Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ í hverra þágii — GATT A SÍÐUSTU dög- um nýliðins árs, náðu þingmenn að rétta hlut íslands með því að samþykkja þings- ályktunaitillögu um stofnun Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, WTO. Félag íslenskra stórkaupmanna fagn- ar þessum áfanga, þó hér sé aðeins um fyrsta skrefíð af mörg- um að ræða sem stíga þarf í átt að auknu fijálsræði í milliríkja- viðskiptum. Sam- komulagið um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar svo og aðrir samningar sem með því fylgdu er niðurstaða viðræðna, sem kenndar hafa verið við Ur- uguay. Meginmarkmið viðræðn- anna var annars vegar að auka markaðsaðgang, með því að draga úr eða fella niður hvers konar við- skiptahindranir, og að tryggja Baldvin Hafsteinsson þennan aukna aðgang hins vegar. Verndartollar — tollígildi Meðal þeirra að- gerða sem leiða áttu til aukins markaðsað- gangs, var að draga úr styrkjum og niður- greiðslum hvers kon- ar, þ. á m. til landbún- aðar. Til að auðvelda hinum ýmsu fram- leiðslugreinum aðlög- un að þessum breyt- ingum var aðildarríkj- um GATT heimilað að umreikna þessa styrki yfir í vemdartolla, með tilboðum um hámarks tollbindingar og markaðsaðgang til hinna aðild- arríkja GATT. Þessi tilboð eru á engan hátt háð neinu samþykki „yfírstjómar“ GATT, en verða bindandi fyrir viðkomandi ríki við aðild að WTO. Það er síðan á valdi ríkisstjórnar hvers aðildarríkis fýr- ir sig að ákveða að hve miklu leyti innlend framleiðsla verði vernduð með setningu verndartolla, svo- kallaðra tollígilda, innan ramma viðkomandi tilboðs. það ekki gert Ætli íslendingar að reka arðbæran landbún- að, segir Baldvin Berlínarmúr landbúnaðarins HafsteÍnSSOn, verður Á undanförnum vikum hefur Félag íslenskra stórkaupmanna bent á þá hættu sem falin er í til- boði íslands varðandi tollbindingar á landbúnaðarvörur. Af viðbrögð- um forsvarsmanna landbúnaðar- ins að dæma er ótti þessi ekki að ástæðulausu. Af greinarskrifum þeirra kemur berlega í ljós að þeir ætlast til þess að um íslenskan landbúnað verði reistir háir toll- múrar, til að auðvelda aðlögun að fijálsri samkeppni. Væri það stefna ríkisstjómarinnar að af- nema með öllu allt það sem heitir aðstoð við landbúnað, hveiju nafni sem nefnist, væri þessi krafa þeirra skiljanleg. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Skv. tilboði íslendinga, nemur samanlagður heildarstuðningur við landbúnað- MAIÞING urn í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til tveggja mólþinga um menningarmól og stefnu borgaryfirvalda í þeim efnum. Fyrra mólþingið fjallar um hagsmuni og aðstöðu listamanna í borginni og hið síðara um list- og menningarmiðlun í Reykjavík. Fyrra mólþingið, Listsköpun í Reykjavík - stefna og sfjórnkerfi, verður haldið í Róðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar 1995. Mólþingið er öllum opið. Dagskrá: 10.00 Skráning þátttakenda. 10.15 Setning málþings, ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. 10.30 Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmólanefndar: Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi borgarinnar. Umrœður og fyrirspurnir. Matarhlé. 13.15 Hagsmunir og aðstaða til listsköpunar í Reykjavík - viðhorf listamanna: Myndlist: Þorvaldur Þorsteinsson. Tónlisf: Pefur Jónasson. Leiklist: Kolbrún Halldórsdóttir. Kvikmyndir: Ásdís Thoroddsen. Arkitektúr: Sigurður Harðarson. Bókmenntir: Ólafur Haukur Stmonarson. Listdans: Auður Bjarnadóttir. 15.30 Almennar umrœður og fyrirspurnir. 16.30 Fundarstjóri gerir grein fyrir heistu niðurstöðum málþingsins. 16.50 Málþinginu slitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega filkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku (síma 632005. Þátttökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er kr. 1000. Dagskrá seinna mólþingsins, sem haldið verður í Ráðhúsinu laugardaginn 18. febrúar, verður auglýst síðar. Skrifstofa borgarstjóra í skjóli tollmúra. inn u.þ.b. 16,2 milljörðum króna á ári. Á næstu fímm árum er ætl- unin að draga úr þessari aðstoð sem nemur þrem milljörðum eða í 13 milljarða. Þrátt fyrir þessa takmörkuðu lækkun, krefst land- búnaðurinn tolla á innflutning sem geta numið allt að 700%. Aukin samkeppni í landbúnaði Það eru bæði gömul vísindi og ný að markaðsaðlögun verður aldr- ei nema við raunvenilegar mark- aðsaðstæður. Ætli íslendingar að reka hér arðbæran landbúnað, þá verður það ekki gert í skjóli toll- múra. Skýrasta dæmið um þetta er samkeppnin á tómatamarkaðn- um á síðasta sumri, en þá voru um tíma ódýrustu tómatar í Vestur- Evrópu hér á íslandi. Fyrir fáeinum árum hefði þetta verið nær óhugs- andi staða. Með aukinni samkeppni og aðhaldi, m.a. vegna aukins inn- flutnings garðávaxta hafa íslenskir garðyrkjubændur orðið að aðlaga sig breyttum markaðsaðstæðum, neytendum til góða. Hækkun á landbúnaðarvörum? Það er því full ástæða til að vara við þeirri hættu sem í tilboði Islendinga felst. Rauntollar á þeim landbúnaðarvörum sem heimilaður er innflutningur á eru í dag mun lægri en þær tollbindingar sem felast í tilboði íslands. Tilboðið kann að leiða til þess að sá árang- ur sem náðst hefur með innflutn- ingi og aðhaldi að íslenskum fram- leiðendum verði að engu gerður. Þó innflutningur á grænmeti hafi verið bundinn við ákveðin tímabil, hafa neytendur þó orðið þess áskynja, að grænmeti er ekki mun- aðarvara ætluð eingöngu þeim efnameiri í þjóðfélaginu. Verði rammi tilboðs íslendinga nýttur til hins ítrasta, getur það haft í för með allt að 700% tolla í saman- burði við 0—30% eins og er í dag. í þessu máli skiptir engu hvaða nafn verndartollunum er gefið, hvort heldur það er „tollígildi“, „umreiknuð aðlögunarþörf“ eða eitthvað annað. Staðreyndin er sú að hér er um beinar viðskiptahindr- anir að ræða, sem ganga þvert á tilganginn með WTO. Hagsmunir hverra? Það þarf ekki spakan mann til að sjá hver áhrif slíkir tollar muni hafa á verðlag innlendrar fram- leiðslu. Menn verða að líta raun- sætt til þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Fáar þjóðir í heiminum eiga jafn mikið undir því að grundvöllur WTO standist og að fijáls milliríkjavið- skipti auðgist og blómgist og ís- lendingar. Höfundur er lögmaður lyá Félagi íslenskra stórkaupmanna. Sendum þá í veikindafrí ÞAÐ ÞARF ekki mikla spekinga til að sjá, að starfsloka- samningur Guðjóns Magnússonar hjá Landlæknisembætt- inu og starfsloka- samningur Bjöms Ön- undarsonar eru svip- aðir. Eitt er þar, sem hvergi er annars stað- ar: greidd eru laun fyrir ótekin námsleyfi. Slíkar launagreiðslur bera vott um þvílíka hugkvæmni, að úti- lokað er að hugmynd- in hafi kviknað víða í einu. Starfslokasamningur Guð- jóns var gerður fyrr, og skv. frétt- um var hann undirbúinn af Páli Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra í Annaðhvort ljúga ráð- herra, aðstoðarráðherra og hæstaréttardómari, að mati Haraldar Blön- dal, eða Páll og Guðjón. heilbrigðisráðneytinu. Það er því afskaplega sennilegt, að þeir, sem bezt þekktu til starfslokasamn- ings Guðjóns hafi búið hinn samn- inginn til. Eþtt er a.m.k. öruggt: Guðmundur Árni Stefánsson hef- ur ekki það hugmyndaflug að greiða mönnum kaup fyrir að læra ekki. Nú hafa Páll og Guðjón neitað allri aðild að samningsgerðinni við Björn Önundarson. Og það sem meira er: þeir neituðu fyrst, en Haraldur Blöndal segjast nú ekki muna, hvort þeir hafi verið á fundi með ráðherra, aðstoðarráðherra og þáverandi ríkislög- manni, þar sem ríkis- lögmaður lagði fram álit sitt um, hvort víkja mætti Bimi úr embætti bótalaust. Ríkislögmaður er síð- an orðinn hæstarétt- ardómari. Hann hefur lagt fram gögn til að styðja mál sitt um, að Páll og Guðjón hafi verið á fundinum, — en þeir kumpánar bera enn fyrir sig minnisleysi. Ríkisend- urskoðandi segist ekki komast áfam með málið, en telur stöðuna óviðunandi. Núverandi heilbrigðis- ráðherra hefur látið svo um mælt, að málinu sé lokið af hans hálfu. En er hægt að ljúka málinu svona? Annaðhvort ljúga ráðherra, aðstoðarráðherra og hæstaréttar- dómari eða Páll og Guðjón. Ráð- herrann kaus að víkja úr embætti m.a. vegna starfslokasamnings Björns Önundarsonar. Er þá ekki eðlilegt, að menn spyrji: Hvað með þá embættismenn, sem gerðu samninginn? Páll og Guðjón segjast ekkert muna. Minnisleysi er þekktur sjúk- dómur. Væri nú ekki ráð að setja þá tvo í veikindaleyfi eins og menntamálaráðherra gerði við skólastjórann í Asuturbæjarskól- ann, þar til minnið skánar? Það er undravert, hversu menn geta. rifjað upp liðna atburði, ef þeir fá næði til þess. Höfundur er hæstaréttarlögmður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.