Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 45 UNGLINGAR i 4 « 4 4 € 4 I * 4 4 4 4 4 H Frá félagsmiðstöðinni Vitanum, Hafnarfírði Kraftakeppni Vitansl994 Tekið úr fréttabréfi Vitans, frétta- bréfi sem lætur allt flakka. Kraftakeppni var haldin dag- ana 17. 19. og 24 október, fjölmargir keppendur tóku þátt og var mikil spenna. Á fyrsta degi komust fimm kepp- endur í úrslit, en á öðrum degi komust sex keppendur áfram, þrjár stelpur og þrír strákar. I undanúrslitum var keppt í tveim greinum úti en fjórum inni. I keppninni var ekki nóg að vera bara sterkur heldur þurftu krakk- arnir að vera snögg og nota rétta tækni. Eva María varð fyrir því óhappi að æla þegar hún var búin að þamba gosið í 6. þraut. Gísli stóð sig best fyrsta daginn og hafn- aði í fyrsta sæti í undanúrslitunum. Inga stóð sig best í kvennaflokki. Úrslitin fóru fram mánudaginn 24. október og varð það mjög hörð keppni, Sterkasti maður Hafnar- fjarðar, Magnús, kom og hjálpaði til við að kynna keppnina. í úrslita- keppninni voru sjö greinar, tvær úti en fimm inni, dauðagangan þótti lang erfiðust. Síðasta og jafn- framt skemmtilegasta þrautin var að pússla og rista brauð og lita mynd með fjórum litum. Stelpurnar kepptu í því hver væri fljótust að pússla saman 60 kubbum, en strák- arnir ristuðu brauð og lituðu mynd. Úrslitin urðu þau að Inga úr Víðistaðaskóla varð í fyrsta sæti í kvennaflokki, en þær Kolbrún og Heba í öðru og þriðja sæti. Gísli Pétur úr Öldutúnsskóla varð í fyrsta sæti í karlaflokki en Ragnar Steinn og Bergþór í öðru og þriðja sæti. Sigurvegararnir fengu glæsileg verðlaun í lok keppninnar. Úrslita- kvöldið endaði svo á því að Maggi Bess fór úr að ofan og sýndi vöðv- ana við mikla hrifningu áhorfenda og þar með lauk skemmtilegri kraftakeppni. Starfsmenn Tónabæjar. Skólakeppni Tónabæjar 1994 Vináttuleikar Félagsmiðstöðin Tónabær hélt dagana 24. október til 4. nóvember skólakeppni á milli sex skóla í hverfinu. Nemendur Álftamýrarskóla hlutu titilinn skólameistarar Tónabæjar 1994. Voru úrslit kynnt í Tónabæ föstudaginn 4. nóvember. Sigurveg- ararnir hlutu farandbikar að laun- um. Eftir að úrslitin höfðu verið kynnt var slegið upp balli, þar sem Páll Óskar og milljónamæringarnir léku fyrir dansi. Þetta er í fjórða sinn sem skóla- keppnin er haldin. Markmið hennar er að nemendur skólanna hittist og kynnist, að hér fari fram drengileg keppni sem allir hafi gaman af. Keppt var í þremur greinum, fót- bolta, félagsvist og spurninga- keppni. Reyndi þá á ólíka hæfileika Alqjör steypa Maður hóstar upp hring sem hann gleypti tólf árum fyrr HINUM þrítuga Don Varshoe brá heldur þegar hann varð fyrir þeirri reynslu að hósta upp hring sem hann hafði glatað tólf árum fyrr. Þar sem hann sat með vinkonu sinni og borðaði tælenskan mat í róleg- heitum, festist eitthvað í hálsinum á honum. Það undarlega var, að það var ekki eitthvað sem hann var að kyngja, heldur eitthvað sem var að koma upp úr honum. Hann varð allur blár í framan og greip um hálsinn eins og hann, væri að kafna, sem hann var reýnd- ar að gera. Nálægur þjónn sá hvað verða vildi og greip Don í fangið og beitti svokallaðri Heimlich- aðferð til að ná hringnum úr koki hins kafnandi manns. Hringurinn spýttist með ógnarkrafti í næsta vegg og svo á gólfið. Don varð að vonum mjög undr- andi við að sjá hringinn með áletr- uninni: Útskriftarárgangur 1981, Miðbæjarskólinn. Hann hafði tapað hringnum í gleðskap tólf árum áð- ur, en ekki grunað að hann hefði sjálfur gleypt hann. „Ég er auðvitað svolítið undrandi að hafa verið með hringinn inni í mér allan þennan tíma," sagði Don „en mikið óskap- lega er ég feginn að hafa fundið hann aftur". Þýtt og endursagt úr The Sun. Unglingurinn í dag Vill styttri skóladag Nafn: Kristján Hafsteinsson Aldur: 13 ára Heima: Kópavogi Skóli: Hjallaskóli Finnst þér að skólinn geti verið betri? Já, mér finnst að hann ætti bæði að vera skemmtilegri og styttri að deginum. Myndirðu vilja breyta einhverju í þjóðfélaginu? Nú vandast málið, ég er ekki viss um að ég vilji breyta neinu, mér finnst allt ósköp eðlilegt. Er til unglingavanda- mál? Já, það er til unglinga- vandamál, unglingar lenda í þessari vitleysu að drekka og reykja og svoleiðis. Er til foreldravanda- mál? Já, fullt af því. Foreldrar mættu vera skemmti- legri og meira heima, foreldrar vinna of mikið. Hvernig er fyrirmyndarungling- ur? Bara eins og ég. Hvað viltu ráðleggja þeim sem umgangast unglinga? UNGL SNGU RINN IDA Að láta unglingana ekki fara í taug- arnar á sér. Hvernig er að vera unglingur í dag? Það er ágætt, félagslífið er gott hjá okkur og nóg að gera með vinum sínum. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fara á diskótek og fara heim úr skólanum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Vakna á morgnana til að fara í skólann. Hver myndir þú vuja vera ef þú værir ekki þú? Ég vildi vera Jóakim aðalönd. Hvað ætiar þú að varða þegar þú verður stór? Eg hef bara ekkert spáð í það, ég myndi helst vilja vera fiugmaður, banka- stjóri eða eitthvað slíkt, en ég hef ekki hugmynd um það. Hver er munurinn a gallabuxum? Maður getur gengið í gallabuxum en ekki í hænunni. hænu og og samstöðu innan hvers skóla. Unglingarnir sem kepptu i skóla- keppninni og áhangendur stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar í alla staði og skólum sínum til sóma. Úrslit urðu: Hlíðarskóli vann í félagsvist, Álftamýrarskóli hafnaði í öðru sæti og Tjarnarskóli í því þriðja. Æfingaskóli KHÍ sigraði í knattspyrnu, Álftamýrarskóli varð í öðru sæti og Hlíðarskóli í því þriðja. Dagana 27. október til.3. nóvem- ber fór fram undankeppni í spurn- ingakeppninni. Greinilegt var að unglingarnir höfðu undirbúið sig vel, því hart var barist. Úrslita- keppnin fór svo fram 3. nóvember og þar sigraði Álftamýrarskóli glæsilega, Austurbæjaskóli hafnaði í öðru sæti og Tjarnarskóli í því þriðja. Lipur \ C 'E «o zs C3 kven- kyns stöðu- « mæla- 1 Hallur ^m-'p, '. ^ lLá Jóhann Adam 55 CQ 't if^ 'veiT S t Æ Það ekki J^^Æ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.