Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kennarinn minn er æfur út í mig... Hún er reið af því að ég kallaði Ég er að reyna að hugsa það út, skólaferðalagið okkar asnalegt. hvernig ég get komið söídnni á Hvað ætlarðu að gera? þig... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Misskilningur um stjörnuspeki Frá Gylfa G. Kristinssyni: NÚ HAFA stjörnufræðingar úti í heimi gert þá uppgötvun að dýra- hringur stjömuspekinnar passi ekki lengur við stjömumerkin á himnin- um. íslenskum starfsbræðrum sínum og einum ágætum jarðfræðingi til mikils léttis, telja þeir sig nú endan- lega hafa sannað að stjörnuspekin sé ekkert nema kerlingabækur og svindl. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem stjörnufræðingar gera atlögu að stjörnuspekinni og má það undrun sæta að þeir hafi ekkert þarfara að gera. Stjörnufræðingar álykta um stjörnufræði Fyrir um það bil 10 árum sendu 500 bandarískir stjarneðlisfræðingar frá sér sameiginlega ályktun þar sem almenningur er alvarlega var- aður við stjörnuspeki þar sem hún hafði engan vísindalegan grunn og sé ekkert nema argasta rugl og þvættingur. En af hveiju skyldu stjarneðlisfræðingar eða stjörnu- spekingar (svo ég tali nú ekki um jarðfræðinga) vera að álykta um stjörnuspeki? Fyrir utan sögulegan skyldleika eiga þessar fræðigreinar nánst ekkert sameiginlegt með stjörnuspeki nema það að orðið stjörnu- eða stjarn- kemur fyrir í þeim. Að álykta útfrá þeim forsend- um er svona álíka gáfulegt og ef saumakonur tækju sig til og álykt- uðu sem svo að nálastungulækning- ar væru gagnslausar af því að nálar væru einungis ætlaðar til sauma- skapar. Auðvitað er öllum fijálst að hafa skoðanir, hvort sem þær eru byggð- ar á þekkingu, vanþekkingu eða fordómum. En það væri gott að hafa það fyrir almenna vinnureglu að ef maður hefur þörf fyrir að álykta um eitthvað yfir höfuð, að álykta þá um eitthvað sem maður hefur vit á. Þetta upphlaup í fréttum undan- farið, um að búið sé að finna 13. stjörnumerkið og að stjörnumerkin séu öll komini rugl þannig að enginn sé raunverulega í því merki sem hann hafi alltaf talið sig í, byggist allt á ofur einföldum misskilningi sem stafar af vanþekkingu á stjörnu- speki. Stjörnurnar sjálfar notaðar sem viðmiðun Það er hárrétt að afstaða jarðar til sjálfra stjörnumerkjanna í himn- inum er stöðugt að breytast og þau passa ekki lengur við stjörnumerki stjörnuspekinnar. Málið er, að það skiptir bara engu máli. Dýrahringur stjörnuspekinnar hefur í raun ekkert með hinar fjarlægu stjörnur að gera. Það sem markar upphaf dýrahrings- ins er sá staður á himninum sem sólina ber í á voijafndægrum. Þaðan eru svo hveiju hinna 12 merkja reiknaðar 30 gráður, þangað til hringnum er náð. Svo einfalt er það. Stjörnurnar sjálfar í bakgrunninum þjónuðu einungis sem viðmiðun á þeim tíma þegar stjörnutöflur voru ekki eins aðgengilegar og nú til dags. Afstaða jarðar til þeirra hefur breyst og mun halda áfram að breyt- ast en það hefur engin áhrif á stjörnuspekina. Dýrahringurinn mun áfram byija á 1. gráðu hins stjörnu- spekilega hrútsmerkis og hún mun markast af staðsetningu sólar á vor- jafndægrum. Mig langar að lokum að minna á orð eins mesta vísindamanns allra tíma, Sir Isaacs Newtons, en hann var einnig mikill stjörnuspekingur. Þegar E. Halley, sá er halastjarnan fræga er kennd við, bar brigður á gildi stjörnuspekinnar sagði Newton: Sir, I have studied it, you have not. Ég held að það segi allt sem þarf að segja. GYLFIG. KRISTINSSON, Kambahrauni 46, Hveragerði. Er hraðbankaþjón- ustan á niðurleið? Frá Jóhönnu Jóhannsdóttur: ÉG UNDIRRITUÐ hef notað Hrað- bankann nú í nokkur ár, og hefur notkun mín enn aukist við tilkomu debetkortanna. Með örfáum undan- tekningum hefur allt gengið eins og J sögu með notkunina. En tilkoma nýju, glæsilegu hraðbankavélanna er ekki framför, eins og nú er hald- ið á málum. Þar er ekki boðið upp á að greiða gíróseðla af eigin reikn- ingi — varla er boðið upp á að mað- ur geti lagt inn! Ég vil halda því fram að þessi atriði séu ótrúlega tímasparandi bæði fyrir bankann og viðskiptavini. Ef hugsað er til biðrað- anna, oft út úr dyrum, í bönkunum dagana sem á að greiða af kredit- kortunum eða öðru slíku, hlýtur þetta að liggja í augum uppi. í frétt um þjónustu hraðbankanna í Morgunblaðinu í lok desember seg- ir að reynslan sýni að algengasta aðgerð sé úttekt á reiðufé og sé það einnig raunin á í nágrannalöndun- um. En ég vil halda því fram að kynningarstarf banka og sparisjóða sé það öflugt að vel væri reynandi að beita því þama, öllum til hags- bóta. Sem nærtækt dæmi: fjöldi fólks hefur lært að nota hraðbank- ana síðasta hálfa árið. Ég legg þess vegna til að bank- ar/sparisjóðir setji inn fjölbreytta möguleika í nýju hraðbankavélarnar og kenni fólki að nota þá mögu- leika. Gera þarf leiðbeiningarbæk- ling um notkun hraðbanka dálítið betur úr garði, t.d. þarf að mínum dómi að koma skýrt fram við hveija leiðbeiningu á aðgerð hvort hún bók- ast þegar í stað eða við næsta upp- gjör Hraðbankans. Einnig legg ég til að uppgjörin verði tímasett eins vel og kostur er á og auglýst við vélarnar. JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Espigerði 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt.til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.