Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 17 FRETTIR: EVROPA Alendingar sam- þykktu ESB-aðild ÍBÚAR Álandseyja samþykktu í atkvæðagreiðslu á 'sunnudag að sjálfsstjórnarsvæði þeirra yrði aðili að Evrópusambandinu líkt og Finn- land. íbúar eyjanna eru 25 þúsund talsins. Niðurstaða atkvæðareiðslunnar var sú að 73,7% íbúa samþykktu aðild en 26,3% höfnuðu henni. Kosningaþátttaka var fremur dræm og greiddu einungis 49,1% þeirra 18.080 íbúa sem voru á kjörskrá atkvæði. Þetta er í annað skipti á skömm- um tíma sem Álendingar greiða atkvæði um aðild. I októbermánuði greiddu þeir atkvæði samhliða Finnum og var niðurstaðan þá sú að 51,9% sögðu nei en 48,1% já. Samkvæmt apildarsamningi Finna við ESB fá Álandseyjar að halda sérstöðu sinni^ þó að þær gangi í sambandið. Áfram verður leyfilegt að selja tollfrjálsan varning um borð í ferjunum sem sigla milli eyjanna og Svíþjóðar og Finnlands en það er ein helsta tekjulind Álend- inga. Ekki hefur þó til þessa verið tek- ið undir þá kröfu Álendinga að þeir fái aukið vald varðandi skattlagn- ingu og fulltrúa á Evrópuþinginu. Spillt að- ildarríki? • BRESKI Evrópuþingmaðurinn Christopher Jackson segir í les- endabréfi í The Times að það sé ekki kerfið í Brussel sem sé að svíkja milljarða út úr sameiginleg- um sjóðum ESB heldur íbúar að- ildarríkjanna. Sökin á spillingu innan ESB Hggi því að verulegu leyti hjá aðildarríkjum sambands- ins. • THORBJÖRN Jagland, for- maður norska Verkamannaflokks- ins, telur að norska Alþýðusam- bandið myndi mæla með ESB- aðild ef greidd væru atkvæði um máiið nú. Hann telur ástæðuna fyrir því að Alþýðusambandið ákvað á sínum tíma að mæla ekki með aðild hafa verið hamslausan áróður ESB-andstæðinga um að atvinnuleysi myndi aukast. Jag- land telur stórhættulegt fyrir Norðmenn að vera utan sam- bandsins. „Við þurfum fleiri at- vinnutækifæri í iðnaði til að standa undir velferðinni. Ég held að það sé eitthvað mikið að í Nor- egi. Er olíuauðurinn farinn að sljóvga okkur?" • ESB hefur ákveðið að stöðva allar styrkjagreiðslur til kúa- bænda á frönsku eyjunni Korsíku eftir að upp komst um víðtækt svindl meðal bænda. Ákvörðunin var tekin á leynilegum fundi í síð- asta mánuði en franska blaðið Libératíon greindi frá henni í gær. Talsmaður framkvæmda- stjórnarinnar staðfesti þetta en vildi ekki ijá sig um hve víðtækt svindlið hefði verið. Heimildir inn- an ESB herma að bændur á Kor- síku hafi skráð rúmlega 60 þúsund kýr, sem ekki eru til í raun, og fengið allt að 150 miUjónum króna ofgreitt í styrki sökum þessa. Hugsanlegt er að sambandið muni i framtíðinni tengja styrki náttúru- vernd til að draga úr skógareldum þeim er herja á eyjuna á hverju sumri. Grunsemdir eru uppi um Úrslit nýjustu skoðana- kannana um stuðning við ESB-aðild í Noregi Kosið verður 28. nóvember Scan-Fact 21.nóv. Já MMI, 21. nóv. Gallup, 20. nóv. Já að bændur stundi reglubundnar íkveikjur til að brenna niður skóga og hefja akuryrkju í staðinn. • JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði á fundi Al- þýðuflokksins á sunnudag að á næsta kjörtímabili, 1994-1998, væri talsverð óvissa um framtíð- ina, til dæmis þróun Evrópusam- bandsins, um hversu langan tíma ríkjaráðstefna þess, sem hefst 1996, tæki o.s.frv. „Að mínu mati er það svo að stjórnmálamenn, sljórnmálaflokkar og þeir, sem bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili, geta ekki skotið sér bakvið það að málið sé í frysti fram til ársins 2000," sagði Jón Baldvin. „Mér finnst að kjósendur eigi rétt á að fá að vita, þegar þeir ganga að kjörborðinu í apríl og eru að veita mönnum umboð til 1998, hvaða afstöðu frambjóð- endur hafi. Hvort þeir séu jákvæð- ir fyrir því að sækja um og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, eða hvort þeir hafna því." Norsk fyrirtœki í sjávarútvegi Óttast að ísland verði inni en Noregnr úti LANDSSAMTOK norskra sjávarút- vegs- og fiskeidisfyrirtækja (Fiskeri- og Havbruksnæringens Landsforen- ing - FHNL), sem stofnuð voru fyr- ir skömmu, hvetja í fyrstu ályktun sinni til að Norðmenn gerist aðilar að Evrópusambandinu. Ella sé hætta á að íslendingar verði þar allsráð- andi í sjávarútvegsmálum. Alls eiga um 650 fyrirtæki aðild að nýju samtökunum og er starfs- mannafjöldi þeirra um 11 þúsund manns. í fyrstu ályktun samtak- anna segir að andrúmsloftið \ garð ESB sé nú mjög jákvætt á íslandi og miklar líkur á að íslendingar sæki um aðild á næstunni. „Þá gæti sú staða komið upp að íslend- ingar verði mikilvægasta sjávarút- vegsþjóðin innan ESB og að sá sem fer með sjávarútvegsmálin innan framkvæmdastjórnarinnar muni heita Jón Baldvin Hannibalsson. Það gæti haft mjög neikvæð áhrif á norska fiskistofna og yfirráðarétt Norðmanna," segir í ályktuninni. Þá er tekið fram að ef Norðmenn hafni aðild muni það leiða til hærri tolla á norskar sjávarafurðir, sem fluttar eru út til Svíþjóðar og Finn- lands, frá og með áramótum. Slíkt myndi koma sér illa fyrir mörg norsk fyrirtæki og atvinnutækifæri á landsbyggðinni glatast. ÍSLENSKT á Hótel Borg í kvöld kl. 20:30 Höfundar lesa úr nýjum íslenskum skáldverkum sem eru aö koma út hjá Máli og menningu og Forlaginu um þessar mundir. 0%St Það eru skáld á skipinu ¦ íslenskur skáldskapur 1994 «t <o Mál og menning FORLAGIÐIWÁRA FAGURBÓKMENNTIR-jQQA r\r. cdApii cii/i id iy\J"r OG FRÓÐLEIKUR 1994 Bókmenntakvöldið stendur í u.þ.b. tvo tíma með hléi. Sk(j Aðgangur er ókeypis. ^y^k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.