Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 15 VIÐSKIPTI OLIUVERÐ HÆKKAR VEGNA FUNDAR OPEC Olíuverft hækkaðl 21 lítillega þegar ráðherrar OPEC- Dollarai landanna hittust á tunnu í Indónesíu á mánudag 18 BRENT hráolía - Vikulegt lokaverð f London OPEC viU kvóta og verð hækkar Denpasar, lndónesíu. Reuter. Vísitölur Lánskjaravísitalan mælir 2,2% verðbólgu Álið yfir 2.000 dollara London. Reuter. HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli fór yfir 2.000 dollara tonnið á mánu- dag í fyrsta skipti síðan í septem- ber 1990 vegna minnkandi birgða. Verðið hefur hækkað um 23 dollara síðan á föstudag og um 93% á markaðnum í London á einu ári. Ein kenningin um síðustu hækkun- ina er á þá leið að 2.000 dollarar hafi verið „sálfræðileg hindrun á við Mount Everest," sem spákaup- menn og kaupendur hafi viljað sigr- ast á. Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada, Noregur og Rússland hafa heitið því að tak- marka ársframleiðsluna um 1,25 milljónir samkvæmt samkomulagi er tókst í ársbyijun. Evróþska ál- stofnunin tilkynnti í gær, mánudag, að framleiðslan hefði minnkað um 6% í 13 Evrópulöndum á öðrum ársfjórðungi 1994. Framleiðsla aukin á ný? Nú eru birgðir í London 1,9 millj- ónir tonna og hafa minnkað um 28% úr 2,7 milljónir tonna þegar þær voru mestar á þessu ári. Nú er talið hugsanlegt að lönd, sem hafa dregið úr framleiðslu, vilji auka hana á ný fyrr en ráð- gert hefur verið, því að 2.000 doll- arar fyrir tonnið er hærra verð en flestir gerðu ráð fyrir þegar sam- þykkt var að takmarka afköstin. RAÐHERRAR Samtaka olíusölu- ríkja, OPEC, ræðast við á Bali og eru yfirleitt sammála um að tak- marka skuli framleiðsluna til þess að tryggja verðkækkun. Flestum á óvart hvatti olíuráð- herra Saudi-Arabíu, Hisham Naz- erm, til þess að framleiðslan verði takmörkuð í eitt ár við núverandi hámark — 24,52 milljónir tunna á dag. Að minnsta kosti átta OPEC- ráðherrar af 12 hafa lýst sig sam- þykka takmörkuninni, þótt líbýski ráðherrann vilji að hún gildi í að- eins sex mánuði. Persaflóaríki fara jafnan að vilja Saudi-Araba og íran mun ekki leggjast gegn framleiðsluskerð- ingu í eitt ár. Olíuverð hækkaði um 25 til 30 cent tunnan í Asíu er ráðherrarnir sátu á fundi. Norðursjávarolía seld- ist á 17 dollara tunnan, en hráolía í Bandaríkjunum hækkaði um 33 cent í 17,88 dollara tunnan, að því er virðist vegna yfirlýsingar olíu- ráðherra Saudi-Arabíu. Afköst OPEC hafa verið tak- mörkuð við núverandi magn síðan í september 1993, en olíuverð hef- ur haldið áfram að lækka vegna aukinnar framleiðslu ríkja er standá utan samtakanna. Hærra verð á ólíu í Asíu vekur ánægju á Bali-fundinum og sumir ráðherrar vona jafnvel að það kom- ist í 21 dollara tunnan eins og OPEC hefur lengi stefnt að. VÍSITALA lánskjara hækkar um 0,18% frá fyrra mánuði og jafngildir það 2,2% hækkun á heilu ári. Vísital- an 3.384 gildir fyrir desember. Hækkunin síðustu þijá mánuði jafngilir 1,3% árshækkun, síðustu sex mánuði 2,8% og síðasta árið 1,1%. Byggingarvísitalan hefur hækkað um 0,3% frá október, sem jafngildir 3,7% hækkun á heilu ári. Síðustu þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,5% sem jafngilir 1,8% hækkun á heilu ári og síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,8%. Launavísitalan hækkar um 0,2% frá fyrra mánuði. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6%. !§p PitneyBowes Umslagapökkun Notiö tæknina - sparið tíma og kostnað! Höfum tii sýnis og sölu notaða umslagapökkunarvél í mjög góðu ástandi. Hagstætt verð - greiðslukjör. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33- 105 Reykjavík Símar 624631 og 624699 - kjarni málsins! Morgunverðcarfundur fimmtudaginn 24. nóvember 1994 kl. 08.00 - 09.30, í Átthagasal Hótels Sögu Rússar hér og Rússar þar: ER EITTHVERT VIT í TALINU UM LANDNÁM í FYRRUM SOVÉTRÍKJUM? í apríl í vor kom út skýrsla nefndar um leiðir og úrræði til þess að efla viðskipti við Rússa hér og að hasla íslenskum aðilum völl í uppbyggingu eystra. Skýrslan verður til afhendingar á fundinum. Hefur hún breytt einhverju - og hvað stendur til? Er vit í því að heyja sér verkefni í fyrrum Sovétríkjum? Er áhættan of mikil? Er gróðavonin eins risavaxin og margar sögur segja? Og vilja menn þar eitthvað hafa saman að sælda við Islendinga? Stuttar framsögur: Sighvatur Björgvinsson, /'ðnaðar- og viðskiptaróðherra, Jón Sigurðarson, forstjóri Fiskafurða hf., Svavar Jónatansson, stjórnarform. Virkis-Orkint hf., Aiar/a E. Ingvadóttir, deildarstjóri hjó Útflutningsróði. Sighvatur lét gera skýrsluna, Jón, Svavar og María sótu í nefndinni og hafa öll verið nýlega i ferðum eystra. Oll munu svara fyrirspurnum fundarmanna. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.- Fundurinn er opinn, en tilkynna verður þáfttöku fyrirfram í síma 886666 (kl. 08 - 16). Þeir sem vilja geta fengið nefnda skýrslu afhenda fyrir fundinn á skrifstofu okkar í Húsi verslunarinnar. VERSLUNARRAÐ ISLANDS „3Ja &m éjþægtnál að toaki!“ „Slðastliðln 3 ár hef ég verið mjög slæmur i hásinunum og bakinu, átt erfitt með gang á morgnana og þurft að kæla mig vel eftir æfingar. Ég fór til læknis, sem eftir árangurslausar tilraunlr sendi mig til Stoðtækni. Þar kom i Ijós að annar fóturinn á mér er örlítið styttri og fékk ég þá sérsmíðuð íþróttainnlegg. Ég lagaðist ótrúlega fljótt og nú finn ég ekki fyrir neinum óþægindum og verkimir eru horfnir!“ Ko/beinn G/s/ason, stoðtækjafræðingur v/ð greiningarbúnaðinn. STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson hf. Lækjargata 4, Reykjavík Tímapantanir í síma 91-14711 SjwíjeótUig. í UeÍHÍ fteilöu og. uetííian !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.