Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR ÞORSTEINN HELGI ÁSGEIRSSON + Þorsteinn Helgi Ásgeirsson var fæddur í Reykjavík hinn 8. júní 1990. Hann lést á barna- deild Landakots- spítala 20. janúar síðastliðinn. Þor- steinn Helgi var einkasonur Asgeirs Þorsteinssonar og Magneu Hansdótt- ur. Útför hans fer fram frá Háteigs- kirkju í dag. Svo gjöfult var þitt harða hlaup hinum sem þig lifa. Litli vinur, skær minning skín frá skömmum ævidegi, þinn hlátur voru hlaupin þín á hijúfum lífs þíns vegi. Vertu sæll að sinni Ijúfur sáttur máttu ganga, í sannleika þú sigraðir gljúfur, sorta, björg og tanga. (Gunnar A. Hansson) Við munum yndislegan frænda. Við fylgdumst með Þorsteini Helga af væntumþykju, athygli og full spumar. Við áttum von á því að hann yrði fullorðinn maður en aðeins fjögurra og hálfs árs gam- all kvaddi elsku vinurinn þetta líf. Hann kenndi okkur á sinni stuttu ævi og skildi svo mikið eftir. Dýr- mætan sjóð sem við öll lifum á um ókomin ár. Þessi sjóður eru minn- ingar. Við sitjum við sorgarkerti og horfum á myndina af honum sem hann gaf okkur um jólin. Við hlust- um á hugsanir okkar og munum hvað hann var alltaf fallegur og ailtaf fínn. Við munum hláturinn og brosið. Við munum þegar hann dansaði í fanginu á afa. Við munum þegar hann tók utan um hálsinn á mömmu og pabba. Við munum þegar hann átti í erfiðleikum og þegar hann vann sigra. Við munum hvað hann var elsk- aður og hvað hann elskaði mikið. Við munum hvað hann átti góða foreldra sem alltaf voru vaknir og sofnir yfir velferð hans. Við munum yndislegan frænda. Elsku Magga og Gilli, við biðjum til Guðs og trúum því að sá mikli styrkur sem Hann hefur gefið ykk- ur fyigi ykkur áfram í gegnum lífíð, Guð blessi minningu Þorsteins Helga. Helga, Gunni, Nökkvi, Steinn Baugur ogHelga Sunna. Við stöndum nú frammi fyrir því að þurfa að kveðja litla vininn okk- ar hann Þorstein Helga. Fyrir rúm- um fjórum árum fæddist hann í þennan heim, litli sólargeislinn sem búið var að bíða svo lengi eftir. Við fengum að fylgjast með ham- ingjunni og eftirvæntingunni með komu hans, enda þótt síðar hafi komið í ljós að lífið yrði honum ekki auðvelt og hann þyrfti að fara margar ferðir á sjúkrahús þar sem allt var gert til hjálpar sem hægt var. Hann þurfti alla þá umhyggju, ást og fórnarlund, sem nokkurt foreldri getur veitt bami sínu, enda stóð ekki á því hjá Magneu og Ásgeiri. Þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum lífíð. Nú þegar dagur lengist og vorið er ekki langt undan voru kraftar hans þrotnir. En minningin lifír um lítinn dreng með sitt rauða hár og bjarta bros. Eisku Magnea og Ásgeir, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Anna Jóna, Áslaug, Bjarndís og Gyða. um lítinn byijaði á Mitt á tíma sorgar og söknuðar hjá allri þjóðinni vegna hörmu- legra atburða í Súða- vík, fengum við á Múlaborg þá sorgar- fregn að Þorsteinn okkar Helgi væri dá- inn. Hann hafði að vísu verið mikið veikur undanfarna daga, en ég átti þá von að hann myndi sigrast á þess- um veikindum eins og svo oft áður. Og minn- ingarnar hrannast upp: Ljúfar minningar rauðhærðan snáða sem sérdeild Múlaborgar í september 1991. Hann var heilmik- ill „sjarmör", sem þurfti ekki annað en að brosa sínu ómótstæðilega brosi til að vinna hug minn og hjarta að eilífu. En brosið hans Þorsteins Helga fékk ekki alltaf að njóta sín, því hann þurfti að ganga í gegnum mikil veikindi á sinni stuttu ævi. í fyrravetur þurfti hann að dvelja langdvölum á bama- deild Landakotsspítala og beijast við erfíð veikindi sem hann komst svo í gegnum fyrir þrautseigju og góða hjálp. Gleði okkar í Múlaborg var því mikil þegar hann var orðinn frískur og kom til okkar aftur og brosið hans elskulegt fór að sjást að nýju. Sl. haust voru þáttaskil í líf! Þorsteins Helga þegar hann fór á eldri deild, bangsadeildina á Múlaborg, þá orðinn fjögurra ára. Ég var svo heppin að vera sjálf farin að vinna þar, eftir að sérdeild- in var lögð niður, svo ég gat notið návistar Þorsteins Helga áfram. Þorsteinn Helgi virtist bæði sæll og glaður með öllum börnunum á bangsadeild og mér virtist hann blómstra sem aldrei fyrr. En þá, einmitt þá, kom þetta síðasta veik- indastríð Þorsteins Helga þar sem ekkert var hægt að gera til bjargar. Elsku Magnea og Ásgeir, á svona sorgarstundu eru öll orð svo fátækleg. Ykkar líf gekk út á það að annast Þorstein Helga sem mest og best og uppfylla allar hans þarf- ir og óskir. Hann launaði ykkur fvrir bara með því að vera til eins yndislegur og hann var og ógleym- anlegur. Fyrir mig var það ómetan- leg og dýrmæt reynsla að fá að kynnast ykkur foreldrum Þorsteins Helga, sem aldrei létuð bugast, voruð alltaf bjartsýn og sterk. Ég veit að þið finnið til mikils tómleika núna og hægt er að spyija sig endalaust hver sé tilgangurinn með því að taka frá ykkur þennan litla ljósgeisla. Lífið getur verið svo margrætt og flókið og maður veit oft ekki hvers biðja ber. En við eigum minningarnar, þær tekur enginn frá okkur, minningar um lítinn ljúfan dreng sem gaf okkur öllum svo mikið með lífi sínu. Megi Guð styrkja ykkur og styðja. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfí Jesú, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson) Borghildur Thors. Elsku litli vinur, nú hefur þú fengið lausn frá veikindum þínum, og núna líður þér vei. Einhvern tím- ann í eilífðinni hittumst við aftur og þá getum við spjallað og leikið okkur saman. Við biðjum góðan Guð að taka þig í faðm sinn, gæta þín vel og blessa minningu þína. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. ^ ^ Elsku Magga og Ásgeir, minn- ingin um litla drenginn ykkar lifir áfram í huga okkar og hjarta. Guð styrki ykkur í sorginni. Dagmar, Heiðar og Jens Gísli. Nú er ég sest niður og skrifa nokkrar línur í minningu lítils vinar míns, Þorsteins Helga, er ég þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast honum, og margar góðar og skemmtilegar stundir koma upp í hugann, og fallega brosið hans. Ég kynntist honum er ég kom til starfa á sérdeild Múlaborgar vetur- inn 1992, um haustið sama ár fór ég að hafa meiri afskipti af honum, þar sem ég var aðstoð þroskaþjálf- arans hans, og nú síðan í haust stuðningur fyrir hann á bangsa- deild. Það var gaman að fylgjast með hvað hann háfði gaman af öllu nýju sem var gert fyrir hann. Hann tók ekki fólki við fyrstu sýn, en var vinur þeirra sem hann kynntist, og sendi þá gjarnan fal- legt bros. Nú þegar stuttri og erf- iðri ævi er lokið, vitum við sem höfum kynnst honum að honum líður vel, og hann skilar vel því hlutverki sem honum hefur verið ætlað. Elsku Magnea og Ásgeir, Guð veiti ykkur styrk við missinn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Elísabet Magnúsdóttir. Það hafði veikum veitt mér blessun sína og von, sem gerði fátækt mína rika, og þetta bam, sem átti ástúð mína, var einnig heimsins bam og von hans líka. (Steinn Steinarr) Nú er hann okkur horfinn, flog- inn á vit frelsisins. Þorsteinn Helgi átti hug okkar allra og mun eiga hlut í hjarta okkar um ókomna tíð. Hann kom til okkar á Múlaborg aðeins eins árs, lítill með rauða lokka, og hefur verið hjá okkur síðan. Með sínu geislandi brosi og framteygðar hendur þegar hann vildi láta taka sig, heillaði hann okkur strax frá upphafi. Þorsteinn Helgi var mikið fatlað- ur og oft frá vegna veikinda, en fötlun hans var lítilvæg í saman- burði við persónutöfra hans. Hann var léttur í lund og hafði yndi af að láta fíflast í sér og hnoðast með sig. Það fólk sem hann þekkti varð að gæta sín á því að heilsa honum um leið og það birtist því annars kallaði hann: „Hér er ég.“ Oft þegar honum lá mikið á hjarta hjalaði hann á sinn hátt og heyrði maður á blæbrigðunum hvert viðfangsefnið var. Maður var oft undrandi á elju hans og þolin- mæði þegar verið var að koma honum í gegnum alla þá þjálfun sem hann þurfti. Við á Múlaborg þökkum fyrir að hafa fengið að eiga samleið með Þorsteini Helga þessa stuttu lífs- leið. Sú samfylgd veitti okkur þörf- ina fyrir að þykja vænt um og vilj- ann til að annast. Magnea og Ásgeir. Söknuður ykkar er mikill. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Inniiegar samúðarkveðjur frá börnum og starfsfólki á leikskólan- um Múlaborg. Freydís. En svo eru vonimar - vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf - og kennist, þá bemskan er úti. Þær tala um síföpr sólskinslönd og saklausa eilífa-gleði, með kærleik og frið, engin fjötrandi bönd, en fijálst allt, sem drottinn léði. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stefni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andardrátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Benediktsson) Elsku Magnea og Ásgeir, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Guð geymi litla fallega drenginn ykkar, blessuð sé minning hans. Starfsfólkið Álfalandi 6. Við viljum með örfáum orðum minnast Þorsteins Helga sem við nutum samvista við í allt of stuttan tíma. Hann veitti okkur ómælda gleði og samverustundimar voru ómetanlegar. Það er höggvið stórt skarð í hópinn sem erfitt verður að fylla. Börnin eru sannfærð um að Þorsteinn Helgi sé hjá Guði og englarnir séu að passa hann. Þann- ig fínnst okkur auðveldara að sætta okkur við brottför hans. Við vottum fore'ldrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau um alla framtíð. 0, Jesú bróðir besti og bama vinur mesti, æ breið þú biessun þína á bamæskuna mína. .. , (P. Jónsson) Börn og starfsfólk bangsadeildar. LA UFEY ÞOR VALDSDÓTTIR +Laufey Þor- valdsdóttir fæddist í Reykjavík 16. janúar 1917. Hún lést á Borgar- spítalanum 19. jan- úar sl. í föðurætt var Laufey afkom- andi þeirra Ólafs Jónssonar og Kar- itasar Gróu Jó- hannsdóttur í Kefla- vík en frá þeim er kominn stór ætt- bogi. Sonur þeirra og faðir Laufeyjar, Þorvaldur, var sjó- maður í Keflavík. Móðir Lau- feyjar var Þórunn Halldórsdótt- ir, fædd í Næfurhólti í Rangár- vallasýslu og siðar búandi að Klöpp I Selvogi. Þórunn var systir Baldvins Halldórssonar, skipstjóra á togunum Óla garða og Bjarna riddara í Hafnar- firði, föður Hafsteins heitins Baldvinssonar, lögfræðings. Eins og sést á þessu var Laufey komin af sterkum stofnum bænda og sjósóknara. Var Lauf- ey næstelst fimm systkina sem komust á legg, en tvær systur hennar létust í frumhernsku. Laufey kvæntist Ásgeiri Ólafssyni 5. nóvember 1938, en þau skildu. Börn þeirra eru: Guð- björg, hjúkrun- arfræðingur, fædd 1939, gift Guðna Stefánssyni járn- smíðameistara og bæjarfulltrúa í Kópavogi, og Þor- valdur, tæknifræð- ingur, fæddur 1948, giftur Áslaugu Ás- geirsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Seinni maður Laufeyjar var Sigurður Guðmundsson bif- reiðasljóri, sem lést 6. nóvem- ber 1993. Gengu þau í hjóna- band 12. júlí 1954. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Ingi, raf- virki, fæddur 1952. Kona hans er Guðrún Baldvinsdóttir smur- brauðsdama. 2) Örn, rafvirki, fæddur 1954. 3) Sigurður, raf- virki, fæddur 1955, giftur Mar- gréti Steinarsdóttur lögfræð- ingi. Barnabörnin eru ellefu talsins og sex bamabarnabörn. Útför Laufeyjar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag. Við eigum öll eftir að sakna þess sárt að geta ekki litið inn til ömmu og notið elskusemi hennar og hlýju. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Margrét. Ég kynntist Laufeyju fyrir 20 árum, þegar Þorvaldur, sonur Lauf- eyjar, gekk að eiga systurdóttur mína og kjörsystur, Áslaugu. Ég gerði mér fljótt ljóst, að þar fór mjög vönduð kona. Hún var fremur hlédræg og tranaði sér aldrei fram. Hún var sérstaklega umtalsgóð um náungann; og ég gerði mér ljóst að hún hugsaði meira en hún sagði. Áberandi góð amma var hún og var eftirtektarvert, hverstu bamabörn- in löðuðust að henni. Við hittumst oft heima hjá Ás- laugu og Þorvaldi og hafði ég ánægju af því að fræðast um liðna tíma hjá henni, enda kom það fljótt í ljós, að hún bjó yfir miklum fróð- leik og hafði öðlast mikla lífs- reynslu. í dag er kvödd góð kona, hún var trúuð og hræddist ekki það sem tæki við að jarðvist lokinni. Við hjónin sendum afkomendum og tengdabömum hinnar látnu okk- ur innilegustu samúðarkveðjur. Hrafnkell Ásgeirsson. Þegar Laufey amma var lögð inn á sjúkrahús í fyrrahaust áttum við alls ekki von á að hún ætti ekki þaðan afturkvæmt. Hún virtist alls ekki svo veik þá, en henni versnaði ótrúlega fljótt og nú er hún dáin. Amma sem var alltaf svo bjartsýn, ef eitthvað bjátaði á var hún alltaf sannfærð um að allt færi vel. Amma sem var alltaf svo góð og hafði svo gaman af að spila og spjalla við okkur. Það er skrýtið að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá hana aftur, en við munum geyma minninguna um ömmu með okkur og minnast hennar með ást og sökn- U^*‘ Steinar Örn og Helen Laufey. Elsku amma, við munum aldrei gleyma góðu stundunum, hlýju þinni og góðvild, og fara þær okkur seint úr minni þær mörgu og góðu minn- ingar sem við eigum saman. Stund- unum sem við eyddum saman horf- andi á kúreka- og draugamyndir sem voru þitt uppáhald eða þau ófáu skipti er við fórum í sendiferðir fyr- ir þig út í búð, sem alltaf var jafn gaman. Aldrei höfum við kynnst öðru eins spilafólki eins og ömmu og afa Sigga og voru þeir ófáir spila- galdramir og kaplarnir sem við lærð- um af þeim. Og aldrei voru jól nema að fara á Eiríksgötuna á jóladag og vera þar með fjölskyldunni. Elsku amma, þú ert farin frá okk- ar stað á nýjan, til afa Sigga og vitum við að ykkur líður vel saman. Biðjum við Guð að geyma ykkur. Sturla, Tinna og Hrafn. Mig langar að minnast tengda- mömmu minnar fáum orðum. Það var alltaf gott að koma á heimili hennar og tengdapabba, þar var friðsæit og notalegt andrúmsloft. Hún tók svo vel og hlýlega á móti okkur, spurði okkur frétta og hafði gaman af að heyra hvað við hefðum fyrir stafni. Hún var alltaf skapgóð og bjartsýn, þó veikindi hennar hafí sett nokkurn skugga þar á. Hún var bamabörnum sínum ein- staklega góð og þótti mjög vænt um þau og vildi allt fyrir þau gera. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæii að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Ilöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ckki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.