Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Snjóhengjusvæði yfir skíðabrekkum f Bláfjöllum
fíallahom
Eldborgargil'
r ^DrQtUiirrgargil
Framskálij.----'V / j (
Sólskim- Suburgil
brekka
Borgarskália
®Í^ítfialláskáli
Skíðalyftur eru einungis opnar
á Kóngsgilssvæðinu
Hátíðarhöld vegna loka heimsstyrjaldarinnar
Forsætisráðherra boðið
til Rússlands og Noregs
AKVÖRÐUN um það hvort forsæt-
isráðherra íslands þiggur boð
stjómvalda í Rússlandi og Noregi
um að vera viðstaddur hátíðarhöld
í þessum löndum í tilefni þess að
50 ár eru liðin frá lokum síðari
heimsstyijaldarinnar verður ekki
tekin fyrr en eftir kosningar.
Rússar og áður Sovétmenn hafa
lengi haldið upp á lok heimsstyrjald-
arinnar 9. maí. Nú eru liðin fimmtíu
ár frá lokum stríðsins og verður
Hætta talin á snjóflóðum
Suðursvæðið í
Bláflöllum lokað
ÁKVEÐIÐ hefur verið í samráði við snjóflóðavamir Veðurstofu ís-
lands að loka hluta skiðasvæðisins í Bláfjöllum vegna snjóflóðahættu.
Að sögn Þorsteins Hjaltasonar fólkvangsvarðar er hér um suðursvæð-
ið að ræða sunnan við Topplyftu Armanns og verður lyftan lokuð. Þá
er einnig talið vera hætt í Eldborgargili og verða lyftur þar einnig
lokaðar auk þess sem lokað verður í Sólskinsbrekku og Suðurgili.
þess minnst með veglegri hætti en
venjulega. Borís Jeltsín forseti Rúss-
lands hefur boðið Davíð Oddssyni
forsætisráðherra ásamt fjölda ann-
arra forsætisráðherra og forseta að
vera viðstaddir.
Norðmenn efna til hátíðarhalda
af sama tilefni á svipuðum tíma og
forsætisráðherra hefur verið boðið
til þeirra. Ákvörðun um hvort það
boð verður þegið hefur sömuleiðis
verið frestað, að sögn Alberts Jóns-
sonar.
Álit Ríkisendurskoðunar um greiðslu erfðafjárskatts af kvótá
Styrkir úrskurð
skiptaráðanda j
Niðurstaðan studd með vísan til dóms Hæstaréttar frá árinu 1993
SÚ NIÐURSTAÐA Ríkisendurskoðunar að greiða skuli erfðafjár-
skatt af fiskikvóta er í samræmi við niðurstöðu sem sýslumanns-
embættið í Reykjavík hafði áður komist að í máli þar sem deílt
var um erfðafjárskatt af kvóta. Sóley Ragnarsdóttir, lögfræðingur
hjá sýslumanninum í Reykjavík, segir að þessi niðurstaða styrki
úrskurð embættisins. Hún segir að það ráðist af viðbrögðum erf-
ingja í þessu máli hvort það fer til meðferðar dómstóla.
Jarðskjálftahrina
Jarðskjálftar
við Hestfjall
JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst með
2,8 Richter jarðskjálfta suðvestan
við Hestfjall, ekki langt frá Selfossi,
síðdegis í gær. Virkni minnkaði
smám saman við Hveragerði síðdeg-
is.
Gunnar Guðmundsson, jarðeðlis-
fræðingur á Veðurstofunni, sagði
að jarðskjálftahrina hefði hafist með
jarðskjálfta að styrkleikanum 2,8 á
Richterkvarða mitt á milli Brúar-
staða og Oddgeirshóla um klukkan
16.53 í gær. Hann sagði að rúmum
klukkutíma eftir skjálftann hefðu
verið komnir fram hátt í 30 eftir-
skjálftar, allt upp í 1,2 á Richter-
kvarða. Tilkynningar bárust um
fyrsta skjálftann frá Þingborg og
Laugarvatni.
Fimm skjálftar, flestir minni en 1
á Richter, mældust við Hveragerði
frameftir degi í gær. Síðdegis
greindust aðeins nokkrir smáir
skjálftar á svæðinu.
Svæðið stöðugt metið
Sagði Þorsteinn að eftir
óhappið sem varð þegar Norð-
maðurinn lést I snjóflóði í Blá-
fjöllum hafi verið haft samband
við snjóflóðavarnir Veðurstof-
unnar og hafa sérfræðingar það-
an stöðugt verið að meta svæðið.
„Þeir hafa verið hér alla daga,“
sagði hann, „og reynt að grafast
fyrir um orsakir flóðsins. Þeir
álíta að núna sé hætta í ákveðn-
um brekkum og við tökum enga
áhættu. Þess vegna verður svæð-
ið lokað þar til við fáum betri
niðurstöðu. Öryggið er númer
eitt en við töldum þetta allt vera
í góðu lagi.“
Aðalsvæðið talið tryggt
Að sögn Þorsteins er talið að
aðalskíðasvæðið sé tryggt. Þar
er stanslaust unnið með troður-
um frá því fyrsti snjórinn fellur
og svæðið því talið öruggt. Sagði
hann að hugsanlega yrðu gerðar
tilraunir með að koma flóði af
stað og að það yrði gert í sam-
ráði við snjóflóðavamir Veður-
stofunnar og Slysavarnarfélagið
ásamt fleirum.
Samkvæmt lögum um erfð-
arfjárskatt ber skiptaráðanda að
úrskurða ef ágreiningur verður um
gjaldstofn erfðafjárskatts. Sóley
sagði að í þessu tilfelli hefði verið
ákveðið að fá álit frá Ríkisendur-
skoðun til að styrkja niðurstöðu
skiptaráðanda.
I fyrstu grein laga um erfðafjár-
skatt segir að greiða skuli
erfðafjárskatt af öllum fjárverð-
mætum og fjármunaréttindum er
við skipti á dánarbúi manns hverfí
til erfingja hans með þeim undan-
tekningum sem koma fram og
greint er frá í lögunum.
Aflahlutdeild venjulegt fylgifé
skips
Ríkisendurskoðun segir að sam-
kvæmt fyrstu grein laga um stjóm
fiskveiða séu nytjastofnar á ísland-
smiðum sameign þjóðarinnar.
Greinin feli í sér að úthlutun veiði-
heimilda myndi ekki eignarrétt eða
óafturkallanlegt forræði einstakra
aðila yfir veiðiheimildum.
í lögunum sé á hinn bóginn að
finna ákvæði um veitingu veiði-
leyfa. í megindráttum sé veiði-
heimildum úthlutað til einstakra
skipa og hveiju skipi úthlutað til-
tekinni hlutdeild í leyfðum heildar-
afla tegundarinnar. Nefnist það
aflahlutdeild og haldist hún óbreytt
milli ára. Aflahlutdeild skuli út-
hlutað til nýs skips sama eiganda
við eigendaskipti nema aðilar geri
með sér skriflegt samkomulag um
annað. Með vísan til 2. mgr. 11.
gr. verði ekki hjá því komist að
telja aflaheimildir sem venjulegt
fylgifé skips.
Að mati Ríkisendurskoðunar
verði þrátt fyrir óvissu sem ríki
um eignarréttarlega stöðu og
vemd fiskveiðiréttinda þegar til
langs tíma er litið ekki um það
deilt að fiskveiðikvóti hafi umtals-
vert fjárhagslegt gildi fyrir rétt-
hafa hans. Þar með sé skylt að
nota hann sem stofn til álagningar
erfðafjárskatts enda sé ekki að
finna nein lagafyrirmæli um að
veiðiheimildir séu ekki andlag
erfðafjárskatts.
Keypt aflahlutdeild telst til
skattskyldra eignaréttinda
Til stuðnings niðurstöðu sinnii
nefnir Ríkisendurskoðun dóm
Hæstaréttar frá árinu 1993, en þar
er því slegið föstu að keypt afla-
hlutdeild skips skuli talin til skatt-
skyldra eignarréttinda samkvæmt
lögum um tekjuskatt og eignar-
skatt. Að mati Ríkisendurskoðunar;
staðfestir dómurinn þá fram.:
kvæmd og þau fyrirmæli skattayf-
irvalda að eignfæra beri og af-
skrifa keyptan kvóta á sama hátt
og varanlega rekstraríjármuni,;
sem notaðir eru til öflunar teknai
í atvinnurekstri.
t
Samtök foreldra ræddu við samninganefndir
kennara og ríkisins í gær
Áhyg'gjur foreldra auk-
ast vegna verkfallsins
UNNUR Halldórsdóttir, formaður
Heimilis og skóla, segist verða vör
við vaxandi óánægju foreldra með
verkfall kennara. Stöðugt fleiri
foreldrar hefðu samband við skrif-
stofu samtakanna til að lýsa yfir
áhyggjum og óánægju með ástand-
ið. Ekkert þokaðist á stuttum
samningafundi kennara og ríkisins
í gær. Nýr fundur hefur verið boð-
aður í dag.
Forystumenn Heimilis og skóla
áttu fund með samninganefndum
ríkisins og kennara í Karphúsinu
í gær. Unnur sagði að samtökin
hefðu með fundinum viljað fá að
heyra frá fyrstu hendi hvernig
staðan í samningamálum væri og
um hvað væri deilt. Hún sagði ljóst
að deilan væri ekki venjuleg kjara-
deila því að deiluaðilar væru að
takast á um breytingar á skóla-
starfi. Unnur sagði að afstaða
Heimilis og skóla væri að nauðsyn-
legt væri að gera verulegar breyt-
ingar á skipulagi skólastarfs.
Brýnt væri að grunnskólinn yrði
einsettur, fækka þyrfti starfsdög-
um kennara auk fleiri breytinga.
Lög á nemendum brotin
í yfírlýsingu sem Unnur afhenti
samninganefndum kennara og rík-
isins í gær er þess krafist að geng-
ið verið til samninga tafarlaust.
„Foreldrum ofbýður það virðinga-
leysi sem nemendum er sýnt með
því að vísa þeim úr skóla á þennan
hátt. Grunnskólalög kveða á um
fræðsluskyldu og skólaskyldu og
landslög eru því brotin á þúsundum
skólanema.
Stjórnvöld verða að axla ábyrgð
og fylgja sinni eigin menntastefnu
eftir í verki, ekki síst nú þegar
metnaðarfullt grunnskólafrum-
varp er orðið að lögum. Því liggur
ljóst fyrir að setja þarf fjármagn
í skipulagsbreytingar í skólum.
Kennarar stóðu öflugan vörð um
réttindamál sín þegar grunnskóla-
lög voru til umræðu á Alþingi. Nú
vænta foreldrar þess að kennarar
standi einnig vörð um rétt nem-
enda til góðrar menntunar og
gangi með opnum huga til samn-
inga sem leiði til framfara í skóla-
starfi.
Verkfallið hefur nú þegar valdið
umtalsverðu tjóni á skólagöngu
nemenda í grunn- og framhalds-
skólum. Dragist samningar enn á
langinn eru það skýr skilaboð til
þjóðarinnar um að menntamálin
eru ekki sett ofarlega á forgangs-
lista stjórnvalda."
Kosningar í Háskólanum
KOSIÐ var um 15 fulltrúa til
Stúdentaráðs og tvo til Háskóla-
ráðs í Háskóla Islands í gærdag
en kjörstaðir voru opnir frá
9-18. Var búist við að talningu
atkvæða lyki seint í nótt en eng-
ar upplýsingar lágu fyrir um
úrslit eða kjörsókn í gærkvöldi.
Ekki voru allir á eitt sáttir um
kjördaginn því talið var að
kennslufall af völdum Norður-
landaráðsþings í Háskólabiói
yrði til þess að færri nýttu sér .
atkvæðisrétt sinn. Auk þessa eru |
nemendur í hjúkrunarfræði við
starfsþjálfun utan skólans alla
vikuna og var einnig talið að t
það myndi draga úr kjörsókn. 1
Tvær fylkingar tókust á að
þessu sinni, það er Röskva, sem
hlaut meirihluta í fyrra, og
Vaka.