Morgunblaðið - 08.02.1995, Side 1

Morgunblaðið - 08.02.1995, Side 1
64 SIÐUR B/C/D 32. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Nemendur í verkfalli NEMENDUR og kennarar í frönskum skólum efndu til verkfalls í gær til að mótmæla aðbúnaði þeirra i skólum. Að mati stéttarfélaga kennara lagði rúmlega helmingur hinna milljón kennara landsins niður vinnu og í höfuðborginni París var hlutfallið 70%. Fjölmennar mótmælagöngur voru haldnar í flestum borgum Frakklands þar sem nemendur og kennarar kröfðust þess að fleiri kennarar yrðu.ráðnir, laun þeirra hækk- uð og aðbúnaður allur í skólum bættur. Uppstokkun í pólsku stjórninni yfirvofandi Stj órnarflokkai' frið- mælast við Walesa Varsjá. Reuter. STJÓRNARFLOKKARNIR í Pól- landi náðu í gær samkomulagi um breytingar á ríkisstjóminni, sem Lech Walesa, forseti landsins, á að geta sætt sig við, en hann hafði krafist þess, að Waldemar Pawlak viki úr forsætisráðherraembætti. Greindu fulltrúar stjórnarflokk- anna tveggja, Bændaflokksins og Vinstrisinnaða lýðræðisbandalags- ins, frá því í gærkvöldi að þeir hefðu orðið ásáttir um að Jozef Oleksy, frá lýðræðisbandalaginu, tæki við forsætisráðherraembætt- inu af Pawlak. Frá þessu var greint eftir að leið- togar flokkanna höfðu setið á tveggja klukkustunda fundi en talið er að fulltrúi frá Bændaflokknum muni í staðinn verða forseti þings- ins. Einungis er ár liðið frá því að ríkisstjórn Pawlaks, sem er úr Bændaflokknum, tók við völdum. Walesa sagði Pawlak vera Þránd í Götu efnahagslegra umbóta en margir telja, að hann hafi fyrst og fremst verið að reyna að styrkja stöðu sína. Walesa viðrar flokksstofnun Með hótunum um að leysa upp þingið ef ekki yrði orðið við kröfum hans hafi Walesa verið að búa í haginn fyrir sig vegna forsetakosn- inganna seint á þessu ári. Sigri frambjóðandi vinstrimanna þá hafa arftakar gömlu kommúnistanna náð völdunum í Póllandi í sínar hendur. Walesa sagði í fyrradag, að fengist ekki botn í þessi mál fyrir mánaðarlok myndi hann hugs- anlega hætta við forsetaframboð Lech Walesa og stofna nýjan stjómmálaflokk. Talsmaður Walesa sagði í gær, að forsetinn gæti fallist á, að nýr maður tæki við forsætisráðherra- embættinu eða að skipuð yrði sér- fræðingastjóm. Að því búnu myndi Walesa undirrita fjárlögin en hann hefur neitað því til þessa. Rússneskí herinn undirbýr brottflutning sveita frá Tsjetsjníju Fyrsta „guðmóðirin“ handtekin Maria Filippa Messina Róm. The Daily Telegraph. ÍTALSKA lögreglan handtók um helgina konu sem fullyrt er að sé fyrsta sikileyska „guðmóðir- in“. Konan, Maria Filippa Mess- ina, 26 ára, tók við virðingar- stöðu manns síns innan mafíufjöl- skyldu hans er hann var dæmd- ur Í2I ársfang- elsi fyrir tveim- ur árum. Er fjöl- skyldan sögð standa að eitur- lyfjasmygli og -sölu, fjárkúgun og vændi og að Maria stýri þess- ari starfsemi. Maria Messina var handtekin ásamt sjö körlum eftir að ítalska leyniþjónustan hafði komið fyrir hlerunartælgum og komist að áætlunum hópsins um að myrða sex félaga í annarri mafíufjöl- skyldu. Skjóta átti mennina um hábjartan dag á aðaltorginu í Catania með afsöguðum hagla- byssum keyptum í einu lýðvelda fyrrum Júgóslavíu. Áttu drápin að vera hefnd fyrir morð á bíl- stjóra Maríu og móður hans, auk þess sem Maria vildi styrkja stöðu sína innan sikileysku maf- íunnar. Blóðug átök geisa á milli fjölskyldnanna og hafa að minnsta kosti tiu fallið í valinn á síðustu mánuðum. Þar til fyrir fáum mánuðum hafa konur haldið sig til hlés í ítölsku mafíunni en vegna hertra aðgerða yfirvalda gegn skipu- Iagðri glæpastarfsemi hefur ver- ið þrýst á konur að taka við af þeim körlum sem sitja nú á bak við lás og slá. Mun lengra er síð- an konur mörkuðu sér sess í mafíunni í Napóli, sem þykir mun óhefðbundnari en sú á Sikiley. Tsjetsjenar íhuga að yfir- gefa Grosní Moskvu, Grosní. Reuter. RÚSSAR héldu uppi stórskotahríð á Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, í gær, en að sögn leiðtoga tsjesjenskra uppreisnarsveita var skot- hríðin þó ekki eins hörð og undanfarna daga. Uppreisnarmenn ráða nú ráðum sínum um hvort þeir yfirgefí borgina. „Leiðtogar okkar sitja á rökstól- um þessa stundina og ætla að taka afstöðu til þess hvort við gefum borgina eftir,“ sagði Súlman, 22 ára liðsmaður uppreisnarsveit- anna, í samtali við fréttamann Reuters í útborginni Tsjernor- etsjíje. Fréttamaðurinn varð sjálfur vitni að því er fjöldi vörubifreiða með fullan pall af bardagamönnum Tsjetsjena ók inn í Grosní í gær. Þess sáust engin merki, að bardög- um væri að ljúka í borginni og uppreisnarsveitirnar héldu enn nokkrum hverfum. Að sögn talsmanns vamarmála- ráðuneytisins í Moskvu undirbýr rússneski herinn nú brottflutning fótgöngusveita frá Grosní. Ætlun- in er að þar verði einungis eftir sveitir innanríkisráðuneytisins til þess að halda uppi löggæslu. Rússar sögðust í fyrradag hafa brotið alla skipulega mótspymu á bak aftur í Grosní er þeir náðu síðasta vígi uppreisnarmanna, torginu Mínútka og nágrenni þess. Erfitt er að henda reiður á áreið- anleika þessara fullyrðinga því í Hikavið Rússalán MICHAEL Camdessus, yfírmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í gær að Rússum hefði ekki enn tek- ist að sannfæra sjóðinn um að rétt væri að greiða út þau lán, sem Rússar hafa fengið vilyrði fyrir. Er alls um 6,2 milljarða dollara að ræða. Sjóðurinn hefur þegar lánað Rússum fjóra milljarða dollara og hefur sett það sem skilyrði fyrir frekari lánveitingum að Rússar leggi fram traustvekjandi fjárlög fyrir þetta ár, sem líkleg em til að draga verulega úr verðbólgu. Camdessus sagðist vona að hægt yrði að finna lausn á málinu en aðstæður væru mjög erfiðar. Hann benti á blaðamannafundi á að efna- hagsástand í Rússlandi hefði hrak- að verulega á síðari hluta síðasta árs. Hinar kostnaðarsömu aðgerðir í Tsjetsjníju torvelda efnahags- ástandið enn frekar. Reuter RÚSSNESKAR leyniskyttur úr Alfa-sérsveitunum búa sig undir aðgerðir í Grosní. gær héldu yfirmenn uppreisnar- sveitanna því fram við Interfax- fréttastofuna, að torgið væri ekki fallið. Leiðtogar uppreisnarmanna játtu því í gær, að útilokað væri að veijast til langframa. Jafnvel þótt Grosní falli er óvíst að stríðsá- tökum linni í Tsjetsjníju því upp- reisnarmenn hafa hótað að halda skæruhernaði áfram frá fjöllum umhverfis byggðir og bæi. Búist er við að þeir safni liði suður af Grosní og geri strandhögg þaðan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.