Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 37 ALDARMINIMIIMG JÓNEYÞÓRSSON Á VETRARDEGI með hækkandi sól, þegar liðin er rétt ein öld frá fæðingu Jóns Eyþórs- sonar veðurfræðings, er við hæfi að Ferðafé- lag íslands minnist hans opinberlega, þótt einungis verði það með fátæklegri blaðagrein. Um áratuga skeið var Jón í hópi helstu for- ystumanna Ferðafé- lagsins, þjóðkunnur maður fyrir störf sín þar sem á ýmsum öðr- um sviðum og áhrifa- maður í margvíslegum menningarmálum. Þótt enn séu þeir vissu- lega margir, sem muna Jón - veðurfræðing- inn, vísindamanninn, útvarpsmanninn, rit- stjórann, rithöfundinn, þýðandann og Ferðafélagsmann- inn - er þó hætt við að mörgum úr hópi yngri manna sé miður kunnugt en skyldi um nafn hans og störf. Hvílir vissulega sú ljúfa skylda á forsvarsmönnum Ferðafé- lagsins að halda minningu hans á lofti og sýna þakklætisvott frá fé- laginu með þeim hætti, sem að- stæður leyfa. Vonandi verða jafn- framt ýmsir aðrir til þess að minn- ast Jóns opinberlega, af tilefni ald- arafmælis hans, fyrir margháttuð störf hans á öðrum vettvangi, því að vissulega er þar af mörgu að taka. Þegar Jón Eyþórsson andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 6. mars 1968, eftir þunga banalegu, átti hann að baki langa og frjóa starfsævi og þ. á m. lengri sam- fellda stjórnarsetu í Ferðafélagi íslands en flestir aðrir, fyrr og síð- ar. Varla væru þó næg efni til að gera fjölda stjórnarára Jóns að umtalsefni, einn saman, ef ekki kæmu til afrek hans og öll þau þrekvirki, er hann vann fyrir félag- ið og sem sköpuðu honum sérstöðu meðal stjórnarmanna. Þegar Jón var fyrst kjörinn í stjórn félagsins, árið 1933, var hann þegar orðinn kunnur fyrir störf sín sem veðurfræðingur á Veðurstofu íslands (frá 1926) og sem útvarpsfyrirlesari. Veðurfræði nam hann í Noregi og starfaði síð- an sem veðurfræðingur þar í landi um nokkra hríð áður en hann hóf störf hér heima. Á Veðurstofunni var hann í hópi nýustu og virtustu starfsmanna um áratuga skeið eða þar til hann lét af störfum árið 1965 eftir hartnær fjörutíu ára þjónustu. Um langt árabil var hann í hópi kunnustu útvarpsmanna, þótt aldrei væri hann þar fastur starfsmaður, en mörgum eru enn í minni þættir þeir, sem hann flutti „um daginn og veginn“, en með flutningi þeirra varð hann með vissum hætti velkominn og kær „heimilisgestur“ meðal þjóðarinn- ar. Frá ungum aldri hafði Jón mik- inn áhuga á ferðalögum og sögu lands og þjóðar og verður að ætla, að sá áhugi hafi fallið vel að áhuga hans á náttúru íslands og hvers kyns náttúrufræðum, enda fléttuð- ust þessir áhuga- og þekkingar- þættir vel saman í ritum hans síð- ar á ævinni. Víst er, að forsvars- menn Ferðafélags íslands, sem stofnað var síðla hausts 1927, hafa snemma fengið augastað á þessum unga manni, og í stjórn félagsins var hann kosinn sex árum eftir stofnun þess. Var afar mikilsvert á þessum bernskuárum félagsins, að í forystusveit þess veldust menn, sem væru líklegir til að vinna félaginu og markmiðum þess traust og hylli meðal þjóðarinnar og hefðu til að bera nægilegt þrek, hugkvæmni og áræði til að hrinda áformum félagsins í framkvæmd. Má ganga að því vísu, að miklar vonir hafi frá upphafi verið bundn- ar við störf Jóns í stjórninni og eigi hefði hann átt þar sæti í hálf- an fjórða áratug, allt til dauðadags 1968, ef hann hefði ekki þótt traustsins verður. Sannast sagna munu þeir menn fáir, sem unnið hafa félaginu af heilli hug og með jafn miklum árangri; má reyndar marka hluta stjómarstarfa hans af ummerkjum sem enginn hætta er á að fyrnist yfir, en vitanlega eru þó mörg stjórnarstörf með þeim hætti að örðugt er síðari tíma mönnum að rekja beinan árangur af starfi einstakra stjórnarmanna umfram aðra. Tvívegis á stjórnarferli sínum gegndi Jón starfi forseta félagsins, þ.e. frá 1935-1937 og aftur frá 1959-1961, auk þess sem hann var varaforseti frá 1956-1959, en þó verður hans líklega frekar minnst, þegar frá líður, fyrir starf sitt sem ritstjóri Árbókar félagsins um nærfellt fjórðung aldar eða frá 1944 til dánardægurs (hann vann að útgáfu Árbókar 1968 í banalegu sinni á sjúkrahúsi). Þeir, sem unn- ið hafa að vandasömum útgáfu- störfum, vita manna best hversu tímafrekt, krefjandi og lýjandi starf ritstjórn af þessu tagi er að jafnaði og víst er að Jón hlífði sér hvergi í þessu trúnaðarstarfi fyrir félagið: Otaldar urðu stundir hans við yfirlestur handrita og prófarka (að vísu með hjálp góðra sam- starfsmanna) cfg hvergi var slegið af kröfum um góðan frágang bók- anna, í texta, myndum og prenti, miðað við þá tækni, sem í boði var á þeim tímum. Við það starf nutu sín vel skarpskyggni, smekkvísi og vandvirkni Jóns, enda var hann með orðhögustu mönnum. Verður að minnast þess, að frá upphafi hefur þótt fengur að hverri Árbók félagsins, á útgáfutíma hennar, þótt af skiljanlegum ástæðum fái hinar eldri þeirra?ekki staðist sam- anburð við hinar nýrri, einkum varðandi mynda- og prentgæði. En Jón lét ekki sitja við ritstjórn- ina eina saman, þótt hún hefði verið hverjum meðalmanni ærið tómstundaverkefni drjúgan hluta úr ári hverju, heldur ritaði hann nokkrar af Árbókum félagsins og fórst það vel úr hendi. Hann samdi Árbækurnar 1958 og 1964, um Húnavatnssýslur, og bera þær góð- an vott um ritleikni hans, sögufróð- leik og staðkunnáttu, en Jón var Húnvetningur, fæddur á Þingeyr- um. Þá samdi hann, ásamt Stein- þóri Sigurðssyni, Árbókina 1942, um Kerlingarfjöll, sem um sumt hefur sérstöðu meðal Árbóka Ferð- afélagsins. í' bókinni er, öðrum þræði, greint frá merkri „land- könnun", sem þeir félagar og aðrir góðir Ferðafélagsmenn fram- kvæmdu á Kerlingarfjallasvæðinu um og eftir 1940. Þessi hrikalegi og fagri fjallaklasi var áður flest- um lítt kunnur, en höfundur Ár- bókarinnar fluttu nú alþjóð að- gengilegan fróðleik um hann. Sér- staklega er vert að minnast þess, að þeir félagar gáfu ýmsum áður nafnlausum kennileitum á þessum slóðum nöfn, mörg þeirra hreim- mikil og eftirminnileg, sem festust í sessi og eru síðan alkunn. Ör- nefnasmíði Jóns var þó síður en svo bundin við þennan stað og væri verðugt viðfangsefni að kanna til hlítar þann þátt í starfi hans við landkönnun og landkynn- ingu og gera skipulega grein fyrir honum, þótt eigi sé það unnt á þessum vettvangi. Þá_ átti Jón einnig greinar í öðr- um Árbókum, fyrr og síðar, m.a. í sumum hinum fyrstu þeirra, svo sem árið 1931, þar sem hann lýsti gönguferð á Eyjafjallajökul, og árið 1932, þar sem hann fjallaði um Snæfellsjökul. Öll voru skrif Jóns í Árbókum, sem og á öðrum vettvangi, með þeim hætti, að á betra varð ekki kosið frá sjónar- hóli lesenda, bæði um málfar og fróðleik, enda er Jón í hópi þeirra vísindamanna íslenskra, sem best hafa ritað á alþýðlegu máli um fræða- og áhugasvið sín. Auk þess, sem þegar hefur ver- ið getið, ritaði Jón margt um land og sögu, sem eigi er unnt að rekja hér, og bjó til prentunar rit ann- arra manna um þau efni. Nægir hér að minna á ritsafnið merka „Hrakninga og heiðavegi", sem þeir stjórnarfélagar í Ferðafélag- inu, Jón Eyþórsson og Pálmi Hann- esson rektor, unnu til útgáfu í fjór- um bindum 1950-1957, og Ferða- bók Sveins Pálssonar, sem Jón bjó einn til prentunar árið 1945 en færð var í íslenskan búning af Pálma Hannessyni og Steindóri Steindórssyni ásamt Jóni sjálfum. Eru þessar útgáfur enn alkunnar og í margra eigu. Þá þýddi Jón ýmsar erlendar ferðabækur, m.a. um heimskautaferðir, sem á sínum tíma þótti fengur að. Jón var kunnur náttúruvísinda- maður og m.a. brautryðjandi í jö- klarannsóknum hér á landi. Var hann helsti frumkvöðull að stofnun Jöklarannsóknafélags íslands árið 1950 og gegndi þar formannsstörf- um meðan ævi entist. Frá fyrstu tíð var hann og aðalritstjóri tíma- rits þess félags, Jökuls, og átti þar ótaldar greinar auk allra þeirra fræðiritgerða, sem hann birti ann- ars staðar. Þeim, sem kynntust Jóni, mun löngum hafa borið saman um það, að hann hafi verið eftirminnilegur maður. Fóru þar saman eldlegur áhugi hans á mörgum framfara- málum og atorka að sama skapi, skarpar gáfur og óvenjuleg þekk- ing á fjölbreyttum sviðum, auk mikillar skoðanafestu, sem stund- um gat þó jaðrað við þrákelkni að sumra mati. í umræðum um þau málefni, er hann lét sér hugleikin, mun honum ekki hafa verið títt að láta hlut sinn fyrir öðrum. Þó var honum lagið að stofna til traustra og góðra kynna. Almælt var, að hann hafi verið hressilegur og hlýr ferðafélagi og tryggur var hann vinum sínum. Á aldarafmæli Jóns Eyþórssonar minnist stjórn Ferðafélags íslands hans með virðingu og þakklæti fyrir merk störf hans í þágu félags- ins og alþjóðar. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags Islands. í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu Jóns Eyþórssonar veðurfræð- ings, sem telja má með mætustu sonum þjóðarinnar á þessari öld og einn merkasta frumkvöðul nátt- úruvísinda á íslandi. Hann fæddist 27. janúar 1885 að Þingeyrum í Húnaþingi, hinu forna mennta- heimili Húnvetninga, og þar var hann jarðsettur að lokinni fjöl- þættri og athafnasamri ævi, en hann lést 6. mars 1968. Foreldrar Jóns voru Eyþór Benediktsson bóndi og kona hans Björg Sigurð- ardóttir, móðir Sigurðar Nordals prófessors sem fæddur var að Ey- jólfsstöðum í Vatnsdal 14. septem- ber 1886. Jón Eyþórsson var frumheiji á sviði veðurfræða, jöklarannsókna og hafísrannsókna. Hann var einn af forystumönnum útvarps á ís- landi, áhrifaríkur ferðafrömuður, landkönnuður íslenskra óbyggða og síðast en ekki síst áheyrilegur orðsnillingur. Hann lét sig skipta þjóðmál og raunar flest sem bar á góma frá degi til dags, enda upp- hafsmaður þáttanna „um daginn og veginn“ í útvarpinu sem löngum var mikið hlustað á. Bækur samdi hann, þýddi ýmsar og stuðlaði að útgáfu merkra rita. Námsferill Jóns var farsæll og hnitmiðaður. Hann var gagnfræð- ingur frá Akureyri, stúdent úr Reykjavíkurskóla, dvaldi síðan þijú ár við náttúrufræðinám í Kaup- mannahöfn, en flutti sig um set til Óslóar þar sem hann lauk cand.mag.-prófi árið 1923. Að svo búnu hélt hann til Björgvinjar vest- anfjalls í Noregi, en þar höfðu reyndar næstliðinn áratug verið unnin hin mestu afrek í veðurfræð- inni. Hafði þar verið að verki lítill hópur ungra vísindamanna undir forystu Vilhelms Bjerknes prófess- ors og eru uppgötvanir þeirra fé- laga enn taldar auðkenna eitt helsta • blómaskeið vísindalegrar veðurfræði. Jón Eyþórsson kynntist því ung- ur því markverðasta sem völ var á í heiminum í þessum fræðum. Hann dvaldist við nám og störf í Björgvin í þrjú ár er hann hélt heim á leið og hóf störf á Veður- stofu íslands árið 1926. Þar starf- aði hann síðan og var deildarstjóri veðurstofu á Reykjavíkurflugvelli frá 1953 til sjötugsaldurs árið 1965. Jón átti lengi sæti í útvarpsráði og var formaður þess Lnokkur ár. í stjórn Ferðafélags íslands sat hann frá 1932 og var forseti þess árin 1935-1937 og 1959-1961. Hann var frumkvöðull að stofnun Jöklarannsóknafélags íslands árið 1950 og fyrsti formaður þess. Nokkur afskipti hafði hann af stjórnmálum eins og áður sagði. Upplýsingar um hafís við Island fyrr á tímum er fyrst og fremst að finna í bók Þorvaldar Thorodds- en, „Árferði á íslandi í þúsund ár“. Þar er kafli um hafís frá landn- ámi til ársins 1915. í „Veðrátt- unni“, mánaðaryfirliti Veðurstofu íslands um veðurfar á íslandi, hef- ur allt frá og með árinu 1924 birst stutt yfirlit um hafís við strendur landsins. En Jón Eyþórsson stuðl- aði að tíðari könnun á hafís en verið hafði og hóf samningu sam- felldrar lýsingar. Árlegar skýrslur um hafís við strendur Islands birti hann síðan í tímaritinu Jökli, tíma- riti Jöklarannsóknafélagsins, tíma- bilið 1953 til 1966 eða hartnær hálfan annan áratug. Tóku þá aðr- ir við og eru ársskýrslur um hafís við strendur íslands nú í höndum hafísverkefnahóps Veðurstofunn- ar. í skjalasafni Veðurstofunnar eru „hafísbækur“ fyrri áratuga með tilkynningum frá skipum, flugvél- um og strandstöðvum um hafís — tilsýndar á sjónum eða niður undan að sjá úr flugvélinni. Stundum birt- ast þær daglega í bókunum, jafn- vel margar á dag, en þess á milli líður lengra á milli. Stundum er mikili hafís, stundum lítill. Gagn- o’rðar á góðu, látlausu og litríku máli koma þær ein af annarri, blaðsíðu eftir blaðsíðu, þessar til- kynningar, skrifaðar fallegri rit- hönd eljumanns við skylduverk sem hann skapar úr vísindi. Runan verkar undarlega á mann. Einum þræði virðist þessi samhengislausa upptalning bera vitni um sóun á kröftum hæfileikamanns, en öðr- um þræði veit maður að hér liggur fjársjóður sem fræðimenn í öðrum heimshornum spyija um og girn- ast. Jónas Jónsson frá Hriflu minnt- ist Jóns Eyþórssonar hlýlega í all- I langri grein í Minningaþáttum Tímans, 15. maí 1968. Var það fyrsta grein í 1. tölublaði 1. ár- gangs þáttanna. Vísa ég þangað um frekari upplýsingar, en ekki síður í V eðurfræðingatal eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur bóka- safnsfræðing. Þar er m.a. skrá um rit Jóns, á þriðja hundrað greinar og rit af margvíslegu tagi. Svo vill til að ég kynntist Jóni þegar ég var í sveit nokkur sumur í Sólheimakoti í Mýrdal, en þaðan lögðu þeir Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur upp í árlegan leið- angur upp á Mýrdalsjökul. Fór ég með þeim ásamt Erlingi Sigurðs- syni í Sólheimakoti upp að jökulrót- um en þar skildu leiðir. Ég pjakkurinn sneri heim á Mósu sem borið hafði leiðangursbyrði upp heiðina. Eitt sinn tæmdi Jón vasa sína af smámynt og gaf mér. En hann var líka óspar á fróðleiksmol- ana á leið okkar upp heiðina, sem ég nú minnist — um leið og ég minnist margþættra brautryðj- endastarfa hans í þágu íslenskra vísinda. Dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur, verkefnisstjóri hafísrannsókna, Veðurstofu Islands. Hinn 27. janúar 1995 minnumst við aldarafmælis Jóns Eyþórsson- ar, brautryðjanda í jökla- og veður- fræðirannsóknum hér á landi. Jón var Húnvetningur, bóndasonur frá Þingeyri og einn þeirra aldamóta- manna sem af miklu kappi og ósér- hlífni lögðu grundvöll að fjölmörg- um þáttum íslensks nútímaþjóðlífs. Hann var veðurfræðingur og jökla- fræðingur og vann geysimikið starf við að fræða þjóðina um land sitt og náttúru þess, bæði í útvarpi og sem rithöfundur og þýðandi. Hann starfaði við Veðurstofu ís- lands í rúma fjóra áratugi að veð- urspám og rannsóknum á sögu loftslagsbreytinga, einkum á hita- stigi og á hafískomum til landsins. Áður starfaði hann í fimm ár við Veðurstofuna í Bergen, sem þá var qfc. heimsmiðstöð veðurfræðirann- sókna, en meistaraprófi lauk hann frá Óslóarháskóla 1923. Á Noregs- árunum kynntist hann jöklarann- sóknum og hóf samstarf við sænska jöklafræðinginn Hans Wil- helmson Ahlmann að jökla- og veðurathugunum í Jötunheimum. Saman reistu þeir fyrstu háfjalla- veðurstöð á Norðurlöndum, á Fan- araken, 2.070 m y.s. Samhliða miklu starfi á Veðurstofunni vann Jón að fjölmörgum öðrum verkefn- um. Hann vann að stofnun Ríkisút- varpsins, var um skeið formaður útvarpsráðs og þættir hans um Daginn og veginn öfluðu honum mikilla vinsælda um allt land. *** Hann sat í stjórn Ferðafélags ís- lands i 35 ár, var forseti þess 1935-37 og 1959-68, ritstjóri Árbókar félagsins í nær aldarfjórð- ung og skrifaði sjálfur þijár þeirra. Það sem lengst mun halda á lofti nafni Jóns Eyþórssonar er framlag hans til jöklarannsókna. Árið 1930 hóf hann kerfisbundnar mælingar á stöðu jökulsporða, sem enn er haldið uppi af fjölmörgum sjálfboðaliðum. Ásamt vini sínum, prófessor Hans Ahlmann frá Stokkhólmsháskóla, skipulagði hann og stjórnaði sænsk-íslenska Vatnajökulsleiðangrinum 1951, sem vann að könnun á þykkt jök- ulsins með jarðsveiflumælingum. Árið 1950 stofnaði Jón Jöklarann- sóknarfélag íslands og var hann formaður og aðalritstjóri Jökuls til dauðadags. Hann hafði einstakt lag á að laða fólk til samstarf og nutu bæði Jöklarannsóknafélagið og Ferðafélag íslands þess. Þeir eru ófáir sem Jón taldi á að ganga í þessi félög. Jöklarannsóknafélagið er félag áhugamanna um að efla rannsókn- ir og ferðalög á jöklum og að kynna niðurstöður jöklarannsókna. Án þessa félags væru jöklarannsóknir mun skemmra á veg komnar en nú er og með félögum þess mun minningin um stofnandann, braut- ryðjandann og eldhugann Jón Ey- þórsson lifa. Helgi Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.