Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Ný skáldsaga eft- ir Milan Kundera SKÁLDSAGAN Með hægð eftir Milan Kundera er komin út. Þetta er ný saga frá hendi þessa vinsæla skáldsagnahöfundar. Hún kom út fyrir fáum dögum í Frakk- landi og er útgáfan hér á landi sú fyrsta utan Frakklands, en sagan kemur út víða um heim á næstu mánuðum. í kynningu útgef- anda segir: „Með hægð gerist í fagurri höll á bökkum Signu í Frakklandi. Þangað fara sögu- maður og kona hans til að leita sér hvíldar frá skarkala heimsins. Þessi friðsæli staður kveikir síðan með sögumanni frásagnir af fólki í nútíð og fortíð, forkostulegur og áleitnar hugeiðingar sem varða alla sem vilja njóta lífsins. í þess- ari sögu hefur Kundera enn nálg- ast hið upprunalega markmið sitt: að skrifa afar aðgengilega skáld- sögu um flóknustu þætti mann- legrar tilveru." Milan Kundera fæddist í Prag í Tékk- landi árið 1929, en hefur verið búsettur í Frakklandi undan- fama tvo áratugi. Með hægð er fyrsta skáld- sagan sem hann ritar á frönsku. Þetta er fimmta skáldsaga Kundera sem kemur út í islensku í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Hinar eru Kveðjuvals- inn, Bókin um hlátur og gleymsku, Óbæri- legur léttleiki tilverun- ar og Óðdauðleikinn. Með hægð kemur út í Heims- bókmenntaklúbbi Máls og menn- ingar og verður einungis seld klúbbmeðlimum til að byija með, en fer á almennan markað um miðjan febrúar. „Bókin kemur út í ritröðinni Syrtlur og er 133 bls. Hún er unn- in í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Robert Guilemette, Verð til félaga Heimsbókmenntaklúbbs Máls og menningar er 1.190 krón- ur en annars 1.780 krónur. Milan Kundera EITT verka Kristjáns. Málverkasýning í Hafnarhúsinu KRISTJÁN Jónsson opnar sína fyrstu málverkasýningu kl. 14 á morgun í sýningarsalnum i Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu Á sýningunni verða u.þ.b. 25 málverk í ýmsum stærðum sem öll eru unnin með blandaðri tækni á striga. Flest verkin voru unnin á siðasta ári. Kristján bjó um nokkurt skeið í Barcelona og stundaði myndlist- arnám í listaskólanum Escola Massana á meðan dvölinni stóð. Sýningin stendur yfir frá 28. janúar til 12. febrúar og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Raðtónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í VETUR gengst Tónlistar- skóli Hafnarfjarðar fyrir fern- um tónleikum þar sem kenn- arar skólans koma fram. Tón- leikamir eru á sunnudögum í Hafnarborg og Víðistaða- kirkju og standa yfír í um það bil hálftíma. Þessir tónleikar eru styrktartónleikar fyrir efnilega nemendur skólans. Á fyrstu tónleikunum sem verða nú á sunnudag kl. 17 leikur Sigurður Marteinsson píanóleikari. Á efnisskránni er Ensk svíta nr. 2 í a-moll eftir J.S. Bach sem Sigurður lék á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu 7. mars síðastlið- inn. í tónlistargagnrýni Sigurð- ar Steinþórssonar í Tímanum segir meðal ananrs: „Mér fannst Sigurður spila Bach mjög vel og greindarlega, hæfílega „matematfskt“ en þó ekki án tilfínninga. Raddir og meginstef voru skýrt afmörk- uð og hraðaval í köflunum sjö virtist falla vel að tónlistinni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Myndvefnaður í Hafnarborg SÝNING á myndvefnaði eftir Auði Vésteinsdóttur verður opnuð á laugardag kl. 14 í Hafnarborg, menningar- og Iistastofnun Hafnarfjarðar. Þetta er þriðja einkasýning Auðar, fyrri sýningar voru á Húsavík 1986 og á Akureyri 1987. Þá hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Á sýningunni er 21 verk og eru þau unnin á árunum 1992- „Boellmann, Widor og Vierne eiga það sameiginlegt að tilheyra sinfóníska tímabilinu í orgelsögunni. Þeir voru eftirmenn Cesar Franck en hann stuðlaði að endurreins orgelsins sem tón- leikahljóðfæris og var í rauninni upphafsmaður sinfóníska tíma- bilsins. Cesar Franck starfaði í náinni samvinnu við franska orgelsmið- inn Artistide Cavaillé-Coll og í sameiningu aðlöguðu þeir orgelið að þörfum rómantískrar tónlistar sem krafðist meiri breiddar í blæ- brigðum og meiri styrkleikabreyt- ingum. Á þessum tíma varð orgel- ið mjög vinsælt sem tónleikahljóð- færi í Frakklandi og er reyndar enn. Tónlistin ber þess merki að vera frekar samin til flutnings á 1995 og eru ofin úr ull og hör. Ullarbandið litar Auður sjálf. Auður er myndlistarkennari við Oldutúnsskóla. Hún stund- aði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands árin 1968-1972 og við Kennaraháskóla íslands 1987 til 1989. Sýningin í Hafnarborg er opin daglega frá kl. 12-18 og lokað á þriðjudögum. Henni lýkur 20. febrúar. Þaðan lá leiðm í Tón- listarháskólann í Rucil Malmaison sem er rétt utan við París. Þar var aðalkennari hans Susan Land- alc og útskrifaðist hann með ein- leikarapróf í orgelleik (prix de vituositeé) í júní 1986. Björn Steinar tók við stöðu organista og kórstjóra við Akur- eyrarkirkju haustið 1986 og kennir jafnframt orgelleik við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið íjölda einleikstónleika hér heima og erlendis, m.a. á Ítalíu, í Frakk- landi, Lettlandi, Þýskalandi, Eng- landi, Danmörku og Noregi. Einn- ig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands og Kammerhljómsveit Akureyar.“ Hoilenskur gestur í Nýlista- safninu í SETUSTOFU Nýlistasafns- ins verður opnuð sýning á verki eftir hollenska arkitekt- inn og myndlistarmanninn Ger C. Bout á morgun, laugardag. Ger C. Bout, sem er búsett- ur í Rotterdam, er gestur safnsins í Setustofu að þessu sinni. Hann vinnur á mörkum arkitektúrs og skilgreinir hann þetta verk, sem nú er til sýn- is, sem þrívíða tilraun, þar sem leitast er við að fýlla út í rým- ið án þess að rýmið fýllist. Viðfangsefni hans á liðnum árum hafa ýmist verið innsetn- ingar, hönnun húsgagna, teikningar, uppfærsla leik- og danssýninga. Mörg verka hans eru færð upp í samvinnu við hóp myndlistarmanna og hefur hann starfað með myndlistar- mönnum í mörgum löndum, þ. á m. í Finnlandi, Hollandi, Belgíu og Japan. Sem dæmi má nefna, að sl. sumar var framkvæmdur gjörningur að hans frumkvæði sem var upp- færsla á verki sem bar heitið „Magic restaurant" í Oulu í Finnlandi. 100 myndlistar- menn tóku þátt í þessum gjörningi, sem reistur var á viku, framinn á einu kvöldi og fjarlægður degi seinna. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur henni 12. febrúar. Bláir tónar í Stöðlakoti HANNA Gunnarsdóttir mynd- listarkona opnar málverkasýn- ingu í Stöðlakoti við Bókhlöðu- stíg á morgun, laugardag. Þetta er 4. einkasýning Hönnu, en auk þess hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum erlendis. Hanna er fædd í Reykjavík 1942. Hún hefur stundað nám við Myndlistaskólann í Reykja- vík, í London og í Munchen. Árið 1978 lauk hún burtfarar- prófí í innanhússhönnun og myndlist frá Cuyahoga College í Ohio í Bandaríkjunum. Á sýningunni í Stöðlakoti sýnir Hanna 16 landslags- myndir málaðar með olíulitum á striga og voru flestar mynd- irnar málaðar á síðasta ári. Auk þess eru á sýningunni nokkrar eldri olíumyndir, sú elsta frá árinu 1988. Sýningin í Stöðlakoti er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 12. febrúar. Tónleikar Kammermús- íkklúbbsins FJÓRÐU tónleikar Kammer- músíkklúbbsins á starfsárinu verða haldnir næstkomandi sunnudag, 29. janúar, kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Flytjendur eru systurnar Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur fiðluleikarar, Helga Þórarinsdóttir lágfíðlu- leikari og Richard Talkowsky seltöleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart og Haydn. Fyrst er Duo K. 423 fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Mozart. Þá strengjakvart- ett op. 76 nr. 4 eftir Haydn og loks strengjakvartett K. 428 eftir Mozart. Að því er best er vitað hafa kvartettarnir ekki áður verið fluttir hér á landi. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju BJÖRN Steinar Sól- bergsson organisti á Akureyri leikur á tón- leikum Listvinafélags Hallgrímskirkju sem haldnir verða í kirkj- unni sunnudaginn 28. janúar nk. kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir þrjú frönsk tón- skáld frá síðari hluta 19. aldar og 20. öld. Eftir Léon Boéllmann leikur Björn gotneska svítu, þijá þætti úr orgelsinfóníum Char- les Marie Widor og fjóra þætti úr „Pieces de fantasie“ eftir Louis Viérne. I kynningu segir: tónleikum frekar en við helgihald, þó vissulega geti hún oft hentað þar líka. Björn Steinar Sól- bergsson er fæddur á Akranesi árið 1961. Hann lauk stúdents- prófi frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi og sama ár prófí í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem Haukur Guð- laugsson var aðal- kennari hans. Fram- haldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá Ja- mes F. Göttsche, sem nú er organisti Pét- urskirkjunnar í Róm. Björn Steinar Sól- bergsson leikur á tónleikum Listvin- afélags Hallgríms- kirkju á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.