Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐURB/C/D ttqumHiiMfe STOFNAÐ 1913 22. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR 27. JANUAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS \ KON A brestur í grát er hún hefur kveikt á kertum í rústum gasklefanna í Auschwitz. Reuter Simpson-málið Reno ekki við skjáinn Washinjrton. Reuter. JANET Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, tilheyrir ekki þeim milljónum Banda- ríkjamanna sem fylgjast af ákefð með sjónvarpsútsend- ingum frá réttarhöldunum yfir O.J. Simpson, sem ákærður er fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar. Reno starfaði áður sem sak- sóknari en þegar hún var spurð hvort hún hefði horft á upp- hafsræður sækjenda og verj- enda í málinu, svaraði hún: „Eruð þið að grínast? Nei. Ég hef hins vegar furðað mig á öllum þeim fjölda sem horfir á sjónvarpsútsendingamar." Réttarhöldin /16 Minnast frelsunar Auschwitz Kraká, Bonn. Reuter. LECH Walesa, forseti Póllands, fordæmdi í gær grimmdarverk nasista í Auschwitz við fyrstu at- höfnina sem haldin er til að minn- ast frelsunar útrýmingarbúðanna. I dag, föstudag, eru fimmtíu ár liðin frá því að sovéskar hersveit- ir komu til Auschwitz. Fjölmargir gyðingar tejja að í minningarat- höfnunum sé gert lítið úr þjáning- um þeirra í útrýmingarbúðum nasista og héldu sérstaka athöfn í Birkenau, Auschwitz II, í gær. Deilt hefur verið um það hvort Pólverjar hafi gert nóg til að hjálpa nágrönnum sínum af gyð- ingaættum og hvort að gyðinga- hatur sé enn við lýði. Pólsk yfir- völd neita þvi að þau beini athygl- inni frá því að um 90% þeirra sem létu lífið í Auschwitz voru gyðing- ar. I ræðu sinni í gær vék Walesa hins vegar ekki að gyðingum held- ur sagði ætlun nasista hafa verið þá að brjóta niður „vitsmunalegan og andlegan styrk þjóðar". Um 1.500 gyðingar komu í gær saman í Birkenau til að minnast þeirra sem létu lífið í búðunum. Fyrir hópnum fóru tvíburar sem lifðu af tilraunir læknisins Josephs Mengele í Auschwitz og á meðal ræðumanna var nóbelsverðlauna- hafinn Elie Wiesel. Gríski utanríkisráðherrann, Karolos Papoulias, hætti í gær við að vera viðstaddur minningarat- höfn í Auschwitz, vegna þeirrar ákvörðunar pólskra yfirvalda að draga fána Makedóníu að húni. Um 50.000 grískir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðunum en tal- ið er að alls hafi um 1,5 miUjónir manna látist í Auschwitz. Fiskmarkaðir Norðmenn íhuga lög- reglufygld Ósló. Reuter. NORSKIR fískútfiytjendur íhuga að óska eftir lögreglufygld þegar fískur er fluttur á franska markaði vegna hótana sjómanna þar í landi. „Við erum minnugir „uppgjörs" þeirra á síðasta ári. Þá töpuðum við tugum milljóna króna. Við tökum enga áhættu nú," segir Bjorn Andresen, hjá Nordan-flutningafélaginu. Á mánudag flytja 30 vörubílar norskan fisk að verðmæti 250-300 milljónir ísl. kr. á fiskmarkað í Frakk- landi. íhuga útflytjendurnir að biðja lögreglu um að fylgja bílalestinni frá landamærunum og til Boulogne, sem er stærsti markaðurinn fyrir norskan fisk í Frakklandi. Aðfaranótt miðvikudags réðust franskir sjómenn á hollenska vöru- bíla í Boulogne. Öllum fiskinum var fleygt út í vegkant áður en bílarnir fengu að halda áfram. Henry Theese, fulltrúi sjómanna í Boulogne, sagði í samtaii við Stav- anger Aftensblad að sjómenn myndu beita sér enn frekar gegn norskum fiskútflutningi í ár en í fyrra. „Þið ákváðuð að standa fyrir utan [Evr- ópusambandið]," segir Theese. „Þið verðið að taka afleiðingunum." Reuter Cantona ívanda MIKIL óvissa ríkir um fram- tíð Erics Cantona, fyrirliða franska landsliðsins í knatt- spyrnu og miðherja Man- chester United í Englandi eftir að hann réðst á áhorf- anda í fyrrakvöld er honum hafði verið vikið af velli. Hefur breska knattspyrnu- sambandið ákært Cantona fyrir óprúðmannlega fram- komu. Tugir óbreyttra borgara farast í árásum á Grosní Grosní, Washington. Reuter. TUGIR óbreyttra borgara biðu bana í gær í hörðum sprengju- og flug- skeytaárásum Rússa á úthverfi Grosní, höfuðstaðar uppreisnarhér- aðsins Tsjetsjníju. Háttsettur emb- ættismaður Tsjetsjena sagði að ekki kæmi til greina að ráðast á olíu- leiðslur á svæðinu en varaði hins vegar við því að Tsjetsjenar kynnu að „brenna Moskvu". Rússnesku hersveitirnar í miðborg Grosní reyna nú að flæma hermenn uppreisnarhéraðsins frá úthverfum borgarinnar og beittu til þess Grad- flugskeytum og stórskotavopnum í gær. íbúar í borginni sögðu að her- þotur hefðu varpað sprengjum á olíu- birgðastöð nálægt miðborginni og svartur reykmökkur væri yfir henni. Tsjetsjenar hóta að „brenna Moskvu" Stöðugur straumur flóttamanna var um veg sem Rússar hafa haldið opnum. Margir bíla þeirra báru þess merki að hafa orðið fyrir sprengju- flísum. Harðar sprengjuárásir voru gerðar á úthverfið Tsjernoretsjíje og sprengjur lentu á fjölbýlishúsum. íbúar leituðu skjóls í kjöllurum en lík þeirra, sem tókst ekki að koma sér í burtu, voru sögð Jiggja út um allt. Fregnir herma að tugir manna hafi fallið í árásunum. Rússneskir hermenn skutu einnig á bíla flóttamanna á vegi út úr borg- inni frá Tsjernoretsjíje. Fyrstu fangaskiptin Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði við verkamenn í Lípetsk í suð- urhluta Rússlands að hann byndi vonir við að stríðinu færi senn að Ijúka. „Þætti hersins er nú lokið og nú tekur innanríkisráðuneytið við," sagði forsetinn og vísaði til áforma um að ráðuneytið tæki við stjórn aðgerðanna í Tsjetsjníju. Fyrstu meiriháttar fangaskipti Rússa og Tsjetsjena fóru fram í gær í austurhluta Tsjetsjníju nálægt ná- grannahéraðinu Dagestan. 40 her- menn úr hvoru liði fengu þá að fara frjálsir ferða sinna. Hafna viðræðum við „fyllibyttu" Shamsettin Yusuf, sem hefur verið titlaður „utanríkisráðherra" Tsjetsjn- íju, sagði að sjálfstæðisbarátta Tsjetsj- ena kynni að færast til Moskvu. „Ég hygg að við brennum Moskvu. Við höfum menn til að gera það," sagði Yusuf, sem er nú í Bandaríkjunum. Yusuf sagði ekki koma til greina að hefja viðræður við Jeltsín og lýsti rússneska forsetanum sem fyllibyttu og „leiðtoga mafíunnar". Hann sagði einnig að Tsjetsjenar myndu aldrei sætta sig við annað en sjálfstæði. Hann spáði því að fleiri héruð myndu segja skilið við Rúss- land. Reuter Manntjón í flóðum og kulda AÐ MINNSTA kosti nitján manns hafa látið lífið í hríðarbyyum og flóðum sem gengið hafa yfir Norður-Evrópu. Sex unglingar biðu bana í gær er krani f éll á skóla í Frakklandi og tveir til viðbótar eru mikið slasaðir. Stór svæði í Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi eru undir vatni en mikil snjókoma olli umferðar- öngþveiti víða í Bretlandi. Hafa fjórir látist þar í landi úr kulda og hjartaáf öllum og sænsk skíða- kona varð úti í kafaldsbyl í Nor- egi. Miklir þurrkar eru hins veg- ar í Portúgal og á Suður-Spáni. Myndin sýnir slökkviliðsmenn í Quimperle í Frakklandi sigla um götur bæjarins til að kanna líðan bæjarbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.