Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kveðum niður tilvísanadrauginn Á SÍÐUSTU dögum hefur gam- all móri skotið upp kollinum í skammdeginu á íslandi. Á ég þar við tilvísanadrauginn. Fyrir all- mörgum árum tíðkuðust tilvísanir, sem ávísun sjúklinga á þjónustu sérfræðinga. Kerfi þetta ól á mis- rétti og misferli og var því gefið upp á bátinn. Kerfið var engum harmdauði hvorki læknum, sem vinna þurftu eftir því, né því síður sjúklingum, sem töldu sig einfæra um og hafa rétt á að leita til þeirra lækna í sérfræðistétt, sem þeir treystu best fyrir lífí sínu og limum. Á undanförnum árum hefur forræð- ishyggja verið á undanhaldi í heim- inum og ríkisstjórnir og jafnvel heimsveldi, sem byggð voru á hug- myndum forræðishyggjunnar, hrunið til grunna. Sú þráhyggja hefur þó ekki losnað úr hugarheimi ýmissa valdamanna innan heil- brigðisþjónustunnar eða stjórn- málamanna að best sé fyrir almenn- ing að einhver utanaðkomandi aðili taki af þeim ráðin, þegar að því kemur að leggja líf sitt og limi í hendur sérfræðinga. Hinir sömu telja þó væntanlega sjálfsögð mannréttindi að fólk velji sér sjálft aðra þjónustuaðila svo sem tann- lækna, lögfræðinga, smiði og presta. í umræðunni um tilvísanakerfi til sérfræðinga hafa stjórnmála- menn látið svo líta út, sem upptaka þess sé fyrst og fremst til þess fall- in að hafa hemil á tekjumöguleikum sérfræðinga og draga úr kostnaði hins opinbera til heilbrigðisþjón- ustunnar. Þeim sem skoðað hafa málin ber þó saman um að væntan- legur sparnaður hins opinbera yrði sennilega enginn og skaði yrði óviss og í mörgum tilvikum ómælanleg- ur. Þannig gæti kostnaður vegna ómarkvissrar meðferðar, t.d. óþarfrar lyfjagjafar vegna skorts á nákvæmri sjúkdómsgreiningu orðið verulegur, áður en leitað væri til sérfræðings og rétt meðferð hafin. Auk kostnaðar mUndi útvegun til- vísunar baka sjúklingum aukna fyr- irhöfn og vinnutap. Erfitt yrði að meta til fjár þann skaða sem heilsu- tjón vegna ófullnægjandi rannsókna og meðferðar gæti valdið einstakl- ingum. Það gildir um læknisverk ekki síður en önnur mannanna verk, að bein leið að réttu marki verður jafnan ódýrust og gefur bestan ár- angurinn. í umræðunni vill það gleymast, að sjúkratryggingakerfið varð ekki til vegna lækna, heldur til þess að tryggja öllum þegnum ríkisins sem besta og jafnasta heil- brigðisþjónustu án tillits til að- stæðna eða efnahags. Deilunni um uppvakningu tilvísanadraugsins, sem skammta á heilbrigðisþjón- ustuna, á því að skjóta undir dóm fólksins í landinu, en ekki koma tilvísanaskyldu á með tilskipun ráðamanna, sem ekki hafa gert sér grein fyrir slæmum afleiðingum þess að sleppa draugsa lausum á þjóðina. Mikið hefur verið rætt um háan kostnað og óréttláta skiptingu heil- brigðisþjónustunnar í Bandaríkjun- um. Ég hef sjálfur unnið í Banda- ríkjunum í 10 ár og síðan 20 ár hér heima og stuttan tíma í Sví- þjóð. Við samanburð hins banda- ríska og skandinavíska kerfis verð- ur manni fljótt Ijós sá regin munur sem felst í því ákveðna ábyrgðar- og trúnaðarsambandi sem ríkir milli læknis og sjúklings í hinu opna kerfi Bandaríkjanna og hins mið- stýrða skandinavíska, þar sem ein- Skömmtunarkerfi tilvís- ana elur á misrétti, seg- ir Auðólfur Gunnars- son, skerðir hlut þeirra sem minnst efni hafa. staklingurinn er númer í kerfí og læknir starfsmaður þess og vinnur verk sitt jafnvel eftir stimpilklukku. Þrátt fyrir mikinn kostnað og ýmsa galla, hefur því reynst torsótt að fá bandarísku þjóðina til að breyta kerfínu af þeirri ástæðu að almenn- ingur vill ekki afsala sér réttinum til að velja og hafna og er tilbúinn að greiða rétt sinn háu verði. Fólk vill ekki kalla yfír sig kerfi, þar sem sjúklingurinn á sér engan sérstakan lækni og læknirinn fylgir ekki eftir sínum eigin sjúklingum. íslendingar hafa verið svo lán- samir að eignast það besta úr báð- um kerfum hvað sérfræðiþjónustu varðar. Sérfræðingar sjá yfirleitt sína sjúklinga á stofu, rannsaka þá og ákveða meðferð. Ef til sjúkra- hússvistar kemur eða aðgerðar, vita bæði læknir og sjúklingur, hvers er að vænta og hætta á mistökum verður minni en ella. Sjúklingurinn hefur fyrirfram valið þann lækni sem hann persónulega treystir og flestir læknar gera sitt ítrasta til að bregðast ekki trausti sjúklings- ins. Stofukostnaði sérfræðinga hef- ur verið haldið í lágmarki sem end- urspeglast í ódýrri sérfræðiþjón- ustu. Það er viðurkennd staðreynd að sérfræðiþjónusta á íslandi er opnari, ódýrari og sennilega betri en í flestöllum vestrænum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ég þekki marga ein- staklinga sem búsettir eru erlendis, en sækja áfram sérfræðiþjón- ustu hingað heim, m.a. vegna þess að þeir reka sig á ýmsar torfærur, þegar þeir leita eftir góðri sérfræðiþjónustu á hinum Norðurlönd- unum og í Bandaríkj- unum er hún oftast það dýr að þeir telja sig ekki hafa efni á henni. Hví skyldum við þá vera að breyta þessu kerfi sem er kannske það besta í heiminum? Viðbárur forráðamanna eru m.a. þær, að samkvæmt stöðlum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, eigi sjúk- lingar að leita fýrst til heilsugæslu- læknis, áður en þeir geti farið til sérfræðings. Því er til að svara að á íslandi ríkja allt aðrar aðstæður en í fjölmennum og oft stéttskiptum þjóðfélögum. í okkar litla þjóðfé- lagi, þar sem flestir þekkjast, er nlinni þörf en ella á að heimilislækn- ir velji sérfræðing fyrir sjúkling og oftast fara sjúklingar til þess sér- fræðings sem þeir hafa áður haft góða reynslu af og þekkir þeirra mál best. Ég ætla ekki sem sérfræðingur að gera lítið úr starfi heilsugæslu- lækna, starfsbræðra minna, og tel að oftast sé málum best komið í þeirra höndum. Ég hef í mörg ár unnið í nánu samstarfi við hóp heilsugæslulækna og á það sam- starf hefur aldrei borið skugga og báðir aðilar haft hag af samstarf- inu. Það er hinsvegar alveg ljóst þeim sem til þekkja að í mörgum tilvikum eru sjúkdómar þess eðlis að rannsókn þeirra og meðferð er best komið í höndum sérfræðings, a.m.k. í upphafi, og þá oftast óþörf tímaeyðsla og kostnaður fyrir sjúkl- inga að fara fyrst til heilsugæslu- læknis til að fá leyfi hans til þess að leita til sérfrgeðings sem í mörg- um tilfellum þekkir vandamál sjúkl- ingsins frá fyrstu hendi. Sum mál eru líka það viðkvæm og þess eðlis að sjúklingur kýs að vitneskja um þau sé á sem fæstra vitorði og því eiga sjúklingar rétt á að leita með þau vandamál beint til þess læknis, sem þeir treysta best, hvort sem það er heilsugæslu- Iæknir eða sérfræðing- ur. Ég held að í þessu máli eins og mörgum öðrum, ættu stjórn- málamenn ekki að skipta sér af fram- kvæmdinni. Þeim ætti að nægja að skammta fé til viðkomandi mála- flokks og láta þá sem betur þekka til skipta kökunni og gefa einstaklingum frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt og limi. Ég, tel að þeim sem flust hafa til útlanda sé flestum ljóst að þrátt fyrir kosti og galla íslenska heilbrigðiskerfisins, viti enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur og sakni þess. Því ættu forráða- menn að fara sér hægt I að breyta því eftir erlendum fyrirmyndum. Þeim sem til þekkja er alveg ljóst að skömmtunarkerfi tilvísana mun ala á misrétti og þeir sem betur mega sín munu áfram njóta sér- fræðiþjónustunnar óbreytt, þótt þeir kunni að þurfa að greiða hærra verð fyrir hana en áður. Þeir sem minna mega sín og minni efni hafa, munu hinsvegar bera skarðan hlut frá borði. Það væri því dapurlegt, ef ráðherra þess flokks sem beitti sér fyrir því að koma á almanna- tryggingakerfinu, m.a. til þess að jafna aðgang fólksins að heilbrigð- iskerfinu, yrði til þess að leiða yfir þjóðina það misrétti sem tilvísana- kerfið felur í sér. Ég er ekki viss um, að verstfirsk- ir kjósendur yrðu þingmanni sínum þakklátir fyrir að senda sér upp- vakning þennan, sem meinar þeim að hringja beint í sinn sérfræðing í Reykjavík og fá hjá honum tíma, þegar þeir eiga leið í bæinn. Höfundur er sérfræðingur í kvenlækningum. Auðólfur Gunnarsson Tilvísunarkerfi leysir engin vandamál en skapar ný ÞVI ER haldið fram að kostnaður við íslenska heilbrigðisþjónustu sé of hár, einkum í ljósi þess að sam- dráttur hafi orðið í þjóðartekjum í sjö ár. Nýjustu viðbrögð heilbrigðis- ráðuneytisins til þess að minnka kostnað vegna heilbrigðismála eru að koma á tilvísunarskyldu heimilis- lækna. Markmiðið er að minnka af- not fólks af sérfræðilæknishjálp, en án tilvísunar munu sjúklingar verða að greiða fullt verð úr eigin vasa. Vandamálið Áður en lengra er haldið er nauð- synlegt að skoða vandamálið og leita siðan lausna sem líklegt er að geti minnkað kostnað samfélagsins af heilbrigðiskerfínu. Sameiginlegur kostnaður íslendinga af heilbrigðis- málum hefur á hinum sjö mögru árum 1988-1994 verið u.þ.b. 8,2% sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu, þar af er 1/25 hluti eða 0,3% sameiginlegar greiðslur vegna sér- fræðiþjónustu utan sjúkrahúsa. Á sama tíma hefur þjóðarframleiðsla minnkað verulega. Þess vegna er ljóst að sameiginlegur kostnaður vegna heilbrigðismála hefur minnkað á þessu tfmabili. Kostnaður íslend- inga er svipaður og annarra Norður- Evrópuþjóða, en minni en í Kanada (10%) og Bandaríkjunum (14%). Allir vita að laun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks á íslandi eru lægri en hjá viðmiðunarþjóðum og þess vegna hlýtur annar kostnaður (t.d. húsbyggingar eða stjórnunar- kostnaður) að vega þyngra á ís- landi. Heilbrigðisráðherra viður- kenndi á fundi með sérfræðingum 5. janúar 1995, að sérfræðiþjónusta væri ódýr á íslandi miðað við viðmið- unarlönd. Kostnaður við hveija komu til sérfræðings á íslandi er að meðal- tali aðeins 3.300 krónur, þar af greiða sjúklingar að meðaltali helm- ing (1.650 krónur). Sérfræðingar bera persónulega fjárhagslega áhættu af stofurekstri sínum og launahluti Iæknisins er venjulega í kringum 50% eftir kostnað (1.650 krónur) og er þá eftir að greiða skatt. Utreikningar fyrir nokkrum árum bentu til þess að komur til heilsu- gæslulækna væru dýrari. Síðan hefur fátt breyst og því skal fullyrt hér að meðaltalskostnaður við komu til heilsugæslulæknis sé ekki langt frá 3.300 krónum, þótt sjúklingurinn greiði sjálfur í mesta lagi 600 krón- ur. Eins og alls staðar þar sem ekk- ert frelsi er til, er afar erfitt að átta sig á rekstrarkostnaði ríkisins, þ. á m. er kostnaður við komu til heilsu- gæslulækna. Hvatning til hag- kvæmni í fjárfestingum og rekstri heilbrigðisstofnana er h'til þar sem læknar bera ekki fjárhagslega áhættu og aukafjárveitingar tryggja afkomuna. Þar að auki er miklu stærri hluti þeirra sem leita til heilsugæslulækna heilbrigður eðli Áður en farið er út í grundvallarbreytingu á gildandi kerfi, segir Páll Torfi Önundar- son, þarf að ganga úr skugga um, að breyt- ingin valdi ekki skaða. málsins samkvæmt og því ekki eins tímafrekur og sjúklingar sérfræð- inganna. Tilvísanir sem stjórnunarleið Tilvísunaskylda er stjórnunarleið sem byggist á þeirri hugmynd að beina skuli sjúklingum frá dýrum sérfræðingum til ódýrra heimilis- lækna. Af því að lítill munur virðist vera á kostnaði samfélagsins hér- lendis vegna sérfræðinga og heilsu- gæslulækna munu tilvísanir í besta falli ekki breyta kostnaði samfélags- ins af komum til lækna, en í versta falli auka kostnaðinn vegna þess að komum til heilsugæslulækna mun fjölga meira en komum til sérfræð- inga mun fækka. Þetta kerfi mun eyða tíma sjúklinganna og læknanna og mun að auki leiða til stóraukinnar skriffinnsku í ráðuneytum og hjá Tryggingastofnuninni. Talsvert verður sjálf- sagt um það að sjúkl- ingar afsali sér trygg- ingarrétti sínum og greiði fullt verð hjá sér- fræðingum til þess að spara sér fyrirhöfn. Á því mun tryggingakerf- ið hagnast. Sjúkraþjónusta og þjónusta við heilbrigða Fjárhagsvandi heil- brigðisráðuneytisins stafar ekki af kostnaði vegna einnar gerðar læknishjálpar umfram aðra. Allt önnur hug- myndafræði býr að baki setningu tilvísunakerfís núna en það er mið- stýring heilbrigðisþjónustu og upp- ræting sjálfstæðrar starfsemi lækna. Sú hugmyndafræði hefur reynst þjóðum dýrkeypt á þessari öld. Vandi heilbrigðisráðuneytisins er tvíþættur. Annars vegar er kostnaður annar en Iaunakostnaður (t.d. vegna húsbygg- inga, miðstýringar eða umframfjölda sjúkrarúma á stofnunum um allt land). Hins vegar er fjárhagsvandi og fortíðarvandi ríkissjóðs vegna niðurgreiðslna og fjárausturs og af- skrifta opinberra lánastofnana. Fyr- irhugað tilvísunarkerfí mun ekki breyta neinu um þennan vanda og væri ráðuneytinu nær að beina kröft- um sínum að lausnum sem líklegt er að skili sanngjörnum árangri. Ein lausnin væri sú að skipta verk- efnum heilbrigðisráðuneytisins í ann- ars vegar þjónustu við heiibrigt fólk (þ.e. fólk með fullt þrek í fullri vinnu og með greiðslugetu, sem t.d. óskar eftir árlegri likamsskoðun og heilsu- vemd, hjálp við að koma í veg fyrir getnað, hjálp til þess að koma á getnaði í glösum eða með einfalda tímabundna sjúkdóma). Hins vegar væri sjúkraþjónustan (þ.e. þjónusta við fólk með h'fshættu- leg eða þrálát vanda- mál, sem oftar en ekki krefjast sérfræðilæknis- hjálpar eins og t.d. nýrnasjúkdóma, krabbamein eða hjarta- og æðasjúkdóma). Fle- stallir eru sammála því að það ætti að vera for- gangsverkefni sjúkra- tryggingasjóða að taka þátt í kostnaði hinna sjúku en ekki hinna heil- brigðu. Þegar heilbrigð- isráðuneytið þarf að minnka útgjöld sín er það skylda þess að vernda rétt hinna sjúku til óheftrar læknishjálp- ar. í staðinn mætti auka kostnaðar- hlutdeild hinna heilbrigðari. Niðurstaða íslenska heilbrigðiskerfíð hefur á undanförnum árum einkennst af greiðum aðgangi sjúklinga að lækn- um af öllum gerðum og gæti verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Fyrirhug- að tilvísunarkerfi leysir ekki vanda ríkissjóðs íslendinga. Það eykur hins vegar vanda hinna sjúku, eykur skriffinnsku og getur seinkað sjúk- dómsgreiningu og nauðsynlegri með- ferð. Hvorki heimilislæknum né sér- fræðingum er akkur í þvingunum, enda yrði enginn sparnaður og gífur- legt óhagræði að þvinguðum komum til heilsugæslulækna. Skriffínnskan yrði öllum til ama og kostnaðarauka. Áður en farið er út í grundvallar- breytingar á núverandi kerfí er skil- yrði að vera þess fullviss að breyting- in valdi ekki skaða. Það er best gert með samráði við þá aðila sem þjón- ustan byggist á en ekki með einhliða tilskipunum úr Babelsturni ráðu- neyta. Höfundur er blóðsérfræðingur og situr í stjórn Læknafélags Islands. „Páll Torfi Onundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.