Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 29 SLUSAMSTARF klinga eða þjóða. arf nýtur i samstarfi Morgunblaðið/Emilía ænnsluráðgjafi og starfsmaður "ni í tengslum við norrænt sam- neð degi hverjum. undir þann möguleika sem tölvus- amskipti gegna í skólastarfi bæði innanlands og við Norðurlöndin. Þá eru nemendur hvattir til að nýta þann möguleika að geta átt í beinum samskiptum við jafnaldra á Norður- löndum í upplýsingaöflun sinni. Enginn námsstjóri er í dönsku Brynhildur hefur gegnt starfi norræns kennsluráðgjafa frá 1. júlí síðastliðinn með aðsetur __________ í Norræna húsinu, en áður starfaði hún sem kennari, fyrst í grunn- skóla og nú síðast í Versl- unarskóla íslands, þar sem hún er* í tveggja ára leyfi. Starfið felst meðal annars í því að halda utan um kennslu norrænna mála í skólum hér á landi, sjá um samskipti og upplýsingastarfsemi við menntastofnanir og skóla, hvetja til og aðstoða við alls kyns nám- skeiðahald kennara, fundi og ráð- stefnur. „Hlutverk mitt er að stuðla að því að norræn mál haldi sessi Kennsluhefð okkar er sú að við ieggjum ekki nógu mik- ið upp úr því að hlusta og tala. verði að samnorrænni )g menningarvitund Evrópusambandið kæmu brestir í samstarfsgrundvöll þeirra. Að sögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur verkefnissljóra stendur verkefnið yfir í þrjú ár, 1995-97. „Samvinna okkar verð- ur að byggjast á menningalegri samvinnu en ekki pólitískri. Til þess að Norðurlöndin geti orðið eining innan Evrópu verða þau að hafa sameiginlega menning- arvitund,“ sagði hún. Ýmislegt er á döfinni og verð- ur m.a. haldið endurmenntun- arnámskeið fyrir sögukennara um norræna söguvitund í haust. Auk þess munu sagnfræðinemar sækja málþing um norræna vel- ferðarsamfélagið. „Þetta eru fyrstu tengsl sem háskólanemar í sögu mynda við norræna félaga sína í nokkur ár,“ sagði Sigríð- ur. Meðal þess sem unnið er að má nefna farandsýningu sem söfn geti sótt um að fá, verkefni um jólasiði á Norðurlöndum, tungumálanámskeið og fleira. Aukþess er Nordliv á Islandi tengt Norræna skólanetinu og mun þannig stuðla að aukinni samvinnu milli landa og skóla. sínum hér á landi. Þess má til dæm- is geta að enginn námsstjóri er í dönsku á vegum ríkisins, hvorki á grunnskóla- né framhaldsskólastig- inu,“ segir hún. Kennsluráðgjafi vinnur náið með fulltrúum frá móðurmálskennurum, dönsku-, sænsku- og norskukennur- um, HÍK, KÍ og menntamálaráðu- neytinu. Brynhildur segir að áhugi á nor- rænum tungumálum sé meiri en almenningur haldi, vandamálið sé hins vegar skortur á fagkennurum í dönsku við marga grunnskóla. Lenti fyrir slysni í dönskutíma Þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi sjálf farið að læra dönsku segist hún halda að það hafi komið í gegnum uppeldið. „í mínu ung- dæmi kom heimurinn inn á borð hjá okkur mæðgum í gegnum dönsku blöðin,“ segir hún. „Upphaflega ætlaði ég að fara í ensku og þýsku, en lenti fyrir slysni í dönskutíma og fór ekki þaðan út fyrr en ég var komin með BA-próf,“ bætir hún við og kveðst ekki sjá eftir því. Hún hefur greinilega einnig ratað inn í enskutíma, því hún hefur einnig lokið BA-prófi í ensku. - Nú halda því margir fram sem lært hafa dönsku að þeir hvorki skilji hana né geti talað þegar á reynir. Hver finnst þér líkleg ástæða? „Danska er afskaplega lítið í umhverfi okkar þannig að við heyr- um hana sjaldan. Þetta er til dæmis í fyrsta sinn sem útbúið er sérhann- að hlustunarefni fyrir grunnskóla og kennsluhefð okkar er sú að við leggjum ekki nógu mikið upp úr því að hlusta og tala.“ Eitt málsvæði Brynhildur bendir einnig á nauð- syn þess að fá hljómbönd á norsku og sænsku til að kynna í dönsku- kennslu. „Ég lít svo á að þetta sé eitt málsvæði. Með því að venjast hljóðfalli í hinum málunum eiga börnin alveg eins að geta skilið muninn á Norðurlandmálunum og á amerískri ensku og ástralskri ensku sem þau eiga ekki í vandræðum með.'ý - Á hvað hefur þú lagt aðal- áherslu síðan þú tókst við starfinu? „Tíminn hefur farið mikið í að byggja starfið upp. Meðal þess sem ég geri er að fara í gegnum öll norrænu blöðin og klippa út grein- ________ ar, sem kennarar hafa verið duglegir að nota sem ítarefni. Ég hef einnig reynt að koma á upplýsingamiðlun á milli menntaskóla um hvað kennt er á hveijum stað á hverri önn.“ Þá segir Brynhildur það töluvert algengt að skólar óski eftir að kom- ast í samband við aðra skóla á Norðurlöndum og sjái hún um þá miðlun. Hún bendir á að með til- komu Norræna skólanetsins aukist möguleikar á því að samskiptin verði skilvirkari. „Nemendur geta skrifast á þannig að svörin berist strax daginn eftir og sumir skólar eru jafnvel að þróa línusamskipti, þar sem nemendur talast beint við og þurfa því að nota málið strax,“ segir hún. „Símadanska“ æfð Brynhildur sinnir þó ekki ein- göngu bömum og unglingum, því að hún hefur verið milligöngumaður um námskeið í talmáli fyrir full- orðna, sem hafa þurft að á því að halda vegna starfa sinna. Einnig var hún með námskeið í dönsku fyrir símastúlkur menntamálaráðuneytis- ins. „Þær sóttu eina kennslustund í viku, en svo fékk ég sænska lektor- inn, þann norska og finnska til að hringja daglega í símastúlkumar þannig að þær vendust því að heyra Finnlands-sænsku, sænsku og norsku. Þetta gekk mjög vel,“ segir Brynhildur Ragnarsdótfir. Norrænt kennsluefni á myndböndum ATJAN myndbönd um Norður- lönd, „Vi i Norden“, ásamt fimm lesheftum eru að koma út um þessar mundir. Um er að ræða samstarfsverkefni norrænna skólasjónvarpsstöðva og fræðslu- yfirvalda á öllum Norðurlöndum. Myndböndin eru ætluð til kennslu í landafræði eða samfélagsfræði fyrir nemendur í 5.-7. bekk. Tryggvi Jakobsson deildar- stjóri hjá Námsgagnastofnun sagði að undirbúningur hefði tek- ið um tvö ár. Voru viðfangsefni valin með það í huga að bregða ljósi á hvernig fólk lifir í hveiju landi fyrir sig. Þijú myndband- anna eru frá Islandiog sýna Borgarfjörð eystri, ísafjörð og Reykjavík. Staðirnir í hveiju landi voru valdir með það í huga að auðvelt væri að bera þá saman m.a. með tilliti til stærðar og annarra sérkenna. Árlega er veitt norrænu fé til útgáfu á kennsluforritum í nán- ast öllum greinum innan grunn- skólans. Tvisvar á ári fara íslend- ingar á vegum Námsgagnastofn- unar til að kaupa inn nýtt efni og á vinnufundi þar sem forrit eru þýdd yfir á íslensku. „Ætli íslenskum skólum standi ekki til boða í kringum 90 forrit og mjög stór hluti þeirra eru komin til vegna þessa norræna samstarfs. Til dæmis má nefna forrit í stærðfræði, á sviði tungumála og landafræði. Mestur hluti efnisins er ætlaður grunnskólum en nokk- urt efni er ætlað framhaldsskól- um,“ sagði Tryggvi. Norrænar sögur til móðurmálskennslu NÝ KENNSLUBÓK, sem ætluð er til móðurmálskennslu í 8. og 9. bekk grunnskóla á vegum Nordmál-áætlunar, kemur út í haust. Hún er gefin út af Máli 'og menningu en hefur ekki feng- ið endanlegan titil ennþá. „Bókin verður gefin út í tímaritsformi og á að virka spennandi og að- gengileg fyrir unglinga,“ sagði Þórdís Mósesdóttir íslenskukenn- ari, sem ritstýrir verkinu. I bókinni eru m.a. þjóðsögur, ljóð og söngtextar ásamt stuttum textum eftir norræna rithöfunda og unglinga. „Með því að lesa bókina er til dæmis hægt að bera saman áhugamál unglinga á Norðurlöndum. Einnig eru viðtöl við nemendur, þeir skrifa greinar og meðal annars birtist saga eft- ir 14 ára íslenskan dreng,“ sagði Þórdís. Svíar, Danir og Norðmenn gefa bókina út með blönduðu tungumáli, því í námsskrá þeirra í móðurmáli er ætlast til að börn og unglingar kynnist tungumál- um annarra Norðurlanda. ís- lenski og finnski textinn verða þó þýddir yfir á dönsku og norsku. Finnar og íslendingar munu þýða allan textann yfir á eigið tungumál. Samnorræn rannsókn á sjálfsmynd ungs fólks HVAÐA augum líta norræn ung- menni hvort annað, norrænt sam- starf og Norðurlöndin sem ein- ingu? Finna þau til samkenndar eða standa þau ekkert nær hvort öðru en aðrir Evrópubúar? Þess- ar spurningar eru meðal þeirra atriða sem samnorrænn nefnd að frumkvæði Norrænu ráðherra- nefndarinnar hefur í hyggju að kanna næstu tvö árin, en ætlunin er að rannsaka norræna sjálfs- mynd ungs fólks. „Norrænt samstarf byggist á því sem Norðurlandaþjóðirnar eiga sameiginlegt. Það hefur hins vegar ekki verið kannað til hlítar í hveiju samkennd þessara þjóða felst. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á eðli norrænn- ar samkenndar, einkum og sér í lagi meðal ungs fólks,“ sagði Þóroddur Bjarnason félagsfræð- ingur, sem á sæti í nefndinni. Undirbúningsvinna hefur verið unnin í hveiju landi fyrir sig en í apríl mun nefndin hittast í fyrsta sinn. í framhaldi af þeim fundi verður nákvæm áætlun unnin, en gert er ráð fyrir að leggja ítarlega spurningalista fyrir í skólum og gera stutta simakönnun meðal almennings til að geta borið saman viðhorf yngra og eldra fólks, svo dæmi séu nefnd. Danska notuð á nýstárlegan hátt FERÐALAG um Norðurlönd er samfélagsfræðiverkefni nor- rænna skólanema 10-16 ára sem hafa aðgang að tölvusamskipta- netinu KIDCAFEN. Tilgangurinn með því er að jafnaldrar á Norðurlöndum kynnist hver öðr- um, menningu hvers annars og löndum. „Kveikjan kemur að hluta til vegna þess að við höfum ekki haft nothæfar kennslubæk- ur um Norðurlönd í samfélags- fræði. Okkur fannst þetta því skemmtileg leið,“ sagði Þórunn Traustadóttir kennari sem hefur meðal annarra byggt verkefnið upp. Byggður var upp rammi utan um verkefnið þar sem notast var við leiðandi spurningar. „Þegar spurningar og svör fóru að ber- ast frá nemendum fylgdum við þeim eftir og leyfðum þeim að hafa áhrif áhvernig verkefnið þróaðist.“ Þegar nemendur voru farnir að þekkjast nokkuð vel endaði verkefnið á því að börnin spjöll- uðu saman beint á tölvunum. „Það var ótrúlegt að sjá þau nota dönsku sem samskiptamál, því t.d. höfðu nemendur mínir aðeins lært hana í rúmlega eitt ár. Það var gaman að fylgjast með hvern- ig þau unnu saman sem hópur og hjálpuðu hvort öðru. Mér finnst þessi aðferð styrkja dönskukennsluna, auk þess sem nemendum fannst skemmtilegt og hvetjandi að læra tungumálið á þennan hátt.“ Verkefnið er inni á netinu áfram og kemur því öðrum nem- endum að notum síðar meir eða jafnvel sömu nemendum á annan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.