Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR + Kristín Halldórsdóttir fæddist að Magnússkógum 7. desember 1901. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, Laugarási, 19. febrúar síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Háteigskirkju 28. febrúar. í DAG verður borin til hinstu hvíld- ar, kona sem ég er búin að þekkja frá því ég var 6 ára gömul. Kona sem var engum öðrum lík í einu og öllu. Það eru svo margar dásam- ilegar stundir sem ég hef átt með henni Stínu (hún var ætíð kölluð það). Hún var móðir minnar bestu æskuvinkonu. Það var svo gaman að koma á Flókagötu 27 þar sem hún bjó þeg- ar ég var stelpa og fá ný bakaðar kleinur, jólaköku og ný uppáhellt kaffi, þáð var alltaf alveg sjóðandi heitt því hún vildi hafa það svoleiðis. Tíminn líður og ég flyst til út- landa, en það sleit ekki í sundur samband okkar Stínu. Það var næstum því á hverju ári sem að ég kom um verslunarmannahelgina og fór með henni, bömum og bama- bömum á Laugarvatn í heimsókn til systur hennar, Jensínu, sem þá — var forstöðukona Húsmæðraskól- ans, og þar var sko mikill glaumur og gleði. Alltaf var hún fyrst á fætur og búin að taka til morgunmatinn þótt að hún færi síðust í rúmið. En svona var hún með allt á hreinu. Hún sagði alltaf við mig: „Sig- rún, ég ætla að koma og heim- sækja þig til Lúx.“ En ég tók þetta nú bara tæplega trúanlega. Jæja, en dag einn í október 1993 hringir síminn og það er Fríða vinkona, hún segir: „Geturðu tekið á móti okkur mömmu Jensínu og mér, við erum að koma til þín?“ Já, ég hélt það nú. Þær dvöldu í 10 daga og var alveg dásamlegt að hafa þær. Elsku Stína mín, með þessum fáu orðum langar mig til þess að þakka þér fyrir allt og allt allan þann tíma sem ég fékk að vera með þér og hvað þú varst alltaf góð og elskuleg við mig og bömin mín. Margt er það, og margt er það, sem minningamar vekur, en þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur.. (Davíð Stefánsson) Elsku Fríða, Ingvi og aðstand- endur, bið ég góðan Guð að gefa ykkur kraft og styrk. Sigrún Rosenberg. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY HELGADÓTTIR, Fornhaga 22, verður jarðsungin frá Neskirkju föstu- daginn 3. mars kl. 13.30. Hermann Guðjónsson, Gústaf H. Hermannsson, Ólöf S. Baldursdóttir, Guðrfður S. Hermannsdóttir, Þráinn Ingólfsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, SVAVA JÓHANNESDÓTTIR, Markholti 1, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 3. mars kl. 13.30. Gísli Jónsson, Þórunn Gfsladóttir, Gfsli Páll Davfðsson, Eygló Svava Gunnarsdóttir, Loftur Þór Þórunnarson, Grétar Snær Hjartarson, Eygló Gísladóttir, Guðlaug Gfsladóttir, Þórey Una Þorsteinsdóttir, Jón Þorsteinn Oddleifsson, Sigrún Ragna Hjartardóttir, Eygló Dfs Gísladóttir. t Útför eiginkonu minnar og móður, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Espigerði 4, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þann 3. mars nk. kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Gigtarfélag (slands og Kven- félagið Hringinn. Ásgeir Magnússon, Jón Ma. Ásgeirsson. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför AXELS SVANBERGS ÞÓRÐARSONAR. Guðjón Axelsson og fjölskylda. Síðbúnar ákvarðanir póststj órnarinnar FRIMERKI Útgáfan 1995 A.M.K. 17 NÝMERKI 100 ára afmæli Hjálpræðishersins. Seyðisfjarðarkaupstaður 100 ára. HM í handknattleik. Norðurlanda- merki. Gömid póstskip. Flug til Lúxemborgar í 40 ár. Smáörk á degi frímerkisins. Sameinuðu þjóð- irnar 50 ára. Jólafrímerki. SEINT ætlar íslenzka Póst- og símamálastofn- unin að ná hala sínum, þegar um er að ræða að ákveða nýjar frímerkj- aútgáfur hvers árs og þá ekki síður að koma til- kynningum um þær á framfæri meðal lands- manna. Jafnvel fer sá orð- rómur meðal manna, að íþróttahreyfingin hér á landi sé farin að hafa áhrif á útgáfumál póststjómar- innar. Eg á að sjálfsögðu við þau frímerki, sem út eiga að koma af því tilefni, að hér á að halda heimsmeistarakeppni í handknattleik á þessu vori. Hinn 14. marz kemur út 35 kr. frímerki í tilefni 100 ára af- mælis Hjálpræðishersins á ís- landi. Hönnuður þessa merkis er Tryggvi T. Tryggvason auglýs- ingateiknari. Þennan sama dag kemur út 90 kr. frímerki af til- efni þess, að Seyðisfjarðarkaup- staður á 100 ára afmæli. Á þessu frímerki verður mynd af lista- verkinu „Útlínur" eftir Kristján Guðmundsson myndlistarmann ásamt skjaldarmerki kaupstaðar- ins. Heyrt hef ég, að ýmsir bæjar- stjórnarmenn á Seyðisfírði hefðu fremur kosið einhverja landslags- mynd frá Seyðisfírði á þetta frí- merki. Seyðisíjörður hefur tví- vegis áður komið við sögu ís- lenzkra frímerkja. í fyrra sinnið var það árið 1947, þegar Strand- atindur, sem gnæfír yfir kaup- staðnum, kom á 1 krónu flugfrí- merki. Hið síðara var árið 1986 í sambandi við sameiginlega út- gáfu Norðurlandafrímerkja með myndefni frá vinabæjum Norður- landa. Þá birtist mynd úr kaup- staðnum. Er því ekki ólíklegt, að mörgum þar eystra hafí þótt skemmtilegra að breyta til og birta á afmælismerkinu mynd af listaverki, sem prýðir staðinn. Þennan sama dag, 14. marz, munu einnig koma út fjögur frí- merki til að minnast heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik. Þegar þetta er ritað, hefur engin sértilkynning borizt um þessi frí- merki. En þau verða gefín út í átta frímerkja örk. Trúlegt þykir mér einnig, að þau verði jafn- framt fáanleg í hefti, þar sem fram kemur einhver saga um handknattleik á íslandi. Verðgildi þessara frímerkja verður hið sama á þeim öllum, 35 krónur, svo að þau fara ekki mikið á al- menn bréf innan lands. Um myndefnið verður ekkert sagt. Hönnuður frímerkjanna, Hall- grímur Ingólfsson, auglýsinga- teiknari á Akureyri, er nýr í hópi þeirra, sem teiknað hafa frímerki TVÖ fyrstu frímerki ársins. fýrir íslenzku póststjómina. Norðurlandafrímerki koma út 5. maí, en eins og margir vita, er þessi sameiginlega útgáfa nor- rænna póststjórna á ferðinni ann- að hvert ár. Þemað eða myndefn- ið er að þessu sinni „Áfangastað- ir ferðamanna". Kirkjustaðurinn Laufás í Eyjafírði verður á 30 kr. frímerki, en Fjallsjökull, sem er í sunnanverðum Vatnajökli, verður á 35 kr. frímerki. Ekki er getið sérstaks hönnuðar þess- ara frímerkja. Þennan sama dag koma einnig út tvö Evrópufrí- merki. Þema þeirra er: „Friður og frelsi." Sama myndefni verður á báðum þessum merkjum, lista- verk Einars Jónssonar mynd- höggvara, „Úr álögum". Rúmum mánuði síðar, eða 20. júní, koma út fjögur frímerki, þar sem myndefnið eru gömul póst- skip. Þau verða gefín út átta í smáörk, og vafalaust einnig í sérstöku hefti, svo sem gert var með flugvélamar og bifreiðarnar. Þetta er í annað skiptið, sem póstskip eru valin sem myndefni íslenzkra frímerkja. Hvert þeirra verður að verðgildi 30 kr. Þröstur Magnússon hefur hannað þessi merki, sem öll falla í reynd undir sama flokk. Svo sem venja hefur verið hjá póststjórninni, verður smáhvíld yfír hásumarið, en 19. september er boðað frímerki til að minnast þess, að á þessu ári eru liðin 40 ár frá því, að flugsamgöngur hófust milli íslands og Lúxem- borgar. Þetta verður sameiginleg útgáfa beggja landanna, og mun póststjóm Lúxemborgar sjá um hönnun og prentun frímerkjanna. Verðgildi íslenzka merkisins verður 35 krónur. í sambandi við útgáfu þessa mun koma út sér- stakt hefti, þar sem greint verður frá flugsamgöngum milli land- anna og þróun þeirra þessi 40 ár. Á Degi frímerkisins 9. október verður gefin út smáörk með yfír- verði, sem rennur í Frímerkja- og póstsögusjóð. Enn hefur hvorki myndefni né verðgildi ver- ið ákveðið og ekki heldur, hver verður hönnuður arkarinnar. Er slíkt jafnvel óvenjulegt hjá póststjórn okkar. Hinn 7. nóvember er svo boðuð útgáfa frí- merkis á 50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna, en það er eins og með næstu útgáfu á undan, að enn er allt á huldu með alla framkvæmd við útgáfu þessa merkis. Að endingu megum við svo vænta jólafrímerkja í tveimur verðgildum, sem íslenzkur listamaður mun teikna, 7. nóvember. Ég hef heyrt því fleygt, að tveim- ur listamönnum verði gefínn kostur á því að leggja fram tillög- ur að þessum frímerkjum. Er það vel, enda slæm reynsla af síðustu útgáfu, svo sem fram hefur kom- ið í gagnrýni. Hins vegar munu þessir listamenn ekki enn hafa verið fengnir til verksins. Þá er þessari upptalningu lok- ið, en því miður eru enn allt of margir endar lausir í útgáfumál- um póststjórnarinnar. Sýning íslenzkra frímerlga í Póst- og símaminjasafni dönsku póststjórnarinnar Margir íslendingar leggja leið sína um Kaupmannahöfn. Þar á meðal eru vafalaust einhveijir, sem áhuga hafa á frímerkjum og þá ekki sízt íslenzkum frí- merkjum. Danska póststjórnin hefur þann sið að sýna til skiptis frímerki frá öðrum Norðurlönd- um í Póst- og símaminjasafni sínu. Hér skal vakin athygli á því, að fram til 30. marz nk. verða sýnd þar íslenzk frímerki, sem eru í eigu safnsins. Ná þ_au allt frá upphafí frímerkja á ís- landi og til þessa dags. í tilkynn- ingu dönsku póststjórnarinnar er þess getið, að íslenzk frímerki voru í upphafí prentuð í sömu prentsmiðju og prentaði dönsk frímerki og eins fyrir Dönsku- Vestur-Indíur, þ.e. hjá H. H. Thiele í Kaupmannahöfn. Er því tekið fram, að varla sé það tilvilj- un, þó að fyrstu frímerkjunum íslenzku svipi mjög til dönsku og vestur-indísku tvílitu frímerkj- anna. Jón Aðalsteinn Jónsson BRIDS Umsjón Arnðr G. Ragnarsson Bridsdeild Húnvetninga TÓLF pör spiluðu miðvikudaginn 22% febrúar. Úrslit: Aðalbjöm Benediktss. - Jóhannes Guðmannss. 165 Kári Siguijónsson - Eysteinn Einarsson 156 ÞorleifurÞórarinsson-JóhannLúthersson 148 Miðvikudaginn 1. mars hefst 5 kvölda Barómeter. Þátttaka til- kynnist til Valdimars í síma 37757. Einnig er skráning á staðnum. Spil- að er í Húnabúð, Skeifunni 17, og hefst spilamennska kl. 19.30. Bridsfélag Breiðfirðinga KAUPHALLARTVÍMENNINGI Bridsfélags Breiðfirðinga lauk / fimmtudaginn 24. febrúar með sigri Guðlaugs Sveinssonar og Magnúsar Sverrissonar. Lokastaða efstu para varð þannig: Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 1838 Gunnar Karlsson - Siguijón Helgason 1572 Nicolai Þorsteinsson - Logi Pétursson 1208 Ingibjörg Halldórsd. - Sigvaldi Þorsteinsson 1039 Helgi Nielsen—Marinó Kristinsson 862 Páll Þór Bergsson — Sveinn Þorvaldsson 839 Anna Guðalug Nielsen - Guðlaugur Nielsen 730 Næsta keppni félagsins er hrað- sveitakeppni sem spiluð verður þijú næstu fímmtudagskvöld, 2., 9. og 16. mars. Skráning í þá keppni stendur yfír og skráð í síma 632820 (ísak) og 587 9360 (BSÍ). Bridsfélag Suðurnesja NÚ ER farið að síga á seinni hlut- ann í aðalsveitakeppni félagsins. Sveit Karls Hermannssonar heldur enn forystunni en á m.a. eftir að spila við sveit Gunnars Guðbjörns- sonar, sem er í öðru sæti. Staða efstu sveitanna er þessi að óloknum 4 umferðum: Karl Hermannsson 194 Gunnar Guðbjörnsson 183 Garðar Garðarsson 168 Gunnar Siguijónsson 161 Tveitr + tveir 150 Hraðlestin 135 Efsta sveitin hampar meistara- titli félagsins en ijórar efstu sveit- irnar spila svo úrslitakeppni. Spilað er í Hótel Kristínu ein og hálf umferð á kvöldi á mánudags- kvöldum kl. 19.45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.