Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIINIU
FRÉTTIR: EVRÓPA
Morgunblaðið/Rúnar Þór
AKRABERG við bryggju á Akureyri, en fyrir aftan það er Margrét EA.
Akrabergið á veiðar
AKRABERG, frystitogari Sam-
herja á Akureyri og færeyskra
meðeigenda þeirra, lét úr höfn á
Akureyri síðla kvölds í gær eftir
viðamiklar breytingar. Skipið fer
fyrst til Færeyja en síðan á þorsk-
veiðar í Barentshafi. Þar á skipið
um 2.500 tonna kvóta, þar af um
2.000 tonn af þorski. þetta verður
fyrsta veiðiferðin eftir að Sam-
heiji hóf útgerð þess. Reiknað er
með að hún standi í allt að 6 vik-
ur, en síðan verður skipinu haldið
til úthafskarfaveiða á Reykjanes-
hrygg fram undir haust. Þá fer
það á ný norður í Barentshafið,
en reiknað er með að kvóti þess
dugi í þrjár veiðiferðir. Breyting-
arnar á skipinu kostuðu um 100
mill. kr. og munar mestu um al-
gjöra endumýjun á millidekki, en
þar er nú ný flakavinnslulína og
frystikerfi. Möguleg frysting á
sólarhring em 25 til 30 tonn af
flökum, en skipið ber 450 tonn af
flökum í lest. Skipstjóri er Fær-
eyingurinn Eyðunn á Bergi og er
áhöfn öll færeysk að undanskildum
fjóram íslendingum, sem hafa
umsjón með vinnslunni.
Ný reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu
Allur undirmálsfiskur
skal reiknast til kvóta
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur ákeðið að fella úr gildi undan-
þáguákvæði þess efnis að þriðjungur
undirmálsfisks, sem komið er með
að landi, reiknist utan kvóta. Þetta
er gert að tillögu samstarfsnefndar
um bæta umgegni um auðlindir sjáv-
ar. Samkvæmt reglum sem gilt hafa
nokkur undanfarin ár, hefur undir-
málsfiskur aðeins að tveimur þriðju
hlutum reiknazt til kvóta fiskiskips,
enda hafí hann ekki farið yfir 10%
af heildarafla þess í veiðiferð. Miðað
hefur verið við 50 sentímetra þorsk
eða minni, 45 sentímetra ýsu og 500
gramma karfa.
í áfangaskýrslu sem samstarfs-
nefndin skilaði til sjávarútvegsráð-
herra í desember síðastliðnum er
lagt til að afnumin verði sú regla
að hluti undirmálsfisks teljist ekki
til kvóta. Segir í skýrslu nefndarinn-
ar, að athuganir sýni að stór hluti
eða allt að 70 til 80% þess físks,
sem landað er sem undirmálsfíski,
standist mál. Telur nefndin að
ómögulegt sé fyrir vigtarmenn að
fylgjast með því að reglan sé ekki
misnotuð og að löndun físks undir
máli fari vaxandi. Reglan leiði því
til sjálftöku á kvóta og eigi að af-
nemast.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur því
ákveðið að fara að tillögu sam-
starfsnefndarinnar og hefur gefíð
út reglugerð, sem fellir úr gildi of-
angreint undanþáguákvæði varð-
andi undirmálsfisk. Reglugerð þessi
tekur gildi fyrsta febrúar næstkom-
andi og frá og með þeim degi reikn-
ast því fiskur undir ofangreindum
mörkum að fullu til kvóta.
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1984-l.il. 1988-l.fl.A 6 ár 1990-l.fl.D 5 ár 01.02.95 -01.08.95 01.02.95 -01.02.96 10.02.95 kr. 68.876,70 kr. 28.881,30 kr. 16.480,50
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 27. janúar 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS
Portúgalar vilja
meiri kvóta á
N-Atlantshafi
FULLTRÚAR portúgalskra útgerð-
armanna kvörtuðu sáran yfir kvóta-
leysi er þeir gengu á fund sjávarút-
vegsnefndar Evrópusambandsins
fyrr í vikunni. Fram kemur í fundar-
gerð að útgerðarmennirnir telji
framleiðslu portúgalska úthafsveiði-
flotans hafa dregizt saman um 60%,
úr 160.000 tonnum í 65.000, frá því
ríkið gekk í ESB árið 1986.
Útgerðarmennirnir bentu á þijú
svæði, sem gætu skilað Portúgal
meiri kvóta. í fyrsta lagi Norðvestur-
Atlantshaf, þar sem fylgja yrði harð-
ari stefnu gagnvart Kanada. Portúg-
alarnir fóru fram að Bretland og
Þýzkalánd létu hluta af kvóta sínum
til Portúgals.
í öðru lagi vilja portúgölsku út-
gerðarmennirnir meiri kvóta við
Svalbarða og benda á að aðeins 0,3%
af kvóta ESB af íshafsþorski komi
í þeirra hlut.
í þriðja lagi fara Portúgalar fram
á meiri karfa- og þorskkvóta í græn-
lenzkri lögsögu. Núverandi kvótaút-
hlutun veitir Portúgölum engan kvóta
þar (þeir eiga ekki sögulegt tilkall
til kvóta þar fremur en við Sval-
barða), en þau aðildarríki, sem fá
kvótann, nýta ekki nema 20% af
honum.
Portúgölsku útgerðarmennirnir
buðu sjávarútvegsnefndarmönnum
að sjá „eymdarástandið" i sumum
fiskibæjum í Portúgal. „Við gengum
ekki í Evrópusambandið til þess að
þetta yrði svona,“ sögðu þeir.
Verðbólga
eykst
ÍESB
• VERÐBÓLGA í Evrópusam-
bandsríkjunum var að meðaltali
3,1% í desember síðastliðnum og
hafði aukizt um 0,1% frá því í
nóvember. Þetta er fyrsta meðal-
talsaukning verðbólgunnar í
fimm ár. Frakkar búa við minnsta
verðbólgu en Grikkir mesta. Þess-
ar tölur taka einvörðungu mið af
ríkjunum tólf, sem voru í sam-
bandinu þar til um áramót. Des-
emberverðbólgan var 2,6% í Aust-
urríki, 1,6% í Finnlandi og 2,5%
í Svíþjóð, þannig að búast má við
að meðaltalið lækki lítillega við
inngöngu þeirra. Verðbólga í
Bandaríkjunum var 2,7% í desem-
ber og 0,5% í Japan.
• LEON Brittan, sem fer með
utanríkisviðskipti í framkvæmda-
stjórn ESB, og franski utanríkis-
ráðherrann Alain Juppe era á
leið til Washington í opinbera
heimsókn. Þeir munu meðal ann-
ars ræða ráðningu framkvæmda-
stjóra nýju heimsviðskiptastofn-
unarinnar, WTO. ESB hefur stutt
Renato Ruggiero, en Bandaríkin
Carlos Salinas, fyrrverandi for-
seta Mexíkó.
• BRETAR vinna að meðaltali
lengstu vinnuvikuna ínnan ESB,
eða 43,3 stundir. Stytzt er vinnu-
vikan í Belgíu, 38,2 stundir.
• KÖNNUN framkvæmdastjórn-
ar ESB sýnir að bifreiðar eru
dýrastar í Frakklandi og Þýzka-
landi.
• SÁTTANEFND Evrópuþings-
Verðbólga í ríkjum
ESB í desember '94
Samanburður á neysluverðsvísitölu
í desember 1994 og desember 1993
Ríkj 0 2 4
Grikkland
Spánn
Ítalía
Portúgal
Bretland
Þýskaland
Austurríki
Holland
Svíþjóð
írland*
Danmörk
Lúxembúrg
Frakkland
Finnland
4»3
12.1
irrri
4.2|
0,0
7ML
.3,5
ZMl
L9
aT
1994
1993
Meðaltal
ESB-ríkja**
'Nóvember 1994 0 2
'* 12 ríki í desember 1994
Heimlld: Eurostat.
ins og ráðherraráðs ESB hefur
loks náð samkomulagi um fram-
lög til mennta- og æskulýðsverk-
efnanna SOKRATES og „Æska í
Evrópu“. Fyrra verkefnið fær um
71.5 milljarða króna framlag
næstu fimm árin, og það síðara
10.6 milljarða. Verkefnin eiga að
hvetja ungt fólk til að leita sér
menntunar í öðru landi en heima-
landi sínu og kynnast tungu og
menningu annarra Evrópuþjóða.
Tryggingafélög
hvelja til frelsis í
varahlutaverzlun
Brussel. Reuter.
TRYGGINGAFÉLÖG í Evrópusam-
bandinu hvetja ákaft til þess að frelsi
í viðskiptum með bílavarahluti verði
aukið, þar sem núverandi fyrirkomu-
lag hækki verulega viðgerðareikn-
inga viðskiptavina þeirra.
Samkvæmt uppkasti að nýjum
reglum Evrópusambandsins fá
framleiðendur varahluta „til við-
gerða“ aðeins að halda einkaleyfi á
framleiðslu hlutarins í þijú ár eftir
að hann er settur á markað. Trygg-
ingafélögin styðja þessar tillögur,
en evrópskir bílaframleiðendur hafa
hins vegar lagzt eindregið gegn
þeim og halda því fram að með
þessu sé lögvemdun á hönnun bif-
reiða í hættu.
Núverandi reglur breytilegar
Núverandi reglur í Evrópusam;
bandslöndum eru breytilegar. í
Bretlandi hafa framleiðendur vara-
hluta til dæmis ekkert einkaleyfi,
en í sumum öðrum ríkjum er allt
að 30 ára einkaleyfi á t.d. fram-
leiðslu stuðara eða framljósa.
Samtök bflaverkstæða, neyt-
endasamtök og sjálfstæðir vara-
hlutaframleiðendur styðja trygg-
ingafélögin í baráttunni við bíla-
framleiðendur.