Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 7 FRÉTTIR Einhugur á almennum félagsfundi V erkamannafélagsins Dagsbrúnar um verkfallsboðun Heimíld var samþykkt án mótatkvæða HUGUR var í fundarmönnum á almennum félagsfundi Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar sem haldinn var í Bíóborginni í gær. Þar var mótatkvæðalaust sam- þykkt að veita stjórn og trúnaðar- mannaráði félagsins heimild til verkfallsboðunar. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, gerði í upp- hafi fundarins grein fyrir þeim kröfum sem settar hefðu verið fram í viðræðum við vinnuveitendur, en meðal annars er þess krafist að lágmarkslaun verði 50 þús. kr. á mánuði og skattleysismörk hækki í 60 þúsund krónur. Guðmundur sagði að raunveru- lega hefði slitnað upp úr viðræðum Flóabandalagsins svokallaða við vinnuveitendur í síðustu viku, en ásamt Dagsbrún eru í bandalaginu Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- fírði og Verkalýðs- og sjómannafé- lag Keflavíkur. Sagði Guðmundur vonlaust að fá samningaviðræðum- ar í gang á nýjan leik nema heimild til verkfallsboðunar væri fyrir hendi. Reynt til þrautar að ná samningum Sagði Guðmundur að í stjórnum allra félaganna þriggja hefði verið samþykkt með öllum greiddum át- kvæðum að boða til félagsfunda og leita eftir heimild félagsmanna til boðunar vinnustöðvunar. „Við óskum eftir samningum og við munum reyna til þrautar að knýja fram samninga. En ef við eigum að vera hér með yfir 700 Dagsbrúnarmenn atvinnulausa ár eftir ár, og ef við eigum eftir að láta kaupmáttinn minnka ár eftir ár, þá er komið nýtt ísland, þá er komin stór stétt örsnauðra manna sem eru að missa þær eigur sem þeir áttu,“ sagði hann. Hefði þurft betri undirbúning Nokkrir fundarmanna tóku til máls að loknu framsöguerindi for- mannsins og hvöttu þeir til þess að allir viðstaddir stæðu einhuga í baráttunni fyrir bættum kjörum og samþykktu heimild til verkfallsboð- unar. í máli eins þeirra, Þórs Ludvigs, kom fram að hann teldi að und- irbúa hefði átt launakröfur Dags- brúnar mun betur en gert hefði verið, og taka hefði átt þær til frek- ari umfjöllunar á félagsfundum. Sagði hann viðurkennt að ekki væri hægt að lifa af launum undir 100 þúsund krónum á mánuði og þess vegna hefði Dagsbrún átt að gera kröfu um 100 þúsund króna lágmarkslaun í stað 50 þúsund króna lágmarkslauna. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRÁ félagsfundi Dagsbrúnar í gær þar sem samþykkt var samhljóða að veita stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins heimild til boðunar vinnu- stöðvunar. Á innfelldu mynd- inni er Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður félags- ins, í ræðustól. Samþykkt einróma í lok fundarins var svohljóðandi tillaga stjórnar Dagsbrúnar borin upp til atkvæðagreiðslu: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún haldinn í Bíóborg 26. janúar 1995 samþykkir að veita stjóm og trún- aðarmannaráði félagsins heimild til boðunar vinnustöðvunar til að knýja fram samninga um kaup og kjör.“ Var tillaga þessi samþykkt með öll- um atkvæðum fundarmanna. Þetta er KÁFPI - hundamaturinn eem hundarnir eru að tala um! Alhliða feeða fyrir hunda af öllum stærðum Inniheldur öll þau næringarefni sem hundurinn þinn þarfnasi • í bragðgððu formí A næstu dögum verða kynningar í verslunum, þar sem hundaeigendur fá upplýsingar um KAPPA hundamat og þegar heim er komið gera hundarnir ^ það sem máli skiptir - smakka! ,$m FÓÐURBLANDAN hf FORYSTA í FÓÐURBLÖNDUN Dreifing: Nathan & Olsen hf, Vatnagörðum 20, Reykjavík. Sími 568 1234

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.