fyrir að átök blossi upp að nýju Nokkrir afrískir stjórnarerind- rekar létu í ljós efasemdir um að friðarsamningurinn héldi og sögðu að stjómarhemum væri ekki jafn mikið í mun og stjóminni að binda enda á stríðið, enda hefur honum orðið vel ágengt í bardögum að undanfömu. Undirritaði ekki Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, undirritaði ekki samninginn og það vakti spumingar um hvort .hreyf- ingin myndi standa við hann. „Við vitum ekki hvort ákvörðun Savimbis sé til marks um ágreining innan UNITA eða hvort hann kunni að fleygja samningnum út um gluggann og segja að hann hafí ekki undirritað.hann sjálfur," sagði angólskur hershöfðingi sem tók þátt í viðræðunum í Lusaka. UNITA og Angólastjóm höfðu tvisvar áður undirritað friðarsamn- inga, í Zaire 1987 og Portúgal 1991. Bardögunum linnti eftir sið- ari samninginn en Savimbi hafnaði úrslitum kosninga sem fóm fram undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna og stríðið hófst að nýju. Það hefur staðið nánast látlaust frá því An- góla öðlaðist sjálfstæði frá Portúgal árið 1975. Hungursneyð vofir yfír milljón- um manna vegna stríðsins og efna- hagurinn er hruninn. Breska hjálp- arstofnunin Björgum bömunum segir að Angóla sé enn eitt af helstu hörmungarsvæðum veraldar. „Fleiri böm deyja þar en í nokkm öðm landi. Eitt af hveijum þremur bömum deyr í Angóla fyrir fímm ára aldur, sem er mesta dánartíðni bama í öllum heiminum." STAFNHLERA Estoniu lyft af hafsbotni fyrir helgi. Stafnhleri Estoniu rannsakaður Talið að öldu- gangur hafi rifið hlerann af Helsinki. Reuter. Barátta vísindamanna gegn Alzheimer Binda vonir við nýja grein- ingaraðferð SÉRFRÆÐINGANEFND sem kann- að hefur orsakir þess að feijan Es- tonia sökk á Eystrasalti í lok septem- ber, sagði í gær að ástæða slyssins kynni að vera óvenju mikill ölduhæð, sem gætir aðeins einu sinni eða tvisv- ar á ári á þessum slóðum. Stafnhleri Estoniu er nú í rannsókn í Hanko í Finnlandi en ekki er gert ráð fyrir að henni ljúki fyrr en að ári liðnu. Tuomo Karppinen, sem sæti á í rannsóknamefndinni, segir að feijan hafí lent í óvenju miklum sjógangi en yfírmenn annarra feija á svæðinu sögðu að aðstæður hefðu ekki verið með allraversta móti. Giskað var á að ölduhæð hefði verið um 10 metr- ar. Karppinen telur að sjógangurinn hafí verið svo mikill, að hann hafí náð að rífa hlerann af, en hann er 57 tonn á þyngd. Karppinen segir þó of snemmt að útiloka aðrar orsakir, t.d málm- þreytu. Hann telur að hraði skipsins hafí ekki skipt sköpum. Komið var með stafnhlerann til hafnar á föstudag. Hann lá á 69 metra dýpi um tvo km frá feijunni. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að lyfta eigi henni af hafsbotni. VISINDAMENN við Harvard- há- skólann í Bandaríkjunum hafa gert tilraunir með nýja aðferð til að greina Alzheimer-veikina og telja góðar borfur á að um timamótauppgötvun sé að ræða. Fyrir skömmu skýrði Ronald Reagan, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, frá þvi að hann væri með veikina og segir tímaritið Time að læknar hans hafí verið heilt ár að komast að nokkum vegg- inn óyggjandi nið- urstöðu. Eina ör- ugga sjúkdóms- greiningin hefur fram til þessa verið sú sem gerð er þegar lík sjúkl- ingsins er krufíð. Alzheimer-sjúkdómurinn veldur skemmdum á heilavef og fyrstu ein- kennin eru andleg hrömun af ýmsu tagi. Minni, mál, skilningur og eftir- tekt minnka, að lokum dregur veikin sjúklinginn til dauða og ekki eru til nein lyf gegn henni. Lyfíð Taerine getur að vísu stund- um mildað einkennin sé veikin greind á byijunarstigi en aukaverkanir eru oft miklar. Time segir þó að vísinda- menn telji að einnig á því sviði geti verið von, á þessu ári hafí ýmislegt verið uppgötvað í sambandi við ákveðin eggjahvítuefni sem talin séu eiga mikinn þátt í sjúkdómnum. Það er hins vegar greiningaraðferðin, sem skýrt var frá í tímaritinu Sci- ence í liðinni viku, er mesta athygli vekur núna. Tilraunir með ljósop Vitað var að fólk með annan júk- dóm, Downs-heilkenni, er ofumæmt fyrir lyfínu tropieamide, augndropum sem læknar nota til að víkka ljósopið en þá geta þeir kannað betur innri hluta augans. Lyfíð er nú verksmiðju- framleitt en byggist á atropine, efni sem finnst í náttúrunni. Að sögn tíma- ritsins The Economist notuðu konur lyfíð þegar á miðöldum til að víkka Ijósop augnanna er þótti auka fegurð og þokka kveíina, lyfíð var þá nefnt Belladonna (fógur kona). Vísindamennimir í Harvard gáfu 19 manns, sem vitað var að voru með Alzheimer eða voru álitnir haldnir veikinni, mjög þynnta gerð af tropic- amide. 18 þeirra sýndu mikil við- brögð, ljósopið víkkaði um 13% en hjá öðrum hópi, sem í var aldrað en heilbrigt fólk, var víkkunin að- eins 4% Bent hefur ver- ið á að reynist greiningaraðferð- in vel en ekki finnist neitt lyf gegn sjúkdómn- um í næsttí fram- tíð geti afleiðingin orðið sú að fólk sem greinist með sjúkdómseinkenni fyrr en nú er gerlegt muni eigi erfíð- ara uppdráttar. Líftryggingafélög gætu hækkað iðgjöld á fólkinu, fyrir- tæki veigrað sér við að ráða það í vinnu og makaleit gæti jafnvel orðið torveldari. Grétar Guðmundsson, taugalæknir á Landspítalanum, sagði í samtali við Morgunblaðið að erfitt væri að full- yrða nokkuð um nýju aðferðina fyrr en búið væri að rannsaka hana frek- ar. í Bandaríkjunum er talið að nær helmingur fólks yfir 85 ára aldri sé með eða fái Alzheimer. Sjaldgæft er að fólk undir 65 ára aldri fái sjúkdóm- inn, að sögn Grétars. Talið er að 20% íslendinga yfír sjötugu sé með hröm- unarsjúkdóma, meira en helmingur þeirra með Alzheimer. Tíðnin eykst mjög á áttræðisaldrinum. Hann sagði að verið væri að vinna úr könnun á orsökum og tíðni Alzhei- mer-veikinnar hér á landi, vonandi væri skammt í að fyrstu niðurstöður yrðu birtar, jafnvel á næsta ári. Vitað væri að arfgengi ætti stundum nokk- um þátt í sjúkdómnun en ísland þyk- ir afar heppilegt til rannsókna á arf- gengi vegna tiltölulega traustra upp- lýsinga um ættir og uppruna manna. LÆKNAR hafa uppgötvað að ljósop Alzheimer-sjúklinga víkkar mun meira en hjá öðru fólki við augndropameðferð. Spá stór- auknum fjárfest- ingum UMBÓTASINNINN Anatólíj Tsjúbajs, fyrsti aðstoðarforsæt- isráðherra Rússlands, er bjart- sýnn á framtíð efnahagsmála og segir að fjárfestingar útlend- inga í landinu verði samanlagt um 4 milljarðar Bandaríkjadoll- ara á mánuði 1995. Tsjúbajs sagði á fundi með erlendum íjárfestum í Moskvu á sunnudag að stjómvöld væru staðráðin í að leysa vandamál sem stafa af miklum fjárlagahalla, verð- bólgu og vaxandi skuldasöfnun, ekki síst risastórra ríkisfyrir- tækja sem í reynd hafa lengi verið gjaldþrota. Fordæma IRA ÞINGMENN mótmælenda á Norður-írlandi mótmæltu í gær harkalega vopnahlésbroti Irska lýðveldishersins, IRA, sem hefur viðurkennt að liðs- menn hans hafi verið að verki er póstmaður féll í misheppn- uðu ráni sem vopnaðir menn stóðu fyrir í pósthúsi í borg- inni Newry 11. nóvember. IRA sagði að mistök í boðskiptum hefðu valdið morðinu og báðu samtökin aðstandendur mannsins afsökunar. SÞ-fundur um alþjóða- glæpagengi BOUTROS Boutros- Ghali, fram- kvæmdas- tjóri SÞ, setti í gær alþjóð- lega ráð- stefnu um baráttuna gegn alþjóð- legri glæpa- starfsemi og Ghaii sagði m.a. að sókn og vaxándi samstarf ítölsku Mafíunnar, Triad-gengjanna í Hong Kong, Yakuza í Japan og rússneskra glæpasamtaka ógnuðu grund- vallarforsendum SÞ; lýðræði og mannréttindum. Aðhald í Dan- mörku DANSKA stjómin náði í gær samkomulagi við stærstu flokka stjórnarandstöðu borg- araflokkanna um niðurskurð á ríkisútgjöldum og verður fjár- lagahalli næsta árs lækkaður úr 45 milljörðum danskra króna í upphaflegu tillögunum í 41 milljarð. Greiðslur til at- vinnulausra og aðrar bætur verða lækkaðar. Járnbrautum og póstþjónustu verður breytt úr stofnunum í fyrirtæki, þó áfram í ríkiseign. Verðmætum úrum stolið ÞJÓFAR stálu 28 fornum úr- um og fjórum skartgripum úr safni í Munchen aðfaranótt sunnudags, að sögn þýsku lög- reglunnar. Úrin voru á sýn- ingu sem heitir Úrsmíðalistin í 400 ár. Þjófarnir komust inn um glugga á annarri hæð safnsins. Boutros- Ghali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.