Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tónlist fyrir fagurkera TÓNLIST íslcnska Ópcran KAMMERTÓNLEIKAR Flutt verk eftir Mahler, Chausson og Dohnányi. Flytjendur: Gerður Gunnarsdóttir, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, Helga Þórarinsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Armann Helgason, Joseph Ognibene, Peter Máté, Sól- veig Anna Jónsdóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Sunnudagur 8. janúar 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á píanókvartett í a-moll eftir Gustav Mahler og er verkið nemendaverk, samið 1876, er Mahler stundaði nám við Konservatóríuna í Vín. Verkið er vel samið og auðheyrt að horft hefur verið til ýmissa átta og að ekki er farið að bera sterklega á sérkennum hans í mótun tónmálsins. Hvað um það var skemmtilegt að heyra þetta verk sem var mjög vel leikið af strengjaleikurunum Sigurlaugu, Helgu og Ingu Rós, ásamt Sól- veigu Önnu við píanóið. Þijú söngverk eftir Chausson voru flutt af Ingibjörgu Guðjóns- dóttur, tvö fyrstu, Les papillons og Le colobri, með píanósamleik Sólveigar Önnu og þar þriðja, Chanson perpétuelle, þar sem und- irleikurinn er útfærður fyrir strengjakvartett og píanó, þar sem í hópinn bættist Gerður Gunnars- dóttir. Chausson þótti svolítið mis- tækur, jafnvel litlaus höfundur og um of leggja áherslu á falleg og sæt ' blæbrigði. Ingibjörg söng þessi ljúfu sönglög mjög vel, sér- staklega lagið um kólibrífuglinn, sem er reyndar frábær tónsmíð. Sem tónsmíð er síðasta verkið ekki samstætt í formi og var hlut- verk strengjakvartettsins oft átíð- um untanveltu og verkaði jafnvel tíðum eins og undirleikur við píanóið. Ingibjörg, er góð söng- kona og fiutti þessa fallegu og ljúfu söngverk af innlifun og naut það góðrar söngtækni sinnar, sér- staklega í Kólbrífuginum, sem Sólveig Anna átti og sinn þátt í að flytja á eftirminnilegan máta. Lokaverk tónleikanna var sext- ett eftir Dohnányi, sem eins og Mahler fékk þá skilgreiningu að vera konsertmeistaratónskáld, þ.e. kunna allt en hafa þar fram yfir ekkert að segja eða frumlegt fram að leggja í verkum sínum. Víst er að sextettinn er vel unninn og ef til er of vel unnið úr stefjunum, þannig að á köflum bíða hlustend- ur eftir því að nú fari að koma eitthvað nýtt. Besti kafli verksins var hægi þátturinn, eins konar mars, sem þó vantaði í það sem nefnt hefur verið punkturinn yfir i-inu. Flutningur var á köflum mjög vel útfærður og áttu flytjend- ur nokkrar sérlega fallega leiknar einleiksstófur. Peter Máté bættist við hópinn og átti hann sinn þátt í fallega mótuðum samleik félag- anna. I heild voru þetta forvitni- legir tónleikar, flutt verk sem ekki höfðu heyrst áður á tónleikum hérlendis og með þeim hætti sem best verður á kosið, þó verkin sjálf væru fremur dauf fagurkeratónl- ist. Jón Ásgeirsson LISTIR „Brot af alheimi“ MYNPLIST Stöðlakot GRAFÍK - ÞÓRDÍS ELÍN JÓELSDÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Til 22. janúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER við hæfi, að í upphafi árs vekji nýtt myndlistarfólk á sér athygli og er í takt við gang lífs- ins. Þórdís Elín Jóelsdóttir, er ekki af yngsta árgangi grafíklista- manna sé litið til lífaldurs, en hún er það hins vegar á vettvanginum, því að á þeim liðlega sex árum sem liðin eru frá útskrift hennar úr grafíkdeild MHÍ, hefur hún ein- ungis tekið þátt í nokkrum sam- sýningum auk einkasýningar í „Kaffi krókur“ hér í borg, sem rýnirinn þekkir lítið til. Þórdís er ein af þeim listamönn- um sem komið hafa sér upp vinnu- aðstöðu í Þingholtstræti 5 og má vera að það hafi hleypt blóði í umsvif hennar á listavettvangi, í öllu falli eru öll verkin ný af nál- inni og hún gengur út frá líku þema í flestum myndanna, en heildarstefið er „Við erum af alheimi. Höf- um aðgát“. Byggist myndstefið á konuímyndinni, móður jörð og af- kvæmi hennar og eru nöfn myndanna í meira lagi skáldleg eins og t.d. „Náttbláa kyrrð undir hljóðlát- um sumarhimni" og „Rekur tröf úr rauða- gulli röðull yfir dal og §011“. Nöfnin bera vott um tilhneigingu til myndlýsinga og það staðfestir eitt verk- anna, sem er lítil bók „Frá toppi til táar“ sem Þórdís hefur unnið að öllu leyti og gengur út frá Þórdís Elín Jóelsdóttir ik tækninnar. Allt eru þetta koparætingar, handlitaðar og að hluta til þrykktar á handgerðan og hand- litaðan pappír. og vinnubrögðin er áber- andi keimlík frá einni mynd til annarrar. Einhæfni í mynd- efnavali þarf ekki að vera tiltökumál sé sjálft vinnsluferlið þeim fjölbreyttara, en haldist þetta í hendur er viðhorfsbreytingar þörf og svo er í þessu tilviki og má nefna að fígúrurnar eru svo til allar eins og andlitsformin þau sömu. Hér gæti myndrænn og fjöl- þættur ljóðagaldur vegið þungt, myndríkum textum, er tengjast ^en eimig er nauðsynlegt að rann- landi og líkama t.d. „Augabrún fjallsbrún", og sem munu frum- samdir. Það er eitthvað upprunalegt og ekta við þesa sýningu, þótt aug- ljóst sé að hér sé um frumraun að ræða og að gerandinn búi ekki yfir fjölþættri reynslu á sviði graf- saka til hlítar möguleika grafísku tækninnar, en þar er af miklum ríkdómi að taka. Litið á heildina má telja þetta athyglisverða frumraun að ein- hæfninni undanskilinni. Bragi Ásgeirsson ELFA Lilja Gísladóttir tónlistarkennari, Soffía Vagnsdóttir tónmenntakennari og Steinunn Helgadóttir myndmenntakennari. Brunnurinn - nýr listaskóli Á HAUSTMÁNUÐUM tók til starfa nýr listaskóli sem hlotið hefur nafnið Brunnurinn - upp- spretta lærdóms og lista. Brunn- urinn er skóli fyrir börn, ungl- inga, fullorðna og eldri borgara. Þar er lögð áhersla á listsköpun í sinni fjölbreytilegustu mynd; tónlist, myndlist, leikræna tján- ingu, frjálsa hreyfingu og dans. Stofnendur og kennarar Brunns- ins eru Elfa Lilja Gísladóttir tón- listarkennari, Soffía Vagnsdóttir tónmenntakennari og Steinunn Helgadóttir myndmenntakenn- ari. I Brunninum eru starfandi fjórar deildir; Bernskubrunnur fyrirbörn, Gosbrunnur fyrir unglinga, Viskubrunnur fyrir fullorðna og Ævibrunnur fyrir eldri borgara. Bernskubrunnur er fyrir börn á aldrinum 4-12 ára, og innan hans er að þessu sinni boðið upp á fjögur mismun- andi námskeið í tónlist og mynd- list. í Gosbrunni fá unglingar tækifæri til að semja eigið efni á fjölbreytilegan hátt í tónlist, myndlist eða leikrænu formi. Viskubrunnur er fyrir fullorðna, alla þá sem áhuga hafa á að auka þekkingu sína á sviði myndlistar eða tónlistar. Ævibrunnur er fyrir eldri borgara, en þar eru dægradvöl, skemmtun og nám tvinnuð saman auk þess sem þátttakendur miðla af eigin brunni. Námskeiðin eru mismunandi að lengd, frá 6-12 vikur, og kennt er einu sinni í viku. Auk þessa skipuleggur Brunnurinn listanámskeið fyrir hina ýmsu starfshópa og félagasamtök, auk annarra smærri eða stærri hópa. Vegna eftirspumar verður boðið upp á 20 stunda myndlist- arnámskeið í Viskubrunni sér- staklega ætlað þeim sem vinna við uppeldis- og kennslustörf. Siðar á önninni er ætlunin að hafa tónlistarnámskeið sem ætl- að er þessum sama hópi. Brunnurinn er í Snælands- skóla við Víðigrund í Kópavogi, þar sem innritun stendur nú yfir fyrir vorönn. Sinfóníuhljómsveit íslands Þóra Einarsdóttir á Vínartónleikum Páll Pampichler Þóra Pálsson Einarsdóttir HINIR árlegu Vínar- tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudag- inn 12. janúar. Tón- leikamir hefjast klukkan 20.00 og verða síðan endur- teknir laugardaginn 14. janúar klukkan 17.00. Á efnisskránni eru vínartónlist eftir Johann Strauss, Edu- ard Strauss, Franz Lehár, Franz von Suppé, Richard Heu- berger og fleiri. Ein- söngvari á tónleikun- um er Þóra Einarsdóttir og hljómsveitarstjóri er Páll P. Páls- son. Þóra Einarsdóttir kemur nú fram í fýrsta sinn með Sinfóníu- hljómsveit íslands. í fréttatilkynn- ingu segir að Þóra hafí vakið verð- skuldaða athygli fyrir söng sinn. Að loknu námi í Söngskólanum í Reykjavík fór hún til náms í Guild- hall School of Music and Drama í London, þar sem hún lýkur námi nú í vor. Hún hefur tekið þátt í ýmsum óperuuppfærslum á vegum Söngskólans, Islensku óperunnar og Guildhall skólans. Einnig var hún einsöngvari á tónleikum með íslensku Sinfóníettunni i Washing- ton undir stjóm Osmo Vánská í október síðastliðnum. Páll Pampichler Pálsson hefur starfað hér á landi í ríflega fjóra áratugi. Á þeim tíma hefur hann víða komið við í tónlistinni; sem kennari, tónskáld og hljómsveitar- stjóri. Páll hefur hlotið ýmsar við- urkenningar fyrir störf sín, til dæmis heiðursprófessorsnafnbót frá menntamálaráðuneyti Austur- ríkis og hann hefur verið sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu. Ennfremur segir í fréttatilkyn- ingu: Vínartónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda og eftir- spurn eftir miðum fer vaxandi ár frá ári. Þess eru dæmi að miðar eru pantaðir með árs fyrirvara. Uppselt er á tónleikana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.