Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ahugi á vikri af Mýrdalssandi NOKKRIR aðilar í Evrópu hafa lýst áhuga á kaupum á vikri af Mýrdalssandi, en ástæðan mun vera sú að verulega er farið að ganga á jarðefnanámur á megin- landinu. Að sögn Þóris N. Kjartansson- ar, sem er einn eigenda jarðarinn- ar Hjörleifshöfða er nær yfir megnið af Mýrdalssandi, hefur verið áætlað að rúmlega milljarður tonna af vikri sé nýtanlegur af sandinum. Þórir segir að vikurinn þyki sérstaklega heppilegur sem fyllingarefni auk þess sem hann eftirsóknarverður sem byggingar- efni. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrir evrópskir aðilar með stóra kaupendur á bak við sig hefðu undanfarið verið að kanna möguleika á vikurkaupum héðan og hefðu þeir meðal annars komið til landsins að kynna sér aðstæður. Þórir sagði að málið væri þó allt á umræðustigi enn sem komið er, en hann sagði ljóst að flutningur á vikrinum landveg- inn til útskipunar t.d. í Þorláks- höfn gæti ekki borið sig og því gæti vart orðið af útflutningi með þeim hætti. Mjög kostnaðarsamt Hann sagði að sjónir manna hefðu því beinst að hugsanlegum möguleikum á því að skipa vikrin- um út beint af sandinum, annað- hvort með dælingu eða færibönd- um, en einnig væru hugmyndir um að nota stóra landgöngup- ramma. Hann sagði þó ljóst að þetta yrði mjög kostnaðarsamt og ógjörningur að af því gæti orðið nema með aðild fjársterkra er- lendra aðila í byggingariðnaði. LÆKKUN hefur orðið á gjaldtöku vegna útflutnings kynbótahrossa. Gjaldtaka vegna hrossaútflutnings Veruleg lækkun í kjöl- far lagasetningar VERULEG lækkun hefur orðið á gjaldtöku vegna útflutnings kyn- bótahrossa í kjölfar nýrra laga um hrossaútflutning sem samþykkt voru á Alþingi milli jóla og nýárs. Gjaldið sem innheimt er rennur í Stofnverndarsjóð íslenska hesta- kynsins, og samkvæmt auglýsingu landbúnaðarráðuneytisins þarf nú t.d. að greiða 100.000 krónur fyr- ir hvern útfluttan kynbótahest með heiðursverðlaun, en áður þurfti að greiða 500.000 krónur, og fyrir kynbótahryssu með heið- ursverðlaun þarf að greiða 16.000' krónur, en samkvæmt eldri gjald- skrá þurfti að greiða 80.000 kr. Lægsta gjald fyrir útfluttan kyn- bótahest er nú 8.000 krónur en lægsta gjald fyrir kynbótahryssu er 1.000 krónur. Samkvæmt nýju lögunum verð- ur gjaldtaka fyrir hvert útflutt hross að hámarki 8.000 krónur frá og með 15. apríl næstkomandi, og er innifalið í því greiðsla í Stofn- verndarsjóð, öli sjóðagjöld og greiðsla til dýralæknis. Að sögn Bergs Pálssonar var Stofnvernd- arsjóður hugsaður til þess að gera hrossaræktarsamböndum kleift að ganga inn í kaup á kynbótahross- um sem selja átti úr landi, en sam- böndin gátu fengið styrk úr sjóðn- um til að fjármagna kaupin. Bergur sagði að þar sem fram- boðið á úrvals kynbótahrossum væri nú orðið mjög mikið hefði þörfin fyrir sjóð af þessu tagi orð- ið mun minni en hún var áður. Sagði Bergur að hrossabændur væru mjög sáttir við nýju lögin og þá gjaldtöku sem gert væri ráð fyrir samkvæmt þeim. Inflúensa greinist, en ekki faraldur INFLÚENSA af A-stofni greindist í barni hér á landi með ræktun 10. janúar síðastliðinn og nokkur tilfelli hafa greinst síðan á heilsu- gæslustöðvum og læknavakt. Að sögn Helga Guðbergssonar borgarlæknis er þó ekki um neinn faraldur að ræða ennþá. Helgi sagði að fylgst hefði verið með læknavaktinni og ástandið kannað í skólum og á leikskólum, en ekki hefði borið mikið á veikind- um þar frá áramótum. Hann sagði að ef inflúensan næði sér á strik mætti búast við að faraldur gæti staðið í 1-2 mánuði. Hann sagði að tugþúsundir íslendinga hefðu verið bólusettir við inflúensunni síðastliðið haust, en þar væri aðal- lega um að ræða fullorðið fólk og lasburða. FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 5 Tröllvaxinn vinningur framundan! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag. MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.