Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 17 Reuter RUPERT Smith (2. frá hægri), nýr yfirmaður herja SÞ í Bosn- íu, kemur til Sarajevo í gær í fylgd lífvarðar og rússnesks embættismanns hjá SÞ, Victor Andreev (fyrir miðju). Á móti þeim tekur Herve Gobillard, yfirmaður heija SÞ í Sarajevo. Smith tekur við stjórn heija SÞ í Bosníu Orðvar og glögg- ur herstjórnandi BRESKI undirhershöfðinginn Rupert Smith kom í gær til Sarajevo til að taka við yfírstjóm heija Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Bosníu af landa sínum sir Michael Rose. Við komuna sagðist Smith vonast til þess að það tækist að koma á varanlegum friði í kjölfar vopnahlésins, sem tók gildi um áramót. Stjórnmálaskýrendur segja að verkefni Smiths verði fyrst og fremst að koma gæsluliðum SÞ fyrir á milli stríðandi fylkinga til að koma í veg fyrir þjóðemisátök og að fá Bosníu-Serba, múslima og Króata að samningaborðinu að nýju. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um verkefni sín. Mun rórra er yfir Bosníu nú en fyrir ári er Rose tók við. Á því eina ári sem hann var yfir herjun- um tókst honum að aflétta ums- átri Bosníu-Serba um Sarajevo, hafði umsjón með vopnahléssamn- ingum múslima og Króata í mið- hluta Bosníu og átti sinn þátt í að koma á vopnahléinu um ára- mótin. Hann hefur átt í harðri baráttu við Serba, sem hafa hvað eftir annað komið í veg fyrir flutn- ing á mat og hjálpargögnum, og tekið friðargæsluliða í gíslingu til að veija skotmörk. Rupert Smith er 51 árs. Hann fór fyrir hersveit Breta í Persaflóa- stríðinu og hlaut heiðursmerki fyr- ir framgöngu sína. Hann þykir glöggur herstjómandi eins og Rose en orðvarari en fyrirrennarinn. Fjárskortur vegna áhugaleysis Sameinuðu þjóðirnar óttast að ferð sú sem farin var með sjúkl- inga frá Sarajevo til lækninga í Danmörku í gær, væri sú síðasta í röðinni. Segja talsmenn SÞ að fjármagn til flutninganna væri á þrotum þar sem fjölmiðlar sýni ástandinu ekki lengur áhuga. Dan- mörk er nú eina landið sem býður sjúkrarúm handa veikum og slös- uðum Bosníumönnum. Sprenging í eldflaug með fjarskiptahnött Mikið áfall fyrir Kínverja og metnað- arfulla sjónvarpsjöfra Peking. Reuter. SPRENGING varð í kínverskri eld- flaug í gær eftir að henni hafði verið skotið á loft með fjarskipta- hnött. Þetta er mikið áfall fyrir Kínveija, sem höfðu tryggt sér samninga um tugi geimskota, og einnig fyrir sjónvarpsfyrirtæki sem ætluðu að nota gervihnöttinn til útsendinga á hinum risastóra markaði í Asíu. „Um 45 sekúndum eftir flugtak, sem gekk eðlilega fyrir sig, varð sprenging, að öllum líkindum þeg- ar hjálparflaugin losnaði frá,“ sagði einn af hundrað fulltrúum vestrænna sjónvarpsfyrirtækja sem fylgdust með geimskotinu í geimferðamiðstöðinni í Xichang. Hann sagði að „rauðgulur eld- hnöttur" hefði sést áður en eld- flaugin hrapaði á bak við fjall og sprakk. Gervihnötturinn hrapaði á annað fjall. „Þetta gerðist ekki mjög langt í burtu,“ sagði sjónarvotturinn. „Við fundum hitann og fólk óttað- ist að flaugin gæti hrapað á okk- ur.“ Geimflaugin, sem nefnist „Gangan mikla“, átti að koma fjar- skiptahnettinum Apstar 2 á braut um jörðu. Hnettinum var ætlað að gjörbylta fjarskiptum og sjón- varpsútsendingum til Asíu, Aust- ur-Evrópu, Norður-Afríku og Ástralíu. Metnaðarfull áform Apstar 2 átti að bjóða upp á hundrað stafrænar sjónvarpsrásir, sem hefðu gert sjónvarpsfyrir- tækjum kleift að ná til svæða sem byggð eru tveimur þriðju mann- kynsins. Á meðal sjónvarpsfyrirtækj- anna eru Turner Broadcasting. íþróttarásin ESPN, Home Box Office, Discovery Channel, Tele- vision Broadcasts í Hong Kong og Reuters Television. Sprengingin er einnig mikið áfall fyrir Kínveija, sem hafa und- irboðið keppinauta sína á sviði geimskota og tryggt sér samninga um að skjóta 25-30 gervihnöttum á loft fyrir aldamót. Þeir höfðu einnig samið við Motorola-síma- fyrirtækið um að skjóta á loft 65 gervihnöttum fyrir árið 2003 til að skapa þráðlaust gervihnatta- símkerfi sem næði út um allan heim. Skilaboð til Dimmu í Kaffileikhúsi Hlaðvarpans Niðurbrotin að breyta heiminum ELÍSABET skrifaði einþáttunginn ÞÓREY leikur Dimmu upp úr stærra leikriti. sem fær ýmis skilaboð. Skilaboð til Dimmu eftir Elísabetu Jökulsdóttur eru nú sýnd í Hlaðvarp- anum. Þórey Sigþórs- dóttir fer með eintal ungu konunnar sem hefur misst sjónar á veruleikanum. SKILABOÐ til Dimmu eru um þess- ar mundir sýnd í Kaffileikhúsi Hlað- varpans. Leikhúsið er opið um helg- ar, stundum frá fimmtudögum og hefur ýmsar veitingar í boði. Skila- boðin eru einleikur eftir Elísabetu Jökulsdóttur og það er Þórey Sig- þórsdóttir sem fer með hlutverk Dimmu. Þessar ágætu konur hittu blaðamann einn kaldan en sólbjartan morgún í vikunni. í eldhúsinu hjá Elísabetu er kaffið sterkt, varalitiír, andlitskrem og pappírar á borðinu og útsýn á afar blátt fjall frá glugganum. Þórey segir venju að nemendur í þriðja bekk Leiklistarskólans velji sér mónólóg eða eintal til að flytja og henni hafí fundist Elísabet spennandi höfundur. Á þessum tíma var hún að skrifa stórt leikrit með Dimmu í forgrunni. Þannig lá beint við að taka hana út úr í eintal og reyna að gefa heilsteypta mynd af persón- unni. Elísabetu virðist hafa tekist það ágætlega, því einþáttungurinn er sagður makalaust góður í umfjöllun leikhúsgagnrýnanda Morgunblaðsins sumarið 1992. Þá lék Þórey Dimmu í Héðinshúsinu. I gagnrýni Súsönnu Svavarsdóttur segir að leikur Þóreyjar sé mjög skemmtilegur. „Hún sveiflar þessari einmana persónu fram og til baka: Konan er alltaf að missa stjóm á tilfínningum sínum - það er að segja þeim neikvæðu - en brosir svo afsak- andi, grípur þær á lofti, stingur þeim niður í gufupottinn og skellir lokinu á, verður ofsakát, bros hennar strítt, hlátur hennar örvæntingarfullur. Hún má ekki sýna reiðina, sársauk- ann og óttann, bælir þessar ljótu til- fínningar; hún er jú í ballkjól og ákveður að leggja sig og fara svo og kaupa varalit. Þetta lítur allt ósköp vel út - en hún er ekki glöð.“ Hvers vegna er hún svona örvænt- ingarfull, spyr ég og kemst að því að kærastinn hefur farið frá henni og ekki nóg með það því Dimma hefur líka misst pabba sinn. „Hún er ung Reykjavíkurstúlka sem verður fyrir áfalli," segir Elísabet, „og það er henni um megn. Hún virðist hafna alveg þessari staðreynd, þessum raunveruleika, og búa sér til nýjan. Þar þarf ekki að hafa tilfínningar, heldur taka við skilaboðum og ljá þeim merkingu. Þau geta falist í bfl- númerum, götuheitum, því sem fólk segir eða segir ekki, þörf manneskj- unnar fyrir tilgang er svo merkileg. Sérstaklega ■ þörfin fyrir einhveija æðri merkingu. Eftir seinni heims- styijöldina fór fólk að þjást af ofboðs- legri tilgangsleysistilfinningu." Þórey segir að þrátt fyrir sársauka Dimmu sé hún býsna sniðug. Textinn sé kómískur og Dimma hafi göfugt markmið. „Hún ætlar að bæta heim- inn þótt hún geti ekki tekist á við sjálfa sig og hafí ekki lengur nokkur tengsl við aðra.“ Þetta er að sögn Elísabetar gamla sagan um að fólk vilji breyta öllu öðru en sjálfu sér. „Þar verður maður þó að byija," bætir hún við, „ef mannleg sam- skipti eiga að haldast heilbrigð." Elísabetu finnst merkilegt hvað fólk er sterkt í veikleika sfnum, Dimma trúi því í raun og veru að skilaboð hennar eigi erindi við menn- ina. „Það eru náttúrlega engar smá- ræðis lausnir í gangi, sumum fínnst þeir vera Napóleon eða Júlíus Sesar. Þetta er nú dáldið flott.“ En Dimma sem sagt telur sig eiga að taka við mikilvægum skilaboðum. „í gagnrýni Morgunblaðsins frá því í júní 1992 segir að skilaboðin komi utan úr blánum - að handan - innan úr ráðvilltum hausnum á henni. „Það skiptir ekki máli. Aðalatriðið er að hún hefur afsalað ábyrgð á lífi sínu og bregst við þessum skilaboðum og stekkur eftir þeim út og suður, í stað þess að setja spurningarmerki við þau. Hún getur meira að segja leitt rök að því að það sé eitthvert vit í skilaboðunum. Þau eru flótti hennar og sjálfsblekking; leið til að þola lífið - en ekki til að takast á við það.“ Þ.Þ. STEINAR WAAGE ----- SKÓVERSLUN --------\ Töflutilboð r POSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE # -----:-----------JT SKOVERSLUN ^ EGILSGÖTU 3 SIMI 18519 <0° Ioppskórinn steinarwaage VELTUSUNDI SÍMI: 21212 SKÓVERSIUN ^ VI8 INGÓLFSTORG KRINGIAN 8-12 SÍMI 689312 "Þ-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.