Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ný tímarit • ANDBLÆR heitir nýútkomið tímarit sem hefur undirtitilinn: Bók- menntir og draumbókmenntir. í formála segir frá skáldakvöldum Andblæs sem eru orðin 40, sjálf- útgáfuforlaginu Andblæ og stefnu tímaritsins. Fimmtán höfundar eiga efni í tímarítinu þar á meðal sögur, ljóð, grein um draumorð og drauma-. setningar og draumbókmenntir. Draumbókmenntir eru bókmenntir skrifaðar eftir drauma. Ritstjóri er Bjarni Bjarnason. Með honum í rit- nefnd eru Agúst Borgþór Sverris- son, Steinunn Asmundsdóttirog Þórarinn Torfason. Heftið er 76 blaðsíður, fæst íMáli ogmenningu við La.uga.veg, Ey- mundsson, Austurstræti, ogBóksölu stúdenta ogkostar 570 krónur. Fors- íðumynd er eftir Kristínu Amgríms- dóttur. • HITT húsið hefur gefið út sextárr síðna teiknimyndahefti eftir tíu unga hðfunda en útgáfa blaðsins er loka- þátturinn í Ung- listahátíð Hins hússins. Ung- listahátíðin var haldin í þriðja sinn í ár. Hátíðin hefur vaxið frá ári til árs og núna voru þátttakend- ur 1.132 en áhorfendur á fimmta þúsund og eru þó ótaldir Úrskopmynda- blaðinu. þeir fjölmörgu sem fylgdust með uppákomum í Kringlunni og Kola- portinu og sáu ljósmyndasýningu í Háskólabíói. Á dagskránni voru m.a. tónleikar, upplestrar, kvikmyndasýn- ingar, leiksýningar og myndlistar- sýningar. Þá voru einnig starfræktar listsmiðjur og fram fór ljósmynda- og stuttmyndamaraþon. Hluti af Unglist í ár var norræna tónlistarhá- tíðin Norden rockar þar sem hljóm- sveitir frá vinabæjum Reykjavíkur á Norðurlöndum léku. Myndlistarmenn mótmæla MYNDLISTARMENN stóðu í gær fyrir aðgerðum til að vekja athygli á að ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til Listskreyt- ingasjóðs ríkisins í fjárlögum næsta árs. Aðgerðirnar fólust í því að segldúk var brugðið yfir Sólfar, verk Jóns Gunnars Árnasonar, sem stendur við Sæbraut í Reykjavík. Sam- kvæmt lögum um Listskreyt- ingasjóð ríkisins hefur sjóður- inn það markmið að fegra opin- berar byggingar og umhverfi þeirra með listaverkum. í fréttatilkynningu frá SÍM segir að sú ákvörðun að fella niður greiðslur til Listskreyt- ingasjóðs hafi verið tekin án nokkurrar vitundar listamanna eða samráðs við þá. Þykir stjóni sambandsins það kaldar kveðj- ur frá núverandi ríkisstjórn, ekki síst þar sem árið 1995 verð- ur norrænt myndlistarár. Enn- fremur segir í fréttatilkynning- unni: „Þessi niðurskurður hefur í för með sér um 50% skerðingu á framlagi ríkis til listaverkaka- upa og því stórfellda kjara- skerðingu myndlistarmanna á erfiðum tímum." Bréf til menntamálaráðherra Ennfremur hefur stjórn SÍM ritað Ólafi G. Einarssyni, menntamálaráðherra, bréf þar sem hún kveðst treysta því að ráðherra standi með myndlist- armönnum í þessu máli og beiti sér fyrir því að framlag til sjóðs- ins verði aldrei skert ogunnið verði að því að greiðslur til sjóðsins verði í samræmi við þau lög sem um hann gilda frá 1990. Gjaldþrot, svindl og svínarí BOKMENNTIR Skáldsaga KVIKASILFUR eftir Einar Kárason. Mál og menn- ing, 1994 - 233 bíaðsíður. í „KVIKASILFRI" tekur Einar Kárason upp þráðinn frá skáldsögu sinni, „Heimskra manna ráðum" sem kom út árið 1992. Þar hafði hann leitt fram á sögusviðið Killiansfjel- skylduna frá Lækjarbakka, þrjár kynslóðir sem hver bar svipmót ann- arrar. Lokin í „Heimskra manna ráðum" voru dálítið endaslepp og því er „Kvikasilfur" nauðsynleg lesn- ing til að fá heillegri mynd á hið brotakennda lífshlaup þessara þriggja kynslóða. Líkt og í „Heimskra manna ráð- um" er það faðir sögumanns, Bárður Killian, sem er þungamiðjan í at- burðarásinni. Þessi framkvæmdaóði Islendingur sem aldrei stoppar og alltaf endurreisir sig þrátt fyrir gjaldþrot, drykkju og annað basl. Þannig byrjaði Bárður á því, að bjarga olíutönkum í „Heimskra manna ráðum" og heldur hér upp fyrri iðju í „Kvikasilfri" með stofnun flugfélagsins „Loftsýnar". En þrátt fyrir að athafnaæðið birtist í ýmsum myndum dettur Bárður Killian út við og við vegna fyllerís, en tekur bara upp þráðinn aftur og dettur í það í óeiginlegri merkingu, þ.e. í einhverju framkvæmdaæði sem er ekkert annað en sjálfsbjargarvið- leitni þessarar kynslóðar. Hann er einskonar ótemjandi „fullhugi" sem veður áfram til að bjarga sér. Aðrar persónur fá hér meira rúm eins og Vilhjálmur, bróðir Bárðar, og þriðja kynslóðin, þ.e. sögumaður sjálfur, sem heitir því kunnuglega nafni Halldór Killian. Eins og í fyrri sögu er það athafnaæðið sem gegn- sýrir flestar persónurnar þó að und- antekning sé eins og Salómon. Hann lokast inni í þögn og afskipta- leysi geðveikinnar, þangað til eitthvað virðist fara að rofa til eftir gjaldþrot og fyllerí samferðamanna hans og „ofþreyta" fer að setja mark sitt á tví- burabróðurinn, Friðrik geðlækni. Þannig er „Kvikasilf- ur" saga kynslóðar sem gegnsýrð er af pen- ingahyggju í leit sinni að hamingju sem snýst upp í andstæðu sína óhamingju og harmleiki þegar verst lætur í svindli og svínaríi. Þessi mikla framkvæmdagleði end- urspeglast í hraðri atburðarás, því hver viðburðurinn rekur annan eins og einhver óróleiki leiki um söguper- sónurnar enda bendir titill bókarinnar til þess. Það eru helst kvenpersónurn- ar sem eru utangarðs og kannski jarðbundnari sem tekst að halda sig réttu megin við strikið eins og Imba sem fer að læra tannlækningar og móðir sögumanns sem að lokum finn- ur fast land í Hvítasunnusöfnuðinum í Vestmannaeyjum. Mikil breidd er jafnframt í sögu- persónunum og eru þær tengdar.öll- um stigum þjóðfélagsins, glæpa- menn, guðfræðingur, læknir og bankastjóri. Þrátt fyrir það eru það hinar grótesku lýsingar á athöfnum þeirra sem gera þær beinlínis skop- legar og harmrænar líkt og endir Vilhjálms bankastjóra og íþrótta- hetju, sefn endar sem einrænn og helsjúkur maður. „Kvikasilfur" er byggð upp á brotum eða „epísóðum" sem spyrð- ast saman þannig að frásögnin líður áfram á hraðan og kraftmikinn hátt. En þegar fram líður í tfma verður rás viðburða dálítið kunnug- Einar Kárason leg lesanda líkt og hvarfið á Sigfúsi Kill- ian sem minnir á Geirf- innsmálið og leitin að „gullskipinu". Þar hefði mátt vinna betur úr hugmyndunum og þessi brot verða fyrir vikið heldur hrá og reyfarakennd, þó að orðfæri og stíll vísi ekki til þess. Eins og áður eru ekki siðferðislegir sleggjudómar látnir falla í „Kvikasilfri" heldur er gagnrýni textans fólgin í því að birta athafnir þessara kynslóða í grótesku ljósi. Þannig er hugmynd þessarar kynslóðar, sem lagði allt sitt af mörkum í einhverskonar úr- eltri framfaraleit og efnishyggju fyrst og fremst gagnrýnd með því að sýna þær í athafnaæði sem að lokum getur af sér einmanalegt hlut- skipti sögupersónanna, eins og Bárð- ar, Vilhjálms, Friðriks, Sigfúsar eldri og yngri. Frásögnin byggist á fyrstu per- sónu sögumanni og alvitrum þriðju persónu sögumanni, þannig er farið á víxl. í „epísóðunum". Þessi fyrstu persónu sögumaður gerir grín að sjálfum sér jafnframt sem hann sýn- ir viðhorf sem hinir eldri hafa til hans: „Æ þú veist hvernig svona strákar eru. Þetta er að hlaupa og fljúgast á allan daginn! Sagði hannn um mig, tæplega tvítugan meintan menningarvitann. En ekki nema svona tveimur vetrum seinna var ég orðinn alveg nauðsynlegur bakhjarl í milljónaviðskiptum við Amer- íkana ..." (85) Húmorinn, hraðinn og hráleikinn sem einkennir tungumálið í textan- um nær vel að koma til skila við- fangsefninu eins og þegar Gúnda bróður sögumanns er lýst: „Svo var Gúndi fæddur peningamaður, hann var athafnaskáld einsog síðar var farið að kalla það; . . . hann þrúkk- aði til samninga við harðsvíraða bissnesmenn með sínu jákvæða og hreinlega fasi, græddi á öllu sem hann snerti, tók á móti rukkurunum og sendi þá til baka ánægða en tómhenta, sá út nýja möguleika á viðskiptum. . ." (49). Að sama skapi kemst talmáiið til skila í hráu málfari og orðræðu á svipmikinn hátt. Einari Kárasyni hefur tekist vel upp í þessu framhaldi og er „Kvika- silfur" óaðskiljaniegur hluti af brölti Killiansfjölskyldunnar. Hér hefur tekist vel að íeiða til lykta samheng- ið í íslensku „fullhugunum", án þess að kasta rýrð á sögupersónurnar heldur ber söguhöfundur virðingu fyrir þeim þrátt fyrir að hugmyndir þeirra séu kannski kafsigldar. En þetta tvísæi er einmitt aðalsmerki sögunnar af Killiansfjölskyldunni. Textinn hefði mátt rista eitthvað dýpra með því að koma hugdettum sögumanns betur á framfæri, en sögumaður er oft ansi spar á dóma eða gagnrýni á tilurð þess að hanrl fer að skrifa sögu Killiansfjölskyld- unnar. Eins og bent hefur verið á um „Heimskra matína ráð", þá gagnrýnir Einar Kárason goðsagnir samféíagsins, og úr rústum þeirra rís þriðja kynslóðin í „Kvikasilfri", rithöfundurinn og sögumaðurinn Halldór Killian, sem „... lagði ekk- ert nýtt eða frumlegt til mál- anna..." (131), þegar hann birtir grein um Einar Benediktsson. Ein- mitt þar liggur afhjúpunargildi frá- sagnarínnar um leið og goðsögn- unum er rústað. Með þessu móti tekst Einari Kárasyni að skapa kostulega frásögn af fólki sem í barnalegri bjartsýnistrú sinni virðist ekki hafa þroska til að fóta sig í nútíma samfélagi. Einar E. Laxness Síðustu sýningar á Jörfagleði AÐEINS tvær sýningar eru eftir á Jörfagleði í Borgarleik- húsinu en Svöluleikhúsið frumsýndi verkið á stóra sviði Borgarleikhússins, 8. nóvem- ber sl. í kynningu segir: „Þetta er stórbrotið verk sem byggir á rammíslenskum veruleika. Þar segir af fólki, sem fer til skemmtunar að bænum Jörfa í Haukadal, en þar var mikið drukkið, dansað og duflað." í sýningunni taka þátt dansarar íslenska dans- flokksins, leikarar, hreyfi- listamaður, 18 manna kór og 9 manna hljómsveit. Höfundur er Hákon Leifs- son og Auður Bjarnadóttir. Hákon samdi tónlistina en hann er talinn í fremstu röð íslenskra tónskálda. Danshöf- undur er Auður Bjarnadóttir og leikmynda og búningagerð annaðist Sigurjón Jóhanns- son. Síðustu sýningar verða í dag þriðjudag og á fimmtu- dag 24. nóvember. Skáldakvöld í fjórum lands- hlutum MÁL og menning og Forlagið efna í nóvember til upplestra úr nýjum skáldverkum á fjór- um stöðum á landinu, á Isafirði, í Reykjavík, á Akur- eyri og á Egilsstöðum. Laugardaginn 19. nóvem- ber var upplestur á Hótel Isafirði í samvinnu við Lista- skóla Rögnvaldar Ólafssonar undir yfirskriftinni „Opin bók". í kvöld kl. 20.30 verður útgáfuhátíð Máls og menn- ingar og Forlagsins á Hótel Borg, þar sem höfundar lesa upp og bækur forlaganna verða kynntar. Á morgun miðvikudag kl. 20.30 verður upplestur í Deiglunni í Grófargili á Akur- eyri þar sem rithöfundarnir Gerður Kristný, Pétur Gunn- arsson, Páll Páísson og Guð- bergur Bergsson lesa úr nýj- um bókum, auk þess sem les- ið verður úr síðustu bók Jak- obínu Sigurðardóttur. Fimmtudaginn 24. nóvem- ber kl. 20.30 verður upplestur í Menntaskólanum á Egils- stöðum þar sem Einar Kára- son, Fríða Á. Sigurðardóttir, Sjón, Jóhanna Sveinsdóttir og ísak Harðarson lesa úr nýjum bókum. Norsk bókagjöf I TILEFNI af opnun hins nýja, sameinaða Landsbóka- safns-Háskólabókasafns í Reykjavík 1. desember nk. færa norsk menningarmála- yfirvöld bókasafninu að gjöf norsk fræði- og uppflettirit að verðmæti um 10.000 norskar krónur. Samtals er hér um að ræða nærri 40 nýlegar ritraðir og bækur, sem afhent verða bókasafninu frá norska sendi- ráðinu í Reykjavík. Val verk- anna og bókanna hefur ann- ast norski sendikennarinn við Háskóla íslands, Astrid Kjetsá. •*»«*MM »,t»»M» MMHM><»\HWWWWWW»W»H<WW^-.WWMHWWW>v<^H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.