Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Endurmenntunarstofnun HI brautskráir sjávarútvegsfræðinga „Komst að því hvað mann vantar mikið“ Morgunblaðið/Sverrir. HINIR nýju sjávarútvegsfræðingar frá Endurmenntunarstofnun HI eru: Agnar Sigurðsson, Asmundur Jónsson, Bjöm Jónsson, Einar Hallsson, Eiríkur Mikaelsson, Friðrik Guðmundsson, Gísli Rafn Guðfinns- son, Guðbergur Rúnarsson, Guðríður Krisljánsdóttir, Gunnar Bragi Guðmundsson, Gunnar Ólafur Alex- andersson, Indriði Kristinsson, Ingibjörg Ketilsdóttir, Jón Ólafur Svansson, Ottó V. W. Snorrason, Sig- urður Sigurbergsson, Sjgurður Viggósson, Sóley Soffaníasdóttir, Sveinn S. Ingólfsson, Viðar Elíasson, Þorsteinn Broddason, Örlygur Ólafsson, Vigfús Árnason, Þorleifur Björgvinsson og Öm Traustason, en þeir þrír síðasttöldu voru ekki viðstaddir brautskráninguna. Með hinum nýbökuðu sjávarútvegsfræð- ingum á myndinni em Guðrún B. Yngvadóttir, endurmenntunarstjóri, Sveinbjön Bjömsson, háskólarekt- or og Valdimar K. Jónsson, prófessor og formaður sljórnar Endurmenntunarstofnunar. ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands hefur nú braut- skráð fyrsta hóp nemenda í sjávar- útvegsfræðum, 25 manns. Námið er sniðið að þörfum stjórnenda í sjávarútvegi, en því et ætlað að sameina fræðilega og verklega þekkingu í sjávarútveginum. Sig- urður Viggósson, einn nemendanna lauk lofsorði á kennsluna og sagði námið hafa skilað sér vel. „Nú ger- um við ekki aðeins hlutina rétt, heldur gerum líka réttu hlutina,“ sagði hann við brautskráninguna. Kennsla í sjávarútvegsfræðunum hófst í janúar síðastliðnum og var kennt einu sinni til tvisvar í mán- uði, þijá daga í senn, frá fimmtu- degi til laugardags, alls 330 kennslustundir. Námið er metið jafngilt tólf og hálfri einingu í námi á háskólastigi. Kenndar voru eftir- farandi námsgreinar: Rekstrarhag- fræði, efna- og örverufræði, gæða- stjómun, fískiðnaðartækni, fjár- málastjómun, markaðsfræði og ut- anríkisverslun, framleiðslustjómun í fískiðnaði, fískifræði, fiskihag- fræði, rekstrarumhverfi sjávarút- vegsfyrirtækja, stefnumótun og stjómun. Kennslustjóri og einn kennara var Gísli S. Arason, en auk hans kenndu hópnum þeir Ágúst Einarsson, Guð- mundur Stefánsson, Þórður Frið- geirsson, Siguijón Arason, Kristján Einarsson, Einar Þór Bjamason, Páll Jensson, Pétur Maack, Gunnar Stefánsson, Ólafur Karvel Pálsson og Ragnar Ámason. Sannarlega tímans virði Guðríður Kristjánsdóttir, kennari frá Neskaupstað var einn nemend- anna, en hún er gift Helga Geir Valdimarssyni, skipstjóra og er son- ur hennar á sjónum líka. Faðir henn- ar og bróðir vom einnig sjómenn um langan tíma, þannig að hún hefur alltaf verið í mikilli nálægð við sjóinn. „Það var í og með ákveð- in forvitni, sem réði því að ég fór í þetta nám. Mig langaði til að vita hvernig Háskólinn ætlaði að sinna þessari kennslu, en stundum hefur manni virzt að hann sé svolítið fjar- lægur raunveruleikanum. Mér hefur á hinn bóginn fundizt að sjómenn séu mjög vel niðri á jörðinni, þegar þeir ræða hlutina. Fólk í sjávarpláss- um úti á landi veit fyllilega á hveiju við lifum, veit að peningamir vaxa ekki á tijánum og gerir sér grein fyrir hinum kveðjuverkandi áhrif- um, ef aflabrestur verður. Mér fannst afskaplega gaman að setjast á skólabekk og fara að læra í stað þess að kenna. Þetta var góður hóp- ur nemenda og kennara, námið bæði fróðlegt og skemmtilegt og því fann ég ekki mikið fyrir því að þurfa að ferðast frá Neskaupstað til þess að stunda skólann. Þetta hefur sannarlega verið þess virði, þótt ekki sé á döfínni hjá mér að taka upp kennslu í sjávarútvegi við Grunnskólann í Neskaupstað. Þá'ég hef lært töluvert af því að sitja andspænis kennaraborðinu," segir Guðríður. Fróðlegt og gott námsefni Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf. á Skaga- strönd var einnig meðal nemend- anna: „Mér fannst þetta nám ákaf- lega fróðlegt. Kannski minnkar það sjálfstraustið því maður komst að því hvað mann vantar óendanlega mikið. Við fengum mikið af náms- efni og prýðilegum gögnum frá kennurunum, sem eiga eftir að hjálpa manni mikið. Þarna voru úr- vals kennarar, fræðimenn af fremstu gráðu. Ég held að stjórn- endur hafí mjög gott af því að stunda nám af þessu tagi. í því felst bæði góð up’prifjun og þar koma fram helztu nýjungar hveiju sinni. í þessu felst mikil vinna, ætli maður sér að hafa fullt gagn af því. Það getur því verið erfítt fyrir þá, sem eru í fullu starfi, en hvað mig varð- ar hefur það verið vinnunnar virði. Ég sé ekki eftir þeim tíma, sem ég hef notað til þess og hefði ég til þess tíma, gæti ég vel hugsað mér að fara í svipað nám aftur,“ segir Sveinn Ingólfsson. Háskólrektor Sveinbjöm Björns- son brautskráði nemendurna og gat þess meðal annars við það tæki- færi, að Endurmentunarstofnun Háskólans væri orðin svo umsvifa- mikil, að við hana stunduðu nærri jafnmargir nám og við Háskólann sjálfann, eða um 5.000 manns. Valdimar K. Jónsson, formaður stjórnar Endumenntunarstofnunar, Guðrún Björt Yngvadóttir og Ágúst Einarsgon, prófessor, fluttu einnig erindi við brautskráninguna. Þá hlaut Gunnar Bragi Guðmundsson viðurkenningu fyrir beztan náms- árangur í sjávarútvegfræðunum. í janúar næstkomandi hefst námið aftur með nýjum hópi og er undir- búningur í fullum gangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.