Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 13
LANDIÐ
Óvíst með áætlunar-
flug til Siglufjarðar
FORRÁÐAMENN íslandsflugs
treysta sér ekki til að halda áfram
ætlunarflugi til Siglufjarðar að öllu
óbreyttu. Ástæðan er sú að flugfé-
lagið hefur tapað rúmlega 400.000
kr. á mánuði á þessari leið, þ.e.
Reykjavík — Siglufjörður.
Hyggst íslandsflug því hætta
áætlunarfluginu frá og með næstu
áramótum nema leyfi fáist til að
millilenda á Sauðárkróki til að taka
vörur og farþega eða fjárstuðningur
komi frá ríkissjóði og/eða Siglu-
íjarðarbæ.
íslandsflug er eina flugfélagið
sem heldur uppi áætlunarflugi til
Siglufjarðar. Vegna mikils taps
flugfélagsins á þessari áætlunarleið
segjast forráðamenn fyrirtækisins
ekki sjá sér annað fært en að hætta
áætlunarflugi til Siglufjarðar frá
og með næstu áramotum. íslands-
flug hefur lengi sóst eftir að fá að
millilenda á Sauðárkróki en það
leyfi hefur ekki fengist vegna einka-
leyfis Flugleiða á þeirri leið.
Bæjaryfirvöld leita leiða
Björn Valdimarsson, bæjarstjóri
á Siglufírði, segist þess fullviss að
áætlunarflug til Siglufjarðar haldi
áfram og séu bæjaryfirvöld þegar
farin að athuga hvaða leiðir séu
bestar í þessum efnum. Hann segir
það óásættanlegt að flugsamgöng-
ur til byggðalaga úti á landi séu í
uppnámi vegna sérleyfa, sem engan
veginn uppfylla kröfur tímans um
eðlilega hagræðingu.
Það hafi löngu verið vitað að
bæjarstjóm Sauðárkróks sé
óánægð með ferðatíðni þangað og
þegar að við bætist að flugleiðin til
Siglufjarðar sé ekki lengur arðbær
verði menn að endurskoða málið.
Morgunblaðið/Alfona
UM 200 manns sóttu tískusýninguna í Ólafsvík og voru sýningarstúlkurnar búsettar á staðnum.
Gáfu heims-
frægum sýn-
ingarstúlk-
um lítið eftir
Ólafsvík - Tískuverslunin Rósir
hélt nýlega tískusýningu í fé-
lagsheimilinu Klifi.
Þó verslunin sé aðeins rúm-
lega eins árs var þetta önnur
tískusýningin á hennar vegum.
Sýningarstúlkur voru á öllum
aldri, allar búsettar í Ólafsvík
og gáfu þær frægum tiskusýn-
ingardömum úti í hinum stóra
heimi ekkert eftir.
Gestir virtust almennt ánægð-
ir með úrvalið og brúðarkjóll
sem Guðrún Blöndal hannaði og
þarna var sýndur sló í gegn. Um
200 manns sóttu tískusýninguna.
• •
Oryggi í fyrirrúmi
GLÆSILEGUR leikvöllur við leik- öryggisrammi og er hann síðan fyllt-
skólann Krílakot á Kópaskeri var ur með 40 cm þykku lagi af sandi.
nýlega tekinn í notkun. Völlurinn er Einnig voru settar hitalagnir undir
gerður með öryggi barnanna í huga, hellur. Völlurinn er bæði bömunum
umhverfís öll leiktæki er staðlaður og starsfólkinu kærkomin breyting.
Morgunblaðið/Hörður Sigurðsson
Breytingar í veitinga-
rekstri á Akranesi
ÞANN 15. nóvembertóku nýir aðilar
við rekstri veitingastaðarins Kútter
Haraldur/Strompurinn á Akranesi,
þeir Ólafur E. Ólafsson framreiðslu-
meistari og Björn Á. Guðmundsson
matreiðslumeistari.
Ólafur er lærður framreiðslumað-
ur og hefur starfað á ýmsum veit-
ingastöðum m.a. Hótel Loftleiðum,
Hollywood, Hótel Lind, A. Hansen'
og Carpe Diem.
Ólafur hóf nám sitt 1985 á Hótel
Loftleiðum og útskrifaðist úr Hótel-
og veitingaskóla íslands 1988.
Bjöm er lærður matreiðslumaður
og hefur starfað á hinum ýmsu veit-
ingastöðum, s.s. Hóteli Valaskjálf,
Hóteli Valhöll, Hóteli Selfoss, Offícer
Club hjá varnarliðinu, Feijukránni í
Kaupmannahöfn.
Björn hóf nám sitt 1982 á Veit-
ingahúsinu Rán, starfaði samhliða
því á Naustinu og lauk námi sínu
1986.
Björn og Ólafur ætla sér að bjóða
íbúum Akraness og þeim gestum
sem þangað koma upp á fjölbreyttan
matseðil með ítölsku ívafi s.s. eld-
bakaðar pizzur að ítölskum hætti
og síðan ýmsa pastarétti sem ekki
hafa verið í boði áður á Akranesi.
Dansað um helgar
Fyrirhugað er að halda dansleiki
aðra hvora helgi. Stefnt verður að
því að hafa eitthvað á boðstólum til
skemmtunar og fróðleiks fimmtu-
daga, föstudaga, laugardaga og
sunnudaga.
Ákveðið hefur verið að opna stað-
inn að nýju föstudaginn 25. nóvem-
ber og þá undir nýju nafni.
Jakkapeysa úr uil kr. 6.990
Rúllukragapeysa úr Merinoull.
Ljós, græn og svört kr. 4.900
Polarn&Pyret
Kringlunni, sími 681822
Flauelsbuxur
grænar eða Ijósar kr. 4.990
Munstruð hneppt ullarpeysa
kr. 6500