Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Maturog matgerð Síld á þorra Vantar ekki eitthvað á þorrahlaðborðið, þegar síldina vantar, spyr Kristín Gestsdóttir og gefur okkur uppskrift að þremur gómsætum sfldarsalötum. NÚ ER þorrinn kominn og menn geta tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið með jólamatinn og kýlt vömbina á ný eftir smáhlé. Hér áður fýrr var langt frá að þorri væri tími veislufanga. Þá var oft farið að sneyðast um á - heimilinu með mat, enda segir máltækið „að þreyja þorrann og góuna“ sína sögu. Þorri er gam- alt mánaðarheiti, en böm í dag halda að þorrinn sé íslenskur matur. í frostinu og rokinu undanfarið hefur verið fremur kalt í mínu húsi — eða mér fannst það, þó fór hitinn aldrei niður fyrir 19 gráður, en ég bý í timbur- húsi sem stendur hátt og blæs um í öllum áttum. Þó er hér hita- veita. Það lá við að ég skammað- ■ ist mín þegar mér var hugsað til fólksins hér áður fyrr þegar eng- in upphitun var nema í eldhúsinu, enda var baðstofan oft byggð við gripahúsið til að fá hita af skepn- unum. Þá fraus á koppum og segir það sína sögu. Móðir mín sagði mér að það hefði oft verið erfitt að þvo sé á morgnana, þeg- ar brjóta þurfti ís á vaskafatinu, áður en þvottur hæfist. Það eru ekkert mjög mörg ár síðan. Ungt fólk í dag trúir þessu varla. í dag koma þorrablótsgestir í heita veislusalina, þar sem hlaðborðin svigna undan krásum, en sfldina vantar oft. Síldarlögur (marínering) 3 dl borðedik 4 dl vatn 2 dlsykur 1 -2 msk. síldarkrydd (blanda af heilu kryddi) 3 meðalstórir laukar 1. Setjið edik, vatn, sykur og síldarkrydd í pott og sjóðið í 5 mínútur. 2. Afhýðið laukinn og skerið í sneiðar, setjið út í og látið suðuna rétt koma upp. Kælið. Áður en sfld er lögð í löginn, þarf að bein- og roðhreinsa hana. Hún þarf síðan að liggja í köldu vatni í um sólahring áður. Mikil- vægt er að sfld og lögur séu vel köld áður en síldin er sett í lög- inn. Síldin þarf að liggja í leginum í allt að viku. 1. Setjið matarolíu, rauð- vínsedik, vatn, tómatmauk, sykur og pipar í skál og þeytið saman. 2. Klippið dillið, notið ekki leggi. Setjið saman við. 3. Látið renna vel af síldinni, skerið í breiða bita á ská og legg- ið í löginn. Látið sfldina bíða í kæliskáp í nokkra klukkutíma áður en hún er notuð. Appelsínusíld 8-10 útvötnuð síldarflök 1 dl tómatsósa (ketchup) tsk. engiferduft _______safi úr I appelsínu____ 2 heilar appelsínur skornar upp úr laufum lítill blaðlaukur (púrra) 1 lítil appelsína til skreytingar 1. Kreistið safann úr appelsín- unni, setjið í skál ásamt tómat- sósu og engiferdufti og hrærið saman. 2. Afhýðið appelsínumar með hnífi þannig að hvíta himnan fari með. Skerið síðan upp úr laufun- um þannig að öll hvít himna sitji eftir. Hafið skál undir á meðan svo að safinn lendi í henni. Setjið appelsínu og safa saman við tóm- atblönduna. 3. Þvoið blaðlaukinn með því að halda honum undir kalda kran- anum og láta vatnið renna inn í hann. Notið ekki grænu blöðin, en skerið hitt í örþunnar sneiðar. Setjið saman við. 4. Látið renna vel af sfldarflök- unum, skerið í frekar litla bita á ská og setjið saman við. 5. Hellið salatinu í skál, skreyt- ið með appelsínusneiðum. Banana/karrísíld 10 útvötnuð síldarflök 1 dós sýrður rjómi 1 tsk. gott karrí 2 skvettur úr tabaskósósuflösku eða ’/b tsk. pipar Tómatsíld 12 útvötnuð síldarflök 1 dl matarolía 1 dl rauðvínsedik __________dl votn________ 1 lítil dós tómatmouk (puré) 70 g 4 msk. sykur tsk. nýmalaður pipar stór grein ferskt dill eða 3 msk. þurrkaó 2 stórir bananar fersk steinselja 1. Blandið saman sýrðum ijóma, karrí og tabaskósósu. 2. Meijið banana lauslega með gaffli. Setjið út í ásamt smátt- klipptri steinselju og blandið var- lega saman. Ef mikið er hrært í þessu, verða bananamir seigir og leiðinlegir. 3. Skerið sfldarflökin í litla bita og setjið út í. Hellið í skál. Skreyt- ið með steinselju. ÍDAG Farsi 4-30 01994 Farcus CadoonsÆXstrtxjlsd by Univwtal Pre*« Syndicate UAIS&LASS/cML7HA(LT ii ■Jbtj'a/, þá.þabt e-rv'eúþctrþcfebetkort fr-ecl'iHcort og ökuskUrtsJru. ■" BRIDS llmsjðn Guðm. Páll Arnarson Reykj avíkurmeistaramir í sveit VÍB tóku inn mörg stig á slemmuspilum í úr- slitaleiknum við Landsbréf. Fyrsta slemmusveiflan kom í spili 11: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁK94 T KD96 ♦ 105 ♦ 654 Vestur Austur ♦ D732 4 G10865 ▼ G8542 1! t7 ♦ K98 111111 ♦ D6432 ♦ 2 ♦ KD Suður ♦ - V Á103 ♦ ÁG7 4 ÁG109873 Slemma í laufi er borð- leggjandi í NS, en hún meldar sig ekki sjálf. í opna salnum gerðu Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Am- þórsson í sveit VÍB Jóni Baldurssyni og Sævari Þor- bjömssyni erfitt fyrir með snörpum hindrunarsögnum: Vestur Norður Austur Suður G.RJ. S.Þ. Ö.A. J.B. 2 hjðrtu* 3 lauf 4 hjörtu**Dobl 4 spaðar 5 lauf Pass Pass Pass Opnun Arnar á tveimur hjörtum var tvíræð hindrun: Annaðhvort spaði og tígull eða sexlitur í hjarta. Með góðan stuðning bæði í hjarta og spaða, gat Guð- laugur hindrað strax í fjög- ur hjörtu. Sævar þóttist sjá að makker ætti eyðu í spaða og taldi þá ÁK í litnum máttlaus sóknarspil og hækkaði því ekki í sex lauf. Á hinu borðinu fékk suð- ur tækifæri til að hækka í' slemmu eftir vel heppnaða ákvörðun norðurs. Þar voru NS Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson gegn Sverri Armannssyni og Þor- láki Jónssyni: Vestur Norður Austur Suður M. Á.P. S.Á. K.S. Pass 1 lauf Pass 1 hjarta 1 spaði 2 lauf 3 spaðar 5 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Sverrir átti ekki til opnun á tvílita höndina í austur. Ásmundur og Karl fengu þvi svigrúm til að tjá sig tvisvar á rólegu nótunum. Lykillinn að slemmunni er hins vegar stökk Ásmundar í fimm lauf, en eftir þá sögn er auðvelt fyrir Karl að hækka í sex. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Máttur bænarinnar MIG langar að koma með tillögu til þeirra aðiia er standa að söfnunarátak- inu vegna hörmunganna í Súðavík síðustu viku. Tillaga mín til manna er þessi: Biðjið guð um að- stoð við að útdeila söfn- unarfénu vegna þess að það er vandasamt verk að skipta svo miklu fé réttlátlega. Ég bið menn ennfremur að vanmeta ekki mátt bænarinnar né heldur mátt guðs. Bless- að veri nafn drottins. Konráð Friðfinnsson, Neskaupsstað. Tapað/fundið Peysa í poka tapaðist PLASTPOKI merktur Jack and Jones sem inni- hélt svarta ullarr- úllukragapeysu og geisladisk tapaðist í bíla- geymslunni (niðri eða á 2. hæð) við hliðina á Hagkaup í Kringlunni síðdegis fimmtudaginn 19. janúar sl. Viti ein- hver um munina sem pokinn innihélt er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 75525. Bakpoki RAUÐKÖFLÓTTUR bakpoki merktur Katrínu Maríu sem innihélt hand- klæði merktu Emilíu Ósk var tekinn í misgripum í Ármannsheimilinu fyrir rúmum tveimur vikum. Viti einhver um pokann er hann vinsamlega beð- inn að hringja 873737. Seðlaveski tapaðist LÍTIÐ svart seðlaveski tapaðist, líklega í grennd við Bíóbarinn, föstudag- inn 6. janúar. í veskinu var ökuskír- teini, símabók og skóla- skírteini. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 45616 eða 43669. Spariföt töpuðust TELPNASPARIFÖT í poka merktum Hagkaup töpuðust af snjóþotu á leiðinni á milli Frosta- skjóls og Flyðrugranda sl. þriðjudag. Hafi einhver fundið föt- in er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 26910. COSPER MIG grunar að það sé brennivín í vatnskönnunni. Víkverji skrifar... VÆNTANLEGT framboð lista manna úr ýmsum kristileg- um söfnuðum er athyglisvert fyrir ýmissa hluta sakir, þótt Víkveija þyki ekki líklegt að það hljóti mik- ið fylgi. Það hefur verið eitt ein- kenni íslenzka flokkakerfísins — meðal annars greint það frá hinum skandinavísku — að borgaralegi vængurinn hefur ekki skipzt í flokka eftir áherzlum í trúmálum. Stofnun kristilegs framboðs kann að vera merki um að hinum flokk- unum hafi ekki tekizt sem skyldi að höfða til þeirra, sem leggja mikið upp úr kristilegum gildum. XXX VÍKVERJI hefur heyrt í sjálf- stæðismönnum, sem telja að flokkur þeirra leggi ekki sömu rækt og fyrr við málefni kristni og kirkju. Agætur sjálfstæðismað- ur, kunningi Víkveija, sagðist ekki hafa nema gott eitt að segja um áherzlu sjálfstæðismanna á ein- staklings- og athafnafrelsi. Hon- um fannst hins vegar jafnframt að flokkur einstaklingshyggjunnar yrði að byggja á traustum grunni kristins trúarviðhorfs, sem leggur áherzlu á ábyrgð einstaklingsins og kærleika gagnvart náunganum. Flokkurinn yrði því að móta ýtar- lega stefnu um hlutverk kristni og kirkju í fijálsu samfélagi. xxx AFORM R-listans í borgar- stjórn um að hækka enn gjöld á bílastæðum í miðborginni og lengja gjaldskyldutímann hljóta að fylla mælinn hjá mörgum bíl- eigandanum. Hvenær kemur að því að eitthvað af þjónustu hins opinbera verður ódýrara fyrir bí- leigendur eða skattar á bifreiðar lækkaðir? Víða erlendis, til dæmis í Danmörku, eru álögur á bíleig- endur svipaðar eða hærri en hér. Sá stóri munur er þó á, að í þess- um Iöndum er víðast almennings- samgöngukerfi, sem virkar! Á Is- landi eiga menn ekkert val, vilji þeir komast á milli staða með sæmilega skjótum hætti og án þess að þurfa að ganga langar vegalengdir eða bíða tímunum saman eftir strætisvögnum í mis- viðrum vetrarins. Þeir verða að eiga bíl — og það notfæra ríki og borg sér svo sannarlega. XXX VINLEGA saknar Víkveiji þess að geta ekki fengið sér gönguferð um Miðbæinn í hádegis- hléinu, eftir að Morgunblaðið flutti í steinkassahverfið í Kringlunni. Miðbærinn verður æ skemmtilegri að mati Víkveija. Við Laugaveg og Skólavörðustíg fjölgar ört verzlunum með ýmsan skemmti- legan og óvenjulegan varning, sem er jafnvel á ágætu verði! Ein slík er Jón Indíafari, sem býður upp á alls konar austrænan varning. Fornsölum hefur líka farið fjölg- andi í Miðbænum og þar er gaman að grúska. Að -undanförnu hefur mikið verið um útsölur og Vík- veiji hefur haldið sig sem mest niðri í bæ í frítíma sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.