Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 23 AÐSEMDAR GREINAR Lykilatriði í nýrri atvinnusókn NUPO-létt - eini læknisfræðilega kannaði megrunarkúrinn Hvers þarf að gæta til að viðhalda grönnum og heilbrigðum líkama? UNDIRSTÖÐU AT- VINNUVEGUR okk- ar er sjávarútvegur. Um þessa fullyrðingu geta allir íslendingar sameinast en síðan skilur á milli. Fyrir- komulag veiðanna, fiskveiðistjórnunin, hefur verið fólki svo ofarlega í huga og valdið þvílíkum deil- um að það hvað síðan verður um aflann hef- ur fallið meira og minna í skuggann. Menn hafa haft á því skoðun hvort frysti- togarar eigi að vera fleiri eða færri, og e.t.v. af því að afli þeirra er unninn um borð í skipi, hefur sjóvinnslan fengið nokkra athygli. Vissulega eru stórir hagsmunir tengdir því hvernig við högum okkar fiskveiðistjórnun, jafnvel lífsafkoma heilla byggðarlaga. Ég tel það hafí skipt sköpum, segir Svan- fríður Inga Jónasdótt- ir, að til er orðinn hópur fagmenntaðra fískiðn- aðarmanna. Engu að síður er það svo að það hvað verður um fiskinn sem flotinn veiðir, hvert hann fer til vinnslu, hvernig hann er unninn og fyrir hvaða markaði, getur þegar upp er staðið skipt mestu um hagvöxt á næstu árum og ekki síður at- vinnu og þróun greinarinnar. Fiskvinnsla hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, breytingum sem eru allrar athygli verðar. Tæknivæðing hefur verið markviss en jafnframt hefur hand- verkið fengið að njóta sín við sér- unna framleiðslu; nýjar afurðir hafa verið framleiddar eftir kröf- um markaðarins. Áratuga tal um fullvinnslu er orðið að veruleika í ýmsum fiskvinnsluhúsum. Ekki er lengur um það að ræða að „vinna bara í fiski“. Fjölbreyttur mat- vælaiðnaður er réttari lýsing. Sú fjölbreytni sem menn eitt sinn dreymdi um að gæti orðið í al- mennum iðnaði á íslandi hefur þróast innan fiskiðnaðarins. Og þeir sem láta sig varða atvinnuþró- un á íslandi hljóta að leita skýr- inga á því hvað hefur valdið þess- ari þróun og þá um leið hvernig tryggja megi að hún haldi áfram. Það sem mestu hefur valdið um þá jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað er tvímælalaust sú breyt- ing sem hefur orðið síðan farið var að bjóða upp á sérmenntun fyrir þá sem vildu vinna í grein- inni og höfðu metnað til að gera betur. Eg tel að það hafi skipt sköpum að á síðustu tveimur ára- tugum hefur orðið til hópur fisk- iðnaðarmanna sem hefur fengið fagmenntun í Fiskvinnsluskólan- um í Hafnarfirði og nú á síðustu árum einnig við Útvegssvið VMA á Dalvík. Menn geta rétt gert sér í hugarlund hvílíkar breytingar það hefur haft í för með sér að fá til starfa í greininni fólk sem aflað hefur sér formlegrar mennt- unar til viðbótar þeirri reynslu sem það hefur úr vinnslunni; fólk sem getur markaðsett vöru af sérþekk- ingu; fundið sérhæfða markaði vegna þekkingar á möguleikum vinnslunnar; þekkir það umhverfi sem fiskur er unninn og seldur í af eigin raun. Sú þekking sem þessi hópur hefur flutt með sér inn í vinnsl- una, til sölusamtak- anna og í útflutnings- geirann almennt er ein meginskýring þess, að þrátt fyrir mikinn aflasamdrátt hefur tekist að snúa vörn í sókn, að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða og halda uppi atvinnu vegna aukinnar vinnu við sérhæfða markaðs- vöru. Og hvað eigum við að hafa milljarð- ana í þjóðarbúið marga? Flestir virðast, í orði, sammála um það að auka þurfi verkmennt- un í landinu. Ávinningur af þeirri verkmenntun sem ég hef hér lýst ætti að hvetja þá sem treyst hefur verið fyrir menntamálum landsins og þá sem úthluta fjármunum, til frekari dáða, það er ef þeir gera sér grein fyrir samhengi hlutanna. Um það hljótum við hinsvegar að efast þegar við lítum til þess hve litlum fjármunum stjórnvöld hafa varið, og eru tilbúín að veija til þessarar menntunar. Samdráttur á undanförnum árum hefur verið það mikill að framhaldið hangir á bláþræði. Starfsemi Fiskvinnslu- skólans í Hafnafirði liggur nú niðri og raunverulegur kennslukostnað- ur vegna fiskvinnslunáms hjá fisk- veiðiþjóðinni er í ár áætlaður innan við 5 milljónir króna. Uppbygging og þróun af hálfu ríkisvaldsins hefur verið metnaðarlaus. Þar skil- ur á milli orða og athafna. Það er ekki nóg að glamra um nauðsyn verkmenntunar ef menn ekki gera sér raunverulega grein fyrir mikil- vægi hennar og sýna það í verki. Og það er vart hægt að reikna með því að verkmenntun njóti mikillar virðingar þegar áhugi stjórnvalda er ekki meiri en raun ber vitni. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og búa okkur undir 21. öldina er okkur nauðsyn að hafa annan hátt á. Við verðum að eign- ast fjölbreytt, öflugt, menntakerfí með aukinni áherslu á verk- og tækniþekkingu og skipulögðu samstarfí skóla og atvinnulífs. Jafnframt því þurfum við að efla endurmenntun og starfsþjálfun vegna tækninýjunga í atvinnulíf- inu. Þannig og einungis þannig munum við geta nýtt þau sóknar- færi sem felast í gæðum landsins og þeirri verkþekkingu sem til staðar er hjá fólkinu. Það er lykil- atriði í nýrri atvinnusókn. Höfundur er kennari á Dalvík. Svanfríður Inga Jónasdóttir Eru megrunarkúrar hættulegir? Já, þeir megrunarkúrar, sem uppfylla ekki þarfir líkamans fyrir alla nauðsynlega næringu, geta reynst mjög hættulegir. NUPO-létt inniheldur öll þau næringarefni, sem likaminn þarfnast og er því hættulaus (Ath. að fæstir megrunarkúrar uppfylla öll þessi skilyrði). Hvers vegna á ég að nota duft, en ekki venjulegan mat? NUPO-létt er venjulegur matur, sem í raun er ekki frábrugðinn t.d. osti eða pasta. Það er bara ekki hægt að búa til svo næringaríkan en um leið hitaeiningasnauðan mat, úr venjulegum matvælum. Eru ekki allir duftkúrar eins? Nei, alls ekki. Oftast skortir talsvert á að aðrir kúrar uppfylli næringarþörf líkamans. T.d. er bannað að selja kúra eins og Herbalife í Danmörku og Svíþjóð, vegna þess að þeir uppfylla ekki kröfur um næringargildi. Er það rétt að vöðvar og bein rýrni við að nota NUPO-létt? Þar sem NUPO-létt er prótefnríkt duft, sem uppfyllir þarfir líkamans fyrir próteín, rýrna vöðvar og bein ekki (lean body mass, LBM) meira en eðlilegt er. Umframþyngd krefst aukins LBM við aukna áreynslu, sem stafar af aukakílóunum. Við megrun getur LBM tapið orðið allt að 25% af þyngdartapinu, sem er innan eðlilegra marka. Óvandaðri megrunarkúrar stuðla að mun meira tapi á LBM. Ef þú þarft að losna við einhver kíló, hvort sem þau eru færri eða fleiri, eða vilt bara viðhalda þeirri þyngd, sem þú ert í - þá er NUPO-létt rétta leiðin fyrir þig. Kynntu þér NUPO-létt Þriðjudaginn 31. janúar nk. kl 18.00 hefst aðhald í megrun. Þar verður vigtað, gefnar ráðleg- gingar um mataræði og skipst á upplýsingum, allt fólki að kostnaðarlausu. Mótsstaður verður í LYF hf., Garðaflöt 16-18, Garðabæ. Allir sem vilja léttast eru velkomnir. Upplýsingar í sfma 565 7479 lyfhf. STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson hf. Patrekur Jóhannesson, handboltamaður: „GMbesHtlk mér bestiut* Fjárfesting í betri heilsu og vellíðan! „Áöur gat ég varla gengiö eftir æfingar og leiki vegna hrikalegra verkja í tánum sem komu vegna brjóskeyðingar í táliöunum. Núna hef ég verlö í nær 5 ár meö sérsmíöuö innlegg frá Stoötækni, sem hafa hjálpað mér rosalega mlklö. Ég er laus vlö verkina og get beitt mér mun betur!“ Kolbeinn Gíslason, stodtækjafræóingur vlð greiningarbúnaðlnn. Lækjargata 4, Reykjavík •Tímapantanlr í síma 551 4711 Hafnarstrætl 88, Akureyrl ■Tímapantanir í síma 96 24123

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.