Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR22.NÓVEMBER1994 35 BREF TIL BLAÐSINS Opið bréf til skattstjórans í Reykjavík Frá Jóhönnu Þráinsdóttur: KÆRI Gestur Steinþórsson. Ég vil byrja á að þakka þér fyr- ir bréf sem ég fékk sent fyrir þína hönd frá einum fulltrúa þinna nú í mánaðarbyrjun. Ástæður fyrir því að ég kýs að svara því á opinberum vettvangi eru reyndar tvær. í fyrsta lagi má það verða þeim, sem stunda svipaða starfsemi og ég, til glöggvunar, því miður er flest- um þeirra staða^ þeirra í kerfinu öldungis óljós. í öðru lagi þótti mér vænt um að sjá að þið hjá skattinum eruð ekki hálfgerðar þurrpumpur, eins og þorri þjóðar- innar vill meina, heldur mestu grín- istar, þegar þið viljið það við hafa, ef marka má röksemdafærslurnar í ofangreindu bréfi, sem er reyndar úrskurður í smákjærumáli okkar á milli. Þykir mér ánægjulegt að geta leiðrétt þann misskilning. Fyrir þeim sem ekki þekkja jafn- vel til minna mála og þú, er vita- skuld nauðsynlegt að útskýra málsaðdraganda. Svo er mál með vexti að ég hef í tvo áratugi lagt stund á þýðingar í atvinnuskyni. Síðari áratuginn hef ég reyndar verið hvorki meira né minna en heilt fyrirtæki í greininni, sem hef- ur þá sérstöðu meðal annars at- vinnureksturs, að ekki er talið að neins þurfi til hans að kosta utan lágmarkstækjakaupa. Reyndar má það til sanns vegar færa, þar sem aðalatvinnutæki okkar í þessari grein er toppstykk- ið og eini sðluvarningurinn er það sem í það tekst að troða, þ.e.a.s. þekking. Og því miður gengur hún úr sér, ekki síður en tækin. Þetta er líka viðurkennt í öðrum grein- um, ef marka má útgjöld ríkisins vegna viðhalds á þekkingu starfs- manna sinna (námskeið og náms- ferðir). Nýting á ársgrundvelli Þess vegna fannst mér eiginlega sjálfsagt að það hlyti að teljast til rekstrarkostnaðar hjá fyrirtæki í minni grein að reyna að viðhalda því sem það hefur að bjóða á mark- aðinum og lagði því í þann kostnað að bregða mér á námskeið í tékk- nesku. Þá tungu lærði ég fyrir 28 árum og er því töluvert farin að ryðga í henni þótt ég hafi sannan- lega haft tekjur af að þýða úr henni. Ég taldi því beinan, útlagðan kostnað af námskeiðinu fram sem rekstrarkostnað í skattskýrslu minni. Ég vil taka það fram að ég er með skírteini upp á að hafa tek- ið þátt í námskeiði þessu. Og þar erum við komin að kjarna málsins, röksemdafærslunni fyrir því að' þetta fékkst ekki samþykkt. Hún er byggð á 1. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, en samkvæmt henni er heimilt að draga frá tekj- > um atvinnurekstrar rekstrarkostn- að, það eru þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla tekn- anna, tryggja þær og halda þeim við. Það tel ég mig einmitt hafa verið að gera í þessu tilviki og raunar eru rökin fyrir höfnun á þessum gjaldlið mínum ákaflega torskilin, en þau hljóða svona: „Útgjöld verða skv. ofanrituðu að vera notuð á árinu til markmiða sem nást, eða er ætlað að nást, á því ári, þ.e. kostnaður sem ætlað er að afla tekna í framtíðinni er ekki frádráttarbær frá tekjum árs- ins." Samkvæmt mínum skilningi þýðir það að fyrirtæki sem setja sér „markmið" verða að gæta þess að þau dugi alls ekki lengur en út árið og séu í vondum málum ef þau eru svo óheppin að hafa áframhaldandi tekjur af þeim. í þeim skilningi er næsta ótrú- legt að nokkur geti með réttu nýtt sér heimild þessa. Eða hvernig er hægt að sanna að það sem nýtist í £r, nýtist alls ekki í framtíðinni? Fjárfesting sem ber að eignfæra Rúsínan í pylsuendanum er þó sú að í þokkabót er námskeið þetta að ykkar mati „fjárfesting sem ber að eignfæra". Ég er eiginlega fremur stolt af því, mér hefur allt- af þótt súrt í broti að vera gjörsam- lega eignalaust fyrirtæki og er því alveg til í að eignfæra fjárfestingu þessa á næstu skattskýrslu. En við það vakna ýmsar spurningar. Eru eignir ekki eignaskattskyldar? Og hvernig stend ég að vígi með af- skriftir á þessari eign minni? Eru þá ekki öll námskeið, sem lands- menn sækja, fjárfesting sem ber að eignfæra? Eða er ég ein grunuð um að hafa sótt námskeið sem gæti nýst lengur en út árið? Fyrir nú utan það að mér sýnist hér opnast ný leið til skattheimtu. Því ekki að leggja eignaskatt á þekkingu? Það mætti jafnvel hafa hana í þremur þrepum, almennan þekkingarskatt, háþekkingarskatt og sérþekkingarskatt. . Að vísu ruglið þið mig dálítið í ríminu með klausu síðar í bréfinu þar sem segir orðrétt: „Sú þekking sem kærandi (undirrituð) aflar sér er hennar, fylgir henni og verður ekki framseld öðrum." Hvernig getur þetta samrýmst því að mér ber að eignfæra námskeiðið? Er Nýtt og betra smjörlíki á afmælistilboöi um land allt! Eru námskeið „fjárfesting sem ber að eignfæra"? þetta þá bara plateign, þegar allt kemur til alls? Lögboðin skammsýni í framhaldi af því langar mig líka til að leiðrétta þann misskiln- ing sem kemur fram í bréfi þínu, að þessi þekking (tékkneskunám- skeiðið) geti nýst mér í starfi hjá öðrum. Þessi þekking hefur því miður reynst gjörsamlega óseljanleg nema á þeim eina markaði sem ég hef verið á í sl. tvo áratugi (sjón- varpsþýðingar). Það er því langt í frá að ég hafi með námskeiðinu verið að „útvíkka rekstur minn eða bæta hann á neinn hátt". Ég var þvert á móti að reyna að halda honum í horfinu. Raunar fannst mér sú klausa sem ég vitna hér í stórfróðleg: „Kostnaður verður ennfremur að vera til að tryggja tekjurnar og halda þeim við, þ.e. til að halda rekstrinum óbreyttum, en ekki útvíkka hann eða bæta á neinn hátt." Ég hef alltaf haldið að skammsýni væri eitthvert með- fætt þjóðaróeðli, ég vissi ekki að hún væri lögboðin. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir fróðleg tilskrif, JÓHANNA ÞRÁINSDÓTTIR, Njálsgötu 5, Reykjavík. Löglegt en sið- laust Frá Rannveigu Tryggvadóttur: MÉR VAR það mikið fagnaðarefni þegar þrír menn úr sjávarútvegi hlutu þrjú efstu sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, enda sú skipan í fullu samræmi við atvinnuhætti þar. Einar Guðfinns- son og Einar Oddur Kristjánsson urðu í 1. og 2. sæti með 1.466 og 1.363 atkvæð. í þriðja sæti varð Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins og varaþingmaður, maður sem sótt hefur sjó í 30 ár, lengst af sem skipstjóri á fiskiskipum. Hlaut hann 818 atkvæði og vantaði aðeins 2% upp á að ná bindandi kosningu í 3. sætið sem hann hefði svo sannarlega átt að fá að halda, enda vildi kjörnefnd það. Fjórði varð svo Olafur Hannibalsson blaðamaður með 766 atkvæði. Mun- aði 42 atkvæðum á þeim sem er talsvart í svo strjálli byggð sem Vestfirðir eru. Á fundi kjördæmisráðs kom ung- ur maður fram með breytingatillögu við listann þess eðlis að Ólafur skyldi skipa 3. sætið en Guðjón það 4. Fékkst hún samþykkt í skriflegri atkvæðagreiðslu með 23 atkvæðum gegn 21 en 2 seðlar voru auðir. Fjórtán manns höfðu um of langan veg að sækja til að komast á fund- inn. Var í fréttum sagt að breyting- in hefði verið gerð til að fá breidd í listann sem ég tel fáránlega rök- semdafærslu því breidd í hópi þing- manna fæst síður en svo með því að bola burt eina fiskiskipstjóranum á Alþingi, þótt varamaður sé, og eina frambjóðanda Sjálfstæðis- flokksins úr verkalýðshreyfingunni. Ber mjög að harma þessa niður- stöðu. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Blab allra landsmanna! - kjarni niálsms! PageMaker námskeið 94042 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 250 slœrígegn! Sœnsk gœðasaumavél með 13 nytjasaumum, 12 skrautsporum o.m.fl. Rafeindastýrður móior. Taska og vinnuborð Jylgja með íþessu tilboði. Verð 42.513- kr. stgr. Smaragd 230 kostar aðeins 3 7.810- kr. stgr. 'ORKIN 2096-30-4 tö) Husqvarna ® VOLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 889505 Vaskhugi íslenskt forrit með öllu sem þarf fyrir bókhaldið. ; 48.000 ^ Fjárhagsbókhald • Sölukerfi t/ Birgðakerfi •^ Viðskiptamannakerfí • Verkefnabókhald *' Launabókhald • Félagakerfi •^ Vaskhugi sýnir og prentar ótal skýrslur. Hringið og við sendum bækling með nánari upplýsingum. Vaskhugi hf. Grensásvegi 13 • S/mÍ 582 680 • Fax 682 679 HÓTEL LEIFUR EIRÍKSSON' Skólavörðustíg 45 Reykjavík sfmi 620800 Fax 620804 Hagkvæm gisting íhjarta borgarinnar Einst.herb. kr. 2.900 Tveggja m. herb. kr. 3.950 Þriggja m. herb. kr. 4.950 Morgunverður innifalinn DEMPARAR Sendum í póstkröfu. Gott verð . Gæðaþjónusta. ísetning á staönum. Verslið hjá fagmanninum. Bibvörubú&in FJÖÐRIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.