Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 25
1 MORGUNBLAÐIÐ frumvarpi til laga um tæknifrj óvgun MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 25 Horft til framtíðar HÚSNÆÐI glasafijóvgunardeild- arinnar á fyrstu hæð kvennadeild- ar Landspítalans er alltof lítið og leyfir ekki útvíkkun starfseminn- ar. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp í stækkun deildarinnar. A tímabili var til dæmis rætt um að deildinni yrði komið fyrir í Fæðingarheimili Reykjavíkur, en þegar til átti að taka þótti húsnæðið ekki henta. Nú er eink- um leitað eftir húsnæði innan spít- alans. En ekki er fyrirséð hvar helst væri hægt að koma henni fyrir. Aætlað hefur verið að með breytingum á húsnæði fyrir 32 milljónir, tækjum fyrir 10 milljón- ir og 4 til 5 stöðugildum til viðbót- ar megi tvöfalda þjónustu deildar- innar. Arangur hennar hefur þótt fara fram úr björtustu vonum og hefur orðið vart við áhuga á nýt- ingu hennar erlendis frá. I tengslum við fyrirhugaða stækkun glasafrjóvgunardeildar telur Þórður Oskarsson sérfræð- ingur deildarinnar æskilegt að taka upp tvenns konar nýjungar. Sú fyrri, sem opnað er fyrir með áðurnefndu frumvarpi, felur í sér að hægt verði að geyma fósturvísa í frysti. Með því móti þyrfti konan ekki að ganga í gegnum margra vikna erfiða og dýra sprautumeð- ferð ef fyrsta meðferðin tekst ekki og fósturvísar verða eftir, því hægt væri að nota þá í aðra aðgerð. Uppsettur kostar fóstur- vísafrystir um 2 milljónir og hefur Tilvera, samtök um ófrjósemi, þegar hafið söfnun til kaupa á honum. Smásjárfijóvgun í athugun Síðari nýjungin er svokölluð smásjárfijóvgun og felur hún í sér að sæðisfrumu er stungið inn í sjálft eggið. Smjásjárbúnaður kostar um 5 milljónir. Aðferðin hefur reynst afar vel og standa vonir til að með bættu húsnæði og áðurnefndum nýjungum verði hægt að stytta til muna biðlista eftir glasafrjóvgun. í dag eru 650 pör (1.300 einstaklingar) á biðlist- anum, en að auki fær ákveðinn hópur fólks ekki að fara á bið- lista, þar sem deildin hefur ekki aðstæður til að hjálpa því. Eftir að fólk kemst á biðlistann er um tveggja og hálfs árs bið eftir að komast í aðgerð og tekst hún í um 35% tilvika. Á þriðja hundrað börn eru fædd eftir glasafrjóvg- unarmeðferð á Islandi. Að sögn Ólafs W. Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu og formanns tæknifrjóvg- unarnefndar, hefur frumvarpið verið kynnt í ríkissljórn og þing- flokkum stjórnarinnar. Óskað hef- ur verið umsagnar yfir 20 aðila og er gert ráð fyrir að þeim verði skilað áður en þing kemur saman síðar í mánuðinum. Líkur eru tald- ar á að frumvarpið verði afgreitt fyrir þingslit. Önnur útgáfan verði lögð fram og hin látin fylgja. ittunda frumustigi. arréttarlögmenn, tilnefndir af Lög- mannafélagi íslands, og hefur hún nú skilað tveimur útgáfum af frum- varpi til laga um tæknifrjóvgun. Sú staðreynd að nefndarmenn treystu sér ekki til að skila einni niðurstöðu sýnir betur en ýmislegt annað hvað málefnið er snúið og ekki síst á viðkvæmu sviði siðferðis. Þeir gera að aðalreglu í báðum frum- vörpum að aðeins verði notaðar eig- in kynfrumur parsins. Önnur tillagn- anna gerir hins vegar aðeins ráð fyrir að heimiluð verði notkun gjafa- sæðis ef tilteknar aðstæður eiga við um karlmanninn á meðan hin heimil- ar notkun gjafakynfrumna (sæðis eða eggs) ef þessar aðstæður eiga við um annaðhvort karlmanninn eða konuna. Skilyrði er þannig að annar aðilinn leggi ætíð til kynfrumur. 103 börn fædd eftir tæknisæðingu Af því má ráða að einkum er tal- ið álitaefni hvort heiniila eigi gjöf eggfrumna. En áður en að því er komið er rétt að minna á að hér á landi hefur verið notað sæði úr dönskum sæðisbanka við tæknisæð- Skilgreiningar ► Tæknifijóvgun: getnaður sem verður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafijóvgun. ► Tæknisæðing: aðgerð þegar sæði er komið fyrir í eða nærri kyn- færum konu á annan hátt en með samförum. ► Glasafijóvgun: aðgerð þegar eggfruma sem numin hefur verið úr líkama konu er fijóvguð með sæðis- frumu utan líkamans. ► Kynfrumur: eggfrumur og sæð- isfrumur. ► Fósturvísir: fijóvgað egg á öll- um þroskastigum, allt frá því að það er fijóvgað og þar til það kemst á fósturstig. ► Gjafi: einstaklingur sem leggur öðrum til kynfrumur. ► Staðgöngumæður: tæknifijövg- un framkvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og hefur fallist á það fyrir meðgönguna að láta barnið af hendi strax eftir fæðingu. ingu í 14 ár. Þegar spurst er fyrir um starfsemina hjá Þórði Óskars- syni, sérfræðingi á glasafijóvgunar- deild, kemur fram að 217 konur hafa gengist undir tæknisæðingu við árslok 1993. Hafí 106 orðið þungað- ar, en af þeim hafi sex misst fóstur. Þannig hafi 100 konur fætt samtals 103 börn og standist sá árarigur vel samanburð við aðra staði á Norður- löndunum. Hann segir að smæð samfélagsins hafi valdið því að ákveðið hafi verið að leita út fyrir landsteinana eftir sæði. „Danmörk varð fyrir valinu vegna þess að þar í landi er sæðis- banki og afar gott eftiiiit með sæð- isgjöfum," segir Þórður. Hann segir að oft séu sæðisgjafar ungir háskóla- stúdentar og þeir fái lítið sem ekk- ert fyrir að gefa sæði. „Þeir eru látn- ir koma tvisvar á staðinn. Fyrst gefa þeir sæði. Síðan er sæðið fryst og sæðisgjafinn skoðaður aftur eftir sex máriuði. Ef allt er í lagi, hvorki finnast kynsjúkdómar eða erfðasjúk- dómar af einhveiju tagi, er svo hægt að nota sæðið. Sæðisgjafinn veit hins vegar ekki hvort eða hvar sæðið er notað, því í Danmörku, eins og á íslandi, ríkir nafnleynd við tækni- fijóvgun. Reglurnar eru misjafnar eftir löndum. Til dæmis kæmi ekki til greina að við fengjum sæði frá Svíþjóð, því þar í landi hefur börn- um, frá því um 1990, verið heimilt, eftir að þau hafa verið talin hafa þroska til, að fá allar upplýsingar um kynföður sinn. Bresk börn sem fæðast eftir tæknifijóvgun eiga rétt á að fá ópersónugerðar upplýsingar um líffræðilegan föður sinn.“ Innan Norðurlandaráðs hafa menn haft áhyggjur af áðurnefndu misræmi og hefur ráðið samþykkt ályktun þess efnis að leitast yrði við að hafa reglur um tæknifijóvgun eins líkar og unnt væri. En af hvaða ástæðu var reglunum breytt í Svíþjóð? „Ég býst við að fyrst og fremst hafi verið litið til þess að upp gætu komið vandamál í tengslum við sjálfsímynd barn- anna. Að þau finni hjá sér þörf fyr- ir að vita hvaðan þau séu komin og þau eigi rétt á að fá þær upplýs- ingar,“ segir Þórður. Hann segist ekki vita hvort gerð hafi verið könn- un á umræddu sviði erlendis og hún hafi örugglega ekki verið gerð hér. „Enda myndi slík könnun verða ill- framkvæmanleg vegna trúnaðar okkar við foreldrana. Við gætum til dæmis ekki sent þeim bréf og tekið áhættuna að einhver kæmist í það. Sumir foreldrar hafa valið að halda tæknisæðingunni leyndri fyrir börn- unum. Stundum vita börnin hvernig þau eru tilkomin og í öðrum tilfellum vita bæði fjölskyldan og ættingjarnir hvernig í málinu liggur," segir Þórð- ur og bætir við að eina leiðin til að gera slíka könnun væri trúlega að hringja í foreldrana og biðja þá að koma í viðtal. Því væri ekki að leyna að athyglisvert gæti verið að kanna þennan þátt nánar. Sæðisgjafi aldrei ábyrgur Því má bæta við að ekki er vitað til að sæðisgjafi sé nokkurs staðar gerður ábyrgur fyrir því barni sem verður til með sæði frá honum. Með gildistöku barnaiaga frá því 1992 hafa verið lögfestar reglur um fað- erni barna sem getin eru með gjafa- sæði. Samkvæmt 3. grein laganna telst eiginmaður eða sambúðarmað- ur, sem samþykkt hefur skriflega og við votta að tæknifijóvgun fari fram á eiginkonu eða sambúðarkonu sinni með sæði úr öðrum manni, faðir barns sem þannig er getið. Með 55. grein laganna er tryggt að mað- ur, sem samþykkt hefur tæknifijóvg- un á eiginkonu sinni eða sambúðar- konu með þessum hætti, geti því aðeins fengið faðerni barnsins ve- fengt að ljóst sé að það sé ekki get- ið við tæknifijóvgun. Frumvarpið gerir ráð fyrir að læknir taki ákvörðun um nvort tæknifijóvgun fari fram eða ekki. Hins vegar hafi umsækjendur rétt til að kæra synjun til land- læknis og taki þriggja manna kærunefnd, lög- fræðings, læknis og félagsráðgjafa, málið til umfjöll- unar. Lækni er á sama hátt falið að velja viðeigandi gjafa. Þórður segir að við val á sæðisgjafa sé fyrst og fremst farið eftir útlitseinkennum. „Við tökum mið af eiginmanninum eða sambýlismanninum og veljum sæðisgjafa með lík útlitseinkenni, hár, hörundslit, augnálit og líkams- byggingu. Að sjálfsögðu verður svo að taka tillit til blóðflokks. En við tökum ekki tillit til persónulegra eig- inleika svo sem skapgerðar og hæfi- leika, enda þarf alls ekki að vera að systkini séu lík á þessum sviðum." Eggfruinugjöf álitaefni Eins og áður segir er eggfrumu- gjöf eitt helsta álitaefnið í frumvarp- inu og má í því sambandi geta þess að reglur um eggfrumugjöf eru afar mismunandi eftir löndum. Hún er óheimil bæði í Noregi (lög frá 1994), Svíþjóð og Þýskalandi, en heimil bæði í Danmörku og Bretlandi. Þrennt þykir einkum mæla gegn eggfrumugjöf: móðerni sem hingað til hefur verið öruggt verður ekki lengur þekkt, geymsla eggfrumna er tæknilega ógerleg og því verður að afla eggfrumna innanlands, erfið- Tilteknar tilraunir á fósturvísum verða heimilar leikar við geymslu og þar af leiðandi öflun eggja gera nafnleynd gjafa vandasamari. Helstu rök með eggfrumugjöf eru: sæðisgjöf hefur lengi verið heimil; því er ekki ástæða til að mismuna pörum eftir því hvor aðilinn er með skerta fijósemi, eggfrumugjöf er meðferð sem hægt er að sækja til útlanda; ef eggfrumugjöf verður bönnuð hérlendis verður fólki mis- munað um aðgang að meðferðinni. „Ég hef vissar áhyggjur af óþekktum eggjagjöfum í jafn smáu samfélagi og á Islandi," segir Þórð- ur. „Skyldleikavandamál gætu kom- ið upp og erfitt gæti reynst að halda fullri nafnleynd. Ekki að ég haldi að starfsfólkið bijóti trúnað við ein- staklingana. Miklu fremur geri ég mér grein fyrir því að fáar konur þyrftu á eggfrumum að halda og gjafar yrðu fáir. Vegna erfiðleika við geymslu yrðu konurnar líklega í meðferð á svipuðum tíma með þeim afleiðingum að erfitt gæti reynst að koma í veg fyrir að það spyrðist út hver væri gefandi og hver þiggj- andi,“ segir Þórður. Hann segir að spyija megi af hveiju gjafar megi ekki vera þekkt- ir. „Ég veit nokkur dæmi um að konur hafi þegið egg í útlöndum. Ýmist eru gjafar óþekktar erlendar konur eða íslenskar konur, systur, vinkonur eða skyldmenni þiggjand- ans. Mikill skortur er á eggjum í bönkum erlendis og er biðin því oft á bilinu tvö og hálft til þijú ár. Ef hins vegar er um að ræða að konan velji sér íslenskan gefanda og hann er tilbúinn til að gefa fleiri egg til bankans kemur hann viðkomandi íslenskum þiggjanda framar í röðina eftir aðgerð. Þannig eru dæmi um að íslensk egg hafa verið sett í banka erlendis," segir Þórður. En hefur Þórður orðið var við til- finningalega erfiðleika í tengslum við þekkta eggfrumugjafa, t.d. innan fjölskyldunnar? „Ég hef rætt við j sumar af þeim konum sem leitað hafa aðstoðar erlendis og aldrei orð- ið var við að upp hafi komið erfiðleik- ar af þessu tagi. Þvert á móti hef ég orðið var við að aðgerðin hefur fært mörgum mikla hamingju. Ann- ars er ýmislegt að athuga í þessu sambandi og ég mæli til dæmis alls ekki með að konur sem ekki eiga börn fyrir gefí egg. Mér fínnst líka ástæða til að vekja athygli á því að kona sem á eitt barn og gefur ann- arri egg getur lent í því að sú eign- ist til dæmis þríbura, s.s. fleiri börn en hún sjálf.“ Frumvarpið heimilar hvorki gjöf fósturvísa né staðgöngumæðrun.' Nefndarmenn telja í viðauka nauð- synlegt að lögfesta nokkur atriði og er eitt þeirra að barn alist upp hjá föður og móður. Einhleypar og sam- kynhneigðar konur verði þannig úti- lokaðar frá tæknifijóvgunarmeðferð. Tilraunir á fósturvísum Frumvarpið felur í sér að tilteknar tilraunir og rannsóknir á fósturvísum { eru í fyrsta skipti heimilar hér á ' landi. Þær eru heimilar, séu þær lið- ur í glasafijóvgunarmeðferð, miði að framförum í meðferð vegna ófijó- semi, tilgangurinn sé að auka skiln- . ing á orsökum ineðfæddra sjúkdóma ; og fósturláta eða ef þeim er ætlað að greina arfgenga sjúkdóma í fóst- urvísunum sjálfum. Meginreglan er hins vegar sú að rannsóknir og tilraunir eru bannað- ar. Ekki er til dæmis heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa ein- göngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir, rækta fósturvísa lengur en 14 daga utan líkamans eða eftir að frumrákin kemur fram, koma mannlegum fósturvísum fyrir í dýr- um og framkvæma einræktun. Þórður sagði að auðvitað hefðu sérfræðingar á deildinni áhuga á að bæta árangur í meðferð á ófijósemi. Hann tók hins vegar fram að enn sem komið væri hefðu þeir engar áætlanir á prjónunum í þessu efni. Ekki væri heldur hægt að hefja rann- sóknir eftir að lögin tækju gildi fyrr en siðanefnd spítalans og parið hefði gefið leyfi. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.