Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ENDURSKOÐUN RÍ KISREIKNIN GS ÞAÐ ER árviss viðburður að skýrsla yfirskoðunar- manna ríkisreiknings og Ríkisendurskoðunar, um endurskoðun ríkisreiknings er lögð fram. Jafnan gera yfirskoðunarmenn og Ríkisendurskoðun fjölmargar at- hugasemdir og leggja fram tillögur um ákveðnar umbæt- ur. Nýverið hefur skýrslan um endurskoðun ríkisreikn- ings fyrir árið 1993 verið lögð fram. Það er athugunarefni, bæði fyrir löggjafann og ríkis- stofnanir og stjórnendur þeirra, hvort athugasemdum yfirskoðunarmanna og Ríkisendurskoðunar er fylgt eftir. Hver hefur það hlutverk með höndum, að fylgjast með því, að tillögum þeim, sem koma fram í skýrslum þess- um, sé hrint í framkvæmd? Eðlilegt er, að stjórnvöld láti ár hvert taka saman yfirlit um það, hveijum tillagna yfirskoðunarmanna og Ríkisendurskoðunar hefur verið hrint í framkvæmd og hveijum ekki. Að þessu sinni er gerð tillaga um að samningum um gjaldheimtur vegna innheimtu opinberra gjalda verði sagt upp, vegna slakrar innheimtu einstakra embætta. Vissulega er það vísbending, um að innheimtan sé ekki sem skyldi, þegar litið er til þess, að gjaldfallnar eftir- stöðvar ríkissjóðstekna námu í árslok 1993 tæpum 27,5 milljörðum króna og höfðu aukizt um 7,1% á milli ára. Að venju gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir við uppgjör á kostnaði vegna ferðalaga, bæði innanlands og utan, og telur að það sé víða ófullnægjandi. Bókhaldi sé víða áfátt og viðvera starfsmanna hjá mörgum stofn- unum sé ekki skráð með stimpilklukku, þó lög mæli fyr- ir um að svo skuli gert. Skattborgarar landsins eiga þá kröfu á hendur þeim, sem sýsla með almannafé, að aðhalds og aga sé gætt og sjálfsagðar og réttmætar athugasemdir yfirskoðunar- manna og Ríkisendurskoðunar séu teknar til greina. RAUNSÆTT OG JARÐ- BUNDIÐ SAMSTARF IUMRÆÐUM um framtíð norræns samstarfs hefur nokkuð borið á því að menn vilja auka þingmannasam- starfið í Norðurlandaráði og setja á stofn nýjar norræn- ar stofnanir til að vega upp á móti áhrifum Evrópusam- starfsins, sem óhjákvæmilega hefur tekið mikið af tíma norrænna stjórnmálamanna undanfarin ár með aðild allra Norðurlandanna að Evrópska^ efnahagssvæðinu og þriggja að Evrópusambandinu. í málflutningi norrænna þingmanna hefur borið á kvörtunum yfir því að áhrifa- miklir stjórnmálamenn séu hættir að nenna að sækja fundi Norðurlandaráðs (sem hefur verið fjölgað í tvo á ári). Menn leita því gjarnan að leið til að auka vægi Norðurlandaráðsþinganna. Út frá hagsmunum íslendinga er mikilvægast að nýta Norðurlandasamstarfið til þess að ná fram markmiðum utanríkisstefnu okkar á breiðari grundvelli. Ulf Dinkelspi- el, fyrrverandi utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar, bendir & það í viðtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag að ætli ísland og Noregur sér að hafa áhrif á innihald EES-samkomulagsins, verði það að gerast á því stigi, þegar ákvörðun er mótuð. Einmitt þar getur norrænt samstarf milli ráðherra, embættismanna og sérfræðinga verið mjög gagnlegt, en ræðuhöld á Norðurlandaráðs- þingum skipta minna máli. Sama er hægt að segja um margvíslegt annað alþjóða- samstarf íslendinga, til dæmis á vettvangi Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, Sameinuðu þjóðanna eða Barents- hafsráðsins. Þar getur óformlegt samstarf við Norður- löndin gagnast okkur vel. Dinkelspiel hittir líklega naglann á höfuðið þegar hann segir í viðtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag: „Við verðum að vera raunsæ og jarðbundin. Aðlaga samstarf- ið að þörfinni fyrir það. Við verðum að tryggja að nor- ræna samvinnan skipti máli. Að samþykkja hátíðlegar yfirlýsingar og byggja upp norrænar stofnanir, sem eiga ekki að sinna hinum beinu þörfum fyrir samstarfið, held ég að vinni gegn Norðurlandasamstarfinu og komi óorði á það.“ Ótryggt stjórnmála- og efnahagsástand í Mexíkó Er flokks- einræðinu að ljúka? í grein Kristjáns Jónssonar kemur fram að nýr forseti Mexíkó, Zedillo, sem hét bættum lífskjörum í kosningabaráttunni, boðar nú nið- urskurð og aðhald en einnig lýðræði. STUÐNINGSMENN stjórnarflokksins PRI í Tabasco-héraði mótmæla fyrirhugaðri rannsókn á kosningu í embætti fylkisstjóra í fyrra. Stjórnarandstaðan telur að brögð hafi verið í tafli enda hefur PRI beitt kosningasvikum i marga áratugi til að halda völdum í Mexíkó. ERLENDUM VETTVANGI MEXÍKÓ var um árabil og þar til í janúar í fyrra eftirlæti vestrænna og einkum bandarískra fjárfesta sem beindu sjónum sínum að þriðja heiminum en í fyrra syrti skyndilega í álinn vegna uppreisnar í suðurhéruðum landsins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og menn hans hafa ekki brugðist Mexíkóum í neyð. Forsetinn bað í stefnuræðu sinni á dögunum þingið að samþykkja 40 milljarða dollara ábyrgð á mexíkósk- um ríkisskuldabréfum og þótt þing- menn setji vafalaust einhver skilyrði fyrir samþykkt er fremur búist við að hún fari í gegn. Er markaðsumbótasinninn Carlos Salinas Gortari var kjörinn forseti Mexíkó 1988 hóf hann að umbylta efnahagslífinu, sem reyrt var í gaml- ar viðjar ríkisafskipta, vemdarstefnu og einræðisspillingar Byltingar- flokksins, PRI. Fyrir rúmum áratug voru erlendar skuldir Mexíkó svo miklar að ríkið komst í vanskil og erlendir lánar- drottnar urðu að gefa eftir verulegan hluta skuldanna. Umbætur Salinas hlutu því lof vestrænna sérfræðinga en almenningur kvartaði vegna skertra kjara, í fátækustu héruðun- um varð neyðin enn sárari en áður þótt efnahagurinn í heild rétti smám saman úr kútnum. Erlent fé streymdi inn í landið, samningurinn við Bandaríkin og Kanada um Fríversl- unarsvæði Norður-Ameríku, NAFTA, varð að veruleika. Viðskiptajöfnuðurinn var á hinn bóginn mjög óhagstæður og í fyrra jókst þrýstingurinn á mexíkóska pesóann stöðugt í kjölfar blóðugra óeirða í Chiapas-héraði í suðri og pólitískra morða. í desember sl. hrapaði gjaldmiðillinn og hefur fallið um 37% í verði. Embættismenn í Washington segja nú að sl. sumar hafi þeir bent starfsbræðrum sínum sunnan landa- mæranna á að skammtímalán ríkis- ins væru orðin „hættulega mikil“ og gengi pesósins væri haldið óeðlilega háu með handafli. Bandaríkjamenn- irnir segja Mexíkóana hafa svarað því til að þetta væri hárrétt en ekk- ert væri hægt að gera í málinu fyrr en eftir forsetakosningamar í ágúst. Frambjóðandi PRI, Emesto Ze- dillo, náði kjöri í forsetakosningun- um 21. ágúst, hann hefurþótt litlaus og er lítt reyndur stjórnmálamaður en velmenntaður í hagfræði og heið- arlegur. Er pesóinn hrundi í desember rak Zedillo fjármálaráðherrann. Arftaki hans, Guiellermo Ortiz, segir að sögn International Herald Tribune að víst hafi mátt sjá hættumerki fyrir löngu. Hann skellir að nokkru skuldinni á fjármálamenn í Wall Street sem hafi hælt efnahagsstefnu Mexíkóa á hvert reipi og þá ekki síst gengis- stefnunni. Salinas og WTO Haft er eftir embættismönnum i Mexíkóborg að efnahagsvandinn hafi verið öllum ljós síðustu mánuð- ina fyrir kosningar en taka hafi orð- ið tillit til kjósenda. Salinas hafí auk þess verið staðráðinn í að hreppa embætti stjórnanda Al- þjóðaviðskiptastofnunar- innar, WTO, sem tók við af GATT um áramótin. Þess vegna hafí verið ákveðið að láta líta út fyr- ir að allt væri með blóma og halda áfram að lána og bruðla, til að um- sókn Salinas liti betur út. Dálkahöfundurinn Rudi Dom- busch segir í Business Week að Sa- linas hafi tekist afburða vel upp er hann umbylti efnahagslífínu á valda- ferli sínum og umbætumar hefðu getað stóraukið hagsæld lands- manna en „tilraunir hans í gengis- málum, sem vom algerlega út í hött, hafa í staðinn valdið því að landið hafnar í efnahagslegri og ef til vill einnig pólitískri kreppu". Mexíkóar verða að sögn Dom- busch fátækari um aldamótin en þeir voru fyrir tveim áratugum vegna þessara mistaka. Þáttur Bandaríkjastjórnar er vandræðalegur þegar opinber um- mæli eru höfð í huga. I nóvember var haldinn leiðtogafundur Ameríku- ríkja í Miami og Clinton forseti hældi Mexíkóstjórn fyrir frábæra efna- hagsstjóm, hún ætti að vera öðrum ráðamönnum álfunnar gott fordæmi. Engin viðvömnarorð féllu. Talsmenn Hvíta húsins segja nú að vegna þess hve ástandið í Mexíkó hefði verið viðkvæmt, nýr forseti hefði verið að taka við völdum 1. desember, hafi þess verið gætt að styggja ekki grannþjóðina með opinberri gagn- rýni. Efnahagslíf ríkjanna tveggja er einfaldlega orðið svo ná- tengt að alvarleg kreppa í öðru þeirra veldur miklu skaða í hinu ogjafnvel um allan heim. Þessi rök, sem Clinton hamraði á er hann fór fram á ábyrgðina, em traust. Andstæðingum NAFTA, sem hyggj- ast reyna að nota hmnið í Mexíkó til framdráttar sjónarmiðum sínum og benda á að hættulegt sé að ætla að sameina efnahag svo ólíkra landa, verður varla mikið ágengt. Fjölmörg störf eru í veði fyrir Bandaríkjamenn ef áratugakreppa tekur við í Mexíkó og kaupgeta þar dregst mjög sam- an. Á sumum sviðum myndu reyndar mexíkóskar vörur flæða inn í Banda- ríkin þar sem þær hefðu yfirburði vegna lágs gengis á pesónum; inn- lenda varan yrði ekki samkeppnis- fær. Bandarísk fjárfesting Bandaríkjamenn eiga mikið fé í mexíkóskum hluta- og skuldabréfum og myndu því margir þeirra verða fyrir stórtjóni ef enn sigi á ógæfu- hliðina og mörg fyrirtæki yrðu gjald- þrota. Annað sem ekki síður veldur áhyggjum er að straumur ólöglegra innflytjenda norður yfir landamærin myndi verða lítt viðráðanlegur ef allt færi í kaldakol fyrir sunn- an. Embættismenn í Was- hington fullyrða að Mexíkóstjóm verði ekki gert of auðvelt að nýta sér ábyrgðina sem talið er að geri henni kleift að gefa út nóg af ríkis- skuldabréfum til fimm og tíu ára til að afstýra frekari áföllum. Nýti Mexíkóamir sér féð, sem aðeins verður hægt næstu 12 mánuðina, verða þeir að greiða háa vexti og ætti það að verða nokkur hemill á að notkunina. Líklegt er að þess verði einnig krafist að væntanlegar tekjur af olíu verði trygging fyrir endurgreiðslu. Tillögur Zedillos Zedillo hefur síðustu dagana styrkt nokkuð stöðu sina heima fyr- ir vegna þess hve snöfurmannlega Bandaríkjastjórn hefur brugðist við. Mörgum hefur hins vegar komið á óvart hve tök hans á efnahagsmálun- um hafa verið fálmkennd, þar var helst búist við að hann léti til sín taka. Heimildarmenn í Mexíkóborg segjast búast við að Zedillo muni eftir fáeinar vikur reyna að efla al- þjóðlegt traust á efnahagsstjórn sinni með því að leggja fram víðtæk- ar tillögur um umbætur í efnahags- málum. Hann hefur þegar boðað breytingar sem miða að opnara markaðskerfi, tekjur ríkisins verða auknar með því að selja fyrirtæki á borð við hafnir, jámbraut- ir, útvarpsstöðvar og fjar- skiptafyrirtæki í hendur einkaaðilum. Einnig er rætt um að leyfa erlendum aðilum að eiga banka en nú mega þeir aðeins eiga 30% hlut í þeim. Sérfræðingar draga þó margir í efa að þesasar ráðstafanir dugi til að hleypa á ný lífi i erlenda fjárfest- ingu. Þeir benda á að það sem slíkir aðilar hafí mestan áhuga á sé olíu- iðnaðurinn og raforkufyrirtæki. Komið verður á öflugri launa- og verðstöðvun, samkvæmt hugmynd- um Zedillos. Ríkisútgjöld verða skor- in niður og stefnt að því að minnka viðskiptahalla um helming á árinu, í 14 milljarða dollara. Bent hefur verið á að í Mexíkó muni eins og víðar reynast erfitt að tryggja raunvemlega verðstöðvun. Launþegar muni varla sætta sig við að launin skerðist enn um 5% á ár- inu og opinber þjónusta verði minni. Rauntekjur verkamannna í Mexikó eru nú þegar um 10% lægri en þær voru um 1980, einkavæðing og aðrar umbætur Salinas hafa ekki verið sársaukalausar og mörg ár geta lið- ið áður en árangurinn kemur í ljós. Samið um lýðræðisumbætur Á stjómmálasviðinu er Zedillo þegar búinnn að vinna nokkum áfangasigur með samn- ingaviðræðum við flokka stjórnarandstöðunnar og uppreisnarmenn í Chiap- as. Talsmenn stjómar- andstæðinga segjast bera traust til hans, telja að hann vilji raunvem- lega koma á lýðræði. Yfírleitt er talið að forsetakosningamar í ágúst hafi verið fyrstu heiðarlegu kosningamr af því tagi í landinu í marga áratugi. Hinn 18. janúar náð- ist eining um að sérstök kjörnefnd, IFE, sem lengi hefur gagnrýnt hátt- emi PRI, skuli framvegis annast eftirlit með því að ekki séu svik í tafli í kosningum í einstökum fylkj- um og borgum. Einnig verður þess gætt að fjölmiðlar veiti stjórnarand- stöðunni aðgang og sett verða tak- mörk við fjáraustri í koSningabar- áttu. Eftir er að útfæra þessar hug- myndir í smáatriðum og samþykkja þær á þingi en ljóst er að fullt sjálf- stæði IFE er það sem allt veltur á. Zedillo sendi innanríkisráðherra sinn til Chiapas og sýndi skæraliðum þar að hann vildi raunverulaga samninga um úrbætur. Stjórnin þótti einnig sýna mikla dirfsku með því að láta undan kröfum um að kosn- ingar fylkisstjóra í Tabasco-héraði, þar sem stjórnarandstæðingar em sannfærðir um að beitt hafi verið kosningasvikum, verði rannsakaðar. Skömmu síðar kom til mikilla óeirða er stuðningsmenn PRI í héraðshöf- uðborginni Villahermosa mótmæltu þessari ákvörðun, tóku ýmsar opin- berar byggingar herskildi og börðust við lögreglu. Þeir óttast að fylkis- stjórinn verði látinn víkja. Mexíkó og A-Evrópa Sagt hefur verið að Mexíkóar hafi að mörgu leyti þurft að kljást við sömu vandamálin og nýfrjálsar þjóðir í Austur-Evrópu eftir fall kom- múnismans. PRI hefur verið nær einráður í landinu nær 70 ár, hann hefur sósíalískar lausnir á gömlu stefnuskránni og lagði lengst af mikla áherslu á sjálfstæði gagnvart grannanum volduga í norðri. Þetta kom m.a. fram í því að Mexíkó átti í kalda stríðinu góð samskipti við kommúnistastjóm Fidels Castros á Kúbu, erkióvin Bandaríkjamanna. Þótt ráðamenn PRI hafi upphaf- lega viljað einbeita sér að því að bæta kjör smábænda og verkalýðs varð skorturinn á aðhaldi flokknum að falli og spillingin tók völdin. Stjórnarand- staða hefur fengið að starfa og bjóða fram gegn PRI en það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að flokkur- inn hikaði ekki við að falsa kosningatölur til að tryggja völd sín. Að- gangur stjórnarand- stæðinga að fjölmiðlum var skertur, verkalýðs- félög voru og em öflug- ar stoðir stjómarflokks- ins en algerlega á valdi hans. Flokkurinn varð smám saman að sjálfu kerfinu. Allt snerist um að tryggja völd þess - og forkólf- anna sem síðustu áratugina hafa af óskammfeilni skarað eld að eigin köku fjárhagslega. Víða var ekki hirt um skipta jarð- næði þótt þar væri um grundvall- aratriði í stefnuskránni að ræða, sumir af flokksbroddunum em ábúð- armiklir jarðeigendur. Gríðarmikið af olíu hefur fundist í Mexíkó. Var stofnað risastórt ríkisfyrirtæki, Pemex, um vinnsluna og komust margir á þægilega jötu. Það voru því mikilvæg skref sem Salinas tók er hann hóf að losa um fjötra á atvinnulífinu og einkavæða suma þætti í atvinnulífínu sem PRI hafði meðhöndlað nánast eins og um flokkssjóði væri að ræða. Margir þybbuðust við og ekki eingöngu flokksgæðingar, alþýðufólk sá fram á óvissutíma og óttaðist um störf sín ef frjálst markaðskerfí tæki við af miðstýringunni. Hrun kommúnismans og þróun í átt til fijálsra viðskipta og sam- skipta um allan heim síðustu árin ollu því að einkavæðing og markaðs- umbætur urðu að vemleika en gagn- rýni á pólitíska spillingu PRI varð æ háværari. Almennt var talið að sjálf- ur hefði Salinas ekki orðið forseti 1988 ef rétt hefði verið talið upp úr kjörkössunum. Efnahagsumbæturnar verða vart stöðvaðar. Flokkseinræði PRI er sennilega að renna sitt skeið en ljóst er að Zedillo mun þurfa að beijast við gæslumenn öflugra hagsmuna og margan andstæðinginn í eigin flokki ætli hann sér að koma á lýð- ræði í Mexíkó. Salinas ábyrgur fyrir genglshruni Andstæðing- arnir hæla Zedillo Ernesto Zedillo Hugleiðingar á nýju ári Síðari grein i. Sem betur fer tókst að koma böndum á verðbólgu í lok síðasta áratugar. Það dugði samt ekki til þess að koma í veg fyrir, að efna- hagskreppa hæfist í landinu og at- vinnuleysi héldi innreið sína, sum- part í kjölfar samdráttar í atvinnu- lífi vestrænna þjóða og minnkaðra veiðiheimilda, en jafnframt vegna gamalla og nýrra mistaka íslendinga sjálfra í stjórn efnahagsmála sinna. Og óvissan á vinnumarkaðnum er því miður svo mikil, að hætta kann að vera á því, að aftur komi til verð- bólgu. Stjórnvöld hafa á undanförn- um árum gert ýmsar skynsamlegar ráðstafanir, efnahagsástand í um- heiminum hefur batnað og verð ís- lenzkra útflutningsafurða hækkað. En stjórn á fjármálum ríkisins hefur farið úr böndum. Og erlendar heild- arskuldir þjóðarinnar hafa vaxið mjög. Þær nema nú meira en 60% af landsframleiðslu. Árið 1980 var þetta hlutfall 30%. Sú spuming hlýtur að vakna, hvort skrykkjótt þróun efnahags- mála á öldinni tengist því, að þróun stjómmála og flokkaskipunar hefur verið ólík því, sem átt hefur sér stað í nálægum löndum. Slíkri spumingu verður að svara játandi. Meginskýr- ing þessa er hins vegar sú, að allt frá því að þingræði komst hér á í byijun aldarinnar hefur kjördæma- skipun verið ranglát og er enn. Það hefur haft margvísleg skaðleg áhrif. Á undanfömum ámm hefur það komið í ljós, að fjármálaspilling hef- ur grafið um sig í mörgum löndum og haft víðtæk áhrif í stjómmála- lífi. Skyldi okkur íslendingum vera óhætt að krossleggja hendumar og segja okkur ekkert vita til slíks? Voru ekki áratuga höft og skömmt- un freisting til misréttis og spilling- ar? Hvað er fræg fyrirgreiðslupólitík í raun og vera annað en spilling? Hvað er það annað en misrétti, þeg- ar sérhagsmunir era teknir fram yfir heildarhagsmuni? Og hvað er það annað en brot á mannréttindum, þegar áhrif kosningarréttar sumra eru meira en fjórföld á við annarra? II. En hvers vegna em slíkar hugleið- ingar nauðsynlegar? Það er vegna þess, að nú, á 50 ára afmæli ís- lenzks lýðveldis, búa íslendingar í annars konar þjóðfélagi en fyrr á öldinni. Ný verkefni blasa við. Ný viðhorf era nauðsynleg. Og þá verð- ur að læra af reynslunni og forðast það, sem miður fór. Meðan íslendingar bjuggu í land- búnaðarþjóðfélagi, þurftu þeir ekki á erlendu fjármagni að halda, erlend tækniþekking skipti ekki sköpum og erlend viðskipti vom lítil. En í sjávar- útvegsþjóðfélagi þurfti erlent fé til skipabygginga og að nokkru leyti til þess að reisa fiskvinnslustöðvar. En ekki reyndist nauðsynlegt að afla erlends fjár til rekstrar sjávarút- vegsfyrirtækjanna, nema þegar um var að ræða stór dótturfyrirtæki á erlendri grund. Og íslenzkur sjáv- arútvegur þurfti ekki að leita til erlendra aðila til þess að ná tökum á fullkominni tækni við atvinnu- reksturinn eða til þess að öðlast hagkvæma markaðsaðstöðu. ís- lenzkur sjávarútvegur varð hag- kvæmur stórrekstur, að vísu á þröngu sviði heimsviðskipta. í nútíma iðnaðar- og þjónustu- þjóðfélagi er um að ræða önnur og ný vandamál. Fyrstu sporin í átt að nýju þjóðfélagi voru stigin með virkj- un fallvatnanna, raf- væðingunni. Þar var um svo stór verkefni að ræða, að íslendingum var um megn að kosta þau með eigin fjár- magni. Þegar um var að ræða ný fyrirtæki í iðnaði, verzlun og þjón- ustu komu til skjalanna annars konar vandamál en um hafði verið að ræða við uppbyggingu sjávarútvegsins innan- lands. í fýrsta lagi gat verið um svo stór fyrir- tæki að ræða, að ekki væri unnt að afla til þeirra nægilegs fjár innanlands, að minnsta kosti ekki að öllu leyti. í öðm lagi gat erlend sérþekking á sviði tækni verið nauðsynleg og ekki unnt að afla hennar nema í sam- vinnu við erlend fyrirtæki. Og í þriðja lagi gátu söluskilyrði verið háð samvinnu við erlenda aðila eða einhvers konar tengslum við þá. Allt þetta skapaði önnur og öðm vísi viðfangsefni en við hafði verið Án samvinnu við aðrar þjóðir getur engin þjóð, segir Gylfi Þ. Gíslason, orðið fullgildur aðili að framförum tímans, að nýrri þekking og auknum hagsbótum. að etja í tengslum við uppbyggingu sjávarútvegsins. Nauðsynleg iðn- væðing íslands og hagkvæm efling fjölbreytilegrar nútímaþjónustu verða á næstu áratugum ekki tryggð nema með tilstyrk fjármagns, tækniþekkingar og viðskiptasam- banda, sem nauðsynlejgt er að afla frá erlendum aðilum. I öðrum lönd- um á sér stað mikil erlend fjárfest- ing. Hér er hún því miður lítil. Að einhveiju leyti kann orsök þess að vera sú, að hér vaknar viðkvæm spuming. Er hætta á, að í kjölfar slíkrar samvinnu við erlenda aðila sigli óeðlileg eða varhugaverð áhrif á raunvemlegt sjálfstæði íslendinga og íslenzka menningu? Sannleikurinn er sá, að samvinna milli þjóða og á sumym sviðum al- þjóðleg samvinna er orðin skilyrði framfara í veröldinni. Án samvinnu við aðrar þjóðir getur engin þjóð, hvorki stór né smá, orðið fullgildur aðili að framfömm tímans, að nýrri þekkingu og auknum hagsbótum. Þetta kallar á nýjan skilning á eðli milliríkjasamvinnu og bandalaga ríkja. Hér er að finna undirrót þeirr- ar nauðsynjar að endurmeta full- veldishugtakið, sem mjög er rædd í sambandi við þróun mála í Evr- ópu, þeirrar hugmyndar, að þjóð geti deilt fullveldi sínu með annarri eða öðrum þjóðum án þess að af- sala sér þeim úrslitaáhrifum, sem eru undirstaða raunverulegs sjálf- stæðis. Öldum saman hefur mönn- um auðvitað verið ljóst, að skerðing á algeru sjálfræði einstaklingsins er nauðsynleg, einmitt til þess að styrkja öryggi hans og hagsmuni. Á þeirri einföldu staðreynd byggist réttarríki og nauðsyn almennrar lagasetningar. Þegar einstaklingur gengur í félag til þess að efla áhuga- mál sín, tekur hann að sjálfsögðu um leið á sig skuldbindingar. Sú mikla aukning alþjóðasamvinnu, sem átt hefur sér stað eftir heims- styijöldina síðari, hefur auðvitað haft það mark- mið að treysta öryggi og bæta hag allra þjóða sameiginlega. Þetta Sf v við um Sameinuðu þjóð- irnar, stofnanir tengdar þeim og raunar allt milliríkjasamstarf. Á það er bent, að fjöl- þjóðasamvinna sé orðin svo víðtæk og sé svo mikilvæg, ekki aðeins í efnahagsmálum, heldur á öllum sviðum, að þeir, sem standi utan hennar, verði hvort eð er að taka tillit til hennar. Þess vegna sé skynsamlegra að taka þátt í henni, þótt það hafi einhveija skerðingu fyrra fullveldis í för með sér. iT Ýmsir telja, að slík þróun mum veikja þjóðemi og menningu, eink- um smærri þjóða. Slíkt þarf þó eng- an veginn að eiga sér stað, ef menn vilja það ekki og gæta þess, að slíkt gerist ekki. Og reynsla sýnir, að aukin fjölþjóða- og alþjóðasamvinna hefur ekki veikt smáþjóðir, heldur fremur eflt þær. En engu að síður er augljóst, að þróun mála í þeim nýja heimi, sem hefur verið og er að skapast, og í iðnaðar- og þjónustuþjóðfélögur^» nútímans, era ný vandamál á ferð- inni, sem taka verður á með nýjum hætti. III. * Þegar lýðveldi á íslandi er nú orðið 50 ára, standa íslendingar frammi fyrir öðram og breyttum viðfangsefnum en á undanfömum áratugum. Það er augljóst, að þörf er nýrrar þekkingar, nýrra atvinnu- hátta, aukins samstarfs við aðrar þjóðir. Ný viðhorf em nauðsynleg að ýmsu leyti. Heimur framtíðarinnar verður öðru vísi en sú veröld, sem var. Þjóð- in verður að laga sig að nýjum að- stæðum til þess að geta átt aðild--*r að aukinni þekkingu og meiri fram- fömm. Jafnframt á hún að stefna að því að búa í betra og réttlátara þjóðfélagi. Til þess að það markmið náist, verða stjórnmál 'að mótast í ríkara mæli en nú á sér stað af hugsjónum. Og hugsjónirnar eiga ekki aðeins að lúta að bættum kjör- um og auknu réttlæti. Bætt kjör sigla því aðeins í kjölfar almennra launahækkana, að þær styðjist við aukna þjóðframleiðslu. En forsenda aukins réttlætis er vaxandi siðferð- isþroski. Og hugsjónirnar, sem nauðsyn er á, eiga ekki aðeins að snerta velmegun og jafnrétti, heldur ekki síður baráttu fyrir betra og^k fegurra mannlífi, bættum skilyrðum til menntunar og þroska, eflingu mannauðsins, sem jafnframt er arð- bærasta fjárfestingin, þegar til lengdar lætur. Auðvitað má aðild íslendinga að tækni- og fjölmiðlaþjóðfélagi nútím- ans ekki leiða til þess, að þeir glati tengslunum við tungu sína og þjóð- erni, þeim tengslum sem veittu þeim rétt til heimastjórnar um aldamótin og lýðveldisstofnunar fyrir 50 áram. Nútíma íslendinga bíður það megin- verkefni að láta þjóðina verða full- gildan aðila að þróun þekkingar og eflingu framfara í nýjum heimi og gæta þess jafnframt að vera áfram sannir íslendingar, verðugir arftak- ar þeirra, sem skópu íslenzkt þjóð- erni og íslenzka menningu fyrir meira en þúsund áram. Höfundur erfv. menntaniála- ráðherra og prófessor. Gylfi Þ. Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.