Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR STJÖ G uj-iF s - R Feimin en frökk Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona Margrét Vilhjálmsdóttir leik- ur ófælnu stúlkuna í sam- nefndu leikriti í Borgar- leikhúsinu. Ófælna stúlk- an hræðist ekki neitt og við spurð- um Margréti hvort hún hafi verið ófælin sem unglingur. Nei. Ég var alveg rosalega mikil skræfa, en ég held samt að ég hafi reynt að vera ófælin. Ég var ofboðs- legur hippi og ógeðslega væmin. Ég held reyndar að þeir sem eru virkilega ófælnir séu í raun alveg rosalega mikið hræddir. Þetta er einhver blanda af athyglissýki og gífurlegri hræðslu um að geta ekki haldið utan um sjálfan sig sem brýst út í þessum skrápi, að véra svona kaldur. Roðnaði stanslaust Ég get verið rosalega feimin. Reyndar held ég alltaf að ég sé ógeðslega feimin á meðan öðrum finnst ég vera ofsalega frökk. Þann- ig að ég veit ekki alveg ... Þetta er eiginlega spurning um að vera hvort tveggja. Oft verður maður "frakkur hreinlega vegna þess að feimnin getur orðið svo óbærileg að maður verður að rjúfa hana með einhverju móti. Þannig að þetta verður einhvers konar spastísk blanda. En þegar ég ,var unglingur roðn- aði ég stanslaust. Það mátti ekki yrða á mig án þess að ég roðnaði og ég er þannig ennþá, þetta eldist ekki af manni. Mér fannst mjög sorglegt að uppgötva það þegar ég sá mömmu mína roðna og gerði mér grein fyrir að ég ætti eftir að roðna svona allt mitt líf. Misheppnaðir pönkarar Á ákveðnu tímabili reyndum við jvinkonurnar að vera pönkarar. Það var mjög misheppnað. í fyrsta lagi held ég að við höfum alls ekki klætt okkur eins og pönkarar heldur frek- ar eins og mildir hippar. Svo löbbuð- um við um, skoðuðum strætóskýli og reyndum að sjá hvaða hljóm- sveitir voru „inn". Þannig sáum við t.d. að Sex Pistols var skrifað ofsa- lega oft og þó ég hafi ekki heyrt nema kannski eitt lag með þeim sagði ég mjög oft að þetta væri uppáhalds hljómsveitin mín. Þetta er alveg dæmigert fyrir svona plat- pönkara eins og mig, alveg glatað. Ég spilaði á fiðlu og hafði gaman af klassískri tónlist, en mér fannst ég verða að fára í felur með það. Það er eitthvað hallærislegt við að fíla klassíska tónlist á þessum aldri, það er til dæmis miklu flottara að vera poppsöngkona en fiðluleikari. Að þora ... í byrjun unglingsáranna langaði mig mjög mikið til að verða leik-. kona. Eg sá líka mikið af verkum í leikhúsi. Síðan tók við tímabil þar sem ég vissi ekkert hvað ég vildi verða, a.m.k. þorði ég ekki að segja að ég ætlaði að verða leikkona. Ég vissi líka ekki hvemig ég ætti að nálgast þetta; hvort ég væri nógu góð, hvort ég ætti að þora í inntöku- prófið o.s.frv. Ég hafði ekki einu sinni þor til að afla mér upplýsinga, sem er í raun- inni alveg f áránlegt. Hver ætli þekki mann í síma þegar maður hringir og biður um upplýs- ingar? En- ég var alveg pottþétt á því að ég yrði nöppuð og það yrði bankað hjá mér og sagt: Jæja, varst þú að hringja í Leiklist- arskólann? Og ég er ekki alveg laus við þetta ennþá, stundum er ég viss um að konan í 03 geti nappað mig á einhverju. Þetta er alveg ótrúlegt. Horft á heiminn utan frá Mér fannst unglingsárin alveg frábær tími og rosalega spennandi, en — ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Þetta var bara einhvert kaos, ofsalega erfítt kaos sem ég er mjög fegin að vera laus úr. Unglingar eru svo kröfuharðir á að allt sé normalt og hræddir við að skera sig úr. Það er ofsalega erfitt að vera öðruvísi, en um leið er það eftirsóknarvert, held ég. Það er kannski það sem er erfiðast. Líka kröfurnar um eigið útlit og ágæti sem eru svo risastórar. Maður á að vera fullkominn í einu og öllu og stendur engan vegin undir því. En unglingar eru líka mjög heppnir að því leyti að þeir eru Leiklistarqaqnrýni stikkfrí. Þeir geta horft á heiminn utanfrá, eru ekki partur af honum nema að takmörkuðu leyti, svolítið eins og ellilífeyrisþegar. Þeir mega vera mjög gagnrýnir á heiminn og eiga kannski einmitt að vera það áður en þeim er þröngvað í að taka þátt í honum og neyðast til að taka afstöðu. Þetta er mjög þægileg staða, að geta hafValveg ofsalegar skoðanir á hverju sem er án þess að þurfa neitt sérstaklega að standa undir þeim. Ef unglingar hefðu al- mennt meira sjálfstraust gætu þeir nýtt sér þessa stöðu betur og notið lífsins. Ófælna stúlkan í Borgarleikhúsinu LEIKRITIÐ Ofælna stúlkan fjallar um þrjá ungljnga, tvær stelpur og einn strák. Önnur stelpan, Birna, er eftirlýst því hún strauk að heim- an til að hún yrði ekki send á prests- setur norður í landi. Hún ætlar að fá að gista í vöruskemmu sem strákurinn Högni býður þeim stelp- unum í. Á leiðinni í skemmuna stel- ur Birna hliðarspegli af bíl sem smámunasamur perri á. Úr þessu spinnst svo flókin atburðarás sem erfitt er að skýra í stuttu máli. Okkur fannst leikritið spennandi og ná ljósin og áhrifshljóðin að skapa góða drauga-bíóstemmningu. Leikritið var á köflum kannski nokkuð ýkt, sérstaklega á það við um hegðun unglinganna í verkinu. Leikararnir stóðu sig mjög vel, en þó stendur Árni Pétur Guðjónsson upp úr í hlutverki föður Högna. Við teljum að óhætt sé að mæla með þessu ágæta leikriti. S VERRIR Örn Arnarson og Ágúst Bogason. Frjálsar hendur Frá Vitanum í Hafnarfirði Fordómar gagnvart unglingum Það er leiðinlegt hvað fullorðið fólk kemur oft illa fram við unglinga, þ.e. er fordóma- fullt gagnvart þeim. Það hugsar að flestir unglingar drekki, reyki, séu þjófar, skemmdarvargar og dónalegir. Ég t.d. reyki hvorki né drekk en á vini sem gera hvort tveggja. Þ6 svo að nokkrir drekki eða reyki er ekki þar með sagt að allir geri það, eða að þeir sem drekka eða reykja séu vandræðaunglingar. Ef einn unglingur gerir eitthvað eru allir unglingar stimplaðir! Þetta getur verið mjög þreytandi. Dæmi: Ég var að versla með mömmu minni og vinkona mín var með okk- ur. Við stóðum rétt fyrir aftan mömmu og allt í einu segir einn afgreiðslumaðurinn/starfsmaðurinn höstugur: „Stelpur, ef þið ætlið ekki að versla neitt, þá komið ykkur út, færið ykkur svo frá." Síðan var full- orðin kona fyrir honum og við hana segir hann vinsamlega: Fyrirgefðu fröken, viltu vera svo góð að færa þig, ég þarf nefnilega að ganga frá þessum körfum." Við urðum mjög hneykslaðar og ég varð svo reið að ég þðrfti að halda aftur af mér til að segja ekk- ert. Þetta fihnst mér hræðileg mis- munun og dónaskapur. Unglingar hafa líka tilfinningar og þeir eru ekki með öðruvísi tilfinningar en annað fólk. Mér finnst að sá hópur fullorðinna sem hugsar svona (er fordómafullur í garð unglinga) ætti að hugsa svolít- ið um það að unglingar eru líka fólk. Unglingarnir þurfa lfka að koma skoðunum sínum á framfæri eins og fullorðið fólk. Unglingar eru ekki einhver ákveðinn þjóðflokkur. Ef einhver unglingur gerir eitt- hvað gott er oftast ekki fjallað um það, ef einhver unglingur brýtur eitt- hvað af sér kemur það í fjölmiðlum. Mér finnst unglingasíðan í Mogg- anum til fyrirmyndar þar sem sagt er frá málefnum unglinga og eitt- hvað gert fyrir þá. Unglingasíðan er dæmi um að sumir gera eitt- hvað/margt fyrir unglinga. Bára Mjöll Þórðardóttir Við sendum hanskann til fé- lagsmiðstöðvarinnar Bústaða. Það er spurninq Finnst þér gam- an að elda? Spurt í kennslu- stund í matreiðslu Ellert, 14 ára Rosalega Halldór, 14 ára Já, og skemmtilegast að baka Berglind, 14 ára Já, já Ari, 14 ára Rosalega gaman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.