Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Segist hafa stungið sig sjálfur MAÐUR, sem var fluttur á sjúkrahús á laugardag eftir að hafa fundist alblóðugur og með stungusár á handlegg á heimili sínu við Njálsgötu, sagði lög- reglu á sunnudag að hann hefði sjálfur veitt sér áverkana. í upphafí sagðist maðurinn hafa verið stunginn og beindist grunur að konu sem hefur hald- ið til í húsi hans og áður gerst sek um að leggja hnífum og bareflum til manna. Maðurinn var á sjúkrahúsi á laugardag en ein stungan gekk í gegnum upphandlegg hans. Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins Batinn í efnahagslífinu skili sér til fólksins FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisflokksins samþykkti stjórnmálaályktun á fundi sínum á laugardag þar sem segir m.a. að nýta verði efnahagsbatann í þjóðfélaginu til að draga úr halla ríkissjóðs og að á næstu árum verði að treyeta atvinnulíflð, fjölga stðrf- um og bæta lífskjörin, sérstaklega þeirra sem minna megi sfn. Dávíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti niðurstöður fundarins á blaða- marinafundi og sagði að meginefnið í umræðum dagsins hefði verið sá vilji flokksins að standa vörð um þann árangur sem hefði náðst og stöðugleikann sem ekki mætti tap- ast. Þá hefðu verið rædd markmið og leiðir til þess að sá ábati sem hefði orðið í þjóðfélaginu gæti skilað sér til fólksins í landinu án þess að allt færi um koll, eins og oft hefði viljað verða, m.ö.o. að kaupmáttur verði að aukast án kollsteypu. Niðurstaða kjarasamninga innan marka efnahagsbatans Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, rakti helstu atriði ályktunar fundarins. I henni kemur m.a. fram að með aðgerðum ríkis- stjórnarinnar hafi undirstöður efna- hagslífsins verið treystar og bata- merkin séu skýr. Bent er á hvérnig ríkissjórnin og aðilar vinnumarkað- arins hafí í sameiningu unnið að kjaramálum og að átak í vegamálum geti orðið liður í að skapa grund- völl fyrir lausn í komandi kjara- samningum en niðurstaða þeirra verði að vera innan þeirra marka sem efnahagsbatjnn leyfi og auka þurfi kaupmátt lægstu launa án þess að það hafi keðjuVerkandi áhrif í för með sér. Vakin er athygli á nauðsyn þess að ísland og íslensk fyrirtæki séu samkeppnisfær í harðnandi sam- keppni í heiminum og bent á hvernig ríkisstjórnin hafi reynt að bregðast við því með stefnumótun á mismun- andi sviðum, þ.á m. með samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið og GATT. Fjallað er um Evrópusambandið og EÉS í sérstakri málsgrein og á það bent að gangi aðrar EFTA-þjóð- ir í ESB hver af annarri geti íslend- ingar byggt á samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Fram kemur að vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar þurfi að treysta undirstöður velferð- arkerfisins, breyta forgangsröð, hag- ræða o.s.frv. Þá segir að flokksráðsfundurinn telji mjög brýnt að atkvæðisréttur landsmanna verði jafnaður og þing- mönnum fækkað og sagði Friðrik að áhersla yrði lögð á að skref í þá átt yrðu tekin á yfirstandandi þingi. Morgunblaðið/Sigurgeir Kínverjar í Eyjum HÉR á landi er staddur stór hópur kínverskra listatnanna, um sjötiu talsins, sem sýna margvíslegar fjölleikalistir í anda ævagamallar kínverskrar hefðar. Áhersla er lögð á mik- inn hraða, ótrúlegar jafnvægis- listir og skrautlega búninga. Agóði af sýningum rennur að hluta til einhverfra barna. A lls eru sýningar hópsins sex tals- ins og var sú fyrsta í gær- kvöldi í Vestmannaeyjum fyrir bæjarbúa sem fjölmenntu. Næsta sýning er í Reykjavík í dag, Akureyri á morgun og síðan á nýjan leik í Reykjavík. y ósmyndari Morgunblaðsins tók á móti hópnum þegar flug- vél hans lenti í Vestmannaeyj- um síðdegis á sunnudag. Vélin kom með hópinn beint frá Skot- Iandi og voru það þreyttir lista- menn sem gengu inn í flugstöð- ina eftir leiðbeiningum toll- varða. Kærði nauðgun SAUTJÁN ára gömul stúlka hefur kært tvo menn fyrir árás og nauðg- un. Ráðist var á stúlkuna þar sem hún var á gangi á Laugavegi um kl. 5 á sunnudagsmorgun. Mennirnir voru ófundnir í gær. Stúlkan var á gangi þegar menn- irnir, sem hún telur vera um tvítugt, köliuðu til hennar og buðu henni í samkvæmi. Þegar hún neitaði drógu þeir hana inn í húsasund og þar var hún slegin í höfuðið svo hún féll í rot. Hún telur sig hafa legið í roti í 15-20 mínútur og þegar hún vakn- aði sá hún að föt höfðu verið dregin niður um hana. Hún var illa á sig komin en gaf sig á tal við lögreglu- menn skömmu síðar og tilkynnti þeim hvað gerst hafði. Stúlkan var færð á neyðarmóttöku Borgarspítalans til skoðunar og að- hlynningar. Hún gat gefið nokkra lýsingu á mönnunum tveimur. Síðar um nóttina stöðvaði lögregla tvo menn á Laugaveginum vegna máls- ins. Þeim var sleppt eftir að nöfn þeirra höfðu verið tekin niður en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru þeir ekki grunaðir um árásina og í gær var vitað hverjir hefðu framið hana. ------------» » ?------------ Sluppu lítt meiddir úr ónýtumbíl ÞRIR menn um þrítugt slösuðust minna en á horfðist þegar bíll sem þeir voru í valt og þeyttist tugi metra á malarvegi við Korpúlfsstaði á sunnudagsmorgun. Mennirnir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu er talið að bíl mannanna hafi verið ekið á mikilli ferð en við blindhæð missti ökumað- urinn vald á honum og hann valt. Einn mannanna þeyttist út um glugga en enginn þeirra slasaðist hættulega og gátu þeir gert vart um slysið. A einum mannanna fannst efni sem talið er vera amfetamín. Rannsókn á kæru Lindu Pétursdóttur á hendur lögreglumönnum að Ijúka Linda Pétursdóttir hefur að eigin frumkvæði gengist undir lyfjapróf til að afsanna getgátur í lögregluskýrslu um að hún hafi verið undir áhrifum fíkniefna nóttina sem hún var handtekin. RANNSÓKN RLR á kæru Lindu Pétursdótt- ur á hendur lögreglunni í Reykjavík vegna meints harðræðis við tilefnislausa handtöku og gagnkæru tveggja lögreglumanna fyrir árás og rangar sakargiftir er langt komin, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, og verð- ur málið sent Ríkissaksóknara í dag eða næstu daga. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins liggur fyrir að Linda og sambýlismaður hennar höfðu verið í um 50 mínútur á lögreglu- stöðinni síðastliðinn mánudagsmorgun áður en bíll foreldra hennar fannst, óskemmdur og óhreyfður, við heimili foreldra hennar í Breið- holti. Bíllinn fannst um það leyti sem Lindu var leyft að hringja f lögfræðing sinn, sem fór þá á lögreglustöðina henni til aðstoðar. Linda seg- ir að áður en hún fékk að hringja hafi að beiðn- um hennar um það margoft verið hafnað. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins segir lögreglan að þegar bíllinn var fundinn hafi Lindu og sambýlismanni hennar strax verið leyft að fara enda hafí þá og fyrr ekki verið ljóst að kæra sem borist hafði á sambýlis- manninn átti ekki við rök að styðjast. Eins og áður hefur komið fram höfðu Linda og sambýlismaður hennar verið færð á lög- reglustöðina vegna gruns um að sambýlismað- urinn hefði ekið bíl foreldra Lindu á kyrrstæð- an bíl við Leifsgötu. Bíllinn, sem ekið var á, er í eigu manns sem sambýlismaður Lindu hafði Málið sent ríkis- saksóknara í dag eða næstu daga fyrr um nóttina lent í átökum við í einkasam- kvæmi í veitingahúsinu Marhaba við Rauðarár- stíg. Kærandinn taldi sig sjá bíl, svipaðan bíl for- eldra Lindu, aka í burtu eftir ákeyrsluna. Samkvæmt skýrslum lögreglunnar hafði kærandinn sagt við Iögreglumenn sem fóru á staðinn að hann teldi hugsanlegt að sambýlis- maður Lindu, sem hann vissi til að hefði að- gang að bíl foreldra hennar, væri að hefna harma sinna vegna þeirra árekstra sem höfðu orðið á milli þeirra í samkvæminu. Leituðu að bíl en ekki Lindu Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins segir lögreglan að ekki hafí verið farið að veit- ingastaðnum þessa nótt í þeim erindum að handtaka sambýlismann Lindu eða hana sjálfa heldur til að kanna ábendingu kærandans um að bíll foreldra Lindu gæti verið þar í grennd og þá til að athuga hvort bíllinn væri skemmd- ur eða ekki. Þetta hafi verið venjuleg ráðstöfun í málum þar sem stungið er af frá árekstri og einhver vísbending liggur fyrir um hver hafi valdið tjóninu. Bíllinn hafi ekki verið við veitingastaðinn en fyrir tilviljun hafi lögreglubíll verið þar fyr- ir utan þegar einkasamkvæminu var að ljúka og hafi lögreglumennirnir sem i honum voru séð hvar sambýlismaður Lindu, sem þeir þekktu, gekk út af veitingastaðnum. - Linda hafi komið út meðan lögreglan var að ræða við sambýlismann hennar og hafi sest inn í bílinn í óþökk lögreglunnar. Lögreglu- mennirnir hafi hins vegar um þetta leyti feng- ið fyrirmæli um að fara með Lindu ásamt sam- býlismanni hennar á lögreglustöðina. Þau fyrirmæli munu hafa komið um tal- stöðvakerfi lögreglunnar frá lögreglumönnum, sem á sama tíma voru að ræða við kærandann við heimili hans. Þeir báðu um að Linda og maður hennar yrðu ekki flutt í sama bíl svo þau ættu ekki möguleika á að bera sig saman um málið. Óljós réttarstaða Um aðgerð lögreglunnar, í þessu máli sem slíku, er það viðhorf lögreglumanna, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að eftir að hafa heyrt sögu kærandans, bíleigandans, hafi þeir talið skyldu sína að kanna strax hvort grunsemdir hans væru á rökum reistar. Ekkert hafi hins vegar bent til hvorki þá né síðar að Linda hefði valdið ákeyrslunni eða ætti beina aðild að málinu. Hins vegar hafi verið talin þörf á að ræða við hana, m.a. til að fá upplýsingar um ferðir sambýlismanns henn- ar um nóttina. Skýrsla, sem varðstjóri lögreglunnar gerði um viðtal sitt við Lindu eftir að hún hafði verið færð á lögreglustöðina, ber á hinn bóginn með sér, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að á lögreglustöðinni hafi verið litið svo á að Linda væri handtekin og hefði réttar- stöðu grunaðs manns. Hún var-því ekki spurð eins og um vitni væri að íæða og t.d. ekki bent á að samkvæmt lögum gæti hún átt rétt á að svara ekki spum- ingum um mál sem sambýlismaður hennar tengdist. I skýrslu varðstjórans er sérstakur dálkur ætlaður fyrir'lýsingar varðstjórans á ástandi þess sem verið er að yfirheyra. í skýrslunni um Lindu er krossað við reit þar sem stendur „fíkniefni" en spurningar- merki sett aftan við krossinn. Fer í lyfjapróf að eigin frumkvæði Gísli Gíslason, lögmaður Lindu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að lögreglan hefði ekkert reynt til að sanna þessa aðdróttun og hefði ta.m. ekki tekið blóðprufu úr Lindu um nóttina. Gísli sagði að Linda hefði sjálf óskað eftir að fara í lyfjapróf hjá rannsóknarstofu Háskól- ans til að hreinsa sig af þessum áburði og sagði hann að niðurstöðu væri að vænta á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum dr. Þorkels Jóhann- essonar forstöðumanns rannsóknarstofunnar er of langt liðið frá, atburðinum til að þvag- sýni gæti leitt í ljós annað en neyslu kannabis- efna, hafi þeirra verið neytt. Neysla kókaíns og amfetamíns mældist td. ekki. Gísli Gíslaon sagði að. sér þættu viðbrögð lögreglunnar við kæru Lindu óskiljanleg. Kær- an beindist að tveimur lögreglumönnum en lögreglan öll virðist telja að sér vegið og hefði m.a verið brugðist við með því að leka skýrsl- um í fjölmiðla. Þá hafi fjölmiðlar verið farnir að hringja í Lindu fyrir hádegi á þriðjudag og verið með upplýsingar um málið og að Linda tengdist því nokkrum klukkutímum eftir að henni var sleppt af lögreglustöðinni. Það hafi ekki verið að frumkvæði Lindu að athugasemdir hennar við framkomu lögreglumannanna í málinu urðu fréttaefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.