Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D ffrgunliflfttoife STOFNAÐ 1913 8. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Harðir bardagar hafnir aftur í Tsjetsjníju Vopnahlé notað til að undirbúa átök Moskvu. Reuter. SKAMMVINNT hlé varð á bardög- unum í Grosní í Tsjetsjníju í gær eftir að rússneska stjórnin hafði tilkynnt einhliða vopnahlé í tvo daga sem tók gildi í fyrrinótt. Hermenn Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga upp- reisnarhéraðsins, notuðu tækifærið til að safna liði við víglínurnar. í gærkvöld hófu Rússar aftur stór- skotaliðsárásir á miðborgina og barist var áfram um forsetahöllina. „Báðir stríðsaðilarnir eru að kasta mæðinni og brátt hefjast harðir bardagar að nýju," sagði tsjetsjenskur hermaður sem hjálp- aði móður sinni að flytja úr íbúð sinni. „Rússar verða að leggja Grosní í rúst til að sigra okkur. Við erum að drepa svo marga af mönn- um þeirra. Þeir vilja fara heim og við höfum náð mörgum föngum. Rússneska dagblaðið Izvestía Stjórnarand- stæðingar í Alsír Vilja frið og nýjar kosningar Róm. Reuter. HELSTU stjórnmálaflokkar and- stæðinga herforingjastjórnarinnar í Alsír hafa náð samkomulagi um til- lögur er miða að því að binda enda á átökin í landinu sem kostað hafa tugþúsundir manna Iífið síðustu tvö árin. Fulltrúar flokkanna, þ. á m. íslömsku freisisfylkingarinnar (FIS), sögðu eftir fund í Róm að stöðva bæri átökin og efna til frjálsra kosn- inga. Stjórnvöld í Alsír hundsuðu fund- inn, sem haldinn var að frumkvæði kaþólskra friðarsamtaka, og sögðu herforingjarnir hann vera afskipti af innanlandsmálum Alsírbúa. Meðal leiðtoganna í Róm var Ahmed Ben Bella, fyrrverandi for- seti Alsír, er steypt var af stóli á sjöunda áratugnum, hann stýrir nú Lýðræðishreyfingunni sem er hóf- samur miðjuflokkur. FIS er öflugasti flokkur stjórnar- andstæðinga. Er kosið var til þings 1992 var ljóst af fyrri umferðinni að flokkurinn myndi ná meirihluta en FIS er samtök íslamskra bókstafs- trúarmanna. Stjórnvöld í Algeirsborg aflýstu þá seinni umferðinni. Ofbeldið ekki markmið „Vopnuð barátta er einvörðungu aðferð, ekki markmið í sjálfu sér," sagði talsmaður FIS, Anwar Hadd- am. „Við teljum að við getum náð markmiðinu með öðrum hætti, lýð- ræðislegum og friðsamlegum hætti." Hann hvatti einnig þjóðir heims til að fá Frakka til að hætta stuðningi við herforingjastjórnina með her- gögnum. skýrði frá því að 100 manna sér- sveit innanríkisráðuneytisins hefði farið frá Tsjetsjníju vegna óánægju með framkvæmd hernaðaraðgerð- anna. Blaðið birti frásögn foringja liðsins sem sagði að það hefði ekki gert annað en að vernda „stráklinga sem voru engan veginn búnir undir slíkan hernað". Herlið hans hefði ekki einu sinni fengið kort af svæð- inu. Ætla að segja sannleikann áfram Oleg Poptsov, yfirmaður rúss- neska ríkissjónvarpsins, kvaðst í gær ætla að halda áfram að „segja sannleikann" um atburðina í Tsjetsjníju þrátt fyrir óstaðfestar fregnir um að Borís Jeltsín forseti hygðist víkja honum frá. Sergej Kovaljov, mannréttindafulltrúi þingsins, hafði haft eftir Jeltsín að Poptsov yrði vikið frá vegna meintr- ar hlutdrægni í umfjöllun sjónvarps- ins um stríðið. Ráðgjafi Jeltsíns vís- aði ummælum Kovaljovs á bug. Sjónvarpið hefur birt myndir af líkum óbreyttra borgara sem féllu í árásum Rússa og illa leiknum lík- um rússneskra hermanna eftir klúð- urslega sókn inn í Grosní um ára- mótin. Fréttamenn hafa einnig hæðst að ýkjukenndum yfirlýsing- um stjórnarinnar um frammistöðu hersins og gang stríðsins. Ráðamenn í ýmsum Evrópuríkj- um létu í ljós áhyggjur af mannfall- inu í Tsjetsjníju og hvöttu Rússa til að setjast að samningaborði með Tsjetsjenum í þágu friðar og lýð- ræðis. ¦ Jeltsín helsti haukurinn/17 Reuter TSJETSJENAR hafa tekið til fanga tugi eða hundruð rúss- neskra hermanna og þar á meðal þennan foringja í fallhlífa- sveitunum. Var hann leiddur fram á fréttamannafundi í Grosní. FlÓð Og fannfergi MIKIÐ fannfergi er í Suður- Þýskalandi og hefur umf erðin gengið þunglega víða af þeim sökum. Hér er verið við snjó- blástur í Bæjaralandi en i Norð- ur-Þýskalandi hafa sjávarflóð valdið miklum skaða, til dæmis í Hamborg. Fóru þar saman stórstraumur og mikið hvass- viðri og var sjávarborð allt að sex metrum hærra en eðlilegt mátti teljast. Reuter Ljósið eykur afköst og örvar kaupgleði Boston. Morgunblaðið. HINGAÐ til hafa helstu rökin fyrir því að breyta og bæta lýs- ingu á vinnustöðum verið orku- sparnaður og lægri rafmagns- reikningar. Ný könnun bendir hins vegar til þess að ávinningur- inn geti verið margþættur; starfs- fólk vinni betur og kaupgíeði við- skiptavina aukist. Sérfræðingar við hina svoköll- uðu Klettafjallastofnun, sem rannsakar leiðir til orkusparnað- ar, birtu á sunnudag niðurstöður könnunar, sem gerð var á áhrifum bættrar lýsingar, upphitunar og annarra orkusparandi þátta hjá átta fyrirtækjum víðs vegar um Bandaríkin. Kom á óvart að hjá umræddum fyrirtækjum jókst framleiðni um sex til sextán af hundraði. Minna um mistök I flokkunarstöð bandarísku póstþjónustunnar í Reno í Nevada fjölgaði bréfum, sem flokkuð voru á klukkustund, um sex af hundr- aði auk þess sem mistökum fækk- aði. Var þetta rakið til þess að starfsmennirnir sæju betur til og hefðu þægilegri aðstöðu. Flugvélaframleiðendurnir Bo- eing og Lockheed höfðu svipaða sögu að segja. Hjá Boeing fækk- aði mistökum um allan helming og gallar komu fyrr í ljós vegna betri lýsingar. ' Hjá Lockheed fækkaði fjarvistum svo um mun- aði og afköst jukust um fimmtán af hundraði. Aukin sala í birtunni Mest komu þó á óvart niður- stöður frá Wal-Mart verslunar- keðjunni í Lawrence í Kansas. Þar var dagsbirtu hleypt inn í verslun- ina með þakgluggum. Rafmagns- kostnaður lækkaði og í ljós kom að sýnu meira hafði verið selt af varningi þar, sem birtunnar frá þakgluggunum naut. Spánverjar í Irska hólfið Mótmæli í Bretlandi London. Reuter. BRESKIR sjómenn kváðust í gær mundu reyna að þvinga stjórnvö'ld til að hætta aðild að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins (ESB). Eru þeir ævareiðir vegna áætlana um að leyfa fjörutíu spænskum to'gurum veiðar í írska hólfinu. Leiðtogar sjómanna í Plymouth sögðust ekki útiloka neitt í baráttu sinni fyrir því að hindra aðgang Spánveija að fiskveiðilögsögu Breta. „Við höfum liðið fyrir fisk- veiðistefnu ESB í rúm tuttugu ár. Hún er einskis virði fyrir sjómenn og fiskstofnana og við erum ein- faldlega búnir að fá nóg," sagði David Pessell, formaður sjómanna- sambandsins í Suðvestur-Bret- landi. Sagði hann mikla reiði ríkja meðal sjómanna og kvaðst ekki efast um að sjómenn í öðrum lands- hlutum væru sama sinnis. Sjómenn varaðir við Michael Jack, sjávarútvegsráð- herra Breta, sagði sjómennina mundu missa „mikilvæga vernd" ef þeir brytu gegn samþykktum ESB. „Sjómenn okkar selja mikinn fisk til Frakklands og Spánar og án sameiginlegrar fiskveiðistefnu til verndar hagsmunum þeirra er afkomu þeirra stefnt í voða."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.