Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 9 _______FRETTIR____ Læknir dæmdur til að afhenda sjúklingi skýrslur HÆSTIRETTUR viðurkenndi í gær með dómi rétt Sigurðar Þórs Guð- jónssonar rithöfundar til að fá af- hentar upplýsingar um það hvað skráð er um hann í sjúkraskrám í vörslum Tómasar Helgasonar, yfir- læknis geðdeildar Landspítalans. Hæstiréttur dæmdi lækninn til að afhenda landlækni innan 30 daga afrit allra sjúkraskráa sem um Sigurð Þór hafa verið gerðar fyrr og síðar og eru í fórum læknis- ins að viðlagðri tíu þúsund króna dagsekt fyrir hvern dag sem drátt- ur verður á afhendingu. Sigurður Þór óskaði eftir því í júní 1988, með tilvísun til ákvæða læknalaga sem tóku gildi 1. júlí það ár, að Tómas Helgason afhenti hon- um allar sjúkraskrár um Sigurð Þór, sem hafði af og til í áratug verið sjúklingur á deildinni sem læknirinn veitti forstöðu. Sigurður ítrekaði beiðnina nokkr- um sinnum næstu ár án þess að fá svar, jákvætt eða neikvætt, við fyr- irspurninni. í dómi Hæstaréttar segir að tilraunir landlæknis og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- is, að undirlagi umboðsmanns Al- þingis, til að fá lækninn til að af- henda skrárnar hafi ekki borið árangur en læknirinn hafi m.a. tal- ið að ákvæði laganna frá 1988 um afhendingarskyldu sjúkraskráa væri ekki afturvirkt. Því gekk málið til dóms og var læknirinn sýknaður af kröfu Sig- urðar Þórs í héraðsdómi í apríl 1992. Þeim dómi hnekkti Hæstiréttur í gær og í niðurstöðunum segir að Sigurður Þór hafi átt skýlausan rétt á að Tómas Helgason uppfýllti lagaskyldu sína án ástæðulausrar tafar eins og þágildandi lög hafi mælt fyrir um. Hafi læknirinn talið vafa leika á um nauðsyn afhendingar gagnanna hafi honum borið að afhenda land- lækni skýrslurnar og láta embættið annast frekari afgreiðslu erindisins og dæmdi Hæstiréttur lækninn til að afhenda skrárnar með þeim hætti sem fyrr greinir auk þess læknirinn, Ríkisspítalar, landlæknir og heilbrigðisráðuneyti voru dæmd til að greiða allan málskostnað. Þingsályktunartillaga á Alþingi EINKABÍLNÚMER eru leyfð í Danmörku og viðar og þar geta bíleigendur sett nafnið sitt á númeraplöturnar. Einkanúmer verði leyfð á bílum TILLAGA um að heimila einka- bílnúmer hefur verið lögð fram á Alþingi af nokkrum þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins. Sam- kvæmt henni gætu bíleigendur raðað sex bókstöfum eða tölu- stöfum saman hvernig sem þeir vilja á bilnúmer til að mynda orð, nöfn eða tölur. í þingsályktunartillögunni er lagt til að Alþingi skori á dóms- málaráðherra að gefa út reglu- gerð um að heimila einkanúmer á bíla. „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að gera bílnúmerakerf- ið persónulegt aftur,“ sagði Árni Johnsen, sem er fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögunn- ar. Hann segir að þessi tillaga komi í kjölfar langrar umræðu og dómsmálaráðherra hafi tekið jákvætt í málið. „Fastnúmerakerfið sem nú er í gildi er bæði ópersónulegt og tfótt út frá sjónarmiði íslenskrar tungu, því okkur er eiginlegt að hafa samhengi í samsetningu stafa. Það kerfi sem við leggum til gefur möguleika á að setja saman nöfn, eða orð og tölu- stafi. Þannig geta þeir sem áttu númer eins og R-1500 settþað aftur á bílinn sinn,“ sagði Arni. Frjáls samsetning stafa I greinargerð með tillögunni er lagt til að númerin verði á samskonar spjöldum og fastnúm- erin og eins á litinn. Þau verði 1-6 stafir á lengd, fijáls samsetn- ing bókstafa og tölustafa og eyð- ur einnig leyfðar. Þó verði ekki leyfð sama samsetning bókstafa og tölustafa og nú er á fastnúm- erum og skrásett vörumerki verði ekki leyfð nema með leyfi eigenda þeirra. Árni sagði að nýtt kerfi hefði óhjákvæmilega kostnað í för með sér, því fastnúmerakerfið yrði áfram í gildi. Því yrði að greiða aukalega fyrir einkanúmerin og i greinargerð með þingsályktun- artillögunni er lagt til að gjaldið verði 10-15 þúsund krónur, sem er um þrefalt hærra en venjulegt númeragjald. „Það er álitamál hvað þetta gjald á að vera hátt. í Danmörku er það mjög hátt, eða milli 70 og 80 þúsund krónur, en hér er hugsunin sú að sem flestir geti nýtt sér þetta. Tekjurnar af einkanúmerunum eiga síðan að renna til aukinnar umferðar- fræðslu," sagði Árni Johnsen. Pasta Fasta pastaréttir 300 g, 3 teg. Tilboðsverð: 115 Hagkaupsþykkni 1 Itr. Tilboðsverð: 169 Myllu ferskt hvítlauksbrauð Tilboðsverð: 149 MS vanillu og ávaxta- stangir, heimiiis- pakkningar. Vanillustangir Tilboðsverð: 283 Ávaxtastangir Tilboðsverð: 199 WC pappír 12 rúllur Tilboðsverð: 219 kr. pokinn Nauta- og svínahakk Tilboðsverð: fJ ■ E 94029 ixc námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 UTSALA - UTSALA Síðustu dagar Viðbótarafsláttur 15% i L—tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 615077 Hægt er að panta bókina í símum 588 2223 eða 588 Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 59 milljónir Vikuna 19. til 25. janúar voru samtals 59.594.860 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Petta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Staöur: Upphæð kr.: Kringlukráin........ 257.021 Kaupf. Héraðsbúa, Egilst. 72.035 Blásteinn........... 125.715 Háspenna, Laugavegi...... 64.719 Hótel Örk, Hveragerði.... 98.541 Háspenna, Laugavegi...... 197.965 Staða Gullpottsins 26. janúar, kl. 13:00 var 4.187.625 krónur. o o Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir I 2.000.000 kr. og hækka siöan jafnt og þétt þar til þeir detta. Dags. 20. jan. 20. jan. 21. jan. 21. jan. 22. jan. 23. jan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.