Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Reuter ESB-aðild Finna gagnast Indverjum PERTTI Salolainen, utanríki- sviðskiptaráðherra Finna, sem nú er í heimsókn á Indlandi, ávarpaði í gær ráðstefnu kaup- sýslumanna og sagði að Indverj- ar myndu hagnast á ESB-aðild Finnlands. Finnar myndu nú lækka tolla á innfluttri vefnaðar- vöru og opna meira fyrir fjár- festingar en áður. Indversk fyr- irtæki gætu meðal annars notað Finnland sem stökkpall inn á Rússlandsmarkað. Salolainen er hér á tali við Ajay Rungta, for- seta sambands verzlunar- og iðn- fyrirtækja í Indlandi. Fækkað um % á skrifstofum EFTA Kostnaður Islands eykst um 6 millj. FÆKKAÐ verður í starfsliði Frí- verzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, um tvo þriðjuhluta, eða úr 140 manns í 55, samkvæmt tillögum nefndar um framtíðarskipulag sam- takanna. Þessi samdráttur kemur til vegna fækkunar EFTA-ríkjanna um þrjú, en Svíþjóð, Finnland og Austur- ríki gengu úr samtökunum um ára- mót. Kostnaður íslands vegna rekstrar EFTA-skrifstofunnar mun sennilega hækka um rúmlega sex milljónir króna, eða úr 28 í 34. Breytt kostnaðarskipting vegna Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) og EFTA- dómstólsins liggur enn ekki fyrir. Auknar byrðar Ienda nú á EFTA- ríkjunum, sem eftir eru, og þrátt fyrir fækkun starfsliðs verður hvert þeirra að taka á sig nokkuð aukinn kostnað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að Sviss greiði nú 51%, Noregur 43,37%, ísland 4,37% og Liechten- stein 1,27%. Samkvæmt þessu gæti framlag íslands til EFTA hækkað úr ip 28 milljónum í u.þ.b. 34 milljónir á ári, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. ------» ♦ ♦----- Banana- stríð í upp- siglingu • BANDARÍKIN telja að reglur Evrópusambandsins um innflutn- ing banana hafi kostað banda- ríska bananaframleiðendur hundruð milljóna dollara. Mickey Kantor, talsmaður Bandaríkja- stjómar i viðskiptamálum, hótaði í gær refsiaðgerðum gegn ESB, til dæmis í formi innflutnings- hindrana. Joao de Deus Pinheiro, sem taka mun við málefnum þriðjaheimslanda í nýrri fram- kvæmdastjórn ESB, sagði að fá- tækustu Afríkulöndin, sem flytja banana til ESB, gætu ekki keppt við þróaðri ríki. Hann sagði hina nýju Alþjóðaviðskiptastofnun rétta vettvanginn til að takast á við verzlunardeilu af þessu tagí, ekki einhliða aðgerðir Banda- ríkjanna. Viðræðum er ekki lokið milli Norðmanna og Islendinga um kostn- aðarskiptingu vegna EFTA-dóm- stólsins og ESA. Svisslendingar eiga ekki aðild að þessum stofnunum og Liechtenstein ekki fyrr en að ein- hverjum mánuðum liðnum. Gera má ráð fyrir að kostnaður íslendinga af þessum rekstri hækki eitthvað, en á seinasta ári voru greiddar um 20 milljónir króna til ESA og tæp- lega átta til dómstólsins. Mest starfsemi í Brussel Gert er ráð fyrir að starfsemi EFTA flytjist að mestu leyti til Brussel, og þar verði 37 af þeim starfsmönnum sem eftir eru. í Genf, þar sem núverandi höfuðstöðvar eru, verði 15 og þrír í Lúxemborg. Tiilögurnar voru ræddar á ríkis- stjórnarfundi í gær en ekki afgreidd- ar, þar sem Norðmenn hafa enn fyrirvara varðandi skiptingu kostn- aðar. Niðurstaða þarf þó að liggja fyrir í lok vikunnar, þar sem ganga á frá kostnaðarskiptingunni á fundi EFTA-ráðsins 15. janúar. Fyrirkomulag pólitískra tengsla A dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær voru einnig umræður um það hvern- ig pólitískum tengslum EFTA-ríkj- anna við Evrópusambandið yrði bezt komið fyrir í framtíðinni. Málinu var hins vegar frestað til næsta fundar. Á ráðherrafundi EES-ríkjanna í síðasta mánuði var samþykkt yfir- lýsing um að „styrkja pólitískar sam- ræður um utanríkismál, með það fyrir augum að þróa nánari tengsl í sameiginlegum hagsmunamálum." íslenzk stjórnvöld hafa að undan- förnu rætt við Norðmenn um það hvernig megi útfæra þessi tengsl við Evrópusambandið, en niðurstaða er ekki fengin. Norðmenn hafa raunar haft föst pólitísk tengsl við ESB frá árinu 1988 í formi fundar norska utanrík- isráðherrans með utanríkisráðherra formennskulands ESB við upphaf hvers formennskutímabils. ESB hef- ur svipuð tengsl við ýmis ríki, til dæmis við Kanada og Bandaríkin. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, formaður ráðherraráðsins og fulltrú- ar tveggja annarra ESB-ríkja, síð- asta formennskulands og þess sem næst-tekur við formennskunni, eiga fund með Bandaríkjaforseta einu sinni á ári. Rabin segir ísraela ekki láta öll hernámssvæðin af hendi Áréttar kröfuna um sameinaða Jerúsalem Kaíró. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, áréttaði í gær að hann myndi leggjast gegn hugmyndum um að ísraelar létu af hendi öll svæðin á Vesturbakkanum sem þeir hemumdu í stríðinu árið 1967. Rabin sagði þetta þegar hann heimsótti Jerúsalem. „Eg styð ekki og mun aldrei styðja að landamær- in verði eins og fyrir 1967,“ sagði hann. „Mikilvægast er að tryggja sameinaða Jerúsalem sem höfuð- borg ísraels." Palestínumenn kreljast þess að ísraelar láti öll hernámssvæðin af hendi og vilja gera Austur-Jerúsal- em að höfuðborg sinni. Hópur heittrúaðra gyðinga gerði aðsúg að Rabin í Jerúsalem og sök- uðu hann um svik við gyðinga áður en öryggisverðir forsætisráðherr- ans drógu þá á brott. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Verka- mannaflokkur Rabins misst fylgi til hægrimánna sem leggjast gegn því að Palestínumenn fái hernumdu svæðin. Deilt um byggingarfræmkvæmdir Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), ræddi í gær við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, og Amr Mo- ussa, utanríkisráðherra Egypta- lands, sagði eftir fundinn að áform Israela um stækkun landnema- byggða á svæðum araba gengju algjörlega í berhögg við þjóðarétt og skilmála friðarsamningsins. Hann sagði að Egyptar kynnu að inna Bandaríkjastjórn eftir því hvort stækkunin bryti í bága við samkomulag um lánaábyrgðir Bandaríkjastjómar til handa Israel- um upp á 10 milljarða dala. Palestínumenn andmæltu frekari stækkun landnemabyggðanna á Vesturbakkanum í síðasta mánuði þegar ísraelar hófu byggingarfram- kvæmdir á hæð við bæinn al-Khad- er þar sem byggja átti 500 íbúðir. ísraelsstjórn ákvað að banna fram- kvæmdirnar, vegna þrýstings frá Palestínumönnum og ísraelskum vinstrimönnum, en heimilaði að íbúðirnar yrðu byggðar annarsstað- ar. Framkvæmdir héldu einnig áfram í öðmm byggðum. Menn binda nú vonir við að deil- an leysist á fundi Arafats og Rab- ins í næstu viku. Arafat ræddi við Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels, á mánudag og Peres sagði að vel hefði miðað í viðræðum um næsta áfanga friðarsamningsins - kosningar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og heimkvaðningu ísraelskra hermanna. Reuter YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Israels, kemur inn í elsta hluta Jerúsalem í gær. Stefnuskrá Verkamannaflokksins fyrir árið 1995 Blair hótar harðri stj ómarandstöðu London. Reuter. TONY Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, hótaði íhaldsmönn- um harðri andstöðu við ýmis óvinsæl mál er hann kynnti baráttumál flokksins á þessu ári á mánudag. Var baráttuhljóð í Blair þrátt fyrir að enn séu að líkindum tvö ár til kosninga. „Stjómin á von á því að við munum ekki á nokkurn hátt láta af andstöðu okkar við hana og að við munum áfram benda á veikleika hennar og mistök,“ sagði Blair. Á blaðamannafundi sagði Blair að Verkamannaflokkurinn myndi beijast gegn umdeildum áformum ríkisstjórnar Johns Majors um að einkavæða járnbrautakerfið og um að hætta aðstoð við þá húseigendur sem misstu atvinnuna. í síðasta mánuði beið ríkisstjórn- in auðmýkjandi ósigur er hún varð að hætta við fyrirhugaða skatta- hækkun á húshitunarkostnað. Vinstrimenn í Verkamannaflokk- inum hafa gagnrýnt Blair og aðra þá sem færa vilja flokkinn nær nútímanum, fyrir að láta söguleg gildi hans lönd og leið. Blair var- ar hins vegar við átök- um innan flokksins sem kunni að verða til þess að hann tapi kosn- ingunum. Ekkert sé mikilvægara en að tryggja kosningasigur flokksins. Jeremy Hanley, flokksformaður íhalds- flokksins, gerði í samtali við Sky- sjónvarpsstöðina á mánudag lítið úr árásum Blairs á ríkisstjórnina. Sagði hann Verkamannaflokkinn einbeita sér að málum sem séu vel fallin til vinsælda en láti hjá líða að ræða efnahagsmál og annað það sem mestu máli skipti. Neitunarvald Á brattann er að sækja fyrir John Major. Engin stjórn á Bret- landi hefur mælst eins óvinsæl og ríkisstjórn hans auk þess sem íhaldsflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til Evrópusambandsins ESB. í sjónvarpsviðtali á sunnudag reyndi Major að brúa bilið á milli andstæðra fylkinga í flokki sínum, er hann sagðist myndu beita neitunarvaldi gegn tillögum um meiriháttar breytingar á ríkjaráð- stefnu ESB á næsta ári. Tony Blair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.