Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 19 LISTIR VIÐ tökur á „Nafnakalli“. Kvikmynd um lífið á Keflavíkurflugvelli KAM kvikmyndir eru að hefja eftirvinnuslu á „Nafnakalli" sem er klukkutíma löng mynd um líf og starf fólksins í sjötta stærsta bæ landsins, þ.e. Kefla- víkuflugvelli, unnin í samvinnu við Ríkissjónvarpið. Tökur eru í gangi á heimildarmyndinni „Eyland í ólgusjó" sem styrkt er af Kvikmyndasjóði og fjallar um átökin sem áttu sér stað í kringum mál rússneska drengs- ins í Reykjavík 1921 og undir- búningsvinnu er að ljúka á klukkutíma langri mynd um ís- lenska hestinn, „Equus islandic- us“, sem unnin er í samvinnu við Félag hrossabænda. KAM kvikmyndir hafa einn fastan starfsmann en það er Konráð Gylfason. Konráð lærði kvikmynda- og myndbandagerð við New York háskólann í Bandaríkjunum (BFA ’87) auk þess sem hann lagði stund á fjölmiðlafræðinám. Megin markmið KAM kvik- mynda er að framleiða afþrey- ingarefni og heimildar- og fræðslumyndir. Hvunndagsleikhúsið Leggur og skel í Kaffileikhúsinu HVUNNDAGSLEIKHÚ SIÐ frumsýnir söngvaspilið Legg og skel eftir Ingu Bjarnason og Leif Þórarinsson í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum sunnudaginn 29. janúar kl. 15. Efni verksins er ævintýrið um legginn og skelina eftir Jónas Hallgrímsson, en ljóð eins og Vorið góða, Heiðlóar- kvæði og fleiri eru ofin inn í leik- inn með nýjum lögum eftir Leif Þorarinsson. Leikarar eru fjórir þau; Hinrik Ólafsson sem leikur Jónas, Sigrún Sól Ólafsdóttir leikur skelina, Gunnar Gunnsteinsson leikur legginn og Halla Margrét Jóhann- esdóttir leikur gjarðahringju og fleiri hlutverk. Hinrik útskrifaðist frá Leiklist- arskóla íslands (LÍ) árið 1993 og hefur m.a. leikið í Skilaboðaskjóð- unni, Gauragangi og Hárinu og í kvikmyndunum Skýjahöllin, Einkalíf Alexanderss og í sjón- varpsmyndinni Hvíti dauðinn sem sýnd var nýverið. Sigrún Sól útskrifaðist frá LÍ vorið 1994 og starfaði síðasta sumar hjá Theatrale í Þýskalandi sem er samevrópskt leikhús. Sig- rún Sól hefur fengist við leik- listarkennslu í ýmsum grunnskól- um á höfuðborgarsvæðinu nú í vetur auk þess að talsetja barna- myndir fyrir Stöð 2. Gunnar útskrifaðist frá LI árið 1993. Gunnar lék í Standandi pínu þá um haustið en auk þess hefur hann talsett fjölda barna- mynda fyrir Sjónvarpið, leikið í útvarpsleikritum, kennt leiklist og sett upp leiksýningar m.a. hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Gunnar er einn af stofnendum Furðuleik- hússins og Draumasmiðjunnar. Ilalla Margrét útskrifaðist frá LÍ vorið 1994 og eins og Sigrún Sól tók hún þátt í starfi Theatr- ale í sumar. Halla Margrét lék í stuttmyndinni Ertu sannur sem sýnd var á Nordisk Panorama í Reykjavík sl. haus. Auk þess að leika stjórna þau fjögur jafnframt brúðum, en brúðuleikur er snar þáttur í sýn- ingunni. Leikmynd, brúður og búningar eru verk Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur og hljóð- færaleikarar eru Una Björg Hjartardóttir, flauta og Leifur Þórarinsson, víóla og píanó. Leik- stjóri er Inga Bjarnason. Stafform I IST OG HÖNNUN Listhúsiö Grcip BÓKSTAFIR JULIAN WATERS Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánu daga. Tíl 5. febrúar. Aðgangur ókeypis. ÞRÓUN tákna til ritaðs máls hófst fyrir óralöngu, líklega fyrir um tólf þúsund árum - og elstu heimildir sem við þekkjum eru orðnar meira en fjögur þúsund ára gamlar. Táknið er alltaf fyrst og hefur fylgt manninum frá örófi alda og er jafn lifandi í dag og það var fyrir þúsundum ára. Þann- ig er álitið að það séu til 5000 tákn í heiminum sem menn nota í samskiptum sín á milli og sum þeirra hafa aðra og á stundum þveröfuga merkingu, frá einum stað til annars. Er hér átt við al- menn tákn en ekki eingöngu þau sem minnihlutahópar nota. Maðurinn notast við margs kon- ar tákn þegar hann heilsast og kveður og ekki er óalgengt að ein- staklingar komi sér ósjálfrátt upp einhverjum eigin takti í því skyni og þannig séð er tilhneigingin til að nota lífræn tákn manninum meðfædd. Táknið er þannig fyrsta og frumstæðasta samskiptaleiðin og fínnst enda einnig í dýraríkinu jafnvel á ytri skráp smæstu lífvera og er þannig samofið uppruna lífs- ins. Skrifttáknið varð til fyrir nauð- syn á fullkomnari boðskiptum manna á milli og varðveislu hugs- aðs máls og hvers konar fróðleiks. Eins og líkams- og handatáknin urðu skriftartáknin mörg og sum svo flókin að það þarf á annan áratug til að fullnuma sig í þeim sumum, til dæmis að verða meist- ari í „kalligrafíu“. Með aukinni hátækni og múg- mennsku eru menn stöðugt að fjarlægjast tilfinninguna fyrir hinu lífræna og upprunalega í skriftar- tákninu, hinni formrænu fegurð þess. Senn kemur að því, að ein- hveijir tölvufræðingar fullyrði að menn þurfí ekki að taka tillit til fagurfræðinnar í skriftartákninu, svona líkt því og lánlausir menn vörpuðu tækni og fagurfræði myndlistarinnar fyrir róða fyrir nokkrum áratugum eða svo. En menn geta trauðla lifað sem vitsmunaverur án tilfinningarinn- ar fyrir fegurð skriftartákna, myndtákna og þrívíðra hluta og hið mótsagnakennda við hinar svo- kölluðu framfarir er að þær færa okkur stöðugt nær hinum skyn- lausari lífverum jarðarinnar, þeim sem ganga fyrir ósjálfráðum og lífvana lögmálum. Það má minna á þetta allt í sambandi við sýningu skriftar- hönnuðarins Julians Waters í list- húsinu Greip, en lífræn skrift er svið hans. Waters ólst upp í Eng- landi en býr í Gathersburg í Mary- land og starfar í Washington. Auðséð er af sýningunni að hér er um hálærðan skriftar, blaða- og bókahönnuð að ræða, sem setur lífrænan hrynjanda skrifttákn- anna ofar öllu. Og sýningin er sannarlega til vitnis um hve fjöl- breytni innblásinna skrifttákn er mikil og að þau megi einnig nota til að byggja upp sjálfstæðar formaheildir þar sem hinir dekkstu skuggar eru opnir og iðandi af lífí. Latínuletrið er að vísu formrænt séð mun einhæfara en austræn táknskrift, en gefur þó möguleika til fjölþættra vinnubragða eins og sýningin er til vitnis um. Skiptir hér litlu hvort um sé að ræða flókna uppsetningu ótal smáforma eða einfalt nafnspjald svo sem listaskrifarans sjálfs, sem er snjöll hönnun. Þetta er mjög áhugaverð og lærdómsrík framkvæmd og sú menningarlegasta sem listhúsið Greip hefur boðið upp á til þessa, enda var hún best sótta sýningin síðla laugardags er mig bar að garði. Bragi Ásgeirsson. FRÁ sýningunni Julians Water í Listhúsinu Greip. Kvikmyndasýning fyrir börn Ævintýri á Saltkráku SÆNSKA kvikmyndin „Vi pá Saltkrákan, Tjorven och skrállan" verður sýnd í Nor- ræna húsinu n.k. sunnudag kl. 14. í kynningu segir: „Sól, skemmtileg ævintýri og uppá- tæki einkennir lífið á eyjunni Saltkráku í skerjagarði Stokk- hólms. Þar eyðir fjölskyldan Melkerson sumarfríunum sín- um. í þessari mynd kyssa stelpurnar frosk og þá kemur prinsinn siglandi á skútu og skömmu seinna er haldið brúð- kaup og líf færist í tuskurnar. Myndin er tæplega 90. mín að lengd og er með sænsku talli. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. Ævintýra- samkeppni fyrir börn ÆVINTÝRASAMKEPPNI fýrir börn yngri en þrettán ára er hafin og skulu börnin skila handritum fyrir 20. febrúar. Þátttakendur verða frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og íslandi. Úrslit verða kynnt 8. mars á nafnadegi Sögu í Svíþjóð. Fyrstu verðlaun eru óvænt ferðaverðlaun, önnur verðlaun bækur og leikföng. Bestu æv- intýrunum verður safnað sam- an í bók sem kemur út i vor. Senda skal handrit til Páá- talo-Institutet, PB 39, 93401 Taivalkoski, Finland. Nafn höfundar skal fylgja, aldur, heimilisfang og í hvaða skóla höfundur er. Efni og lengd ákveður höfundur sjálfur, myndskreytingar mega fylgja, en þess er ekki krafist. Skúlptúr og teikningar í Nýlistasafninu GRETAR Reynisson myndlist- armaður opnar sýningu í Ný- listasafninu á morgun, laugar- dag, kl. 16. Gretar sýnir í öllum sölum safnsins skúlptúrverk og teikningar, allt nýleg verk, flest frá síðasta ári. Skúlptúr- verkin eru unnin í krossvið og dúk. I krossviðsverkunum og teikningunum eru blýantur og göt allsráðandi. Gretar lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1978 og dvaldi í Amster- dam veturinn 1978-1979. Hann hefur haldið á annan tug einka- sýninga hér heima og erlendis. Auk starfa við myndlist hefur Gretar gert leikmyndir fyrir leikhús í Reykjavík. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 14-18 til 12. febr- úar. Rauða torgið í bíósal MIR SÍÐARI hluti kvikmyndarinn- ar „Rauða torgið" verður sýndur í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, á sunnudag kl. 16. Fyrri hlutinn var sýndur 30. október síðastliðinn. Kvikmynd þessi var gerð í Moskvu árið 1970 og efni hennar er tengt stofnun Rauða hersins á árinu 1918. Leik- stjóri er Vassilíj Ordynskíj. Skýringar eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.