Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 39 FRÉTTIR Málþing um höfundarrétt ORATOR, félag laganema stendur fyrir málþingi á Nesjavöllum um höfundarrétt föstudaginn 27. janúar. Þar verða fimm framsögumenn; Eiríkur Tómasson, prófessor,_ Páll Sigurðsson, prófessor, Erla Árna- dóttir, hæstaréttarlögmaður, Áskell Másson, tónskáld og formaður STEF, og Helgi Bjömsson, varafor- maður STEF. Eftir framsöguræður verða fyrirspumir og umræður. Mál- þingið verður sett kl. 15 í Nesbúð. Áætlað er að það muni standa yfir í þijár og hálfa til flórar klukku- stundir. Framsögumenn munu fjalla um alþjóðleg samtök til verndar höfund- arrétti og sambærileg samtök hér á landi, sæmdarrétt höfundar, eignar- rétt á hugverki þar sem vinnusamn- ingur liggur til grundvallar hug- verkasmíði starfsmanns og það hvaða þýðingu þessar réttarreglur hafa fyrir höfunda og flytjendur hug- verka. ■ OPIÐ HÚS verður nk. sunnu- dagskvöW í Hard Rock Café á vegum Íslensk-ameríska félags- ins. Þar verður boðið upp á beina útsendingu á úrslitaleik ameríska fótboltans. Leikurinn hefstkl. 23.15 en húsið verður opnað kl. 22. Að- gangur verður ókeypis fyrir félaga Islensk-ameríska félagsins. GAMANLEIKURINN Allt í misgripum verður frumsýnd- ur í kvöld. Allt í misgrip- um í kvöld LEIKFÉLAG Menntaskólans í Kópa- vogi fmmsýnir í kvöld kl. 20.30 gam- anleikinn Állt í misgripum eftir Will- iam Shakespeare í Félagsheimili Kópavogs. Æfíngar hafa staðið jdir síðan í septemer og yfír 20 manns taka þátt í sýningunni. Leikstjóri er Eggert Kaaber, tónlist samdi Hlynur Aðils og lýsing er í höndum Álexanders Ólafssonar. I blaðinu í gær var rangur fmmsýn- ingardagur nefndur og er beðist vel- virðingar á þeim mistökum hér með. UNDANFARIN ár hefur orðið fjölgun á vélsleðaeign landsmanna og vél- sleðaferðir inn á hálendi íslands orðnar tíðari. Fjöl- mörg vélsleðaslys hafa orðið en aldrei eins og síðastliðið ár. Vegna þess hefur Landssam- band íslenskra vélsleðamanna og Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélag íslands ákveðið að efna til fræðslufunda um ýmis efni sem varða öryggismál vélsleðamanna. Um er að ræða 7 sjálfstæða fræðslufundi sem mið- ast við fólk í vélsleðamennsku. Aðgangur er ókeypis og allir áhugamenn um vélsleðaakstur boðnir velkomnir. Fundirnir verða haldnir til skiptist í Húsi flugbjörgunar- sveitarinnar v/Flugvallarveg og í sal kvennadeildar SVFÍ, Sigtúni 9, Reykjavík. Fræðslufundirnir verða frá kl. 20-23. Efni fundanna verður: 1. febrúar. Notkun GBS og kynning áMac Land. Fyrirlesari Sigur- jón Pétursson. Fundarstaður: Hús flugbjörgunar- sveitarinnar v/Flug- vallarveg. ■ 8. febrúar. Átta- viti og kort. Fyrir- lesari: Stefán Bragi Bjarnason. Fundar- staður: Salur kvennadeildar SVFÍ, Sigtúni 9, Reykjavík. ■ 22. febrúar. Móttaka þyrlu - Landhelgisgæslan. Fyrirlesari: Kristján Jónsson. Fundarstaður Hús flugbjörgunarsveitarinnar. ■ 8. mars. Veðurfræði. Fyrirles- ari: Einar Sveinbjörnsson. Fund- arstaður: Salur kvennadeildar SVFÍ. ■ 22. mars. Ofkæling og útbún- aður vésleðamanna. Fyrirlesar- ar: Halldór Almarsson og Sævar Reynisson. Fundarstaður: Hús flugbjörgunarsveitarinnar. ► 29. mars. Skýndihjálp á fjöll- um. Fundarstaður: Salur kvenna- deildar SVFÍ. ► 26. apríl. Akstur vélsleða, við- hald og meðferð þeirra. Fyrirles- arar: Sævar Reynisson og Sigur- jón Hannesson. Fundarstaður: Hús flugbjörgunarsveitarinnar. FÉLAGARNIR í Ríó triói, Helgi Pétursson, Ágúst Atla- son og Ólafur Þórðarson. Ríósaga frum- sýnd á Sögu ÁGÚST Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson ætla að mæta í Súlnasal laugardaga fram í maí þar sem þeir munu rifja upp það besta frá hinum ýmsum Ríótímabil- um og verður frumsýningin 18. febr- úar nk. Kvöldið hefst með kvöldverði þar sem Szymon Kuran og Reynir Jónas- son sjá um tónlist. Síðan hefst dag- skrá þar sem Ríó tríó fer í gegnum 30 ára feril. Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir slæst í hópinn, tekur lag- ið og slær á létta strengi. Bjöm G. Bjömsson sér um svið- setningu á sýningunni og hljómsveit- arstjóri er Bjöm Thoroddsen. Að skemmtidagskránni lokinni leikur Saga Class fyrir dansi ásamt söngvurunum Guðrúnu Gunnars- dóttur og Reyni Guðmundssyni. Fundur um öryggis- mál vélsleðamanna RADAUGIYSINGAR Arnarnes - blaðberar óskast c Upplýsingar í síma 691114. Dómarafulltrúi Héraðsdómur Reykjavíkur óskar eftir að ráða dómarafulltrúa. til afleysinga á tímabilinu 15. febrúar til 1. október nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningum lögfræðinga í ríkisþjónustu. Umsóknum ber að skila til Gretu Baldursdótt- ur, skrifstofustjóra, Dómhúsinu við Lækjar- torg, fyrir 10. febrúar nk. Reykjavík, 26.janúar 1995. Friðgeir Björnsson, dómstjóri. Tónlistarmaður Píanóleikari óskast til starfa á veitingahúsi í Reykjavík á föstudags- og laugardagskvöld- um. Annar tónlistarflutningur kemur einnig til greina. Upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 27. janúar, merktar: „T - 5444“. Auglýsingafulltrúi/ markaðsfulltrúi Bifreiðaumboð óskar eftir að ráða markaðs- fulltrúa/auglýsingafulltrúa strax. Starfið felst í eftirfarandi: 1) Hafa yfirumsjón með auglýsingum fyrirtækisins. 2) Annast markaðsrannsóknir. 3) Annast samskipti við auglýsingastofur og fjölmiðla. Æskilegt er að viðkomandi sé með bíladellu en þó ekki nauðsynlegt. Umsóknir sendist sem fyrst á auglýsinga- deild Mbl., merktar: „Bílar“ Viðtalstímar ^ borgarfulltrúa í Grafarvogi Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi, for- maðurfélagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, og Arthúr Morthens, varaborgarfulltrúi, formað- ur stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur, verða til viðtals í félagsmiðstöðinni Fjörgyn laugar- daginn 28. janúar frá kl. 13.00-15.00. Hafnarfjörður Setbergsholt, suður-öxl Nýtt deiliskipulag til viðbótar við íbúðarbyggð við Lindarberg í samræmi við gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar nýtt deiliskipulag fyrir svæði norð-vestan og til viðbótar við íbúðarbyggð við Lindarberg í Hafnarfirði. í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 25 íbúðum í einbýlis- og parhúsum. Tillaga af deiliskipulagi var samþykkt af bæj- arstjórn Hafnarfjarðar 17. janúar sl. Tillagan liggurframmi í afgreiðslu tæknideild- ar á Strandgötu 6, 3. hæð, frá 27. janúar til 24. febrúar 1995. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 3. mars 1995. Þeir, sem ekki gera athuga- semd við tillöguna, teljast samþykkir henni. 24. janúar 1995. Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. Stangaveiðimenn ath.! Flugukastkennslan hefst nk. sunnudag í Laugardalshöllinni kl. 10.20 árdegis. Kennt verður 29. jan., 12., 19. og 26. feb. og 5. mars. Við leggjum til stangir. Ath.: Aðeins þetta eina námskeið í Laugar- dalshöllinni til vors vegna H.M. '95. Skráning á staðnum. K.K.R. og kastnefndirnar. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Nám í Red Cross Nordic United World College Alþjóðlegur norrænn menntaskóli, sem rek- inn er sameiginlega af Norðurlöndunum og í tengslum við Rauða krossinn, hefur starf- semi sína 1. september nk. í Fjaler í Vestur- Noregi. Nám við skólann tekur tvö ár og lýk- ur með viðurkenndu, alþjóðlegu stúdents- prófi, International Baccalaureate Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. íslensk stjórn- völd eiga aðild að rekstri skólans og býðst þeim að senda einn nemanda á fyrsta starfs- ári hans. Nemandinn þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað, sem nemur 15.000 norsk- um krónum á ári, og auk þess ferðakostnað. Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með eft- ir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 1995-’96. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar 1 ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-19 ára. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í mennta- málaráðuneytinu í síma 5609500. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðu- neytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.