Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR JAFETSSON, Svöluhrauni 9, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 26. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Erla Gunnarsdóttir og fjölskylda. + Systir okkar og vinkona, BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Syðra-Vatni, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, fimmtudaginn 26. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Aadnegard. Ástkær móðir mín, + ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, Norðurbrún 30, lést 26. janúar. Þórunn Ragnarsdóttir. t Elskulegur sonur okkar, STEINN ÁGÚST BALDURSSON, sem lést á vökudeild Landspítalans 20. janúar sl., verður jarðsung- inn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 15.15. Ferð verður frá B.S.Í. kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Baldur Þorieifsson, Gyða Steinsdóttir. + Hjartkær eiginkona og móðir, ARNFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTiR HJALTESTED, lést í Landakotsspítala 26. janúar. Bruno Hialtested, Þórður Arni Hjaltested. + Ástkæru foreldrar, sonur, bróðir, tengdaforeldrar, amma og afi, SVEINN GUNNAR SALÓMONSSON og HRAFNHILDUR KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Nesvegi 7, Súðavík, verða jarðsungin frá Dómkirkjunni laugardaginn 28. janúar kl. 10.30. Börn, foreldrar, systkini, tengdabörn og barnaböm. Elskulega litla dóttir okkar og systir mín, HRAFNHILDUR KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Túngötu 4, Súðavík, verður jarðsungin samtímis. Þeim, sem vilja minnast þeirra, er bent á Björgunarsveitina í Súðavík. Þorsteinn Örn Gestsson, Sigríður Rannveig Jónsdóttir, Linda Rut. ÞYRÍMARTA MAGNÚSDÓTTIR + Þyrí Marta Magnúsdóttir fæddist að Steinum undir Austur-Eyja- fjöllum 13. ágúst 1910 og lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir í Reykjavík 18. janúar 1995. Hún var dóttir hjón- anna Elínar Bárð- ardóttur, ljósmóð- ur, f. 8. september 1882, d. 14. janúar 1949, og Magnúsar Tómassonar bónda, f. 28. desember 1876, d. 22. september 1941. Börn þeirra hjóna talin í aldurs- röð: Tómas, fæddur 29. júlí 1909, d. 23. september 1980, Þyrí Marta, fædd 13. ágúst 1910, d. 18. janúar 1995, Bárð- ur, fæddur 10. október 1911, d. 13. mars 1989, Óskar, fæddur 24. febrúar 1915, Sigurbergur, fæddur 13. ágúst 1916, Katrín Marta, fædd 23. október 1918, Vigdís Marta, fædd 16. janúar 1920, Rútur Þorsteinn fæddur 22. september 1921, d. 13. mars 1947, Páll, fæddur 27. nóvem- ber 1922, Kristbjörg Óskars- dóttir, uppeldisdóttir, fædd 9. nóvember 1927. Þyrí Marta giftist 22. maí 1936 Jóni Einars- syni fæddur 7. febrúar 1904, dáinn 19. febrúar 1966. Þau bjuggu allan sinn búskap á Tjarnargötu 16 í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur: Ólöfu, fædd 10. júlí 1937, dáin 17. sept- ember 1990. Hún var gift Baldri Zóp- haníassyni, fæddur 10. ágúst 1928, og eiga þau 5 börn: Þyrí Marta, fædd 26. september 1956, hún á tvö börn; Ól- afur Ingi Stígsson, fæddur 16. desem- ber 1975, og Elín Inga Stígsdóttir, fædd 9. febrúar 1981; Soffía Kol- brún, fædd 27. ág- úst 1958, gift David Lee Pitts og eiga þau þrjú börn; Baldur Rafn, fæddur 27. ágúst 1976, Linda Lee, fædd 17. ágúst 1986, og Daníel Úlfar, fæddur 27. febrúar 1992; Elías Bjarni, fæddur 2. júní 1960; Smári Örn, fæddur 29. ágúst 1961, kvæntur Elfu Rós Sigurðardóttur og á hann þijú börn; Ólöf Tara, fædd 23. október 1985, Arnar Freyr, fæddur 12. september 1989, og Sandra Sif, fædd 10. febrúar 1993; Hafdís Birna, fædd 23. desember 1969; Erna, fædd 2. maí 1948, gift Ólafi Ólafssyni, fæddur 8. maí 1948, og eiga þau þijú börn; Halldóra Ólafsdóttir, fædd 10. apríl 1970, í sambúð með Sveini Bergmann Rúnarssyni; Jón fæddur 15. mars 1974; íris fædd 22. júlí 1980. Útför Þyríar Mörtu verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í dag. MIKIL kjarnorkukona hefur kvatt þetta líf. Engri mannveru hef ég kynnst sem var eins ósérhlífin, kjarkmikil og forkunnardugleg eins og hún amma var. Þegar mér var tilkynnt lát ömmu minnar og nöfnu brá mér allverulega, þó svo ég vissi að kallið gæti komið hvenær sem var. Maður virðist aldrei vera undir- búinn slíkri tilkynningu. Amma sagði mér oft sögur af æskuheimili sínu sem alltaf var mannmargt og allir voru velkomn- ir, alveg sama hvernig á stóð. Það var mér hafsjór af fróðleik allt það sem amma sagði mér um sveitina sína sem hún kallaði svo og alltaf sagðist hún vera að fara heim þeg- ar leið hennar lá austur. Amma vildi að ég kynntist sveitinni sinni og það fékk ég. Ég var mörg sum- ur í sveit í Steinum hjá bróður ömmu og mágkonu hennar. Stund- um fannst mér ég þekkja þúfurnar og steinana svo vel hafði amma lýst þessu fyrir mér. Amma og afi bjuggu allan sinn búskap á Tjarnargötu 16 i Reykja- vík. Það varð ömmu mikið áfall er afi dó. Þau höfðu alla tíð verið mjög samhent og það sem gekk yfir annað þeirra gekk yfir þau bæði. En amma lét ekki deigan síga heldur hélt ótrauð áfram líf- inu, en syrgði afa alla ævi. Amma og afi eignuðust tvær dætur, þær Ólöfu og Ernu. Maðurinn með ljá- inn bankaðq aftur á dyr ömmu er móðir mín Ólöf lést aðeins 53 ára að aldri hinn 17. desember 1990, en þær höfðu alla tíð búið í sama húsinu. Mér fannst ömmu fara mjög aftur eftir þetta. En amma hélt áfram með sorg sína í hjarta sér. Það var svo fyrir 13 mánuðum að amma datt og hefur dvalið á sjúkrastofnun síðan. Hún var að- eins búin að dvelja í 7 daga á Hjúkr- unarheimilinu Eir þegar hún lést. Margar minningar fara í gegn- um huga mér þegar ég horfi yfír farinn veg. Þar sem ég fæddist í sama húsi og amma og afi bjuggu og bjó þar til ég fór að heiman, má segja að amma hafí verið þessi allra fastasti punkturinn í lífi mínu og hún alltaf heima og sérstaklega eftir að mamma fór að vinna utan heimilis tók amma alltaf á móti mér þegar ég kom heim. Margar ferðir voru farnar á milli hæða daglega. Ég var víst ekki há í loft- inu þegar ég stóð á stigaskörinni og kallaði á afa og bað hann að sækja mig. Margar næturnar vildi ég frekar sofa á milli afa og ömmu heldur en að sofa í mínu rúmi á hæðinni fyrir ofan. Ég var aðeins 10 ára gömul er afi lést og í mörg ár á eftir svaf ég niðri hjá ömmu. Maturinn hjá henni ömmu fannst mér miklu betri en maturinn hjá mömmu, það leið vart sá dagur að ég borðaði ekki hjá henni. Alltaf áttu amma og afi eitthvað gott, og þó man ég sérstaklega eftir kandís- sykrinum sem afí laumaði að mér og amma skildi aldrei hvað gekk mikið á kandíssykurinn, en það vissum við afí, það var leyndarmál- ið okkar. Heimili ömmu var oft eins og á umferðarmiðstöð, ég held að aldrei hafi liðið dagur að ekki kíkti ein- hver inn eða húsið fullt af nætur- gestum. Amma var mjög gestrisin. Hún stóð oft tímunum saman og bakaði heimsins bestu pönnukökur og kleinur. Alltaf varð hún að eiga eitthvað með kaffinu annað var ófært á heimili hennar og brýndi hún það oft fyrir mér að bjóða fólki ekki bara kaffí, það ætti eitthvað að vera með því og þá helst pönnu- kökur. Ég held að ég hafi ekki verið nema um fermingaraldur er ég var tekin í læri og kennt að baka pönnukökur. Það eru ófáir kaffíbollamir sem drukknir hafa verið og pönnukökurnar og klein- urnar sem hafa verið snæddar við eldhúsborðið í Tjarnargötu 16. Amma var mjög félagslynd kona. Hún var í Kvenfélagi Dómkirkjunn- ar og í Rangæingafélaginu og þar var hún gerð að heiðursfélaga fyr- ir mörgum árum. Það eru mörg handtökin sem hún hefur unnið fyrir þessi félög, bakað, prjónað og unnið. í mörg ár fór hún tvisvar í viku og spilaði félagsvist með eldri borgurum, þetta voru fastir dagar og mátti hún aldrei missa þá úr. Raunbetri konu en ömmu var ekki hægt að hugsa sér, hún mátti aldrei aumt sjá og vildi gera allt fyrir alla sem áttu bágt. Þær eru orðnar ansi margar sjúkrahúsheim- sóknir hennar til fólks sem hún bæði þekkti vel og jafnvel þekkti ekki neitt, hún þurfti bara að vita smá deili á fólki þá var hún rokin af stað. Hún fann til með öllum sem áttu um sárt að binda hvort sem það var hennar nánasta eða ekki. Það var alveg saman hvað ég bað ömmu um, alltaf var hún tilbúin að gera þá hluti sem hún gat. Það eru ófáar næturnar sem bömin mín, Ólafur Ingi og Elín Inga, hafa feng- ið að gista hjá henni, og í mörg ár passaði hún Ólaf fyrir mig meðan ég vann úti. Ég hef heldur ekki tölu á þeim ullarsokkum sem hún hefur prjónað handa þeim, hún vildi ekki að þeim yrði kalt. Mest kom hún mér þó á óvart, þegar hún hringdi í mig fyrir tveimur ámm og óskaði mér til hamingju með fyrsta markið sem Ólafur hafði skorað í fótboltaleik í fyrstu deild, ég spurði hana þá, hvemig veist þú þetta amma? Þá sagði hún mér það að hún hefði hlustað á lýsinguna í útvarpinu, vegna þess að hún vissi að hann ætti að keppa. Svona var hún amma, hún vildi alltaf fylgjast með. Þegar bömin mín vom orðin það gömul að þau gátu tekið stræt- isvagn, lá leið þeirra oft til langömmu sinnar, þó sérstaklega Elínar dóttur minnar. Henni fannst ekkert eins gaman og að fara til langömmu, því þar var tekið á móti henni opnum örmum og gátu þær talað saman látlaust í marga klukkutíma. Amma talaði við hana eins og fullorðna manneskju, hún kenndi henni sögur og vers og marga bænina sem hún hefur í veganesti frá henni. Ég held að betri ömmu og langömmu sé ekki hægt að hugsa sér. Amma sagði svo oft við mig, nafna mín, ef ég get eitthvað gert fyrir þig, þá biddu mig bara. Svona var hún amma mín alltaf boðin og búin til alls. Það var sárt að sjá þessa kjarn- orkukonu sem hljóp um — hún gekk ekki — missa heilsuna fyrir 13 mánuðum, það var eins og lífs- þróttur hennar þryti, það var ekki hennar stíll að sitja auðum höndum, hún vildi alltaf vera að fást við eitt- hvað. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt það sem þú kenndir mér og gafst mér í vegarnesti. Ég kveð þig í þeirri trú að við eigum eftir að hittast aftur og afi og mamma hafí tekið á móti þér. Þyrí Marta Baldursdóttir. Það er svo margt sem ég á henni ömmu minni að þakka, allt það sem hún gat og gerði til að gleðja aðra. Hún var alltaf reiðubúin að rétta öðrum hjálparhönd sem áttu erfítt, enda sagði hún oft, það eru svo margir sem eiga það mun erfiðara en við. Þannig var amma. Það má segja að hún hafi alið okkur systkinin upp, enda bjuggum við í sama húsi, hún hafði sterk áhrif á okkur krakkana. Við vorum fimm systkinin sem laumuðumst til að fara niður á næstu hæð og fá pönnukökur og nammi hjá ömmu. Amma kenndi mér snemma að leita í trúna, enda kenndi hún mér marga sálma og faðirvorið. Amma minnti mig á þegar eitthvað var að, að fara nú með faðirvorið og biðja góðan Guð. Þegar ég átti mitt fyrsta bam, Baldur, tók hún hann eins og sitt eigið, hún ól hann upp og kenndi honum að sýna öðrum hlýju, virð- ingu og ást, sem hann býr að í dag. Amma var alltaf dugleg við að fylgj- ast með okkur öllum. Þegar ég flutti utan, var amma alltaf að senda pakka og mörg símtöl voru á milli okkar. Dóttir mín, Linda, var aðeins tveggja ára þegar við fluttum út og var hún fljót að týna íslenskunni niður, en hún og amma gátu samt talað saman og saknar hún sárt langömmu sinnar. Þegar yngsta bamið mitt, Daníel, var þriggja mánaða var hann mjög veikur og lá á spítala í mánuð. Amma hringdi stundum tvisvar á dag til að vitja um litla langömmubarnið sitt, þá minnti hún mig á að vera sterk og leita í trúna, hún og systur mínar vom stoð okkar og styrkur. Amma var mjög sterkur persónu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.