Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hlutafjáraukning í Slippstöðinni-Odda Bæjarráð nýtir ekki forkaupsrétt BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær að nýta ekki forkaupsrétt sinn að hlutafjáraukningu í Slippstöðinni- Odda. í bréfi Slippstöðvarinnar til bæjarráðs er greint frá því að stjóm fyrirtækisins hafi ákveðið að nýta heimild til aukningar á hlutafé þess um 30 milljónir og er Akureyrarbæ sem hluthafa boðið að neyta forkaupsréttar í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína. Vantar viðbótarfé vegna endurbóta Á fundi bæjarráðs var lögð fram greinargerð frá formanni Iþrótta- og tómstundaráðs þar sem m.a. er bent á að fjárveitingar til við- halds og endurbóta íþróttamann- virkja á þessu ári sé óviðunandi með tilliti til skuldbindinga bæjar- ins um endurbætur á íþróttahöll- inni vegna HM-95. íþrótta- og tómstundaráð hefur farið þess á leit að fjárveitingar til þessa verði hækkaðar um 10 milljónir króna. Bæjarráð sá sér ekki fært að verða við þessu erindi. Engin fyrirheit um breytingar á íþróttahöll Bréf hljómsveitarráðs Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands með fyr- irspurn. um hvort íþróttahöllin verði til reiðu fyrir tónleika hljóm- sveitarinnar og söngvaranna Kristjáns Jóhannssonar og Sigr- únar Hjálmtýsdóttur og hljómburð- ur þar bættur var tekið fyrir á fundi bæjarráðs. í bókun bæjarráðs kemur fram að það treystir sér ekki til að gefa fyrirheit um nauðsynlegar breyt- ingar á Iþróttahöllinni fyrir þennan tíma, þar sem slíkar aðgerðir ska- rast við nauðsynlegar framkvæmd- ir vegna HM-95 og vegna fjárhags- legrar getu á yfirstandandi ári. Hins vegar er bæjarráð reiðubúið að veita hljómsveitarráði fyrirheit um stuðning við tónleikana tit að mæta kostnaði við bráðabirgðaað- stöðu í öðru húsnæði. Þá ítrekaði bæjarráð þá afstöðu sína að íþróttahöllin verði einnig nýtt til tónleikahalds í framtíðinni. AKUREYRI Ákvörðun um viðskipti ÚA við SH eða ÍS um helgina Viðræðuhópur fær lokagögn í dag SKÝRSLUR Nýsis hf. ráðgjafarþjón- ustu og Andra Teitssonar ráðgjafa hjá Kaupþingi verða að mestu leyti tilbúnar í dag, föstudag og mun svo- kallaður viðræðuhópur bæjarstjórnar fá frumdrög þeirra í hendur á fundi sem boðaður hefur verið síðdegis. Skýrslur þessar eru einu gögnin sem vantar til að bæjarstjóm hafí forsendur til að ákveða hvoru fisk- sölufyrirtækjanna, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eða íslenskra sjávarafurða, verði falið að selja af- urðir Útgerðarfélags Akureyringa. Viðræðuhópur bæjarstjómar var sérstaklega skipaður til að fjalla um þetta mál og ræða við þá aðila sem sýnt hafa áhuga á að kaupa hluta- bréf Akureyrarbæjar i Útgerðarfé- lagi Akureyringa. Hópurinn fær skýrsluna í hendur um hádegi og mun fjalla um hana á fundi síðdegis, en einnig er gert ráð fyrir fundi á laugardagsmorgun. Viðræðuhópurinn skilar væntan- lega áliti sínu til bæjarráðs sem lík- lega verður kallað saman til auka- fundar um helgina til að fjalla um það. Ákvörðun verður tekin á fundi bæjarstjórnar, en slikan fund þarf að boða með tveggja sólarhringa fyrirvara. Gert er ráð fyrir að tillaga muni liggja fyrir um helgina og gæti farið svo að boðað yrði til auka- fundar í bæjarstjórn til að ljúka málinu. Skoðum allan pakkann Gísli Bragi Hjartarson bæjarfull- trúi Alþýðuflokks sagði að menn biðu eftir niðurstöðum skýrslnanna, áður en þær lægju fyrir væri ekki eðlilegt að vera með yfirlýsingar um hvor kosturinn væri betri, tilboð IS um flutning til Akureyrar eða tilboð SH um að tryggja 80-100 störf á Akur- eyri. „Við verðum að skoða allan pakkann, fýrr er ekki hægt að taka ákveðna afstöðu. Við munum að sjálfsögðu hafa hagsmuni ÚA og Ákureyringa að leiðarljósi þegar við tökum ákvörðun," sagði Gísli Bragi. Á bæjarmálafundi Alþýðuflokks- ins í vikunni var rætt um tilboð fisk- sölufyrirtækjanna tveggja og að sögh formanns Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar, Finns Birgissonar, var stemmningin á fundinum þannig að tilboð SH væri meira spennandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór ANDRI Teitsson ráðgjafi var að leggja lokahönd á skýrslu sína um hver áhrifin yrðu skipti Útgerðarfélag Akureyringa um söluað- ila í gær, en viðræðuhópur bæjarstjórnar mun fá frumdrög skýrsl- unnar til umfjöllunar í dag. Fyrrverandi framkvæmdastj óri ÚA luuiguiiuiaviv' iivi iimitt NEMENDUR á 30 tonna námskeiðinu með Þórunni Bergsdóttur skólastjóra Dalvíkurskóla og kennurunum Júlíusi Krisljánssyni (lengst t.v.) og Birni Björnssyni (lengst t.h.). Vinabæir Akureyrar styrkja Súðvíkinga Luku pungaprófi ELLEFU nemendur luku nýlega 30 tonna námskeiði á vegum Námsflokka Dalvíkurskóla. I jan- úar var bann við veiðum smábáta og hefur þessi tímasetning al- mennt mælst vel fyrir. Nemendur sóttu allar almenn- ar greinar varðandi skipstjórn, siglingafræði, siglingareglur, siglinga- og fiskileitartæki, stöðugleika, fjarskipti, veður- fræði, skyndihjálp og eldvarnir. FORSETI bæjarstjómar Ála- sunds, vinabæjar Akureyrar í Nor- egi, hefur sent hlýjar kveðjur til íbúa Akureyrar og íslands vegna hörmunganna á Vestfjörðum og í bréfi frá forsetanum er boðin fram hjálp Álasunds og tilkynnt að ákveðið hafa verið að gefa fé tii söfnunarinnar „Samhugur í verki“ og gangast fyrir fjársöfnun í Nor- egi og hjá öðrum vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndum. Á fundi bæjarráðs í gær var einnig heitið fullum stuðningi við verkefni Sambands íslenskra sam- vinnufélaga um samvinnu allra sveitarfélaga á landinu um aðstoð við Súðavíkurhrepp í þeim miklu erfíðleikum sem hann stendur frammi fyrir nú. Flutningur ÍS norður yrði mikil lyftistöng’ GÍSLI Konráðsson fyrr- verarídi framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa segist ekki hika við að rhæla frem- ur með tilboði íslenskra sjávarafurða um flutn- ing höfuðstöðva fyr- irtækisins frá Reykja- vík til Akureyrar en þeim tilboðum sem Söl- umiðstöð hraðfrysti- húsanna lagði fram til eflingar atvinnulífs á Akureyri. Tilboð beggja fisksölufyrirtækj anna eru háð því að jjau hafi sölu afurða UA með Gísli Konráðsson höndum. Gísli var fram- kvæmdastjóri ÚA um áratuga skeið. „Ég hef lagt þetta niður fyrir mér og sýnist sem hagsmunir Sölumið- stöðvarinnar annars vegar og Akur- eyrarbæjar hins vegar stangist á. Þegar ég tek afstöðu í máiinu hika ég ekki við að taka afstöðu með mínum bæ. Ég álít að flutningur ÍS hingað verði mikil lyftistöng fyrir bæinn og ekki veitir af að einhvers staðar á landsbyggðinni myndist mótvægi við því sterka afli sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er kær- komið tækifæri til þess,“ sagði Gísli Konráðsson. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur selt afurðir ÚA um langt ára- bil, en Gísli sagði að ekki hefði áður verið í umræðunni að fyrirtækið tæki þátt í atvinnulífi á Ákureyri, ein- hvern tíma hefði verið rætt um að hafa umbúðalagera úti um landið, sem greiða átti fyrir aðgangi við- skiptavina að umbúð- um. Slíkum lagerum hafi einhvers staðar verið komið upp en ekki á Akureyri. Hagsmunum ekki stefnt í voða Gísji sagði hagsmun- um ÚA ekki stefnt í voða þó svo skipt yrði um fisksölufyrirtæki. „Ég dreg enga dul á að samskipti við SH hafa alla tíð verið ánægjuleg og góð og hef ekkert við Sölumiðstöðina að sakast. ÚA hefur haft gott af samvinnu við SH og öfugt,“ sagði framkvæmdastjór- inn fyrrverandi. „Að vandlega athuguðu máli tel ég að það að stórt, öflugt framtíðar- fyrirtæki muni setjast að á Akureyri sé betri kostur heldur en útibú frá SH,“ sagði Gísli, en hann telur tilboð SH um eflingu atvinnulífs á Akur- eyri fremur lauslegt og kallar það samtíning eða mola sem fyrirtækið láti falla af sínu borði. Gísli sagðist vita að skoðanir um málið væru skiptar, en margir væru sama sinnis og hann. „Ég tel sterkan vilja meðal Akureyringa að fá höfuð- stöðvamar hingað til eflingar aku- reyrsku atvinnuiífi og uppbyggingu sem mótvægi við suðvesturhornið. Það væri þó ekki sársaukalaust að kveðja Sölumiðstöðina kæmi til þess, en hagsmunir Akureyringa og Akur- eyrar vega þyngra í mínum huga,“ sagði Gísli. Tvær söngkonur með tónleika TVÆR ungar söngkonur, þær Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir, halda tón- leika í Deiglunni, Kaupvangs- stræti á Akureyri á morgun, laugardaginn 28. janúar kl. 17.00. Þær luku báðar söngkenn- araprófi frá Söngskólanum í Reykjavík síðastliðið vor. Með- leikari þeirra á tónleikunum er Kolbrún Sæmundsdóttir. Efnisskráin samanstendur að mestu leyti af dúettum. Á fyrri hluta tónleikanna eru dúett'ar eftir Purcell, Brahms, Schumann og ljóðaflokkur fyrir 2 raddir eftir Britten. Á síðari hluta þeirra eru dúettar og einsöngs- lög í léttari kantinum eftir ýmsa höfunda. Þær Ágústa og Sigrún fluttu þessa tónleika í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni, í nóvember síðastliðnum við góðar undirtekt- ir og vilja þær nú Ieyfa Akur- eyringum að heyra hvað þær hafa fram að færa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.