Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 31 . GEORG SIG URÐSSON + Georg Sigurðs- son var fæddur á Stokkseyri 19. október 1919. Hann lést í Landakots- spítala 24. desem- ber siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurð- ur Ingimundarson, f. 27. ágúst 1891, d. 9. júlí 1944, kaup- maður á Stokkseyri og síðar veggfóðr- ari í Reykjavík, og Anna Helgadóttir, f. 9. júní 1892, d. 12. nóvember 1979. Sigurður og Anna eignuðust fimm börn: Harald, f. 12. október 1913, Unni, f. 10. maí 1915, Georg, Jóhann Lárus, f. 20. febrúar 1924, og Ester, f. 19. júní 1926, d. 27. febrúar 1967. Georg lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1940 og kandídatsprófi úr norrænu- deild Háskóla íslands 1952. Hinn 2. mars 1946 kvæntist Georg Astu Bergsteins- dóttur, f. 4. apríl ■ 1922, d. 22. febrúar 1990, Kristjánsson- ar bónda frá Árgils- stöðum í Hvol- hreppi og konu hans, Steinunnar Auðunsdóttur, frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Börn Ge- orgs og Astu eru: Sigurður, hrl. í Reykjavík, Stein- unn, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, gift Jóni Baldri Lorange kerfisfræðingi, og Bergsteinn, hdl. í Reykjavík, kvæntur Unni Sverrisdóttur cand.jur. Georg var kennari við Iðnskólann í Reykjavík frá 1945 til 1988, er hann lét af störfum vegna veikinda. Utför hans verður gerð frá Fossvogskirkju i dag. ÉG ætla hér í kveðjuskyni að minn- ast föður míns í fáum orðum. Með okkur ríkti ávallt mikill kærleikur og sterk tilfinningatengsl. Ég minn- ist hans sem ástríks föður, sem ég gat alltaf leitað til og ávallt stóð hann með mér og virti ákvarðanir mínar. Auðvitað var þetta dekur stund- um, en það svo aftur annað mál. Ég á margar góðar minningar um samverustundir okkar pabba, t.d. úr siglingum með Gullfossi. Þær gleymast seint. Einnig mun ég ætíð minnast sumranna í sumarbústaðn- um, sem fjölskyldan átti við Þing- vallavatn, um fögru sumarkvöldin þar sem ég sat í fjörunni og fylgd- ist með pabba moka upp vænni bleikjunni. Þetta eru notanlegar minningar sem gott er ylja sér við. Steinunn Georgsdóttir. Kveðja frá börnum og barnabörnum Eins og mjöll og sjávarhrönn um haf hrundi blóminn kinnum þínum af. Viku .af viku, nótt og dapran dag dauðans engill söng þitt vöggulag; söng og skenkti sárra kvala vin, söng og spann þitt hvíta dáins-lín. Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó, himnesk rödd, er sagði: Það er nóg. (M.Joch.) „Drottinn veiti hinum látnu líkrT og þeim styrk sem eftir lifa.“ Þessi orð komu í huga mér er tengdafað- ir minn, Georg Sigurðsson, lést að morgni aðfangadags síðastliðins. Georg hafði átt við erfið veikindi að stríða síðan í lok árs 1988 svo segja má að honum hafi dauðinn nú verið líkn. Á tímamótum sem þessum leitar hugurinn til baka til ársins 1978 er ég kynntist tengdaforeldrum mínum. Þau hjónin voru óvenju samhent og samrýnd og duldist engum sem til þekkti hversu mikla ást Georg hafði á konu sinni. Það varð honum því mikið áfall er Ásta lést 22. febrúar 1990. Frá fyrstu var mér tekið sem einni af fjölskyldunni og þeirra heimili stóð mér ætíð opið. Fyrir það ber að þakka. Heimili Georgs og Ástu var menningarheimili sem mptaðist eigi síst af húmanískri og klassískri menntun húsbóndans. Þau hjónin höfðu yndi af að ferðast til útlanda og höfðu farið víða um heiminn. Aldrei voru þau ánægðari en þegar þau voru að koma heim úr þessum ferðum og sest var niður og sagðar sögur. Fjölskyldan átti sumarbústað á Þingvöllum og þang- að var haldið helst hveija helgi eft- ir að vora tók. Tengdaforeldrar mínir voru vak- in og sofin yfir velferð barna sinna. Þau glöddust af alhug með þegar vel gekk en studdu við bakið með ráðum og dáð þegar á móti blés. Nú er þessum kafla í lífinu lokið. Eins og ætíð þegar eitthvað er end- anlega á bak og burt fyllist hugur- inn söknuði og trega. Þá ber að minnast alls þess sem kallar fram þennan trega, minnast allra góðu stundanna sem við áttum með þeim Ástu og Georg. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Unnur Sverrisdóttir. Elskulegur afi minn er nú dáinn. Eftir að hafa legið lengi veikur hefur hann fengið langþráða hvíld. Þau eru því aftur saman afi og amma. Það var alltaf gott að koma til afa og ömmu á Baldursgötu 15, í öryggið og hlýjuna þar sem afi sagði mér stundum sögur af fornköppum og kenndi mér margt í íslensku. Afi hafði sérstakt dálæti á Njálssögu og kunni skil á hveiju orði hennar. Það er sárt að missa einhvem sér nákominn og sérstaklega fann ég fyrir því þegar afi veiktist og amma dó skömmu seinna að eiga engan afa né ömmu til að leita til lengur. Þangað var ég alltaf vel- komin og þar var alltaf tekið á móti mér eins og prinsessu. En vegir Guðs eru órannsakan- legir - ég verð að vera sterk og veit líka að afa Georg líður nú vel með ömmu Ástu sér við hlið. Ásta Arnardóttir. Georg Sigurðsson hefur safnast til feðra sinna eftir löng veikindi. Ævistarf hans var að undirvísa lærl- inga í íslensku við Iðnskólann í Reykjavík. Þeir voru síðar á öldinni kallaðir iðnnemar. Við þetta stóð Georg Sigurðsson á fimmta tug ára. Undirritaður var ungur stúdent að kenna við Iðnskólann í Reykjavík, þegar hann kynntist Georg Sigurðs- syni. Honum fannst þessi maður kannski ekki eins og geimegldur þarna inn í Iðnskólann, þegar hann gekk um ganga með fjarrænu augnaráði og gerði svolitla sveiflu með stílabunkanum og kandmag- gráðu upp á vasann. Að þessu var vikið nokkrum árum síðar og eftir að Georg Sigurðssyni hafði þótt ómaksins vert að eyða púðri á und- irritaðan svo og fleiri stráka sem þarna voru að vinna með námi sínu. Og hann sagði: „Þetta er ekki verra en hvað annað, Finnbogi, þú ert svolítið fijáls við þetta og það er ekkert sérlega merkilegt, sem þeir eru að gera annars staðar, þótt ein- hveijir haldi það. Svo er annað, ég hef alltaf kennt dálítið mikið, og er svo hræddur við fátæktina.” Þar minntist hann efnahagsþrenginga föður síns í kreppunni og hann ætl- aði ekki að reyna það sama. Gott ef Georg Sigurðsson var ekki haldinn nokkurri tómhyggju gagnvart þeim MINNIIMGAR sem héldu, að eitthvað væri nýtt undir sólinni í sambandi við vísindi og nýjungar. Jafn óáleitinn maður og hann vár, hefði einhveijum dottið í hug, að jaðraði við tómlæti, en svo var ekki. Hann talaði aldrei niðrandi um nemendur sína, sló í hæsta lagi einhveiju upp í frímínútum, ef það var fyndið. Énginn vissi til þess að Georg Sigurðsson hefði átt í brösum við nemendur í fjörutíu ár. Hann sýndi þeim hins vegar alúð, sérstak- lega þeim sem áttu undir högg að sækja eða komu gamlir til náms „að fá sér réttindi" eins og þetta var orðað í þann tíð. Hann talaði oft um brúarsmiðina sína, þá Huga Jóhann- esson og Hauk Karlsson, sem hann kom í gegn á áttunda áratugnum. Þeir hofðu lengi verið brúarsmiðir hjá hinni merku stofnun Vegagerð ríkisins. En þegar fór að þrengjast um vinnu hjá trésmiðum upp úr 1970, þótti við hæfl að þeir fengju sér réttindi. Haukur Karlsson minnt- ist þessara stunda hjá Georg með mikilli ánægju, þegar þetta barst í tal vestur á fjörðum áratug síðar. Þá var Haukur Karlsson að brúa fjörð og var að reka niður bólverkin undir Dýrafjarðarbrú með fullum réttindum. Georg Sigurðsson var gæfumaður í einkalífi, eins og gjarnan er sagt í minningargreinum. Hann bar mikla umhyggju fyrir Ástu litlu, eins og hann kallaði Ástu eiginkonu sína jafnan, og hún fyrir honum. Það var dálítið sérstakt að koma á Baldurs- götuna og fylgjast með því, þegar Georg setti Stefán íslandi á fóninn, sem hann mat umfram aðra söngv- ara. Þá barst Einar Benediktsson einatt í tal á góðum stundum og reyndar einnig oft í dagsins önn í Iðnskólanum, þegar mönnum fannst risið eitthvað lágt í hvunndeginum. Halldór Laxness var líka oft hafður uppi; „fyndnasti maður í veröldinni" sagði Georg og vitnaði í þá Hrísbrú- arfeðga í Innansveitarkróníku og hana Fimmbjörgu sálugu. Og hann hafði sjálfur þennan knappa íslenska húmor, sem lagðist á árar með hon- um gegnum lífið. Eiginlega þetta enska understatement, sem bara sumir menn hafa tilfínningu fyrir að segja og skilja en hinum finnst kaldhæðið og jafnvel hrokafullt. Svolitlar myndir hafa verið klippt- ar saman frá hlýlegu ferðalagi um skeið. Börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum er vottuð sam- úð. Finnbogi Hermannsson. Kveðja frá samstarf smönnum við Iðnskólann í Reykjavík Andlátsfregn Georgs Sigurðs- sonar cand.mag., fyrrverandi deild- arstjóra og kennara í íslensku við Iðnskólann í Reykjavík, kom ekki á óvart en Georg hafði átt við alvar- legan heilsubrest að stríða síðustu árin. Alla sína starfsævi kenndi • hann við Iðnskólann, fyrst sem stundakennari frá 1945 og síðan sem skipaður kennari frá 1956. Hann þótti afbragðskennari og kenndi a.m.k. þremur kynslóðum iðnaðarmanna íslensku og margir úr þeim hópi muna hann vel. Um langt árabil sat Georg í stjórn kenn- arafélagsins. í samstarfshópnum var hann nokkuð seintekinn en góð- ur félagi og vinur vina sinna, vel lesinn og með hárfína kímnigáfu sem við samkennarar hans fengum oft að njóta. Á árunum upp úr 1970 var algengt að háskólastúdentar væru stundakennarar við skólann og naut Georg sín ekki síst með þessum hópi, græskulaust gaman í hávegum haft og tilvitnanir í bók- menntir og fomsögur flugu oft. Georg var höfðingi heim að sækja hvort sem var á heimili þeirra Ástu Berg-steindóttur konu hans á Bald- ursgötunni eða í sumarbústað þeirra við Þingvallavatn. Ferðalög innanlands sem utan voru áhuga- mál Georgs og fór hann víða meðan tækifæri gáfust. Hann var ágætur bridsspilari og ósjaldan var tekið í spil á kennarastofunni. Við samstarfsmenn ■ Georgs úr Iðnskólanum í Reykjavík þökkum honum samfylgdina og vottum að- standendum hans samúð okkar. Góður drengur er genginn. t Systir mín og frænka okkar, SOFFÍA SVEINSDÓTTIR, Skaftahlfð 18, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu 12. janúar kl. 13.30. Georg L. Sveinsson, Olga Óladóttir, Svanhildur Óladóttir, Ólafía Óladóttir, Kristín Óladóttir. t faðir, Elskulegur eiginmaður minn tengdafaðir, afi okkar og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON fv. skipstjóri og gjaldheimtustjóri, Ásbúðartröð 15, lést í Landspítalanum 2. janúar sl. Útförin ferfram frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði þriðjudaginn 17. janúarkl. 13.30. Arnfríður Kr. Arnórsdóttir, Grétar Guðmundsson, Ásdís H. Hafstað, Valgerður Guðmundsdóttir, Ásgeir Sumarliðason, Ólafur Guðmundsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Arnór Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Hrefna Halldórsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergrún Bjarnadóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir, Jón Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, JÓNSJAKOBSSONAR frá Hóli, Sæmundargötu 9, Sauðárkróki. Anna Jónsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir og fjölskyldur. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð, vinarhug og hjálp við andlát og útför eiginmanns míns, afa, bróður og mágs, HAUKS SIGURÐSSONAR verkstjóra, Sléttahrauni 17, Hafnarfirði. Guð geymi ykkur öll. Sigrún Ólafsdóttir, Valberg Birgisson, Sigrún Birgisdóttir, Óskar Birgisson, Hólmfriður Sigurðardóttir, Magnús S. Ríkharðsson, Reynir Albertsson, Bryndis Karlsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við fráfall JÓNSÁ.J. RAGNARS, sem lést þann 26. desember á Hrafn- istu í Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey af ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafn- istu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Camilla S. Guðmundsdóttir Ragnars, Margrét Ragnars, Heimir Skúlason, GuðmundurÖ. Ragnars, Camilla Ragnars, Leifur Ö. Dawson, barnabörn og barnabarnabörn. Sjábu hlutina í víbara samhcngi! -kjarni málsins! Minningarkort Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna fást í Garðsapóteki og Reykjavíkurapóteki. H Styrktarfélag krabbamelnséjúkra barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.