Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 11 FRÉTTIR Eldsvoði hjá sjóflokki Ingólfs Tjónið nemur lOtil 15 milljónum króna TJÓNIÐ sem varð í eldsvoða í húsnæði Tilkynningaskyldunnar hjá Slysavarnafélagi íslands við Grandagarð er talið nema 10 til 15 milljónum króna. Sjóflokkur björgunarsveitarinnar Ingólfs hafði aðsetur í húsnæðinu og varð tjónið aðallega á útbúnaði sveitar- innar. Eitthvert tjón varð á hús- næðinu, m.a. brotnuðu rúður og einangrun á einum vegg er skemmd. Að sögn Estherar Guðmunds- dóttur, framkvæmdastjóra SVFÍ, hefur ekki verið farið yfir alla þá muni sem í húsnæðinu voru, en talið er að tjónið nemi 10-15 millj- ónum króna. Hún segir að einhver röskun verði á starfsemi sjóflokks- ins en hann sé þó vel útkallsfær, þótt dálítið af búnaði vanti. í húsnæðinu voru m.a. flot- vinnugallar, köfunartæki, teppi og fleira auk þess sem félagar í sjó- flokknum voru þar með persónu- legan búnað. Esther segir að mörg stykki af hverjum hlut hafi verið í húsnæðinu og hver hlutur sé til- tölulega dýr og þess vegna sé tjón- ið þetta mikið. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur rannsakað eldsupptök. Þau hafa ekki verið staðfest en grunur bein- ist að neyðarljósum á flotgöllum. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Gylfi Guðmundsson, formaður stjórnar foreldra- félagsins Holtaborgar, afhendir Arna Þór Sigurðssyni, formanni stjórnar Dagvistar bama, kröfur foreldra Holtaborgar. Foreldrar krefjast endurbóta á Holtaborg STJORN foreldrafélags leikskól- ans Holtaborgar við Sólheima í Reykjavík hefur afhent borgaryf- irvöldum undirskriftir með nöfnum 152 foreldra þar sem farið er fram á að tafarlaust verði gerðar endur- bætur á skólanum. Borgaryfirvöld hyggjast veija auknum fjármun- um til framkvæmda við leikskóla á þessu ári. Foreldrafélag Holtaborgar telur að leikskólinn sé orðinn einn af verst settu leikskólum borgarinnar hvað varðar húsnæði. Ekkert eld- hús sé í skólanum og börn í sex tíma vistun þurfi að búa við skrínukost. Krafa foreldranna er að lögð sé áhersla á að gera nauð- synlegar endurbætur á eldri leik- skólum samhliða uppbyggingu nýrra leikskóla. Samkvæmt framkvæmdaáætl- un átti að gera endurbætur á Holtaborg á árinu 1996, en stjórn foreldrafélagsins vill að áætlun við leikskólann verði flýtt. Á fundi foreldra Holtaborgar og stjómar Dagvistar bama kom fram að áætlað framkvæmdafé til leik- skóla er 450 milljónir á þessu ári, en það var 209 milljónir á síðasta ári og 150 milljónir á árinu 1993. Tungnáijökull Hlaupið í hámarki TUNGNÁRJÖKULL hefur nú skriðið fram um 700 metra og segir Hannes Haraldsson vatna- mælingamaður hjá Landsvirkjun að hann fari fram um 8 metra á dag. Starfsmenn Landsvirkjunar fylgjast með framvindunni á hálfs- mánaðar fresti og hefur jök- ulhlaupið að líkindum náð hámarki að Hannesar sögn. Tungnáijökull, sem er um 300 km2, skreið síðast fram fyrir 50 árum en hann liggur að Skaftár- jökli í Vatnajökli. Sporðurinn er nú um 40 metrar á hæð og segir Hannes að jökullinn verði á skriði fram á vorið. Hugheilar þakkir fœri ég ykkur sem glödduö mig með gjöfum, kveöjum og heimsóknum á 70 ára afmœli mínu 30. des. sl. Einnig fœri ég aöstandendum H-lista, fyrr og nú, miklar þakkir. Bestu nýárskveöjur til ykkar allra, Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Garði. M E R Y L K E V 1 N STREEP BAC0N I VERÐLAUN ERU JAKKAR, DERHÚFUR, BÍÓMIÐAR 0G ÆSISPENNANDI HVÍTÁRFERÐIR FRÁ BÁTAFÓLKINU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.