Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 29 AÐSENDAR GREIIMAR Híð sanna nni Gilsfjarðarbrú Sturla Böðvarsson ÞAÐ MUN hafa ver- ið árið 1984 sem Vega- _ gerðin byrjað að gera frumáætlun og meta kostnað við þverun Gilsfjarðar milli Vest- fjarðarkjördæmis og Vesturlandskjördæm- is. Allar götur síðan hefur komið fram mik- ill vilji heimamanna til þess að koma af stað framkvæmdum. Eins og eðlilegt er tekur tíma að undirbúa slíka framkvæmd. Deilur við landeigend- ur og náttúruverndarfólk leiddu til þess að seinkun varð, auk þess sem gera þurfti umhverfismat vegna framkvæmdanna. Vegna laga um umhverfismat og vegna nauðsyn- legrar undirbúningsvinnu og hönn- unar er fyrst nú um mitt þetta ár hægt að bjóða verkið út af beinum lagalegum og tæknilegum ástæð- um. Samkvæmt langtímaáætlun um vegamál, sem var lögð fyrir þingið árið 1991 í lok síðasta kjörtíma- bils, var gert ráð fyrir framkvæmd- A-listinn í Reykjanes- kjördæmi ALÞÝÐUFLOKKURINN í Reykja- neskjördæmi hefur verið samþykkt- ur. Listann skipa eftirfarandi: 1. Rannveig Guðmundsdóttir, fé- lagsmálaráðherra, Kópavogi, 2. Guðmundur Árni Stefánsson, alþing- ismaður, Hafnarfirði, 3. Petrína Baldursdóttir, alþingismaður, Grindavík, 4. Hrafnkell Óskarsson, læknir, Keflavík, 5. Elín Harðardótt- ir, matsveinn, Hafnarfirði, 6. Þóra Arnórsdóttir, líffræðinemi, Kópa- vogi, 7. Garðar Smári Gunnarsson, fisktæknir, Hafnarfirði, 8. Karl Harry Sigurðsson, bankastarfsmað- ur, Garðabæ, 9. Gestur Páll Reynis- son, framhaldsskólanemi, Keflavík, 10. Helga L. Jónsdóttir, leikskóla- kennari, Kópavogi, 11. Gylfi Ing- varsson, aðaltrúnaðarmaður starfs- manna ÍSAL, Hafnarfirði, 12. Guð- finna Emma Sveinsdóttir, kennari, Seltjarnarnesi, 13. Bjarnþór Aðal- steinsson, rannsóknarlögregiumað- ur, Mosfellsbæ, 14. Oddný Guðjóns- dóttir, leiðbeinandi, Sandgerði, 15. Gestur G. Gestsson, háskólanemi, Hafnarfirði, 16. María Hlíðberg Ósk- arsdóttir, læknaritari, Vogum, 17. Vigdís Thordersen, kennari, Gerða- hreppi, 18. Jón Ragnar Magnússon, skipstjóri, Njarðvík, 19. Ása Stein- unn Atladóttir, hjúkrunarfræðingur, Bessastaðahreppi, 20. Kristín Bjarnadóttir, framhaldsskólakenn- ari, Garðabæ, 21. Þráinn Hallgríms- son, skólastjóri Tómstundaskólans, Kópavogi, 22. Guðrún Emilsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hafnarfirði, 23. Unnur Arngrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri Módelsamtakanna, Kópavogi, 24. Karl Steinar Guðna- son, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Keflavík. um við Gilsfjarðarbrú á 2. tímabili lang- tímaáætlunar, sem er árin 1995 til til 1998, en undirbúningsfjár- veitingu á 1. tímabili. Samkvæmt núgildandi vegaáætlun, sem sam- þykkt var 1993, var gert ráð fyrir að fram- kvæmdir hæfust á þessu ári. Síðustu misseri hef- ur verið gerð tilraun til þess að læða því að Dalamönnum og Barð- Framkvæmdir við brú yfir Gilsfjörð hefjast á þessu ári, segir Sturla Böðvarsson, sem gerir ráð fyrir að verkið verði boðið út í júnímánuði næstkomandi. strendingum að yondir menn í hópi stjórnarþingmanna ætluðu að fresta fyrirhuguðum -framkvæmd- um við Gilsfjarðarbrú. Síðustu op- inberu tilraun til þess gerði Ingi- björg Pálmadóttir alþingismaður í grein í Morgunblaðinu 15 þ.m. Þar heldur þingmaðurinn því fram að seinka eigi framkvæmdum við Gils- fjarðarbrú. Greinin birtist sama dag og samgöngunefnd Alþingis samþykkir tillögu meiri hluta nefndarinnar um fjárveitingar til stórverkefna og að framkvæmdir við Gilsfjarðarbrú hefjist í ár. Að vísu lætur þingmaðurinn þess getið að hún treysti því að stjórnarþing- menn beiti áhrifum sínum í málinu. Þar verður þingmanninum að ósk sinni um frumkvæði okkar stjórnarþingmanna. Það stóð aldrei annað til en að standa við þau fyrir- heit sem gefm hafa verið. Það hef- ur vissulega sýnt sig á þessum vetri hversu mikilvæg samgöngu- bót þverun Gilsfjarðar er. Vegaáætlun fyrir tímabilið 1995- til 1998 verður væntanlega sam- þykkt fyrir þinglok. Á grundvelli hennar munu nást margir og merk- ir áfangar í vegamálum á Vestur- landi. Þeirri áætlun verða gerð skil hér í blaðinu síðar. En framkvæmd- ir við brú yfír Gilsfjörð munu hefj- ast á þessu ári og er gert ráð fyrir að verkið verði boðið út í júnímán- uði. Höfundur er alþingismadur fyrir Sjálfstæðisflokk í Vesturlandskjördæmi. Dragtir Kjólar Blússur Pils Ódýr nóttfatnabur i 12, sími 44^33. ÁRGERÐ1995 Volvo 440/460 en keppinauturinn hækkar um VOLVO BIFREIÐ SEM PÚ GETUR TREVST Áriö 1994 seldust 131 Volvo 440/460 en 162 Toyota Carina E.* Þetta setur Volvo 440/460 í annað sæti yfir mest seldu bíla á íslandi í þessum stærðarflokki. * Heimild Ðifreiöaskoöun íslands Á þessu ári verður verður einn stór munur á þessum tveimur tegundum: Volvo 440/460 veröur á sama verði og í fyrra en Toyota Carina E hækkar í verði um 130.000 kr. Eitt núll fyrir Volvo! Mynd: Volvo 460, ólfelgur og sóllúga ekki innlfaliö í veröi. Vjölbreyltir lánamöguleikar - lán til allt að 5 ára Framhjóladrifinn Völvo 440/460 kostar frá 1.448.000 kr. □ QCE TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA RAÐCREIDSLUR Til allt aö ZA mánaöa rJTSSP- SPARISJOÐIRNIR BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 91- 685870
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.