Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hverjar eru kröfur kennara? fleiri grunnskólar eru einsetnir og því má ekki draga það lengur að taka á kjarasamningnum til að hann samræmist einsetnum grunnskól- um. KENNARASTARF- IÐ er á margan hátt sérstakt. Það er kreij- andi, fjölbreytt og gef- andi. Þeir sem velja sér það að ævistarfi að starfa með bömum og unglingum gera það að hluta til af hugsjón. Það býr í þeim sköpunar- kraftur ekki ólíkt og hjá listamönnum. Auk þess að miðla þekkingu taka kennarar þátt í uppeldi nýrrar kynslóðar í sam- vinnu við heimilin. Starf kennarans ræður miklu um árangur skólastarfsins og um menntunina í landinu. Starf kennara og skólastjórnenda hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og á það jafnt við um þá sem starfa í grunn- og fram- haldsskólum. Ástæðnanna er að leita í kröfum þjóðfélagsins og þeim lögum sem sett hafa verið um skóla- stigin. Lög um framhaldsskóla voru samþykkt árið 1988 og lög um grunnskóla árið 1991 en einnig var gefin út Aðalnámskrá fyrir grunn- skóla árið 1989 og hefur hún reglu- gerðarígildi. Því er svo við að bæta að í sumar kom út skýrsla Nefndar um mótun menntastefnu en Ólafur G. Einarsson skipaði þá nefnd í mars 1992. Á grundvelli þeirrar skýrslu voru lögð fram frumvörp til laga um grunn- og framhalds- skóla í nóvember sl. í skýrslunni er einmitt skilgreint á hvern hátt kennarahlutverkið hefur breyst: „Hlutverk kennara hefur breyst mjög á síðustu árum. Það felst ekki eingöngu í miðlun þekkingar til nemenda, heldur þurfa kennarar jafnframt að sinna uppeldishlut- verki í víðari skilningi en áður, taka þátt í samvinnu við foreldra, veita nemendum, foreldrum og samkenn- urum margvíslega ráðgjöf, vinna að skólanámskrá og áætlanagerð, viðhalda starfshæfni sinni og temja sér nýjungar á svið náms og kennslu, sinna stjórnunarstörfum í skólum, vinna að þróunarstörfum í tengslum við kennslu og hafa um- sjón með kennaranemum. Mikil- vægt er að starfsaðstæður og launakjör taki mið af breyttu hlut- verki kennara." (Nefnd um mótun menntastefnu. Skýrsla, bls. 103.) Kennarafélögin hafa tekið þátt í ^ störfum ótal nefnda þar sem starf kennarans hefur verið skilgreint og hlutverk einnar nefndarinnar var að vinna greinargerð um kröfur til kennara samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla 1989. í greinargerðinni eru raktar þær auknu og nýju kröf- ur sem gerðar eru til kennara: * Um sjálfstæði og faglega ábyrgð kennara, ma. val á kennsluað- ferðum, námsefni, námsmat. * Vegna umsjónar með bekk en á herðum umsjónarkennara hvíl- ir mikil ábyrgð bæði gagnvart nemendum og foreldrum. * Vegna sveigjanleika í skólastarfi, um sam- þættingu og þekkingu á sem flestum grein- um. * Vegna blandaðra bekkja og sérkennslu- nemenda í almennum bekkjum. * Vegna skólanám- skrárgerðar. * Vegna námsþátta, sem ekki er ætlaður ákveðinn tími á viðmiðunarstund- arskrá og í fæstum þeirra er til viðunandi námsefni. Sem dæmi má nefna fíkniefnavarnir, almenn mannréttindi, jafnréttisfræðsla, kynfræðsla, umferðarfræðsla og umhverfísmennt. * Vegna tilmæla um kennslu og búning námsgreina sem ekki er til námsefni í og kennarar eru Ég skora á stjómmála- menn, segir Guðrún Ebba Olafsdóttir að setja menntunina í önd- vegi í samfélaginu. beinlínis hvattir til þess að búa til og finna áhugavert efni. * Vegna áherslu á samvinnu og samábyrgðar kennara og milli kennara og annars starfsfólks skóla. * Vegna áherslu á samstarf heim- ila og skóla. * Vegna skólaþróunar. * Um endurmenntun en þörf kenn- ara á endurmenntun fer sívax- andi. Lykillinn að faglegri þjálfun kennara er stöðug endurmennt- un. * Vegna ýmissa átaka og kannana á vegum ráðuneyta og annarra aðila. I lokaorðum greinargerðarinnar er þetta dregið saman: „Ljóst er að Aðalnámskrá grunn- skóla 1989 leggur þungar og fjöl- margar kröfur á herðar kennara. Þegar hún er skoðuð er greinilegt að gert er ráð fyrir mikilli sameigin- legri skipulagsvinnu kennara og skólastjórnenda. Hér má nefna gerð skólanámskrár, skipulagningu til lengri tíma til þess að stuðla að samfellu í námi nemenda og til þess að allir kennarar fái vissa yfir- sýn yfir það sem er að gerast í skólanum. Ef skólar eiga að geta Guðrún Ebba Ólafsdóttir. fullnægt kröfum aðalnámskrár þurfa að eiga sér stað ýmsar breyt- ingar í skólum og má þar nefna atriði eins og stöðugleika í kennara- liði skóla, viðuhandi vinnuaðstaða nemenda og kennara, færri nem- endur í bekkjum og fjölbreytt náms- gögn í öllum námsgreinum. Vel menntaðir kennarar sem búa við góð starfsskilyrði eru forsendur farsæls skólastarfs." (Greinargerð um kröfur til kennara samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla 1989, bls. 18.) Enginn ætti því að vera í vafa um að kennarastarfið hefur breyst og til kennara eru gerðar auknar kröfur. Það liggur einnig í augum uppi að þessar breyttu og auknu kröfur hafa áhrif á vinnutíma kenn- ara og kjör þeirra. í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu er kveðið skýrt á um nauðsyn þess að kjarasamningar kennara verði endurskoðaðir. „Erfitt er að halda uppi metnað- arfullu skólastarfi eða gera tilraun- ir um nýtingar, sem kalla á sam- vinnu kennara og fundi utan kennslutíma, því oftar en ekki steyt- ir þar á gildandi kjarasamningum. Segja má að lítil von sé til að hægt verði að ná fram mikilvægum end- urbótum á skólastarfi fyrr en kjara- samningar kennara hafa verið end- urskoðaðir í samræmi við breyttar þarfir skólanna." (Bls. 103.) Kennarafélögin vilja ekki láta sitt eftir liggja og hófu að vinna að kröfugerð sem tæki mið af þess- um breytingum síðastliðið vor. Fé- lögin töldu ljóst að nú væri tími til kominn að gera kennarasamning eftir að hafa verið gert að sæta þjóðarsáttarsamningum undanfarin ár. Kröfugerðin er unnin á fagleg- um grunni og farið er fram á nauð- synlegar breytingar vinnutíma kennara og skólastjóra til hagsbóta fyrir skólastarf á íslandi. Sífellt Skiptar skoðanir eru um áherslur í skólamálum og yfirlýstum mark- miðum ráðamanna er misvel tekið. Þannig mætti hugmyndin um 10 mánaða skóla í grunn- og fram- haldsskólum mikilli andstöðu en .einsetningu grunnskóla er t.a.m. tekið fagnandi. Niðurskurður á fjár- magni til menntamála hefur verið harðlega gagnrýndur en svo virðist sem samstaða sé um það að snúa þeirri öfugþróun við og efla skóla- starf í landinu. Ég leyfi mér að taka undir áramótaávarp forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og skora á íslenska stjórnmálamenn að bera menntunina sérstaklega fyrir brjósti. Og til að gera íslenska skóla hæfari í samkeppni við erlend- ar menntastofnanir þarf að búa kennurum og skólastjórum sam- keppnishæf laun og starfsskilyrði. Höfundur er varaformaður Kennarasambands íslands. Enn um dagpen- inga ráðherramaka Örstutt athugasemd í MORGUNBLAÐINU 6. janúar síðástliðinn reynir Bogi Ágústsson fréttastjóri Ríkissjónvarpsins að bera í bætifláka fyrir starfsmann sinn Loga Bergmann Eiðsson. Sem kunnugt er gerði Logi sig sekan um ærumeiðandi fréttaflutn- ing, með myndavali af Bryndísi Schram, dansandi, undir frétt um dagpeninga- og ferðakostnað maka ráðherra. Með þessu myndavali var gefið í skyn að utanríkisráðherra- frúin geri ekki annað en að skemmta sér erlendis á kostnað skattborgara. Af henni einni eru birtar myndir í almennri umfjöllun um fjölda fólks. Logi Bergmann Eiðsson les upp svimandi háar upp- hæðir og á skjánum dansar Bryn- dís í veislu. Bogi segist ekki skilja af hveiju þessi myndbirting er ærumeiðandi. Hann réttlætir myndavalið með því að segja myndirnar þær nýjustu sem hann eigi af eiginkonu ráð- herra í utanlandsferð, myndir sem hafa margsinnis verið birtar áður. Bogi-á margt eftir ólært í frétta- mennsku. Hann segist ekki skilja. Reynum að útskýra. Myndi Bogi Ágústsson sætta sig við myndir af Boga Ágústssyni „glottandi með glas í hendi“, í umfjöllun um sóun fjármuna hjá Rikissjón- varpinu i fréttatíma Stöðvar tvö? Myndir af honum einum í umfjöllun um fjölda fólks? Útskýrir þetta tilbúna dæmi þenn- an einfalda sannleika? Það er auðséð að slík myndbirting væri æru- meiðandi árás, óháð því hve texti fréttarinnar kynni að vera hlutlaus. Bogi Ágústsson getur vitnað fram og til baka i vinnureglur fréttastof- unnar um heiðarleika og nákvæmni. Það breytir engu um það að þessi til- tekna frétt sagði áhorf- endum annað en sannleikann. Og þá skiptir ekki máli hvort myndirn- Þegar fréttamaður gerir sig sekan um mistök, segir Atli Heimir Sveinsson, á frétta- stjóri að áminna við- komandi og biðjast af- sökunar fyrir hans hönd og fréttastofu. ar af Bryndísi voru þær nýjustu eður ei, þær eru æru- meiðandi í sam- hengi fréttarinnar. Það er gefið í skyn að Bryndís ein fari í allar þessar ferðir og eyði milljónum í veislusölum erlend- is. Þess vegna eru myndir af henni einni með þessari frétt. Þess vegna er fréttin ærumeið- andi. Það má vel vera að Bogi telji það skyldu sín að standa með sínu starfsfólki. En þegar fréttamaður gerir sig sekan um mistök, eins og Logi Bergmann Eiðsson, á fréttastjóri að áminna viðkomandi, kenna honum og jafn- vel biðjast afsökunar fyrir hans hönd og fréttastofunnar. Bogi Ágústsson vísar frá sér umræðu í gífuryrðastíl. Orð mín um lymskulegan róg og dylgjur, flón og skúrka voru fullkomlega réttlætanleg í því samhengi sem þau voru sögð. Bogi Ágústsson og Logi Bergmann geta engu vísað frá sér. Fréttin var skammarleg, og á þeirra ábyrgð. Höfundur er tónskáld. Atli Heimir Sveinsson NYJA BILAHOLLIN FUNAHOFÐA V S: 5 Nissan Sunny 1,4 LX árg. ‘94, ek. 7 þús. km., blár. V. 1.020.000. Bein sala. Toyota Carina 2.0 GLI árg. '90, ek. 71 þús. km., vínrauöur, 5 g., spol., R/O, cen, nýtt lakk. V. 1.050.000. Ath. skipti. Chrysler Saratoga 3,0L árg. ‘92, ek. 38 þús. km., svartur, sjálfsk., álfelgur. V. 1.650.000. Ath. skipti. Mazda E-2000 pallbill 2T árg. ‘93, ek. 10 þús. km., V. 1.190.000. Ath. skipti. Suzuki Vitara JLX árg. ‘90, ek. 126 þús. km., hvítur, álfelgur, skíðab. V. 990.000. Ath. skipti. Renault Trafic T-1100 árg. ‘90, ek. 59 þús. km., hvítur vsk bíll. V. 830.000. Ath. skipti. BÍLATORG FUNAHOFÐA I S: 5 Daihatsu Rocky árg. ‘88, vínrauöur, álfelgur, 33“ dekk, ek. 94 þús. km. v. 1.100.000. Hyundai Pony GLSi árg. ‘94, rauöur, sjálfsk., ek. 11 þús. km. V. 1.150.000. Skipti. Honda Civic ESI árg. ‘92, blásans., sjálfsk., sóllúga, ek. 18 þús. km. V. 1.250.000. Nissan Sunny 1600 SLXi árg. ‘94, rauöur, álfelgur, góö kjör, ek. 12 þús. km., V. 1.190.000. MMC L-300 Mini bus árg. ‘88, turbo diesel, fallegur bíll, ný dekk og felgur. V. 1.190.000. Góökjör. MMC Lancer 4x4 St. árg. ‘91, hvítur, ek. 67 þús. km. V. 1.090.000. VANTAR ALLAR GERÐIR A SKRA OG A STAÐINN-GOD SALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.