Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sósíalist- ar við völd í Búlgaríu SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Búlgaríu, kommúnista- flokkurinn fyrrverandi, tók við völdunum að nýju í gær eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu. Zhan Víd- enov, for- sætisráð- herra nýju stjórnarinn- ar, sagði í ræðu á þing- inu að for- gangsverk- efni hennar væri að stemma stigu við verð- bólgunni og spillingu, auk þess sem setja þyrfti skýrar reglur um viðskiptalífíð. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ræðunni og sakaði nýja forsætisráðherrann um að stela hugmyndum sínum. 320 milljóna bankarán FIMM menn á tveimur bifreið- um óku í gegnum girðingar peningageymslu banka í út- jaðri Dyflinnar í fyrradag og sluppu með þtjár milljónir punda, jafnvirði 320 milljóna króna. Þetta _er mesta banka- rán í sögu írlands, að sögn The Daily Telegraph. Menn- irnir, sem voru vopnaðir og með grímur, óku yfír tún og brúuðu tvo skurði með þvertré undan járnbrautarteinum til að komast að geymslunni. Nýr ráðherra í Moskvu VIKTOR Tsjernomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, hef- ur skipað Pjotr Mostovoj í embætti einkavæðingarráð- herra til bráðabirgða. Mostovoj var áður aðstoðar- maður Anatolíjs Tsjúbajs að- stoðarforsætisráðherra. Hann tekur við af Vladímír Pole- vanov, sem var vikið frá á föstudag vegna ummæla um að þjóðnýta bæri mikilvæg fyrirtæki, svo sem í olíu- og áliðnaði. Hann hafði einnig meinað vestrænum ráðgjöfum um aðgang að skrifstofu sinni. Eldur í Stokkhólmi NIU manns slösuðust þegar eldur blossaði upp í neðanjarð- arlestastöð í Stokkhólmi í gærmorgun. Fimm slösuðust alvarlega en enginn þeirra er í lífshættu. Eldurinn kom upp í kapli milli lestastöðva og þrjá tíma tók að slökkva hann. Vídenov Réttarhöldín í sakamáli O.J. Simpsons í uppnámi Los Angeles. Reuter. RÉTTARHÖLDIN í máli bandarísku íþrótta- og sjónvarpsstjömunnar O.J. Simpsons voru í uppnámi í fyrradag vegna biturra deilna í rétt- arsalnum milli veijenda og sækjenda. Einn þeirra síðarnéfndu, William Hodgman aðstoð- arsaksóknari í Los Angeles, hné niður eftir hafa að æst sig upp og mótmælt málflutningi veijenda með miklum hamagangi. Fresta varð inngangsræðum veijenda eftir að Hodgman var fluttur á sjúkrahús. í gær var hermt að líðan hans væri eftir atvikum góð og ekki hefði verið um hjartaáfall að ræða. Hodgman mótmælti er Johnnie Cochran, einn af veijendum Simpsons, hélt því fram þegar hann ávarpaði kviðdóminn, að síðar í réttarhaldinu myndi hann sýna fram á, að litn- ingarannsóknir á blóðsýnum sem tekin voru á morðstaðnum og á heimili Simpsons myndu hreinsa hann af ákæru um að hafa myrt eigin- konu sína, Nicole Brown Simpson, og vin henn- ar Ronald Goldman. Áður hafði hann sagt, að rannsóknastofa lögreglunnar í Los Angeles, sem greindi blóð- sýnin upphaflega, væri óþrifabæli. Því væri ekki hægt að taka mark á niðurstöðum hennar eins og embætti saksóknara hyggst gera. Þessi fullyrðing kom sækjendum í opna skjöldu. Þeir sögðust aldrei hafa verið iátnir vita af slíkum rannsóknum og heldur ekki af nýjum vitnum sem veijendurnir skýrðu fýrst frá í réttarsalnum í fyrradag. Ný vitni Réttarfarsreglur í Kaliforníu skylda báða aðila í dómsmáli til að skiptast á gögnum sem notuð eru til að sýna fram á sekt eða sak- leysi, svo og tilgreina með fyrirvara þau vitni sem báðir aðilar hyggjast kalla til. Ito dómari, stóð því frammi fyrir þeim vanda í gær, að þurfa að ákveða hvemig refsa bæri veijendum Simpsons fyrir að skella fram nýjum gögnum í upphafi réttarhaldsins. Það var m.a. talið geta leitt til þess að sækjendur fengju að ávarpa kviðdómendur aftur þegar inn- gangserindi veijenda lyki. Altént þótti sýnt, að upphafsþáttur réttarhaldanna drægist enn frekar á langinn. Cochran sagðist myndu benda á ný vitni sem JOHNNIE -Cochran, aðalverjandi O.J. Simpsons, gat ekki lokið upphafsræðu sinni þar sem réttarhaldi var frestað þegar einn sækjendanna hné niður. gengu framhjá húsi Simpsons klukkan 22:25 að kvöldi morðdagsins án þess að veita því athygli að eitthvað óeðlilegt væri á seyði. Sak- sóknaraembættið byggir sókn sína á því, að Simpson og Goldman hafi verið myrt 15 mínút- um fyrr. Jafnframt sagðist Cochran myndu kalla konu til vitnis sem segist hafa séð fjóra pijóna- húfuklædda menn hlaupa frá morðstaðnum á sama tíma og morðin eru talin hafa átt sér stað. Þeir stukku inn í númerslausa bifreið og óku hratt á brott. Einnig tvo menn sem voru að viðra hunda sína rétt við morðstaðinn er þeir urðu varir við grunsamlega menn og heyrðu hávaða. Ennfremur konu sem hefur fullyrt að bifreið Simpsons hafi staðið óhreyfð við hús hans meðan morðin eru talin hafa átt sér stað. Cochran hélt því fram, að morðin hefðu verið það ofbeldisfull, að morðinginn hefði átt að vera útataður í blóði er hann hvarf af vett- vangi. Hins vegar hefðu aðeins örlitlir blóð- blettir fundist í Bronco-bifreið Simpsons og á heimili hans. Tilvist þeirra ætti sér ef til vill aðra og sakleysislegri skýringu. „Sú staðreynd að ekkert blóð er að fínna þar sem það hefði átt að vera er ótvíræð vís- bending um sakleysi," sagði Cochran og reyndi með því að vega upp fullyrðingar saksóknar- anna Marcia Clarks og Chris Dardens, sem héldu því fram í inngangsræðum sínum á þriðjudag, að blóði drifin slóð frá bústað Nic- ole Simpson að heimili manns hennar væri „ótvíræð vísbending um sekt“ íþrótta- og sjón- varpsstjörnunnar. Simpson ekkert ljúfmenni Saksóknarar hófu málflutning sinn á þriðju- dag á því að reyna að sýna fram á að O.J. Simpson væri ekki það ljúfmenni og eins hrekk- laus og látið væri í veðri vaka. Hefði hann ítrek- að gengið í skrokk á og misþyrmt konu sinni Nicole meðan á 15 ára hjónabandi þeirra stóð. Christopher Darden, aðstoðarsaksóknari, sagði að Simpson hefði myrt konu sína vegna afbrýðisemi. „Hann myrti hana þar sem hún hafði yfirgefið hann og hann þoldi ekki að nokkur annar fengi hennar," sagði hann. Marcia Clark, sem fer fyrir sveit sækjenda, tók síðan við. Hún lýsti í smáatriðum hvernig morðið hefði átt sér stað og hvernig blóðslóðin hefði legið alla leið inn í svefnherbergi á heim- ili Simpsons í þriggja kílómetra fjarlægð frá morðstaðnum. Hún sagði að við rannsókn málsins hefði verið reynt með ýmsum ráðum að útiloka þann möguleika að Simpson hefði framið morðin en aldrei tekist. „ítrekaðar erfðafræðirannsóknir hníga allar í sömu átt,“ sagði Clark; að O.J. Simpson hefði framið morðin. Hún upplýsti einnig í fyrsta sinn, að blóðblettur á sokkum sem fundust í svefnherbergi á heimili hans hefði reynst vera blóð fórnarlambarina. Blóð á hanska Einnig upplýsti hún í fyrsta sinn, að á hanska sem lögreglumenn fundu á heimili Simpsons skömmu eftir morðin hefðu ekki einungis fund- ist blóð og hárlokkar sem komi heim og saman við blóð og hár úr höfði Nicole Simpson og Ronalds Goldmans, heldur einnig þráðtrefjar úr skyrtu Goldmans og Bronco-bifreið Simp- sons. Ráðgjafar Carlssons deila á stefnu sænsku stjórnarinnar Ohófleg skattheimta og ónógur niðurskurður NEFND frammámanna í sænskum iðnaði, sem skipuð var til að vera stjórn jafnaðarmanna til ráðgjafar, hefur látið frá sér fara harðorða gagnrýni á efnahagsstefnu ríkis- sjómar Ingvars Carlssons for- sætisráðherra. Nefndarmenn segja að stefna sú sem mörkuó hefur verið geti stefnt „framtíð landsins í voða.“ Einkum gagnrýna þeir áform um aukna skattheimtu til að bæta úr íjárþörf ríkissjóðs. Gagnrýni sinni komu nefndar- menn á framfæri við Carlsson í bréfi sem þeir rituðu honum en í ráðgjafarhópnum er m.a. að finna forstjóra stórfyrirtækjanna Volvo, Electrolux og Ericsson. Áfall Að sögn breska dagblaðsins The Financial Times er gagnrýni þessi verulegt áfall fyrir sænska forsæt- isráðherrann. Ríkisstjórn hans hafi freistað þess að vinna traust fjár- festa með því að boða harðar að- gerðir gegn ört vaxandi skulda- söfnun ríkissjóðs auk þess sem kynntar hafi verið ráðstafanir til að skera niður velferðarkerfið. Með þessu móti hafí stjórnvöld boðað að viðvarandi hagvöxtur verði tryggður. Stefnan sögð geta stefnt framtíð landsins í voða Þessi gagnrýni kemur sér enn- fremur illa fyrir Carlsson þegar haft er í huga að hann skipaði sjálf- ur ráðgjafarnefndina eftir sigurinn í þingkosningunum í september. í nefndinni sitja 11 menn, sem allir búa yfir sérþekkingu á sænskum iðnaði. Skattheimtan ærin fyrir Jafnaðarmenn hafa boðað skattahækkanir sem nema 40 milljörðum sænskra króna. Niður- skurðaráætlanir þeirra hljóða upp á 50 milljarða króna. Aðgerðir þessar munu samkvæmt áætlunum þeirra duga til að draga úr fjár- lagahallanum sem hljóðar upp á 200 milljarða sænskra króna á þessu ári sem svarar til 13% af landsframleiðslu. Sögulegt tækifæri í bréfi því sem átta nefndar- manna sendu sænska forsætisráð- herranum segir m.a.: „Of stór hluti þess fjármagns sem ætlað er að rétta fjárlagahallann er fenginn með aukinni skattheimtu sem nú þegar er sérlega þungur baggi. Á sama hátt eru niðurskurðaráform þau sem kynnt hafa verið ófull- nægjandi.“ Hinir sérfróðu bæta við að stjórnvöld hafi hvergi nærri beitt sér sem skyldi í því augnamiði að stuðla að auknum hagvexti í einka- geiranum. „Sögulegt tækifæri kann að ganga ríkisstjórninni úr greipum. Þess í stað hefur verið mörkuð stefna sem felur í sér ógn- un við framtíð Svíþjóðar,“ segir ennfremur í bréfinu. Bætt er við að stefna ríkisstjórn- ar jafnaðarmanna muni hvorki duga til að koma á jafnvægi í ríkis- útgjöldum né til að stuðla að þeim hagvexti sem að er stefnt. Því verði ekki unnt að draga úr atvinnuleys- inu en um 13% vinnufærra Svía eru nú án atvinnu. Vænti ekki lofsöngva Ingvar Carlsson kvaðst ekki hafa vænst þess að fá hrós úr þessari áttinni og bætti við að það mætti heita eðlilegt þar sem hug- myndafræðilegur ágreiningur væri með honum og ráðgjöfunum. Norska eldflaugin Jeltsín opn- aði„svörtu töskuna“ Ósló, Moskvu. Reuter. NORSKA utanríkisráðuneyt- ið sagði í gær að það hefði skýrt sendiráðum allra er- lendra ríkja í Ósló, þeirra á meðal Rússlands, frá því að eldflaug yrði skotið á loft frá Andoya við Norður-Noreg á miðvikudag. Ráðuneytið fól norska sendiráðinu í Moskvu að kanna hvers vegna rússneskir ráðamenn hefðu ekki vitað að eldflauginni yrði skotið á loft. Var í sambandi við hershöfðingja Rússnesk yfirvöld voru í viðbragðsstöðu vegna eld- flaugarinnar og Borís Jeltsín Rússlandsforseti skýrði frá því að hann hefði í fyrsta skipti notað „svörtu tösk- una“, sem hann hefur alltaf með sér og nota á þegar hætta er á árás. Rússneski forsetinn sagði að hann hefði verið í sam- bandi við varnarmálaráð- herrann og æðstu hershöfð- ingja Rússlands. Þeir hefðu fylgst með flugi eldflaugar- innar þar til hún Ienti á Sval- barða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.