Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 29

Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 29 AÐSENDAR GREIIMAR Híð sanna nni Gilsfjarðarbrú Sturla Böðvarsson ÞAÐ MUN hafa ver- ið árið 1984 sem Vega- _ gerðin byrjað að gera frumáætlun og meta kostnað við þverun Gilsfjarðar milli Vest- fjarðarkjördæmis og Vesturlandskjördæm- is. Allar götur síðan hefur komið fram mik- ill vilji heimamanna til þess að koma af stað framkvæmdum. Eins og eðlilegt er tekur tíma að undirbúa slíka framkvæmd. Deilur við landeigend- ur og náttúruverndarfólk leiddu til þess að seinkun varð, auk þess sem gera þurfti umhverfismat vegna framkvæmdanna. Vegna laga um umhverfismat og vegna nauðsyn- legrar undirbúningsvinnu og hönn- unar er fyrst nú um mitt þetta ár hægt að bjóða verkið út af beinum lagalegum og tæknilegum ástæð- um. Samkvæmt langtímaáætlun um vegamál, sem var lögð fyrir þingið árið 1991 í lok síðasta kjörtíma- bils, var gert ráð fyrir framkvæmd- A-listinn í Reykjanes- kjördæmi ALÞÝÐUFLOKKURINN í Reykja- neskjördæmi hefur verið samþykkt- ur. Listann skipa eftirfarandi: 1. Rannveig Guðmundsdóttir, fé- lagsmálaráðherra, Kópavogi, 2. Guðmundur Árni Stefánsson, alþing- ismaður, Hafnarfirði, 3. Petrína Baldursdóttir, alþingismaður, Grindavík, 4. Hrafnkell Óskarsson, læknir, Keflavík, 5. Elín Harðardótt- ir, matsveinn, Hafnarfirði, 6. Þóra Arnórsdóttir, líffræðinemi, Kópa- vogi, 7. Garðar Smári Gunnarsson, fisktæknir, Hafnarfirði, 8. Karl Harry Sigurðsson, bankastarfsmað- ur, Garðabæ, 9. Gestur Páll Reynis- son, framhaldsskólanemi, Keflavík, 10. Helga L. Jónsdóttir, leikskóla- kennari, Kópavogi, 11. Gylfi Ing- varsson, aðaltrúnaðarmaður starfs- manna ÍSAL, Hafnarfirði, 12. Guð- finna Emma Sveinsdóttir, kennari, Seltjarnarnesi, 13. Bjarnþór Aðal- steinsson, rannsóknarlögregiumað- ur, Mosfellsbæ, 14. Oddný Guðjóns- dóttir, leiðbeinandi, Sandgerði, 15. Gestur G. Gestsson, háskólanemi, Hafnarfirði, 16. María Hlíðberg Ósk- arsdóttir, læknaritari, Vogum, 17. Vigdís Thordersen, kennari, Gerða- hreppi, 18. Jón Ragnar Magnússon, skipstjóri, Njarðvík, 19. Ása Stein- unn Atladóttir, hjúkrunarfræðingur, Bessastaðahreppi, 20. Kristín Bjarnadóttir, framhaldsskólakenn- ari, Garðabæ, 21. Þráinn Hallgríms- son, skólastjóri Tómstundaskólans, Kópavogi, 22. Guðrún Emilsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hafnarfirði, 23. Unnur Arngrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri Módelsamtakanna, Kópavogi, 24. Karl Steinar Guðna- son, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Keflavík. um við Gilsfjarðarbrú á 2. tímabili lang- tímaáætlunar, sem er árin 1995 til til 1998, en undirbúningsfjár- veitingu á 1. tímabili. Samkvæmt núgildandi vegaáætlun, sem sam- þykkt var 1993, var gert ráð fyrir að fram- kvæmdir hæfust á þessu ári. Síðustu misseri hef- ur verið gerð tilraun til þess að læða því að Dalamönnum og Barð- Framkvæmdir við brú yfir Gilsfjörð hefjast á þessu ári, segir Sturla Böðvarsson, sem gerir ráð fyrir að verkið verði boðið út í júnímánuði næstkomandi. strendingum að yondir menn í hópi stjórnarþingmanna ætluðu að fresta fyrirhuguðum -framkvæmd- um við Gilsfjarðarbrú. Síðustu op- inberu tilraun til þess gerði Ingi- björg Pálmadóttir alþingismaður í grein í Morgunblaðinu 15 þ.m. Þar heldur þingmaðurinn því fram að seinka eigi framkvæmdum við Gils- fjarðarbrú. Greinin birtist sama dag og samgöngunefnd Alþingis samþykkir tillögu meiri hluta nefndarinnar um fjárveitingar til stórverkefna og að framkvæmdir við Gilsfjarðarbrú hefjist í ár. Að vísu lætur þingmaðurinn þess getið að hún treysti því að stjórnarþing- menn beiti áhrifum sínum í málinu. Þar verður þingmanninum að ósk sinni um frumkvæði okkar stjórnarþingmanna. Það stóð aldrei annað til en að standa við þau fyrir- heit sem gefm hafa verið. Það hef- ur vissulega sýnt sig á þessum vetri hversu mikilvæg samgöngu- bót þverun Gilsfjarðar er. Vegaáætlun fyrir tímabilið 1995- til 1998 verður væntanlega sam- þykkt fyrir þinglok. Á grundvelli hennar munu nást margir og merk- ir áfangar í vegamálum á Vestur- landi. Þeirri áætlun verða gerð skil hér í blaðinu síðar. En framkvæmd- ir við brú yfír Gilsfjörð munu hefj- ast á þessu ári og er gert ráð fyrir að verkið verði boðið út í júnímán- uði. Höfundur er alþingismadur fyrir Sjálfstæðisflokk í Vesturlandskjördæmi. Dragtir Kjólar Blússur Pils Ódýr nóttfatnabur i 12, sími 44^33. ÁRGERÐ1995 Volvo 440/460 en keppinauturinn hækkar um VOLVO BIFREIÐ SEM PÚ GETUR TREVST Áriö 1994 seldust 131 Volvo 440/460 en 162 Toyota Carina E.* Þetta setur Volvo 440/460 í annað sæti yfir mest seldu bíla á íslandi í þessum stærðarflokki. * Heimild Ðifreiöaskoöun íslands Á þessu ári verður verður einn stór munur á þessum tveimur tegundum: Volvo 440/460 veröur á sama verði og í fyrra en Toyota Carina E hækkar í verði um 130.000 kr. Eitt núll fyrir Volvo! Mynd: Volvo 460, ólfelgur og sóllúga ekki innlfaliö í veröi. Vjölbreyltir lánamöguleikar - lán til allt að 5 ára Framhjóladrifinn Völvo 440/460 kostar frá 1.448.000 kr. □ QCE TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA RAÐCREIDSLUR Til allt aö ZA mánaöa rJTSSP- SPARISJOÐIRNIR BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 91- 685870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.