Morgunblaðið - 08.02.1995, Page 10

Morgunblaðið - 08.02.1995, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fasteignamiðlun Sigurður Óskarsson lögg.fasteigna- og sldpasali Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík SÍMAR 588-0150 OG 588-0140 Kaupendur athugið! Til sölu Seltjarnarnes Falleg og vel búin 94 fm jarðhæð. 3-4 herb. Parket. Áhv. veödeild 4,5 millj. Verð 7,9 millj. Hólmgarður - frábær eign Til sölu 96 fm gullfalleg og vönduð suð- uríb. í 17 ára fjórb. íb. og sameign í sérfl. m.a. sauna. Nýl. hús í grónu hverfi. Ákv. sala. Verð 9,5 millj. Vesturgata - nærri miðbæ Falleg 80 fm 3ja herb. íb. á tveimur hæðum í 3ja íb. húsi. Nýjar innr. Stór lóð. Hagst. verð 6,6 millj. Urðarholt - Mos. Glæsil. íb. 91 fm á 2. hæð í verðlaun- uðu 10 ára fjórbýli. Parket. Fráb. innr. Áhv. byggsjlán 1,5 millj. Verð 8,5 millj. Melhagi - sérhæð Falleg rúml. 103 fm sérhæð í velbyggðu húsi. Suðursv. Áhv. byggsj. og hagst. lán 4,6 millj. Gott verð 7,9 millj. Lundarbrekka - Kóp. Rúmg. 93 fm parketlögð íb. á 2. hæð í góðu fjölb. Sérinng. af útisvölum. Áhv. húsbr. 4,2 millj. Verð 6,9-7,5 millj. SÍMI 588-0150 - kjarni málsins! Vélsleð- amir viðraðir FJÖLMARGIR nota góðviðrið þessa dagana til að viðra vél- sleða sína. í gær var ljósmynd- ari Morgunblaðsins á ferð í Hveradölum og hitti þá fyrir nokkra vélsleðamenn. Benedikt Bragason rekur vélsleðaleigu í Hveradölum og hér sést einn af sleðum hans þjóta hjá. Veð- urspáin í dag og næstu daga bendir til þess að áfram verði gott veður til útivistar, ekki síst fyrir vélsleðamenn og skíða- fólk. EIGIMASALAIM REYKJAVIK INGÓLFSSTRÆTI 12 - 101 REYKJAVÍK. Símar 19540 - 19191 - 619191 Skrifstofuhúsnæði ósk- ast. Höfum fjársterkan kaupanda að ca 150-200 fm skrifsthúsn., gjarnan á góðum stað í Austurborginni. Fleiri staðir koma til greina. Höfum kaupanda að góðri sérh., helst í Vesturborginni. Fleiri stað- ir koma þó til greina, t.d. Þingholtin. Mjög góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign. í Fossvogi óskast. Höfum kaupanda að góðri 3ja-4ra herb. íb. helst í Fossvogshverfi. Fleiri staðir koma til greina. Góö útb. Höfum kaupanda að góðri 3ja herb. íb. í Árbæjarhverfi, gjarnan með áhv. gömlum húsnsstjlánum. Höfum kaupanda að 2ja-5 herb. ris- og kjíbúðum. Mega þarfn. stands. Góö útb. getur verið í boði. Höfum kaupanda að ýmsum gerðum fasteigna víðsvegar um borgina. Athugið: Mikið um fyrirspurnir! EIGIMASALAIM REYKJAVIK Magnús Einarsson, lögg. fastsali. ' .................. .............. ' Miðvangur 8 - Hafnarfirði Nýkomin í einkasölu falleg 3ja herb. íbúð á efstu hæð (3. hæð) á eftirsóttum útsýnisstað í Norðurbænum. Sérþvottahús. Gufubað og frystiklefi. Suðursvalir. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. 011 Kfl 01 07A LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori L I I I 01 U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, löggiltur fasteignasali Til sýnls og sölu m.a. eigna: Glæsileg eign - úrvalsstaður rétt við íþróttamiðstöðina í Árbæjarhverfi nýl. raðhús, grunnfl. 90 fm m. 6 herb. íb. á tveimur hæðum. í kj./jarðh. er næstum fullg. 2ja herb. góð séríb. Sérb. bílsk. Ræktuð lóð. Mikið útsýni. Við Eiðistorg - mikið útsýni Sólrík mjög góð 4ra herb. íb. um 100 fm. Stórar stofur. Tvennar sval- ir. Ágæt sameign. Stæði í bilgeymslu. Fráb. útsýni. Tilboð óskast. Tvíbýli - allt sér - ódýrt í gamla góða vesturbænum 3ja herb. íb. á efri hæð um 60 fm nettó. Vinsæll staður. Mikið útsýni. Tilboð óskast. Glæsileg eign í Skjólunum Nýl. raðhús m. innb. bílsk. næstum fullg. 4 stór svefnherb., snyrting á báðum hæðum. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Meistaravellir - Hjarðarhagi Góðar 3ja og 4ra herb. fb. Vinsaml. leitið nánari uppl. Vogar - Heimar - Sund Leitum að góðri neðri hæð m. sérinng. og helst m. bílsk. Skipti mögul. á glæsil. eign í Vogunum. Nánari uppl. veitir Lárus á skrifst. Afföll af húsbréfum voru í gærmorgun 11,11%. Af hámarksláni kr. 5.330,- þús, gera þessi afföll kr. 592.163,-. Sérhæfður Dagsþrúnarverkamaöur í fiskvinnslu fær eftir 5 ára starf kr. 48.755,- í mánaöarlaun. Öll árslaun þessa Dagsbrún- armanns duga því ekki fyrir afföllunum. • • • Viðskiptum hjá okkurfylgir ráðgjöf og traustar uppl. Fjöldi góðra eigna í skiptum. __________,______________ LAUGAVEGI18 SÍMAR 21150 - 21370 ALMENNA FAST EIG N AS AL AN [ \ Morgunblaðið/RAX FRÉTTIR Umræðuefni í ferð viðskiptaráðherra til Bretlands A Utfliitningnr á raf- orku til Bretlands SIGHVATUR Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og ráðherra heilbrigðismála, dvaldi í Bretlandi í boði iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- isins þar dagana 15. janúar til 19. janúar. í för með ráðherra voru ráðuneytisstjóramir Páll Sigurðsson og Þorkell Helgason, aðstoðarmað- ur ráðherra, Margrét S. Björnsdóttir, og frú Björk Melax. Tilgangur fararinnar voru við- ræður við bresk stjómvöld, fyrirtæki og stofnanir á sviði málefna ráðherr- ans. Þess er vænst að í kjölfar ferð- arinnar skapist aukin tengsl milli ráðuneyta landanna. Jafnframt væntir ráðherrann og föruneyti hans að geta lært af Bretum á viðkom- andi sviðum. Að ósk gestgjafanna var megin- viðræðuefnið í þessari för hugsan- legur útflutningur á raforku frá ís- landi um sæstreng til Bretlandseyja. Ráðherrann og fylgdarlið hans áttu í því sambandi fundi með forsvars- mönnum þeirra fyrirtækja og stofn- ana sem sýnt hafa áhuga á málinu. Hér er um að ræða Scottish Hydro, sem hefur lengi unnið að könnun málsins í samvinnu við Landsvirkj- un; Nationa! Grid Company, en það fyrirtæki sér um raforkuflutning innan Bretlands; rafkaplaframleið- andann Pirelli Cables Ltd., en það fyrirtæki hefur gert tænilegar at- huganir á lagningu sækapals til Is- lands, og GEC Alsthom sem fram- leiðir m.a. afriðlunarstöðvar eins og nauðsynlegar em við báða enda hugsanlegs sækapals. Auk þess ósk- aði fyrirtækið Western Electric eftir viðræðum við ráðherrann um hugs- anleg kaup á orku frá íslandi, en þetta fyrirtæki hefur nýverið haslað sér völl sem sjálfstæður orkusali í kjölfar aukins fijálsræðis á breska raforkumarkaðinum. í ferðinni ræddi Sighvatur Björg- vinsson við Tim Eggar, ráðherra iðnaðar- og orkumála í Bretlandi. Ráðherrann lýsti yfir samúð sinni vegna hinna hörmulegu atburða á Vestfjörðum, sem dundu yfir á þess- um tíma. Viðræður ráðherranna snerust að öðru leyti um forsendur þess að lagning sæstrengs geti ver- ið hagkvæmur kostur fyrir báða aðila. I því sambandi var rætt um orkuspár og hugsanlega sameigin- lega skattlagningu Evrópusam- bandsins á brennsluorku í því skyni að ýta undir notkun endumýjan- legra orkugjafa. í breska ráðuneytinu var auk þess rætt við yfirmann verkefnaút- flutningsdeildar ráðuneytisins svo og yfírmann þeirrar deildar sem fer með málefni smáfyrirtækja og fyrir- tækjaneta. í förinni var heimsóttur Cranfield University, en sá háskóli hefur get- ið sér gott orð fyrir árangursíkt rannsóknarsamstarf við atvinnufyr- irtæki. Einnig hitti Sighvatur hóp breskra ráðgjafa á sviði orku-, iðn- aðar- og heilbrigðismála. Gestunum frá íslandi var kynnt hvemig Bretar búa að öldruðum og fótluðum. M.a. var heimsótt miðstöð fýrir hvers kyns hjálpartæki aldraðra og fatlaðra í Manchester. Aðstoðar- borgarstjórinn þar tók á móti ráð- herra ásamt ræðumanni íslands þar í borg, en hann er jafnframt yfirmað- ur heilbrigðismála í Manchester. Þá var farið til Amersham Intemati- onal, sem em samtök er framleiða og selja ýmiss konar lyfja- og há- tæknibúnað fyrir sjúkrahús. Opinberri heimsókn ráðherrans átti að ljúka í Skotlandi laugardaginn 21. janúar. Vegna atburðanna í kjör- dæmi Sighvats Björgvinssonar stytti hann för sína, sleppti Skotlandsheim- sókninni og hélt heimleiðis ásamt konu sinni strax eftir að viðræðum við hinn breska kollega hans var lokið, en annað fömneyti ráðherra tók þátt í Skotlandshluta ferðarinnar og var miðstöð flugbjörgunarmála í Skotlandi m.a. skoðuð. Skipulagning þessarar ráðherra- ferðar af hálfu Breta var í hvívetna eins og best verður á kosið, en breska sendiráðið í Reykjavík und- irbjó ferðina í samráði við iðnaðar- og viðskiptamálaráðuneytið í Lond- on, segir í frétt frá viðskiptaráðu- neytinu. Athugasemdir Amnesty International um stjórnarskrárfrumvarpið ÍSLANDSDEILD Amnesty Inter- national hefur sent stjórnarskrár- nefnd Alþingis umsögn um fmmvarp til stjómskipunariaga um breytingu á stjórnarskránni. Eins og segir í frétt frá félaginu er því frumkvæði Alþingis fagnað að stjórnarskránni sé breytt í þá átt að styrkja mann- réttindaákvæði hennar. í athugasemdum samtakanna er bent á að frumvarpið standist ekki alþjóðlegar kröfur í veigamiklum atriðum og sé ekki í samræmi við skyldur sem ísland hafi tekið á sig við fullgildingu alþjóðlegra mann- réttindasáttmála. Banni við dauða- refsingn fagnað Hvað einstaka ákvæði varðar er því fagnað að tekið sé upp afdrátt- arlaust bann við dauðarefsingu og Stenst ekki alþjóðlegar kröfur muni slíkt ákvæði hafa fordæmis- gildi á alþjóðlegum vettvangi. Hins vegar er vakin athygli á því að ákvæði vanti þess efnis að ekki megi meina útlendingum landgöngu eða vísa úr landi ef hætta sé á að þeir verði teknir af lífi, pyntaðir eða ofsóttir í öðru landi. Einnig er áhyggjum lýst yfir því að hvergi sé kveðið á um að ekki sé heimilt að skerða viss grundvall- arréttindi á tímum neyðarástands, svo sem réttinn til lífs, bann við pyntingum og illri meðferð svo dæmi séu tekin. Samtökin benda ennfremur á að tryggingu vanti fyrir sanngjarnri og tafarlausri málsmeðferð og að játn- ingar sem fengnar eru fram með þvingunum séu útilokaðar sem sönn- unargögn. Amnesty International lýsir einnig áhyggjum yfir því að fullnægjandi tryggingar vanti fyrir frelsi til tjáningar, hugsana, sann- færingar og trúar. Fleiri athugasemdir er að finna í umsögninni og er lögð áhersla á að breytingar á stjórnarskránni verði kynntar ítarlega. Alþingi sjái til þess að fram fari í þjóðfélaginu full um- ræða sem leiði til þess að gerðar séu breytingar sem tryggi grundvallar- mannréttindi sem viðurkennd eru í alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. f * \ \ \ í \ \ \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.