Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ H Dýraglens W_ C198« TOöuo* M*)l» S*rrie*%. Ha> /o-/? ALPZ3I BReesr^, #éR.806flLlSTlHl) —^i—y V?*— Grettir S/ASi&Afl.,eft AE> &¥, l P?? 1 U 1 -. Sl' / ..44 ^íi»M>AV1& 1 Tommi og Jenni BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 691100 • Símbréf 691329 Ég heyri að afi sé með nýja lífsspeki. „Leyndarmál lífsins er að verða eldri en grasflöt manns!" Hvað getur þú orðið niikilí spekingur? Islenskt ¦ Pólar hf. - Frá Kristni Snæland: í RÚM 40 ár hefur undirritaður átt bíl eða bíla, alls 25 talsins af mörg- um tegundum og gerðum. Alltaf þegar ég hefí þurft á rafgeymi að halda hefi ég keypt geymi hjá Pólar hf. Ég hefi horft framhjá lægra verði og hverskyns gylliboðum varðandi innflutta rafgeyma. Þetta hefi ég gert vegna óbilandi sann- færingar um að við eigum að velja íslenskt. Viðskipti mín við Pólar hf. hafa verið með miklum ágætum og svo umfangsmikil t.d. síðastliðið ár, að þá keypti ég þrjá rafgeyma hjá fyrirtækinu, tvo í janúar sl. og einn í október sl. Rafgeymirinn reyndist ónýtur Ég hef ekki vitað betur en að árs ábyrgð væri á framleiðslu Pólar hf. enda verslað þar í þeirri trú. Nú bar hins vegar svo við undan- farna kuldadaga að atvinnubíll minn vildi ekki í gang — startið var svo stutt og dauft. Eftir athugun hjá Pólar hf. var rafgeymirinn úr- skurðaður ónýtur. Þennan geymi Jíi> T£iKÍ£ nei, takk hafði ég keypt í janúar sl. og var hann því 10 mánaða gamall. Ég taldi að ársábyrgð gilti eins og almennt gerist í viðskiptum og ég fengi því geyminn bættan til fulls — en þrátt fyrir áratuga við- skipthvar nú komið það hljóð í strokkinn að ég yrði að greiða fyrir 10 mánaða afnot, enda væri þetta atvinnubíll og um þá giltu aðrar reglur, þar væri aldeilis ekki árs- ábyrgð. Þegar ég keypti geyminn höfðu þeir hjá Pólar hf. ekki fyrir því að kynna mér að um atvinnubíl giltu aðrar ábyrgðarreglur en þær sem neytendum eru tryggðar með lög- um. Staðan er nú sú, að ég sit uppi með Pólar-rafgeymi, ónýtan sem ég fæ ekki bættan til fulls, þrátt fyrir aðeins 10 mánaða notkun, og verð að fara að leita eftir því hvort einhver annar aðili framleiðir ís- lenska rafgeyma. Því íslenskt skal það vera hvað svo sem Pólar hf. valda mér miklum vonbrigðum. KRISTINN SNÆLAND, leigubílstjóri. Valdhroki og barna- vernd á ekki saman Frá Alberti Jensen: ÞAÐ hefur borið á, að kvartað sé undan hörkulegum aðferðum barnaverndarfélaga. Ef það á við rök að styðjast að níðst sé á einum þá öðrum er bjargað er það athug- unar vert. Engum er gert gott að foreldrar, sem ekki eru taldir hæfir að ala börn sín upp, séu skildir eftir í andlegri þjáningu og umkomu- leysi. Það er alltaf vont mál að taka barn frá foreldrum og þeim má ekki gleyma. En ef barn er van- sælt og öryggi þess í húfi, verður ekki hjá því komist. Þarna eru sam- verkandi þættir sem þarfnast góð- vildar og þolinmæði. Það er slæm afsökun opinberum verndurum barna, fyrir kuldalegri og tillits- lausri framkomu við einstæðar mæður að þar sé ekki rekið mæðra- heimili. Flestir eiga sér viðreisnar von. Að því skal stuðla. Mann- skemmandi framkoma er til van- sæmdar hverjum sem iðkar. Mér er kunnugt mál einstæðrar þriggja barna reglusamrar móður. Hún á við skapgerðarvandamál að stríða. Skömmu eftir að hún missti forræði yfir þriggja mánaða barni sínu voru drengurinn og stúlkan, bæði innan fimm ára, tekin frá henni og komið á vistheimili, meðan málin væru skoðuð. Þar var hún óörugg og hrædd undir yfirþyrm- andi eftirliti er hún var hjá börnun- um. Ótti hennar var ekki ástæðu- laus því henni var sagt að ef starfs- fólki heimilisins líkaði ekki um- gengni hennar við börnin, yrðu þau tekin frá henni. Og þannig fór. Börnin tekin af móðurinni Dag einn var henni af starfs- stúlku tekið með innantómu spjalli, þar til hún sneri sér brosandi að móðurinni og sagði: „Meðal annarra orða, það er búið að taka af þér börnin." Svo einfalt var það. Sál- fræðin ekki í hávegum höfð. Nú fær móðirin tvo tíma tvisvar í viku með börnum sínum. Alltaf undir eftir- liti. Þetta eru börnin hennar en hún fær aldrei að vera frjáls og eðlileg með þeim. Það þarf sterka manneskju til að þola slíkt reglugerðar- og tor- tryggnisfargan þegar við liggur að halda börnum sínum eða missa. Þarna er líka brotinn réttur barna sem vilja vera hjá móður sinni. í þessu máli og líkum, gæti verið um andlegt niðurrif að ræða. Kalt „al- veg-sama" fólk á ekki að vinna við manneskjur. Slíkt fólk er öllum til leiðinda og skapar slæman móral. Margir hæstaréttardómar gefa glögga mynd af brenglaðri réttlæt- iskennd. Lögmaður sem gefur sér það vald, að dæma barn frá móður, þarf að gera meir en að glugga í skjölum fastmótaðra reglugerðafé- laga. Barnaverndarfélög þurfa með vissu millibili að endurnýja sig og lögfræðingaliðið. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi. Ú ; <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.