Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 27 Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, segir Ingólfur S. Sveinsson, sem boðar fráhvarf frá sósíalistískri miðstýr- ingu heilbrigðismála. Síðar segir í áiyktuninni: „Hafn- að er hugmyndum um að endur- vekja tilvísanakerfi vegna sér- fræðiþjónustu lækna utan sjúkra- húsa (Leturbr. mín.) Áíyktun þessi er stefnumörkun. Útfærslu hugmynda má sjá nánar í ályktun- inni og er hún öllum aðgengileg. Frekari tillögur 1. Ríkisrekstur heilbrigðisþjón- ustu má leggja niður í áföngum. Af miklu er að taka, en heppi- legt virðist að bytja á að afhenda heilsugæslustöðvarnar og rekstur þeirra héruðunum sem þær þjóna. Heimamenn geta ákveðið hvort sveitarstjórnir annast rekstur eða fela hann þeim sem þær treysta. Getur ríkið alfarið losnað við að byggja yfir heilsugæsluna. Það er reyndar búið nema í þéttbýli og reynslan sýnir að sjálfstæðir lækn- ar geta gert þetta sjálfir. 2. Afnema þarf ríkiseinokun sj úkratrygginga. Opna þarf möguleika á að fólk geti tryggt sig á eigin vegum og keypt sér tryggingar annars stað- ar en hjá ríkinu, hérlendis eða erlendis, og losnað jafnframt við greiða skatta til heilbrigðisþjón- ustu. Við þurfum alvöru trygging- ar með tryggingasamningi sem við getum treyst og enginn ráðherra getur breytt að vild sinni, jafnvel á vikufresti, eins og við höfum búið við undanfarin ár. Vel má hugsa sér endurreisn sjúkrasam- laga sem næðu yfir heilar byggðir án atthagabindingar og gætu með jákvæðri samkeppni leitað hins eftirsótta réttlætis innan kostnað- armarka. Virðist og eðlilegt að njóta nýfengins alþjóðlegs við- skiptafrelsis. Við þurfum hvort sem er að flytja inn viðskiptasið- ferði á sviði tryggingamála í þetta land. Það eina sem ríkið þarf að sinna á sviði trygginga er að tryggja að í lögum séu skýr ákvæði um lágmarks skyldutryggingu Alþingi hefur samþykkt lög um listmenntun á -------------------a----------- háskólastigi. I þessari grein ræðir Björn Bjarnason efni laganna og gildi fyrir þróun menningar og listar í landinu. um listmenntun á háskólastigi sam- hljóða. I umræðum um það kom fram, að málatilbúnaður væri sér- kennilegur, af því að ekki væri mælt fyrir um fjármögnun Listahá- skóla íslands í frumvarpinu. Þeir, sem þannig tala, átta sig einfald- lega ekki á grunnhugmyndinni að baki frumvarpinu. Ríkisvaldið er ekki að skorast undan að leggja fram fé til listmenntunar á háskóla- stigi. Af hálfu ríkisins liggur fyrir heit um að gera fjármögnunar- eða þjónustusamning við hinn nýja skóla. Reykjavíkurborg hefur til þessa lagt fram fé til Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Fulltrúi Reykjavík- urborgar átti sæti í nefndinni, sem undirbjó tillögurnar að baki hinu nýsamþykkta lagafrumvarpi. í til- lögunum er gert ráð fyrir, að Reykjavíkurborg eigi einn fulltrúa í stjórn skólans, enda leggi borgar- sjóður skólanum til fé samkvæmt hvers manns svo að engir séu ótryggðir. 3. Sjúkrahús vinni fyrir sér sjálf. Þegar einstaklingar eru komnir með virkar tryggingar í hendur geta sjúkrahús unnið fyrir sér sjálf án ríkisframfærslu. Alþingismenn og ráðherrar þurfa þá ekki að basla í sjúkrahúsarekstri né við lausn víðtækra verkfalla heilla stétta heilbrigðisstafsmanna. Það er liðin tíð að fólki þyki vænt um ríkið. Óvinsældir ríkisins eru orðn- ar sérstakt vandamál sem knýr á um að ríkisrekstri verði hætt. Hvar standa slj órmálamenn? Ýmsir stjórnmálamenn hafa nýlega látið í sér heyra varðandi það grundvallarmál sem tilvísun- armálið er, án þess þó að hyggja að öðru en „sparnaðarhliðinni". Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfsæðisflokksins skilgreindi sjálfstæðisstefnuna skýrt árið 1930. Eftir að ræða þýðingu ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis segir hann: „Þessi stefna frelsis og sjálfstæðis mætir nú öndverðu öllu þar sem er stefna sósíalista. Þeirra „hugsjón" er sú að velja fáeina forráðamenn til að hafa vit og stjórn fyrir allan fjöldann. Ófrelsi og ósjálfstæði einstakling- anna er höfuðeinkenni stefnunnar. Frá henni er ekki nema stutt yfir í einveldisstjórn.“ Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka í þessu landi, á stefnu sem boðar fráhvarf frá sósíalistískri miðstýringu heilbrigðismála. Hvað segja fijálslyndir þingmenn um vinnubrögð heilbrigðisráðherra? Ekki síst þeir sjálfstæðismenn sem ítrekuðu á landsfundi 1993 stefnu í heilbrigðis- og tryggingamálum sem í öllum atriðum gengur í þver- öfuga átt við vinnubrögð hans. Fyrir kosningar verðum við að vita hver stefna þeirra er. Stefnan er alltaf mikilvægari en staðan. Hvað segir núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra um vinnubrögð þessa háseta síns á stjórnarfleyinu? Hvert er vægi sjálfstæðisstefnunn- ar í dag og hver er þýðing skip- stjórnarábyrgðar nú á dögum? Höfundur er geðlæknir í Iteykjavik. Hann er fyrrverandi stjórnarmaður í heiibrigðisnefnd og Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. samningi um það efni. Gengið er að því sem vísu, að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki aðild höfuðborgarinnar að Listaháskóla íslands. Nýr áfangi í listasögunni Með samþykkt frumvarpsins um listmenntun á háskólastigi hefst nýr áfangi í listasögu þjóðar- innar. Hans hefur lengi verið beð- ið. Það hefur staðið listnámi hér fyrir þrifum, að ekki sé unnt að stunda það á háskólastigi. Samr- uni listnáms í einum skóla verður í sjálfu sér til áð örva enn frekar íslenska listsköpun og listalíf. Menningar- og listalíf þjóðar- innar er gróskumikið. Hvort held- ur í tónlist, leiklist, myndlist eða bókmenntum sækja menn ótrauðir fram. Viðurkenning sú, sem Einar Már Guðmundsson hlýtur nú með bókmenntaverðlaunum Norður- landaráðs, er enn ein staðfesting á því, að ný kynslóð íslenskra listamanna stendur hinum eldri ekki að baki. I Listaháskóla Is- lands á ekki aðeins að leggja rækt við það, sem þegar hefur þróast hjá okkur um aldir eða áratugi, heldur einnig takast á við ný við- fangsefni eins og byggingarlist. Miklu skiptir, að markið verði sett hátt strax í upphafi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisfiokksins í Reykjavík. Hann var formaður nefndar, sem undirbjó tillögur um Listaháskóla íslands. AÐSENDAR Opið bréf til Gunnlaugs Astgeirssonar Dóra Bjarnason KÆRI Gunnlaugur. Tilefni þessa bréfs eru athugasemdir þín- ar í fréttatíma ríkissjónvarpsins 24. febrúar varðandi höfnun verk- fallsstjórnar kennara á undan- þáguumsóknum vegna kennslu og þjálfunar fatlaðra barna annarra en barna með einhverfu. Þar sagð- ir þú eitthvað á þá leið að undan- þágum væri hafnað sökum þess að málið snérist fyrst og fremst um umönnunarþörf mikið fatlaðra barna, en ekki kennslustörf. Þetta vekur furðu mína og það að kenn- arar skilgreina kennarahlutverkið vítt í kjarabaráttu í samræmi við kröfur nútíma skóla, en sem þröngt fræðsluhlutverk þegar þeir færa rök fyrir höfnun sinni á umsóknum vegna fjölfatlaðra skólanema. Mér sýnist að í þessu felist mótsögn sem vert er að staldra við. Hún gæti valdið þeim misskiln- ingi að fatlaðir skóla- nemar séu ekki nem- endur líkt og aðrir, heldur fyrst og fremst persónur sem þarfnast umönnunar. Rök kennara í þessu verkfalli snúast um það að gera kenn- urum kleift að skapa betri skóla. Réttilega benda kenrtarar á að umsvif kennarastarfs- ins eigi að vera á breiðu sviði uppeldis- og kennslu í einsetn- um skólum, þar sem kennarar vinna saman að því að rækta hæfileika nemenda og búa þá undir að leggja sitt af mörkum í lýðræðisþjóðfélagi framtíðar. Heill þjóðarinnar og einstaklinga hennar hvílir ekki síst á því að kennurum verði gert kleift að vinna þetta verk, svo skólinn verði lifandi menntunarsamfélag sem tekur mið af þörfum fjölbreytts hóps nemenda. Góður skóli er skóli, þar sem ólíkir nemendur læra að umgangast hver annan, hjálpast að, vinna saman, keppa við jafningja og ávaxta hæfileika sína, hvort sem þeir eru miklir eða litlir. í heimi þar sem flest. virðist á hverfanda hveli er fátt mikilvæg- ara en þetta. Þannig getur hver og einn lagt sitt af mörkum og verið fullgildur þátttakandi í sam- félagi þar sem menn láta sig örlög hvers annars einhveiju skipta. Um þetta veit ég að við erum sammála. Það kemur mér því spánskt fyr- ir sjónir þegar þú sem fulltrúi kennara í þessari baráttu notar allt aðrar og þrengri skilgreiningar á verksviði skóla og störfum kenn- ara þegar þú rökstyður hvers vegna undanþáguumsóknum vegna örfárra mikið fatlaðra barna er hafnað. í sjálfu sér er það mál ykkar hvaða afgreiðslu þið veitið undanþáguóskum, en rökin sam- rýmast ekki öðrum málflutningi ykkar í þessari deilu. Vonandi hefur mér misheyrst og yrði þakklát ef þú vildir leið- rétta misskilning minn. Mér heyrð- ist þú segja eithvað á þá leið, að þessar umsóknir væru vegna umönnunarþarfar þessara nem- enda, en slíkt væri ekki í verka- hring kennara. Sé þetta rétt skil- ið, þá er hér notuð svo þröng skil- greining á hlutverki kennara, að hann afi minn gamli latínuskóla- kennarinn hefði verið fullsæmdur af. Frá hans sjónarmiði og margra samtímamanna hans snérist kennsla um að leggja rækt við úrvalshóp nemenda, láta þá puða í skruddunum, skrifa stíla og yfir- heyra þá i heimalestri. Menn skyldu læra staðreyndir mann- kynssögunnar utanbókar og kunna skil á latneskri beygingar- fræði, sem var aðalsmerki mennt- ~áðs embættismanns. Skóli var í hans huga hús við Lækjargötu og kennslustofan vettvangur náms- ins._ Ég veit að þú hugsar ekki svona. Ég vona að kennarar með þessar gömlu hugmyndir um hlutverk sín og skólans séu teljandi á fingrum annarrar handar. Nútíma kennar- ar vita að skóli er ekki hús heldur samfélag og að nemendur læra á ólíka vegu og þurfa að læra ólíka hluti með ýmsum hætti í bygging- unni sjálfri eða á vettvangi. Sumt læra nemendur best með því að tileinka sér námið á þeim stöðum og við þær aðstæður þar sem þeir eru líklegir til að nota kunnáttu sína. Dæmi um þetta er t.d. sund. Þótt Jón- as Hallgrímsson hafi í bjartsýni sinni gefið út kennslubók í sundi á sínum tíma voru ís- lendingar almennt ekki færir um að nýta sér sundkennslu fyrr en þeir komust í vatn og fengu þar tilsögn. Mikill hluti náms fatl- aðra nemenda fer fram á þennan hátt. Þeir læra margt af því sem skiptir þá sköpum í lífinu með því að fá kennslu í tilteknum athöfnum þar sem þeir þurfa að beita kunnáttu sinni. Sú kennsla getur verið afar fagleg vinna. Hún krefst skipulags, ná- kvæmni og þekkingar sem kennar- ar hafa sótt í háskólanám. Nem- andi, sem þarf að læra að matast sjálfur, fara í verslun eða á bóka- safn, leysá algebrudæmi, skrifa góðan stíl, reima skóna sína, klæða sig eftir veðri, njóta fagur- bókmennta eða bjarga sér sjálfur á salerni, á mikið undir góðri kennslu. Mörk milli umönnunar og kennslu eru óskýr og falla ævinlega saman í kennarastarfinu. Skólinn verður að annast alla nemendur sína. í hverjum bekk og skóla eru nemendur sem geta leikandi létt tileinkað sér allt námsefnið. Þetta eru hinir svoköll- uðu úrvals nemendur, nemendur sem líkjast þeim sem hann afi minn kenndi. Þessir nemendur læra þrátt fyrir kennsluna ef þau á annað borð hafa áhuga á efn- inu. Annar hópur nemenda getur tileinkað sér námsefnið, fái þeir góða kennslu. Þessi hópur stækkar líklega stöðugt og ætti að ögra okkur kennurum til betri fag- mennsku. Loks eru þeir, sem jafn- vel með vandaðri kennslu geta ekki tileinkað sér nema brot af námsefninu. Þessir nemendur eiga nánast allt sitt undir góðri kennslu og því að kennarinn velji af vand- virkni hvað þeim kemur best að læra. Hæfni kennara skiptir þessa nemendur sköpum. Það er því grundvallarmisskiln- ingur að gera li'tið úr námi fatl- aðra nemenda og halda því fram að þeir hafi fyrst og fremst umönnunarþarfir. Ég veit að sú harða barátta sem kennarar eru nú í snýst ekki að- eins um réttindi þeirra sjálfra og hærri krónutölu í léttar pyngjur heldur líta kennarar svo á að hér sé háð varnarbarátta fyrir íslenskt skólakerfi. Kennarar þurfa að geta sinnt starfi sínu af alúð og án þess að vera beygðir af ótta við reikningasúpu daglegs lífs eða örþreyttir af aukavinnu. Með flóknara þjóðfélagi, fjölbreyttari nemendahópi skólanna og stór- stígum framförum í skólarann- sóknum og skólaþróun, hefur samfélagið stöðugt gert auknar kröfur til kennarastéttarinnar án Verkfall er neyðarúr- ræði stéttarinnar til að skapa sér grundvöll til þess að halda áfram á þessari braut, segir Dóra Bjarnáson. Ég sé hins vegar ekki að vill- andi rök og það að beita verkfallsvopninu á allra viðkvæmasta hluta nemendahóps skólanna sé málstað kennara til framdráttar. þess að leggja henni til þau gæði sem hefðu þurft að fylgja. Drýgst- ar eru þó þær kröfur sem allur þorri kennara gerir til sjálfs sín. Einhveijir bogna og brenna út. Flestir reyna að gera betur og betur, mennta sig frekar og leggja þekkingu sína í púkk við að „endurskapa" skólann sinn og standa þannig af heilindum undir áskorun samfélagsins og fag- mennsku sinnar. Verkfall er neyðarúrræði stétt- arinnar til að skapa sér grundvöll til þess að halda áfram á þessari braut. Ég sé hins vegar ekki að villandi rök og það að beita verk- fallsvopninu á allra viðkvæmasta hluta nemendahóps skólanna sé málstað kennara til framdráttar. Baráttukveðjur. Höfundur er dósent við Kennaraháskóla íslands. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardöaum kl. 11-16 i i 12, sími 44433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.