Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 35 leiki, hún gleypti ekki allt það sem var sagt við hana, hraði og læti í nútímaþjóðfélagi áttu ekki við hana, en hún fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hana. Það er alltaf erfitt að kveðja ást- vini sína en það hefur amma oft þurft að gera. Amma missti afa 1966 og var það mikið áfall fyrir hana, en þau áttu tvær dætur. Önnur þeirra, Ólöf, var móðir mín, en hún lést langt um aldur fram fyrir fjórum árum og var það mik- ill missir fyrir okkur öll. Amma reyndi að vera sterk, en sorgin setti mark sitt á hana. Þú kenndir mér margt, elsku amma mín, að takast á við sorg og gleði í lífinu. Elsku amma mín, nú þegar ég kveð þig í hinsta sinni þakka ég þér allt það sem þú hefur gert fyr- ir okkur, ég veit að þér líður nú vel í faðmi afa og mömmu. Nú legg ég aupn aftur, Ó, Guð þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Soffía Kolbrún. Elsku amma mín. Fyrir tíu árum bauðst þú mig velkominn með opnum örmum inn í fjölskylduna. Ég vissi strax að þú varst sérstök kona. í mínum augum varst þú alltaf amma mín, og þú komst fram við mig eins og ég væri eitt af ömmubörnunum þínum. Ég þakka þér fyrir alla þá hlýju sem þú sýndir mér. Ég mun sakna þín sárt, en ég mun alltaf hafa minningarnar um þig í hjarta mínu, nú kveð ég þig, elsku amma mín, og megir þú hvíla í Guðs friði. Þinn, David. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar stundimar sem við áttum saman. Eins og allir vita sem til þín þekkja, þá varst þú höfðingi heim að sækja. Það var sama á hvaða tíma dagsins við litum inn, aldrei þurftum við að bíða lengi eftir ný- bökuðum pönnukökum, ískaldri mjólk eða nýjum flatkökum með hangikjöti. Þær em líka orðnar ansi margar lopapeysurnar og lopasokkarnir sem við systkinin höfðum fengið frá þér í gegnum árin. Ofarlega í huga okkar eru minn- ingarnar um samverustundir okkar í Baðstofunni í Tjamargötunni þar sem við fylgdumst spennt með mannlífinu við Tjörnina. Þegar Tjörnin var frosin fórum við oft með mömmu á skauta vitandi af þér, þar sem þú fylgdist með okkur úr glugganum þínum. Þú hefur alla tíð verið okkur gott fordæmi og við systkinin höf- um alltaf fundið fyrir ást þinni og hlýju. Élsku amma, þín er sárt saknað en við vitum að þér líður betur þar sem þú ert núna. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Halldóra, Jón og íris. Elsku langamma mín. Tíminn sem við áttum saman virðist vera svo stuttur. Frá fyrstu minningum mínum, varst þú alltaf til að hugga mig og elska frá öllu þínu hjarta. Þú gerðir alltaf þitt besta fyrir mig í gegnum sorg og gleði, þú áttir alltaf bros handa mér þegar ég þurfti á því að halda. Ég get alltaf litið til baka, þegar þú varst að ala mig upp og minn- ast á þá hluti sem þú gerðir fyrir mig. Bænirnar sem þú kenndir mér og þá ást sem þú gafst mér, og þá hlýju og gleði sem þú gafst mér í lífi mínu, ég veit ekki hvemig ég get þakkað þér. Elsku langamma mín, ég mun sakna þín sárt. Baldur Rafn. Elsku langamma okkar. Okkur langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við vitum að þér líður vel. Þín langömmuböm, Linda og Daníel. Elsku langamma okkar, nú ert þú búin að kveðja okkur. Við vomm alltaf velkomin til þín með vini okk- ar og alltaf fengum við eitthvað gott. Nú er ekki hægt lengur að koma til þín, en minningin um þig lifir áfram hjá okkur. Við viljum kveðja þig með sálmi sem var í miklu uppáhaldi hjá þér. Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs, Jesús minn, son Guðs, syndugum manni sonar arf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn. Syni Guðs sýni glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. (H. Pétursson, ps. 25) Blessuð sé minning þín. Ólafur Ingi Stígsson, Elín Inga Stígsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast elskulegrar frænku minnar Þyrí Mörtu Magnúsdóttur. Á æsku- heimili hennar, Steinum undir Eyja- fjöllum, var 'mannmargt, því auk systkinahópsins og annars heimilis- fólks var straumur gesta og gang- andi. Systkinin hafa því snemma þurft að taka til hendinni enda hef- ur ævinlega einkennt þau iðnin og krafturinn. Ég held að í orðaforða Þyríar hafí t.d. ekki verið til orðið leti. Þegar Þyrí fluttist til Reykjavíkur virtist eðlilegt að gestakoma yrði hjá henni eins og í Steinum, ættingj- ar og vinir nutu gestrisni hennar þegar komið var til borgarinnar og ekki var síður að vinirnir í Reykja- vík litu inn. Því var oft glatt á hjalla í Tjarnargötu 16. Ég átti því láni að fagna að vera undir verndarvæng hennar og fjöl- skyldunnar í tvo vetur. Þyrí var einstaklega umhyggjusöm og hressilegt fasið og um leið virðuleik- inn var góð fyrirmynd okkar allra en ferskast er í minni glaðlyndi hennar og hve ætíð var stutt í hlát- urinn og glensið. Þá leiftruðu augun í Þyrí minni. Hún naut sín vel í félagsskap annarra, var hrókur alls fagnaðar á samkomum. Hún var ákveðin og sjálfstæð í skoðunum og lét ekki sitt eftir liggja í umræðum, það geislaði af henni lífskrafturinn. Síðast þegar ég hitti Þyrí var hún í setustofunni í Hátúni að brjóta saman klúta, og það var sama eljan og áður enda taldi hún gott ef hægt væri að nýta krafta sína eitt- hvað, og svo hló hún hressilega því auðvitað var hún meðvituð um að kraftarnir voru þrotnir nokkuð. Elsku frænka, við sitjum ekki framar saman við gluggann í Tjarn- argötunni og horfum á mannlífið fyrir utan um leið og við spjöllum saman um heima og geima. En á ókunnum ströndum munum við ör- ugglega eiga eftir að hittast og njóta samvista. Á meðan kveð ég þig og þakka þér allar yndislegu stundimar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæra Erna, aðrir ættingjar og vinir, ég og fjölskylda mín sendum ykkur öllum samúðarkveðjur á sorgarstundu. Guð geymi ykkur öll. Hanna. Látin er heiðurskonan Þyrí Marta Magnúsdóttir, Tjamargötu 16, Reykjavík. Hún meiddi sig verulega fyrir jólin ’93 og var þetta ár, sem hún átti eftir ólifað henni mjög erfitt. Aldrei skorti hana samt kjarkinn og alltaf stóð hugurinn til MINNINGAR þess að komast aftur heim í Tjarn- argötuna, en þar hafði hún búið meginhluta lífs síns. Mig langar að minnast þessarar vinkonu minnar nokkrum orðum að leiðar- lokum. Það var síðla sumars 1961 að fundum okkar bar fyrst saman. Þá hóf ég atvinnurekstur á 1. hæð hússins Tjamargötu 16. Þyrí og Jón bjuggu á 3. hæðinni ásamt yngri dóttur sinni, en dóttir og tengda- sonur í risi með sín börn. Strax tókst góður vinskapur milli mín og hennar fjölskyldu, sem aldrei hefur rofnað. Frá upphafi reyndist Þyrí mér ákaflega vel og starfaði hún við atvinnurekstur minn frarh til ársins ’90. Þá var ekki síður notalegt að skjótast í kaffi til hennar, ef hlé varð í starfinu, til að spjalla saman og síðast en ekki síst að ræða póli- tíkina, þar var Þyrí Marta einlægur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks- ins og sérstaklega voru í uppáhaldi hjá henni gömlu foringjarnir, sem allir eru nú löngu liðnir. Ég fann það best þegar hún yfir- gaf húsið fyrir jólin ’93 hvers virði það var að hafa hana í húsinu. Hún opnaði húsið fyrst á morgnana, sópaði og hreinsaði jafnt úti sem inni og gætti þess að allt væri læst að kvöldi. Fyrir þessi störf færi ég Þyrí mínar bestu þakkir. Þyrí var hávaxin og spengileg kona, hún bar sig vel og það sópaði að henni á mannamótum. Hún var mikill vinur vina sinna, en lét þá í friði sem henni geðjaðist ekki að. Hún lét engan vaða yfir sig, en var samt óáreitin í garð annarra. Ég man ekki eftir Þyrí öðruvísi en með bros á vör og einhver skemmtilegheit á hraðbergi. En hún var ekki allra. Það fengu þeir að fínna, sem henni voru ekki að skapi. Að leiðarlokum er henni þökkuð samfylgdin, og þökkuð einlæg vin- átta öll þessi ár. Fjölskyldu hennar eru sendar innilegar samúðarkveðj- ur. Hörður Sævaldsson. „Þú segir það, Manga mín, að Guð hafi skapað þig.“ Þessi orð á ég víst ekki eftir að heyra þig segja framar því í dag kveð ég þig í hinsta sinn, amma mín, þig, konuna sem raulaðir mig stundum í svefn og kenndir mér bænirnar mínar. Við systkinin vorum svo lánsöm að húsið hennar ömmu var fæðingar- staður okkar og fyrsta heimili. Er ég lít til baka og hugsa um ömmu þá kemur fyrst upp í huga mér minning um hana sitjandi við borð- stofugluggann dottandi með pijón- ana sína, pijónandi lopapeysu eða lopasokka. Það var alltaf svo gestkvæmt hjá ömmu enda kom aldrei neinn að tómum kofanum þar. Sá sem kom í heimsókn til hennar hann fór hvorki svangur þaðan né fór hann tómhentur hvort þá heldur að hann fór með veraldlegar gjafir eða þá lífsspeki og góð ráð. Sumum fannst amma kannski hijúf hið ytra en hjartagæskan, hún leyndi sér ekki. Amma var með eindæmum gjafmild og alltaf var hún boðin og búin að rétta þeim hjálparhönd er á þurftu að halda. Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að hún amma skuli vera dáin, því í huga mér hefur hún alltaf verið eilíf, ódauðleg, hún var alltaf svo sterk og sjálfstæð og alltaf átti hún til svör við öllu. Hversu oft sagði hún okkur ekki að hlutirn- ir kæmu með kalda vatninu?! Amma var glæsileg kona svo teinrétt og bein í baki og alltaf svo vel tilhöfð. Enginn átti jafn glæsi- lega ömmu og við þegar amma var komin í peysufötin sín. Þó að sökn- uðurinn sé sár er auðvelt að sætta sig við viðskilnaðinn, því að ég veit að nú líður þér vel. Elsku amma mín, mig langar til að kveðja þig með þessum orðum: „Þegar, þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Dísa. t Útför föður okkar, GUÐMUNDAR ÞORLEIFSSONAR, Þverlæk, Holtum, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. janúar kl. 13.30. Þorleifur og Guðni Guðmundssynir. t Afi okkar og fósturfaðir, STEFÁN GUNNBJÖRN EGILSSON tækjafræðingur, lést á heimili sínu, Nökkvavogi 41, Reykjavík, 25. janúar. Arnþrúður Lilja Þorbjörnsdóttir, Sólveig Jakobsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Oddur Jakobsson, Auðbjörg Jakobsdóttir. Ástvinir okkar, HJÖRDÍS BJÖRNSDÓTTIR, BIRNA DÍS og HELGA BJÖRK JÓNASARDÆTUR, verða jarðsungnar frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 28. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hinna látnu, láti björgunarsveitir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Jónas S. Hrólfsson, Kristín Bjarnadóttir, Sigurrós Jónasdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns og föður, BJARNA ÁRMANNS JÓNSSONAR, Hayward, Kaliforníu. Kristjana Stefánsdóttir, Stefán Jónsson. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengda- móður, VIKTORÍU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Aðalbóli, Vestmannaeyjum, síðast á Hrafnistu, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Betsý Ágústsdóttir, Böðvar Jónsson, Elín J. Ágústsdóttir Sighvatur Bjarnason, Agústa Agústsdóttir, Einar Ólafsson, Guðmundur Ágústsson. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR TÓMASDÓTTUR, Sólvallagötu 32, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Garðvangs, Garði. Sigurður Þorsteinsson, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Júlíusson, Jónas Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þórleif Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.