Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson GRÝLA og hennar hyski vai' mætt á þrettándagleði Seyðfirðinga. Veglegt hátíðahald að baki Seyðisfirði - Óvenju glæsileg þrettándabrenna var á föstu- dagskvöld á Seyðisfirði. Að sjálfsögðu var Grýla og hennar hyski mætt á staðinn ásamt úrvali af púkum, álfum og öðr- um kynjaverum. Alfadrottning og álfakóngur fóru fyrir blysför sem farin var frá félagsheimilinu Herðubreið inn að brennustæðinu. Leikfé- lag Seyðisfjarðar hjálpaði jóla- sveininuip að rata á staðinn. Dansað var kringum bálið og sungið af krafti auk þess sem flugeldar, blys og bombur nutu sín prýðilega í blíðviðrinu. Þar með er jólahaldinu lokið, en það var að öllu leyti með veglegra móti vegna 100 ára afmælis kaupstaðarins. Mikið var um bíósýningar, dansleiki og aðrar skemmtanir um hátíð- irnar. Hinn aukni kraftur i skemmtanahaldinu fyrir alla aldurshópa hefur glatt bæj- arbúa og aukið á hátíðleika afmælisársins. Búast má við því að ekki verði langt að bíða þar til fleira gerist til þess að gleðja bæjarbúa og gesti þeirra. Síðbúin þrettánda- gleði í Eyjum V estmannaeyjum - Veðurguð- irnir voru í ham í Eyjum, eins og víðar, á þrettándanum og ekki var unnt að halda þrettándagleðina sem Knattspyrnufélagið Týr sér um fyrr en á sunnudagskvöld. Þá mættu jólasveinar, tröll og forynj- ur í bæinn og kvöddu Eyjamenn á venjubundinn hátt með blysför um bæinn og dansi á íþróttavellin- um við Löngulág. Suðaustan hvassviðri skall á síðdegis á þrettándanum þannig að gleðinni var frestað til laugar- dags en þá var komið suðvestan þvassviðri og því var hátíðahöld- unum frestað til sunnudags en þá var veðrið mjög gott. Jólasveinar tendruðu blys sín á Hánni þar sem haldin var mikil flugeldasýning en síðan gengu þeir niður af fjallinu til byggða þar sem Eyjamenn biðu þeirra og gengu með þeim í blys- för um bæinn. Haldið var á malar- völlinn við Löngulág þar sem bál var tendrað og þar dönsuðu álfar, púkar, tröll og ýmsar forynjur að ógleymdum hjúunum grýlu og Leppalúða. Kyiyaverur aldrei fleiri Að loknum dansi á íþróttavellin- um var farin blysför um bæinn að sjúkrahúsinu en þaðan héldu jólasveinarnir ásamt Grýlu og öðru hyski til fjalla þar sem þau dvelja til næstu jóla. Knattspyrnu'félagið Týr sá um þrettándagleðina eins og ávallt áður og tókst gleðin mjög vel. Umfang hennar eykst sífellt og alltaf fjölgar þeim kynja- verum sem taka þátt á gleðinni. 35 tröll af ýmsum gerðum, bæði stór og smá, tóku þátt í gleðinni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞAÐ voru ýmsar kynjaverur sem tóku þátt í þrettánda- gleði Eyjabúa. Jólasveinarnir þrettán, Grýla, leppalúði, álfar og púkar en alls eru á annað hundrað þátttakendur í dansinum á íþróttavellinum. Eyjamenn fjölmenntu að vanda á þrettándagleðina en flestir bæj- arbúar taka þátt í henni. Þá færist sífellt í aukana að fólk komi ofan af landi til að taka þátt í þrettándagleðinni og reiknað er með að gestir af fastalandinu hafi skipt hundruðum, þó svo að margir hafi þurft að halda heim á sunnudaginn áður en hátíðarhöld- in fóru fram þar sem ekki var hægt að halda þau fyrr vegna veðurhamsins. Álfagleði á Egils- stöðum Egilsstöðum - íþróttafélagið Höttur stóð að venju fyrir blysför og álfabrennu á Egilsstöðum. Álfadrottning og álfakónur, sem að þessu sinni voru þau Sig- ríður Sigurðardóttir og Friðjón Jóhannsson, fóru fyrir blysför- inni og síðan var komið saman við bálköst á íþróttavellinum og sungin álfalög. Björgunarsveit og Hjálparsveit skáta sáu um flugeldasýningu. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir MIKILL fjöldi safnaðist saman við þrettándabrennu á íþrótta- vellinum á Egilsstöðum. Eftir 4 daga kynnum við bjóðarsáttar samninga um solarlandaferðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.