Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISENDURSKOÐUN segir að embætti sýslumannsins á Akra- nesi hafi farið fram úr fjárheimild- um mörg undanfarin ár. í árslok 1993 var staðan 13,6 millj. kr. umfram heim- ild. Rekstrarkostnaður embættisins var ná- lægt meðaltali annarra embætta miðað við íbúafjölda á árunum 1992 og 1993. Rík- isendurskoðun virðist stjómun vera veikur hlekkur hjá embættinu. Starfsmenn virðist vera óháðir yfirboðurum, starfsvið manna eru of afmörkuð og eiga starfsmenn erfitt með að ganga í störf hvers annars. Notkun stimpilklukku var ábótavant. Þá var inn- heimtuþáttur embættisins ekki sem skyldi og frekar slakur samanborið við önnur emb- ætti. Seint farið af stað með aðgerðir og kröfur hafa tapast hjá embættinu vegna aðgerðaleysis en Ríkisendurskoðun tekur fram að þessi mál virðist horfa til bóta. Háar greiðslur til ýmissa málefna í formi styrkja og auglýsinga vöktu athygli Ríkis- endurskoðunar sem telur að slíkar greiðslur séu ekki heimilar. Ekki var haldið utan um útgefnar kvittanir og reikninga eins og vera bar og reikningar sem embættið gaf út stóð- ust jafnvel ekki formkröfur. Einnig eru gerð- ar athugasemdir við samning embættisins við starfsmannafélag lögreglunnar á Akra- nesi um þrif á lögreglubifreiðum. Styrkveitingar sem ekki tilheyra rekstri Algengt var að reikningar hjá embætti sýslumannsins í Borgarnesi væru greiddir án þess að hafa verið samþykktir af sýslu- manni. Einnig var algengt að ferðakostnað- ur væri ekki gerður upp með tilskildum hætti. Greitt var fyrir akstur starfsmanna án þess að akstursskýrsla lægi íyrir. Tölu- vert var um styrkveitingar sem ekki geta talist tilheyra eðlilegum rekstrarkostnaði, að mati Ríkisendurskoðunar. Embættið er í hópi þeirra sem skilað hafa bestum inn- heimtuárangri á síðustu árum. SKÝRSLA RÍKISENDURSKOÐUNAR Misbrestir í inn- heimtu og athuga- semdir við rekstur Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við fjár- reiður, skipulag og innheimtuárangur nokkurra sýslu- mannsembætta við endurskoðun ríkisreiknings fyrir ------------^--------------—---------—-------------- árið 1993. Astand þessara mála er mjög mismunandi eftir embættum. Omar Friðriksson kynnti sér nokkur gagnrýnisatriði í skýrslunni. Árangur embættis sýslumannsins á Pat- reksfirði við innheimtu opinberra gjalda á árinu 1993 var mjög slakur að mati Ríkis- endurskoðunar og í ýmsum tilfellum með þeim slakasta á landinu. Gerðar voru athugasemdir við óraunhæf- ar kröfur vegna uppboðskostnaðar og blóðrannsókna og ýmislegt sem betur mátti fara í bókhaldsmálum embættisins, s.s. fjarvista- og or- lofsskráning. Kröfur um skipulagsgjald fyrntust Vegna dráttar á að umboðsmaður VÍS léti embætti sýslumannsins á Blönduósi í té upplýsingar um brunabótamat nýbygginga á Blönduósi fyrir 1989 og Hvammstangahrepps fyrir 1988 og 1989 fymtust kröfur um skipu- Engir víneftir- litsmenn hjá nokkrum emb- ættum lagsgjald að fjárhæð 1.055.943 kr. Engar upplýsingar höfðu borist um nývirðingar fast- eigna Hvammstangahrepps á árunum 1982- 1987 og segir Ríkisendurskoðun því ekki vit- að hve háar fjárhæðir glötuðust vegna fymingar á kröfum. Emb- ættið tók þátt í kostnaði við utan- landsferð lögreglumanns til að kynna sér nýjungar í radarmæling- um án þess að skriflegt leyfi af hálfu ráðuneytisins lægi fyrir. Gerður var samningur 1988 um að embættið greiddi lögreglumanni, sem búsettur er á Hvammstanga, laun fyrir að annast skipa- og lögskráningu og geymslu á skráningar- númemm ökutækja. Ríkisendurskoðun telur óeðlilegt, að greitt sé sérstaklega fyrir störf sem hreppstjóra beri að sinna. Enginn víneftirlitsmaður var starfandi við embætti sýslumannsins á Sauðárkróki og ekkert víneftirlitsgjald innheimt. Ríkisend- urskoðun fór fram á að samræmis yrði gætt í greiðslu á ferðakostnaði til starfsmanna. Embættið er meðal þeirra sem hafa náð bestum innheimtuárangri. Ríkisendurskoðun telur hins vegar ástæðu til að efla inn- heimtu á fyrirframgreiðslu opinberra gjalda hjá félögum. Bókhald sýslumannsins á Ólafsfirði er með ágætum að mati Ríkisendurskoðunar og á undanförnum árum hefur embættið náð einna bestum innheimtuárangri allra innheimtuembætta á landinu. Færsla bókhalds er með ágætum og inn- heimtustörfin ganga vel hjá sýslumanns- embættinu á Akureyri að mati Ríkisendur- skoðunar en hún bendir hins vegar á að lengi hafi Lögreglufélag Akureyrar selt embættinu fæði vegna fanga í ríkisfangels- inu á Akureyri. Svo virðist em enginn skrif- legur samningur hafi verið gerður um þessa þjónustu og á reikningum kemur hvorki fram fjöldi né verð máltíða og fór Ríkisendurskoð- un fram á að úr þessu yrði bætt. Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við að staða viðskiptareikninga sveitarfélaga gagnvart embætti sýslumannsins á Húsavík voru misjöfn og sumum sveitarfélögum hafi verið greitt meira en innheimt var fyrir þau. Skipulag innheimtu er í föstum skorð- um og embættið í hópi þeirra embætta sem hafa náð bestum innheimtuárangri. „Nauð- synlegt er að gerður sé skýr greinarmunur á auglýsingum og styrkjum. í úrtaki Ríkis- endurskoðunar lentu nokkur fylgiskjöl vegna styrkja en það er álit stofnunarinnar að ekki sé í verkahring sýslumannsembættisins að styrkja félagasamtök með þessum hætti,“ segir í skýrslunni. Víneftirlitsmaður er ekki starfandi hjá embættinu og ekkert víneftir- litsgjald innheimt, Vill Ríkisendurskoðun að bætt verði úr því. Innheimta á skólagjöldum óviðunandi TÖLUVERT frjálsræði ríkir um álagningu gjalda á nemendur fram- haldsskóla og um alla innheimtu tekna í skólunum. Tekjum sem innheimtar eru af nemendum er haldið fyrir utan eiginlegt bók- hald skólanna og Ríkisendurskoðun telur að innheimta og bókun þeirra sé alls ekki með viðunandi hætti. í skýrslu um endurskoðun ríkis- reiknings fyrir 1993 er fjallað um sértekjur og sjóðsmeðferð hjá ein- stökum framhaldsskólum og er vak- in athygli á hve fjárumsýsla sé orð- in mikil hjá starfsmönnum nokk- urra skóla. Oft sé um verulegar fjár- hæðir að ræða í skólasjóðum, sem haldið er fyrir utan eiginlegt bók- hald og án nokkurs raunverulegs eftirlits. Telur Ríkisendurskoðun það með öllu óviðunandi. Mismunandi gjöld eftir skólum Fram kemur að nemendur greiða mismunandi gjöld til framhaldsskól- anna eftir því í hvaða skóla þeir eru. „Ekki er ætlast til að nemend- um sem stunda samsvarandi nám sé mismunað. Það er því brýnt að settar verði skýrari reglur um hvaða gjöld megi innheimta og hversu há. Það skal tekið fram að unnið er að gerð reglna um þessi mál á vegum menntamálaráðuneytisins," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Morgunblaðið/Þorkell Mismunandi skólagjöld RÍKISENDURSKOÐUN segir ljóst að framhaldsskólanemend- ur greiði mismunandi gjöld til skólanna eftir því í hvaða skóla þeir séu. Athugasemd við færslu risnukostnaðar RÍKISENDURSKOÐUN gerir nokkrar athugasemdir við rekstur aðalskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins á árinu 1993 í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreikn- ings fyrir það ár. „Misbrestur var á að nægjanleg- ar skýringar væru gefnar á risnu- kostnaði og gjöfum. Þá var kostn- aður sem flokkast undir risnu- kostnað oft færður á rangar teg- undir í bókhaldi, s.s. mötuneytis- kostnað, og beindi Ríkisendurskoð- un því til starfsmanna ráðuneytis- ins að þeir gættu þess vel að færa kostnaðinn á réttar tegundir,“ seg- ir í skýrslu stofnunarinnar. Reikningagerð lækna gagnvart TR Nokkrir tannlækn- ar gerst brotlegir við samninginn „ÞAÐ hefur sýnt sig að tannlæknar hafa í nokkrum tilvikum gerst brot- legir við samning Tryggingastofn- unar og Tannlæknafélags Islands. Hafa viðkomandi tannlæknar verið áminntir og hótað uppsögn aðildar að samningnum ef þeir bættu ekki reikningagerð sina og færslur í sjúkraskrár," segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 1993. Fram kemur að Ríkisendurskoð- un hefur unnið að athugun á reikn- ingagerð heilsugæslulækna og tannlækna á hendur Trygginga- stofnun sem byggjast á samningum milli þessara aðila. Endurgreiðslu krafist í Ijós kom að gjaldskrá heilsu- gæslulækna hafði í nokkrum tilfell- um verið ranglega beitt og hafa læknar verið krafðir um endur- greiðslu vegna þess. Þá eru gerðar athugasemdir við að gjaldskráin sé ekki nógu skýr og fram kemur í skýrslunni að dæmi væru um að trúnaðarlæknir, sem aðstoðaði Rík- isendurskoðun við athugunina, hefði þurft að gera alvarlegar at- hugasemdir við ófullnægjandi færslur í sjúkraskrá. Við athugun á reikningagerð tannlækna naut Ríkisendurskoðun aðstoðar tannlæknis en við þá at- hugun þurfti m.a. að skoða sjúkl- inga til að sannreyna reikninga. Stofnunin hyggst halda þessum athugunum áfram á þessu ári og er m.a. fyrirhugað að skoða reikn- ingagerð sérfræðinga í læknastétt. Agaleysi við færslu akst- ursdagbóka hjá P&S AGALEYSI var ríkjandi við færslu akstursdagbóka fyrir akstur starfsmanna Pósts og síma á eigin bílum í þágu stofnunarinnar, að mati Ríkisendurskoðunar. Þetta kemur fram í skýrslu hennar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 1993. Aksturinn endurmetinn „I Ijósi þess að Póst- og síma- málastofnun gerði úttekt á akstri starfsmanna á eigin bílum í nóvember 1992 hefði mátt búast við að tekið yrði á þeim málum. Segja má að tekið hafi verið á þeim á Norðurlandi en nokkuð vantar enn uppá að færsla akst- ursdagbóka sé viðunandi þar. ! Annars staðar, þ.e. í Keflavík, Selfossi og á tæknisviði er ástand- ið afar slæmt og með öllu óviðun- andi. Verður ekki hjá því komist að taka á þessum málum nú og jafnframt að endurmeta allan akstur starfsmanna á eigin bílum sem og forsendur fyrir að nota bíla í eigu Póst- og símamálastofn- unar. í þessu sambandi má benda á að kostnaður stofnunarinnar vegna notkunar starfsmanna á bílum sínum í þágu hennar jókst um 24% milli áranna 1991 og 1992,“ segir í skýrslu Ríkisendur- i skoðunar. Innkaupamál verði formfastari Stofnunin gerir úmsar fleiri at- hugasemdir og segir brýna nauð- syn bera til að endurskoða inn- kaupamál stofnunarinnar með það fyrir augum að gera þau form- fastari. Talið er nauðsynlegt að bæta frágang skjala sem snúa að greiðslu launa starfsmanna og auk fleiri atriða er sögð ástæða til að huga að þeim aðferðum sem við- hafðar séu við kaup á farseðlum til útlanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.